Vísir


Vísir - 07.09.1957, Qupperneq 6

Vísir - 07.09.1957, Qupperneq 6
6. Ví S IR Laugai'daginn 7. september 1957 i _ WÍSIR. D A G B L A Ð Vtolr kemur út 300 daga á árl, ýmist 8 eða 12 blaCsíðui. Bitstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson Skriístofur blaðsins eru í lngólfsstræti 3. EJtotjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8.00—18,00 i Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. • Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9 00—19.00 Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F Vísir kostar kr. 20,00 i áskrift á mánuðL kr. 1,50 eintakið í lausasölu Félagsprentsmiðjan hi. Sundtaug í Vesturbænum. Það er orðið all-langt, síðan því var fyrst hreyft, að koma þyrfti upp sundlaug í Vestur- bænum. Þeir, sem búa aust- an til í bænum, hafa haft miklu betri aðstöðu til sund- iðkunar í heitu vatni en Vesturbæingar, svo að ekki var nema eðlilegt, að um síðir yrði hafizt handa um að koma upp laug í þessu bæjarhverfi. Nefnd vrar kjör- in til að hafa forgöngu í mál- inu fyrir fáeinum árum, og hefir hún verið reiðubúin til að hefjast handa um nokk- urt skeið, en eins og oft áður hefir sta'ðið á fjárfesting- ai’leyfi, svo að framkvæmd- ir hafa dregizt úr hófi. En fyrir tveim dögum var hafizt handa um að grafa fyrir sundlauginni, og er þess a5 vænta, að ekki verði tafir á framkvæmdum, svo að hægt verði að koma málinu í höfn nokkurn veginn í einum á- fanga. þótt eðlilegt sé að gera ráð fyrir töfum af völdum veðurs í vetur. Veríur mikill munur á því, hversu miklu betri aðstaða verður til þess- arrar heilnæmu íþróttaiðk- unar, þegar nýja sundlaugin verður komin upp, og er áreiðanlegt, að það dregur mjög úr sundiðkun, að mik- iil hluti bæjarbúa treystir sér ekki, fjarlægðar vegna, að fara i sundhöll eða laugar. Enginn efast heldur um áhuga Vesturbæingá fyrir þéssú máli, því að þeir liafa sýnt hann í verki. Einn dag hefir þeim verið gefinn kostur á að hlaupa undir bagga með nefndinni, sem sér um fram- kvæmdir, og iáta nokkurt fé af hendi rakna, Svo að laug- in yrði sem fyrst fullgerð. Á þessum eina degi gáfu Vest- urbæingar á annað hundrað þúsund króna, og er þó rétt að geta þess, að söfnunin stóð vart nema stund úr degi. Liggur því í augum uppi, að margir vilja leggja eitthvað á sig til þess að sjá málinu borgið, enda hefir framkvæmda verið beðið með óþrej'ju. Fáum þjóðum cr eins mikil þörf á því, að sem flestir sé synd- ir, og einmitt íslendingum. Aðrar þjóðir geta stundað sundið nær eingöngu sem íþrótt, cn hér á landi fer sá hópur vaxáhdi, sem þarf að vera syndur til að bægja að nokkru frá þeim hættum, er fylgja sjómennsku og sigling um. Þess vegna er það eðli- legt, að lögð sé mikil áherzla á sundiðkun og sundmennt, og Reykjavík verður að fylgjast með í þessum efnurn, því að í rauninni voru skil- yrði til sundiðkunar og náms orðin of lítil síðustu árin, er bærinn óx scm örast. ygging sundlaugar fyrir þá, sem búsettir eru í Véstur- bænum, er áfangi í barátt- unni fyrir því, að sundmennt verði sem almennust hér í bænum. Væntanlega verður ckki látið staðar nurnið, þeg- ar þessi laug ver'ður full- gerð, heldur haldið áfram og byggðar laugar í þcim hverf- um, sem nú eru að verða til og eru svo fjarri þeim sund- stö'ðum. sem nú eru til éða i undirbúningi. að íbúarnir munu ekki leggja sundlauga- fei'ðir á sig. F.vrr verður þessum málum ekki komið í viðunandi horf. og væntan- lega búa bæjaryfirvöldin sig undir frekari framkvæmdir á þessu sviði. ASeins vika eftir. Nú styttist óðum til loka nor- rænu sundkeppninnar, því að aðeins rúm vika er eftir af keppnitímabilinu, er hefir þá staðið í þrjá mánu'ði. Að þessu sinni munu ekki alltof góðar horfur á því, að ís- lendingar fari með sigur af hólmi, þótt þeir eigi tiltölu- lega flesta synda menn, þar sem reglurnar eru á þá leiðj að það eitt nægir ekki til • sigurs. Þrír stærstu bæirnir á landinu efna auk þess til keppni inn- byrðis, því að geíinn hefir vcrið bikar, sem Reykvík- ingar, Hafnfirðingar og Ak- ureyringar keppa um, og fyrir skemmstu stóðu leikar svo, að Reykvikingar ráku lestina, enda mun þátttakan hér vera mun minni en i fyrra. Er illt til þess að vita, því að það munar sannarlega ;um íramlag Rcykvíkinga í þessari kcppni gagnvart NorðurlöncU m, og þcir eiga áð: sý'na, a.ð þeir viíja ekki síður leggja sig fram en menn í cðrum bæjum cða landshlutum. Þeir eiga þess vegna að stíga á stokk og strengja þass heit að bæta hlut sinn til muna þá fán daga sem eftir eru, svo að Kivhija off irúanál: í æUri umsjá. Þegar Jóhannes postuli fékk að sjá inn í himinn Guðs, sá hann meðal annars altari í helgidómi helgidómanna.. Engill gekk fyr- ir altarið. Hann hélt á gullnu glóðarkeri og honum var fengið mikið af reykelsi til þess að hann skyldi leggja það við bæn- ir allra hinna heilögu (þ. e. kristinna manna) á gullaltarið, sem er frammi yrir hásætinu. Og reykurinn af reykelsinu steig upp með bænum hinna heilögu úr hendi engilsins frammi fyrir Guði. Frá þessu er sagt i áttunda kapítula Opinberunarbókar.Sams konar sýn ber fyrir í fimmta kapítula: Æðstu dýrðarverur himnanna, sem standa hið næsta hásæti Guðs, íalla fram fyrir Jesú Kristi. Þær hafa hörpur og gullskálar, fullar af reykelsi, ,,og eru það bænir hinna heil- ögu.“ Kristnir menn eru nefndir heil- agir í Nýja testamenti vegna þess að þeir eru helgaðir Guði. Þessar sýnir Jóhannesar birta þann boðskap, að kristin til- beiðsla og bænagjörð ber ilm inn í himin Guðs — þrátt fyrir allan mannlegan ófullkomleik sinn. Og hinir fullkomnu, sem standa Guði næst, taka bænir, sem bcr- ast úr duftsins heimi, á gullskál- ar kærleika síns og vizku. Þetta cr það, sem kallað er samíélag heilagra — einnig alls hins stóra skara, sem vegsamar og .tilbiður Guð hinna smæstu og lúnna hæslu. Sýnirnar eru mótaðar dráttum írá helgri þjónústu i musterinu i Jerúsalem. Á hverjum morgni skyldi einn af prestum musteris- ! ins taka glóðir af brennifórnar- altarinu og ganga fyrir reykels- isaltarið inni í Hinu heilaga. Þeg- ar morgunfórnin haíði verið íærð við brennifórnaraltarið, kraup fólkið á kné í forgarðin- um, og um leið, að gefnu merki, , lagði presturinn glóðirnar á alt- i arið og reykelsi ofan á. Reyk- elsisilmurinn, sem steig upp rá altarinu, átti að tákna bænir Gúðs lýðs. , Musterið í Jerúsalem er fallið, brunnið til ösku, þegar Jóhannes fær opinberanir sínar. En þetta atriði hinnar fornu musteris- þjónustu var notað til þess að gefa honum innsýn inn í þann veruleik, að bænin í Jesú nafni og Jesú trú er lifandi, ilmrikur lógi á afli máttarins og dýrðár- innar. Bænaorð, bænarandvörp týnast ekki, drukkna elcki i geim- þögninni, eru cklci kæíð af harki og vábrestum veraldar. Þau óma og anga inn.st í kór í helgidómi jhimnanna. Jarðnesk bæn nýtur himnesks fulltingis. Hún lyftir sér ekki á eigin vængjum ttpp að hástóli Guðs. Hún er hafin þang- að af guðdómlegu afli. Þennan boðskap lytur Nýja testamentið víða. Fvrst og fremst Jesús sjálfur, þegar hann segir, að vér skulum biðja í hans nafni. Að bið.ja í Jesú nafni er að fela honum bæn sína, fela sig fyrirbæn hans. Það cr og kallað að biðja í þeim heilaga anda, sem ekki sé hægt að segja um þá, að sinnuleysí þeirra sé um að kenna, ef sigur vinnst ekki í keppninni. biður fyrir oss (sjá t. d. Róm. 8, 26, 34). Kristinn maður biður ekki að- eins í samfélagi jarðneskra bræðra og systra (sbr. Faðir vor ....), hann biður með gjör- \ öllum Guðs lýð, að laðan Guðs anda. Hann blandar sinni veiku rödd í kórinn stóra og eilífa, þar þar sem allir englar og höfuð- englar, himneskar tignir og völd biðja, með hólpinni Guðs kristni í dýrðinni, undir forustu hins blessaða æðstaprests, Jesú Krists. Þannig er bæn mannsins tekin í æðri umsjá, fátækt henn- ar, missýni og magnleysi auðg- að, ummyndað, helgað, heyrt og bænheyrt samkvæmt vísdómi og kærleika hins alskyggna Guðs. Hallgrimur segir: i I ^Bænin ef virðist veik og stirð, varastu þá að tregast, fyrir augum Drottins vel er virð. jVor Jesús fagurlegast þýðir það allt, þér sýnist kalt þá hún sker í hans nafni, ofur það bezt á sér hann mest. Ei trúi ég Guði því hafni. Hussein viidi þunga skriðdreka. Samkvæmt erlendum blöðtmi bar Hussein konugur fram óskir ! um það fyrir nokkrum vikiun, að fá þunga skriðdreka frá Banda- rik.junum. Eftir þeim fregnum ao dæma var því ekki vel tekið í VVashing- on þá, hvort sem slík liertæki verða nú send þeim ásamt öðr- tim, sem þeir hafa fengið loforð um, eins og getið var í fregnum í gær. Ilins vegar lcitaði Bandaríkja- stjórn hófanna í London, hvort Bretar gætu látiö Jórdaníu fá Centurion-skriðdréka. Ein orsök- in er sú, að Bretar hafa til þessa lagt Jórdaniumönnum til vopn- in, og þeir eru vanir brezkum vopnum. Gera á tili'aun til að ná upp flnki saensks herskips, sem sökkt var 1682. Herskipið var nýsmíðað er því var sökkt skammt þar frá, sem sænska flotahöfnin er nú. — Nokkru var bjargað skömmu síðar, m. a. nokkrum af 52 fall- byssum skipsins. Svo glevmdist flakið, og sænski flotinn síðar dýpi, en fyrir einu ári fannst flakið, og síðan Sænski flotinn og Sjóminjasafnið hafið athug- un á, að ná upp skipinu. Sex kafarar vinna við flakið og þegar heíur ýmislegt náðzt upp, stórsiglan, ljónshöfuð með mannshöfði í gininu o. fl. Flakið er í svo góðu ásigkomulagi, að líklegt þykir, að jiað muni fljóta, er búið er að þétta það og ná því upp. Það er 50 metra langt og 12 metra breitt. . í Sprendlingen, bæ mjlli Frankfurt og Darmstadt, hefur verið stofnað tii reksturs ó- , vanalegs gistihúss, — þar er sem sé ekki tekið við neinum gestum eldri en þriggja ára. Er það einkum notað af foreldrum, sem fara i ferðalög. og vilja dosa sjálf sig og börnin við ^ f erðalagaerilinn. Kostnaðurinn Cr 12.50 mörk á dag og læknis- hjálp innifalin. „Vandamálið mikla“. Á. S. skrifar Vísi um áfengis- bölið, sem hann kgllar ,,\randa- málið mikla“. „Það er of sjaldan rætt um á- fengisbölið, vandamálið mikla, eigi síður með þessari þjóð, en mörgum öðrum, í þeim dálkum, sem standa almenningi opnir til þess að segja sitt álit. Þó hefur stundum verið á þetta mál minnst, í þessum dálki, en fleiri mættu koma þar fram með sitt álit, a. m. k. ef eitthvert sérstakt tilefni gefst til. En frétt sú, sem Vísir flutti í gær um áfengisböl- ið í Frakklandi, finnst mér gefa sérstakt tilefni til þess að minna enn einu sinni á þetta mikla böl. Fréttin var um það, að sam- kvæmt opinberum skýrslum hefðu yfir 20.000 manns beðið bana í fyrra af völdum oínutnar áfengis, þar af yfir 6000 manns af drykkjuæði. Það, sem atliyglLsverð- ast er við þessa frétt, finnst mér vera, í fyrsta lagi hversu margir þeirra eru, sem hlóta þessi ör- lög, þótt í vínyrkju og milljóna- landi sé, þegar jafnframt er haft i huga, að þ\i hefur ávallt verið haldið mjög á lofti, að i hinum suðrænu löndum, þar sem menn daglega og oft á dag hafa vin urn hönd, kunni menn með vin að fara, en þegar menn lesa frétt sem þessa, mun margur hugsa sem svo, að þótt hvimleitt sé hversu margir fara illa með vín á Islandi og víðar á Norðurlönd- um, séu hávaðasamir og janvel herskáir, þá sé það sizt verra, þegar á allt er litið. En hvort- tveggja er illt og þjóðarháski af allri ofneyzlu. l»að, sem ekki kemur beint frani. 1 öðru lagi er það, sem ekki kemur beint fram í fregninni, en í rauninni má augljóst vera, aö þegar svona margir íalla á {>ess- um velli, þar sem Bakkus er tign aður, mun annar hópur, tífalt,. hundraðfalt, er til vill þúsund- falt stærri, sem bíður meira og minna tjón af — andlegt og lík- amlegt - aí völdum áfengis- neyðzlu. Menn heimta bann við fram- leiðslu kjarnorkuvopna og notk- un þeirra og jafn\'el við tilraun- um á þeim. Um þá hættu ræða allir af þvi, aö húri er ný og mik- il og augljós, og það er talað um yfirvofandi tortímingu mannkyns ef ekki verði afstýrt kjarnorku- styrjöld. Það er vel, að menn séu vel á verði. En þegar einhver hætta býr ávallt með þjóðunum. , öld íram af öld, jafnvel þótt tug- ’ þúsundir falli i valinn með einni bjóð, er ekki skorin upp nein her- ör neins staðar. Menn og þjóðir verð'a sljóir fyrir hættunni, yppa öxlum, eru með í baráttunni gegn nýju hættunum, en gle\Tna þoim, að mestu, sem ávallt eru við bæjardyrnar, og því um fáar raunhæfar aðgerðir að ræða. Á. S.“ 75 manns drukkna í Pakistan. Hlaup hefur kotnið í þrjár stórár í V.-Pakistan og valdið miklu tjóni. Hafa flóðin fært mörg þorp í kaf og sópað Öðrum á brott, auk þess sem' uppskera verður fyrir gífurlegu tjóni. Vita'ð er, að 75 írianns hafa drukknað í flóðunum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.