Vísir


Vísir - 07.09.1957, Qupperneq 10

Vísir - 07.09.1957, Qupperneq 10
10 VÍSIR Laugardaginn 7. september 1957 GATHA PhRISTIE /Ular leiíit til... 14 Það var eitthvað í fari þessa manns, sem virtist gefa til kynna, að hann vildi láta taka eftir sér. Hann bar til dæmis dökkgráa skikkju á herðum og var hetta mikil á henni. Á höfði bar hann baröastóran hatt, cins og tíðkast í Mið-Ameríku. Hár hans var grátt og sitt, og hann var með uppsnúið skegg á efri vör. Maður- jnn var eiginlega eins og glæsilegur illvirki á leiksviði. Viktoria fékk þegar óbeit á honum vegna klæðaburðar hans. Og ekki bætti það skap hennar, er hún sá og heyrði, hvernig starfs- menn flugfélagsins snerust í kringum hann, og gerðu hvaðeina, sem honum flaug í hug að krefjast. „Já, Sir Rupert,“ sagði einn. „Sjálfsagt, Sir Rupert,“ mælti annar, og eftir skamma stund tilkynnti sá þriðji, að flugvélin væri ferðabúin. „Sir Rupert,“ tautaði frú Clipp fyrir munni sér. „Hvaða maður er þetta eiginlega?" Hún leit á Viktoriu, sem hristi höfuðið, enda þótt hún hefði það óljóst á tilfnningunni, að hún hefði ein- hvern tíma séð hann. „Þetta er líklega einhver hásettur rnaður innan stjórnarinnar," bætti frú Clipp við. „Það held eg ekki,“ svaraði Viktoria. Henni fannst nefnilega, að þeir fáu stjórnmálamenn, sem hún hafði séð, væru sífellt að 'toiðja afsökunar á því, að þeir væru til. Það var aðeins rétt fyrir kosningar, sem þeir blésu sig upp. Þegar hér var komið, tilkynnti flugþerna, að farþegar ættu að íara upp í flugvélina og taka þar sæti. Hreyflar vélarinnar gengu mjög hægt og hún virtist mala líkt og risavaxið Ijón. Viktoria og aðstoðarmaður hjálpuðu frú Clipp upp í flugvélina, og komu henni fyrir í sæti hennar. Það var ekki fyrr en Viktoria var 'toúin að hagræða frú Clipp og festa öryggisbelti sjálfrar sin, að hún veitti því eftirtekt, að hinn rnikli maður sat beint fyrir framan hana. Hurðinni á farþegaklefanum var lokað, og andartaki síðar rann flugvélin af stað. Viktoria varð þá bæði full eftirvæntingar og kvíða. Hún hlakkaði til að byrja ferðina fyrir alvöru, og jafn- framt kveið hún fyrir því, að eitthvað kæmi fyrir, svo að ekkert yrði úr ferðinni. Henni fannst vélin rénna fram og aftur um völlinn endalaust, en svo nam hún staðar. Þá jókst hávaðinn frá hreyflunum um allan helming, og eftir nokkra stund rann vélin enn af stað, og var hún komin á loft svo að segja á svipstundu. Hún hækkaði flugið jafnt og þétt, unz farþegarnir misstu áhuga fyrir jörðinni fyrir neðan, hún virtist ekki eiga neitt skylt við mennina eða líf þeirra varð að flötu landabréfi með strik- um, hringum og deplum. Farþegarnir losuðu um öryggisólarnar, kveiktu sér í vindlingum og litu í blöð og tímarit. Viktoria var komin í nýjan heim, sem takmarkaðist af veggjum farþegaklef- ans og var með tuttugu eða þrjátíu íbúum. Ekkert annað var Jengur til í hennar augum. Hún leit út um gluggann, en sá ekk- ert nema skýjaþykkni fyrir neðan sig. Einhvers staðar fyrir neðan það var heimurinn, sem hún hafði þekkt fram að þessu. Viktoria áttaði sig allt í einu á því, að frú Clipp var að segja eitthvað. Frúin hafði tekið sér tímarit til að lesa, en gat varla hamið það með annarri hendi, svo að Viktoria várð hvað eftir annað að koma henni'til hjálpar og hagræða þvi. Svo reis Sir Rupert allt í einu á fætur, fleygði hatti sínum upp í farangurs- netið fyrir ofan sæti sitt, settist þá aftur, dró hettuna fram yfir enni og reyndi að sofna. Þetta kom Viktoriu allt i svo vont skap, að hún komst að þeirri niðurstöðu, að það væri ekkert varið í að fljúga. Hún náði í tímarit, til að stytta sér stundirnar, og opnaði það af handa- hófi, en lenti þá á auglýsingu með þessari fyrirsögn: „Viljið þér bæta hraðritun yðar?“ Þá varð henni alveg nóg boðið, það fór hrollur um hana, hún lokaði tímaritinu og reyndi að útiloka um- heiminn með því að hugsa um Eward og endurfundina við hann í Bagdad. Þegar flugvélin lenti á vellinum við Castel Benito í Libyu, var þar rigning og stormur. Viktoria var hálf-lasin, er hingað var komið, og hún varð að taka á öllu þreki sínu, til að geta hjálpað húsmóður sinni, en þrátt fyrir lasleikann sá hún, að háttsettur, brezkur liðsforingi tók á móti Sir Rupert og ók honum á brott. Farþegunum var ekið til gistihúss og fylgt til herbergja þeirra, sem þeim voru ætluð, og þar hvíldust frú Clipp og Viktoria, unz komið var fram að kvöldverði, en þá var þeim tilkynnt, að ekki mundi verða haldið áfrain fyrr er snemma næsta morgunn — veður væri óhagstætt. Lagt yrði upp klukkan hálí-sex morguninn eftir. „Það er alltaf sama sagan,“ rumdi í frú Clipp. „Maður er rekinn á fætur fyrir allar aldir, en svo er ekkl lagt af stað fyrr en mörgum klukkustundum síðar. Það er glæpsamlegt a'ð koma svona fram við farþegana.“ Hún var þungbúin í meira lagi, en svo birti yíir andiit hennar, rétt eins og ský hefði dregið frá sólu, og hún sagði: „Eg skal annars segja yður, góða min, að eg er búin að komast að því, hver hann er, þessi mikli maður, sem svo mikið er látið með. Hann er Sir Rupert Crofton Lee, ferða- langurinn heimsfrægi. Þér hafið vafalaust heyrt hans getið.“ Já, nú rifjaðist það upp fyrir Viktoriu. Hún hafði séð myndir af honum í blöðunum fyrir um það bil sex mánuðum. Sir Rupert var allra manna kunnugustur í afskekktustu Kína. Hann var einn þeirra fáu manna, er komizt höfðu til Tibets og heimsótt Lhasa. Hann hafði ferðazt um algerlega óþekkt héruð í Kurdi- stan og Litlu-Asíu. Bækur hans voru víðlesnar, því að þær voru hressilega skrifaðar. Þætti mönnnum Sir Rupert iðinn við að auglýsa sjálfan sig, þá var það heldur ekki að ástæðulausu, því að hann gortaði ekki af afrekum, sem hann hafði ekki unnið. Viktoria mundi nú eftir því, að skikkjan sem hann bar, var talin einskonar vörumerki hans. „Ó, er það ekki spennandi að vera á ferð með svona frægum manni?" sagði frú Clipp, og Viktoria neitaði því ekki, en bætti því við með sjálfri sér, aö heldur kysi hún bækur karlslns en hann sjálfan. Henni fannst hann montrass og ekkert annað. Lagt var upp á tilsettum tíma næsta morgunn, og var veður þá fagurt. Viktoria þótti leitt að hafa ekki getað skoðað sig neitt um, meðan staðið var við í Libyu, en við því var ekkert að gera. Það var heldur huggun, að vélin átti að korna til Kairo um há- degisbilið, og svo átti ekki að halda áfram til Bagdad fyrr en næsta morgunn. Hún vonaðist því til að geta skoðað einhvern blett af Egyptalandi, meðan staðið væri við þar. Sir Rupert var í sætinu fyrir framan Viktoriu, eins og daginn áður. Hann dottaði, og féll höfuð hans þá ofan á bringu. Það hlakkaði dálítið í Viktoriu, þegar hún sá, að kýli var að byrja að myndast aftan á hálsi hins mikla manns. Ekki vissi hún, hvers vegna henni þótt það gott nema ef þaö stafaði af því, að hann virtist heldur mannlegri fyrlr brag'ðið. „Hvað heldur hann eiginlega, að hann sé?“ sagði hún við sjálfa sig, en svarið lá í augum uppi — hann var heimsfrægur en hún óþekkt. Þegar komið var til Kairo, og Viktoria og frú Clipp höíðu snætt liádegisverð saman, tilkynnti frúin, að hún ætlaði að liggja fyrir til klukkan sex, og spurði svo Viktoriu, hvort hana langaði ekki til að skoða pyramídana. Og ekki nóg með það — hún bauðst til að borga bíl fyrir Viktoriu þangað, þvi að hún hefði víst ekki mikinn gjaldeyri á þessum vandræðatimum Breta- veldis. Er ekki að sökum aö spyrja, að Viktoria þá þetta höfð- inglega boö með þökkum.... Viktoria var dauðuppgefin, þegar hún háttaði, og hún heföi sofnað strax, ef hún hefði ekki farið að hugleiða endurfundina við Edward, sem færðust nú óðum nær. Svo lokaði hún augun- um brosandi og henni fannst, að hún hefði einmitt veriö aö svífa inn í ríki draumanna, þegar hún heyrði að barið var að E. R. Burroudií TAIIZAN 2 Éið t Mennirnir tveir voru að virða fyrir sér fjársjóð Jim Cross, þegar skyndilega heyrðist sagt að baki þeim: „Já, sko til — það var skringilegt, að við skyldum hittast hérna aftur!“ Tarzan og George snéru sér við og hugðust verja sig, en þeir voru of seinir til... . Taum- laus ofsi kom nú í stað hnýfilyrða Cross, og hann miðaði riffli sínum til þess að ráða niðurlögum þeirra beggja! a •=4=0 kvöidvökunni Jinks: — Þegar ég stend á höfði, rennur allt blóðið þang- að. Hvers vegna rennur það samt ekki niður í fæturna núna, þegar ég stend á þeim? Binks: — Það er af því að fæturnir á þér eru ekki tómir! ★ Frú Harris (eftir að hafa mislesig af hitamselinum): — Lseknir, þér verðið að koma strax. Maðurinn minn er með 46 stiga hita! Laeknirinn (rólegur): — Kæra frú Harris, ef þetta er rétt hjá yður, þá er of seint fyrir mig að koma á vettvang. Þér ættuð að hringja á slökkviliðið. ★ Lögregluþjónn (við mann standandi á gangstéttinni kl. 3 um nótt): — Hvað ertu að gera hér? Maðurinn: — Ég gleymdi lyklinum mínum og er að bíða eftir að börnin mín komi heim. til þess að hleypa mér inn. ★ — Það er ekkert sem jafnast á við kætina. Ég dáist að öllum,. sem ganga syngjandi að starfi. sínu. — Mikil ósköp hlýtur þú þá að vera hrifinn af mosquito- flugunni! ¥ — Þakklátur! Fyrir hvað á ég svo sem að vera þakklátur? Ég get ekki greitt einn einasta af reikningum mínum. — Þá, sem ég er lifandi, skaltu lofa hamingjuna fyrir að þú skulir ekki vera einn af lánardrottnunum. * — Finnst þér ekki að sítt hár geri karlmenn gáfulega? — A. m. k. áreiðanlega ekki, þegar eiginkonan finnur það k frökkum þeirra — þá verða þeir flest annað. ★ — Mig dreymdi í nótt að ég' hefði fundið upp nýjan morgun- rétt og var að bragða á honurn, þegar .... — Já, blessaður haltu áfram. — Ég vaknaði og sá að eitt hornið vantaði á dýnuna. Johan Rönning h.f. Raflagnir og viðgerðir á öllum heimilistækjum. — Fljót og vönduð vinna. Sími 14320. Johan Rönning h.f. Laugarnesiiverfi ll> úar Lougarneshvrrfis og nágrennis: Þið þurfið ekki að fara lengva en í Í.AUGARXES- BÚÐIN\. Laugarnes- vegi 52 (horn I.augar- nesvegar og Sundlaug- arvegai'3 ef hiö ætliS að koma smáauglýs- tngu í Vísi. \ i áauQ ly&in ‘jar Vuu eru larulJurcjaitar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.