Vísir - 10.01.1958, Blaðsíða 10
10
VISIR
Föstudaginn 10. janúar 195S
IPtfVVFVV.rJV^.V^JVy'AVWWVVWVVWVVVWtfVrWVW'W^VVVVS
una. — Auk þess verð eg að vinna lengi fram eftir á sjúkra-
húsinu í kvöld — það verður enginn tími til að hafa fataskipti
og fara á dansleik.
— Þú mátt ekki láta sjúkrahúsið hertaka þig alveg, John,
svaraði frænka rólega. — Þú drukknar í vinnu á nýjan leik, ef þú
gætir þín ekki. Þú átt að fara á þennan dansleik hjá Milbur —
enginn getur skorast undan því. — Auk þess getur þú hjálpað
Colette ef þú ferð þangað.
— Colette? Hann starði á hana. — Hvað kemur Colette þessi
dansleikur við? Hvað ertu að hugsa um, Bella frænka?
— Ekkert, góði minn. Eg hef ekkert skipt mér af þessu, trúðu
mér til. Eg veit bara að Helen Stannisford sagði lafði Laviniu,
móður Frances, að Colette væri væntanleg heim, og lafði Lavinia
sagði eitthvað um að hún mundi koma nógu snemma til að kom-
ast á dansleikinn. Og í dag sagði Colette mér að hún ætlaöi
bangað, og mér skildist á henni að hún kviði hálfvegis fyrir
því.... ' ' # ^
Colette, Colette.... á þetta gamla hefðarheimili! Feimna, hálf-
vilta Colette.... innan um allan þennan tildurlýð.
— Eg hugsa að hún hafi ætlað að finna þig út af þessu í
morgun, sagði Bella frænka. — Og nú hefur þú því miður engan
tíma til að svara boðinu skriflega, en eg lofaði hálft í hverju að
þú mundir koma. Það er alltaf hörgull á karlmönnum á dans-
leikjunum núna.
— Jæja, þú gerðir það! John brosti glettinn. — Þó að þú vitir
mætavel að eg hef mestu andstyggð á þess háttar samkomum
Bella frænka hló. — Eg héJ.t að þú gætir orðið Colette til
huggunar, svaraði hún blíðlega. — Þú ert einskonar meðráða-
maður hennar, hvort sem er. Það varst þú, sem komst með hana
hingað, og eg held að henni sé hollari vinátta þín en Nigels.
Það var komið fram á varirnar á John, að Steve, maðurinn henn-
ar, hefði áform um að láta Colette og Nigel giftast, en hann
sagði aðeins: — Við sjáum til þegar eg kem heim í kvöld.
ERÐASKRÁIN.
— Helen, það fer hrollur um mig þegar eg sé þessa vinnukonu
þina! Grant málaflutningsmaður brosti og tók í hönd gömlu
konunnar.
— Coles? Helen hló lágt. — Veslings Coles! Hún reynir að
halda í mér líftorunni með því að búa um mig í bómull, Steve.
Þegar maður hugsar til þess hve mikils hún hefur til að vinna
ef eg hrykki upp af, verður ekki annað sagt en þetta sé mann-
kærleikaverk af henni.
— Eg býst við að henni þyki vænt um þig, upp á sína vísu.
En það er mál til komið, að við gerum nýja erfðaskrá, Helen.
Sú sem við gerðum eftir að Henry dó, var hálfgert afrit af erfða-
skrá hans.
— Jú, það er hverju orði sannara. Eg var svo aum þá, að mér
var ómögulegt að hugsa. Colette verður hjá hárgreiðslukonunni
síðdegis í dag. Það var þess vegna, sem eg gerði þér orð.
Hávaxinn, gráhærður málaflutningsmaðurinn horfði á hana
á báðum áttum. — Þú vildir sjá hana fyrst. Hvernig líst þér á
dótturdóttur þína? Nú hefurðu kynnst henni.
Helen leit upp og augun ljómuðu af ánægju, og Steve fann,
að hún var unglegri núna en hún hafði verið í mörg ár. — Þarftu
að spyrja mig um það? Hún er svo lík henni Evelyn! Ekki að-
eins í útliti, — það er sama góða sálin og hjartahlýjan í henni....
— Að því er mér skilst var faðir hennar góður maður líka,
tók Steve fram í. — Við skulum snúa okkur að málinu. Eg skal
skrifa hjá mér það sem þú óskar að taka fram, og eftir nokkra
daga get eg sent þér uppkast að erfðaskránni.
Helen hló lágt. — Eg hélt að þú hefðir dregið þig í hlé, Steve?
— Eg hef dregið mig í hlé, en það eru nokkur mál, sem eg vil
helzt ganga frá sjálfur. Gamlir skjólstæðingar og gamlir vinir,
eins og til dæmis þú, Helen. Annars hugsa eg ekki um neitt nema
golf, skák og dútla við garðinn minn.
— Jæja, eg er nú hrædd um að þér líki ekki nýja erfðaskráin
mín, Steve. Gamla konan laut fram í stólnum. — Þess vegna
datt mér í liug hvort þú vildir ekki fremur senda einhvern lög-
fræðing af stofunni til að skrifa þetta niður?
— Æ, Helen! Það var örvænting í rómnum. — Góða mín, eg
vona innilega að þú hafir ekki hugsað þér að gera sömu skyssuna
sem Henry gerði. Eg veit að þú vilt ekki hlusta á gagnrýni, þegar
Henry á hlut að máli, en það sem hann gerði hefur valdið nógu
tjóni, þó ekki bætist meira viö....
— Já, víst hefur verið unnið tjón. Hún starði út í bláinn,
annarshugar. Steve mundi hafa hrist hana ef hún hefði ekki
verið lasburða gamalmenni. En það var auðséð að hún var
staðráöin í því, sem hún ætlaöi að gera núna. Hún var ekkert
annarshugar þegar hún tók til máls aftur. Hún horfði fast á
hann.
— Steve, hvort þér líkar betur eða ver, vil eg að þú vitir, að
Colette vill ekki taka við miklum arfi. Hún gerð mér þetta
skiljanlegt í morgun.
Steve yppti öxlum — hann var orðinn óþolinmóður. — Colette
hefur líklega aldrei átt fimm aurum meira en hún þurfti á að
halda. Hvernig ætli hún viti eða viti ekki, hvort hún vill bera
ábyrgð á miklum eignum? spurði hann talsvert æstur.
Helen varp öndinni. — Eg held að Colette sé hyggin stúlka.
Hyggnari en bæði þú og eg og Henry. Kannske hún — einmitt
vegna þess að hún hefur orðið að komast af með lítið — viti
hvað verðmætt er í lífinu? Þú verður að láta mig um þetta,
Steve. Ef þú vilt ekki hjálpa mér til að ganga frá þessari erfða-
skrá, verö eg að fá einhvern annan málaflutningsmann til þess.
Hann starði á hana. Þetta var alveg ný Helen — Helen sem
hann hafði ekki séö í hugi ára. Colette hafði umhverft þeim
öllum — hafði fært þeim nýjan viljaþrótt. John var breyttur,
Bella var alveg töfruð af stúikunni — og Helen svona....
— Jæja, jæja. Þú veist vel að málaflutningsmaður verður að
fara að óskum skjólstæðings sins, góða Helen — jafnvel þó að
hann sé honum ekki sammála.
FRÚ STANNISFORD ER HÖFÐINGLEG.
Colette var auðsveip og hlýðin það sem eftir var dagsins, eftir
að henni hafði mistekist að hitta John. Henni tókst að ná sér
eftir vonbrigðin áður en hún settist hjá frú Joyce inn í bílinn.
Vinsemd Bellu frænku var eins og hlýr ylur yfir ískalt regin-
djúpið, sem aðskildi hana frá John. Og hún vildi nauðug, að
Joyce læsi hugsanir hennar.
— Hann var í önnum — vitanlega, sagði Joyce. — Tíminn er
dýrmætur hjá honum, skilurðu.
— Eg hitti frú Grant, sagði Colette rólega. — Hún er einstak-
lega elskuleg manneskja. Hún bauð mér í miðdegisverð.
Bölvaður refurinn, hugsaði Joyce með sér í haturshug. Hún
veit auðvitað allt um erfðaskrá frú Stannisford.
JoyCe gat yfirleitt ekki dottið í hug, að nokkrum gæti þótt
vænt um Colette, nema í sambandi við það að hún væri erfingi
að miklum auði. Eftir að hafa nuddað við Henry í mörg ár, og
síðan við Helen, fannst henni það hróplegt ranglæti ef Paul og
Nigel misstu af þessum auði á síðustu stundu. Helen gat ekki
tórað lengi úr þessu. Cranford læknir hafði aðvarað hana svo
alvarlega, að það var auðséð hvað hann hélt.
Grant málaflutningsmaður beið eftir þeim í bankanum. Hann
fór með Colette inn til bankastjórans, en Joyce beið frammi i
afgreiðslusalnum á meðan. Hann taldi sjálfsagt að gefa stúlk-
unni heilræði áður en hún fengi peningaráðin.
kvöEdvökunni
• Tommi, viltu gera svo
vel að loka fyrir útvarpið.
Þessi kvenþulur ætti alls ekki
að tala í útvarpið með þessa
andstyggilegu grófu rödd.
— En, mamma, þetta er
ekki útvarpið, þetta er frú
Stína að heimsækja þig.
★
— Eg hef fundið upp nýtt
sirkusatriði — vinátta ljóns og
geitar.
— Verður það ekki erfitt?
Ætli það slettist ekki fljótt
upp á vinskapinn?
— Jú, auðvitað svolítið, en þá
kaupum við bara nýja geit.
*
— Hvernig finnst þér þessi
kaka?
— Hún er ágæt. Keyptirðu
hana sjálf?
— Ljós stjörnunnar, sem eg
ætla að sýna ykkur, er fjóra
tíma á leiðinni til jarðar.
— Mjög athyglisvert, en eg'
er hræddur um að eg hafi ekki
tíma til að bíða svo lengi.
*
Hjúkrunarkona: — Þér haf-
ið rétt í þessu eignast tvíbura.
Faðirinn: — Segið konunni
ekki frá því eg ætla að koma
henni á óvart.
★
— Hefur þú heyrt síðustu
hneykslissöguna?
— Nei, konan mín skrapp út
á land. /
★
— Þú veizt að verndarengill
þinn er alltaf með þér.
—Borðar hann með mér?
— Já.
— Sefur hann hjá mér?
— Já.
— Svo það er náunginn sem
sparkaði mér fram úr í nótt.
★
— Hvers vegna tók Nói tvö
dýr af hverri tegund í Örkira
með sér?
— Því hann trúði ekki sög-
unni um storkinn.
★
—• Segðu mér einhverja t.il-
vitnun úr Biblíunni.
— Júdas gekk út og hengc^.
sig.
— Og einhverja aðra.
— Gakk út og ger slíkt nð
sama,
E. R. Burroughs «— TARZAN — 2.121
Spjótunum rigndi yfir
þau, en hitti þau ekki og nú
voru þau komin að kletta-
vegg sem varði þeim út-
göngu. Það var ekki nema
ein leið til undankomu, ef
þau voru þá ekki' að ganga
í gildru, sem yrði bani þeirra.
Þau köfuðu og syntu eins og
þau gátu undan straumi, en
kletturinn luktist yfir höfð-
um þeirra.
Hann gleymdi
að endurnýja!
’Happdrætli
HÁSKÓLANS