Vísir - 10.01.1958, Blaðsíða 12

Vísir - 10.01.1958, Blaðsíða 12
I I Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. 1 Látið bann færa yður fréttir ®g annað lestrarefnl heim — án fyrirhafuar af yðar hálfu. [________________Sími 1-16-60.________________ Föstudaginn 10. janúar 1958 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendux Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. 1 19 bréf afhent í dag. Nýtt bréfaflóð frá Bulganin. Viil forsætisi'áðherrafund! b Getif fyrir vorið* Bulganin hefnr lagt til a£ Æundur verði haldinn eftir 2—S *iánuði um friðarmálin. Fregnin um nýtt bréíaflóð frá Eulganin forssetisráðherra Sov- ‘ ríkjanna vakti nokkra undrun manna í vestrænum löndum, er |>að fréttist, að hann hefði skrif- ■)ð forsætisráðherrum allra ríkja l'ýorður-Atlantshafsvarnar banda Iagsins og sömuleiðis forsætis- j' -ðherrum Varsjárbandalagsins, ng stungið upp á, að þeir kæmu .saman á fund með sér eftir 2— ■3 mánuði til þess að ræða hversu iraga mætti úr ófriðarhættunni i heiminum. Almennt er ’talið líklegt, að uppástungan verði tekin til vin- samlegrar athugunar, og að fundurinn verði haldinn í Genf, náist samkomulag um uppá- /Vunguna. Undrun manna var aðallega í )>ví fólgin, að bréfin yrðu send íður en svör bærust lil Moskvu við bréfum, sem Bulganin skrif- •aði fyrir Nató-fundinn í desem- ber, en það er verið að ganga frá nvörum Natoríkjanna þessa dagana, e. t. v. lokið við það á Cundi í París í dag. Er litið svo í, að svörin hafi verið samræmd að mestu, og aðeins éftir að reka smiðshöggið á. ■íárnið skaltu Iiainra heitt. Stjórnmálafréttariturum, sem aegja álít sitt í brezkum blöðum t morgun, ber saman um, að valdhafarnir í Kreml hafi haft lirað'an á, til þess að hamra járn íií meðan það er heitt, og láta ekki ganga úr greipum sér tæki- færið til þess að vera jafnan f.yrri til að halda þessum málum vakandi, og muni þeim vel ljóst rnikilvægi þess, með tilliti til al- mennirigsálitsins, sem menn telja öumdeilanlega það í Vestur-Ev- rðpu, að gera beri tilraun til sam •komulags við Rússa. INýr veitingastaður. Nýr veitingastaður var opn- aður í gærmorgun hér í bæn- um, Heitir hann Expresso- kaffi, Þessi veitingastaður er til húsa í Uppsalakjallaranum, við Aðalstræti 18. Axel Helga-- aon veitir veitingastaðnum foi- oföðu. Svo sem nafnið ber með sér —• Expresso-kaffi — er þarna mjög hröð afgreiðsla. Kaffið er búið til að ítalsk.ri íyrirmynd og öðru vísi á bragð- ið en það kaffi, sem við erum vanir. Það er búið til í þar til gerðri vél, sem er fenginn fiá hálíu. Þessi nýi veitingastaður hef- vtr verið „gerður upp“ að innan Og tekið miklum stakkaskipt- «ra. ■Fátt nýtt. En menn sagja fátt nýtt í til- ’.ögum Bulganins - - samkvæmt beim upplýsingum, sem séu fyr ir hendi, sé um að ræða fyrri til- lögur varðandi kjarnorkuvopn og hlutlaust belti o. s. frv. — Öllum aðildarríkjum S þj. mur verða sent afrit af bréfunum en þau munu þegar hafa borizi til ýmissa höfuðborga og verðe afhent í dag. Athygli vekur, at Bulganin víkur að því, að sam komulagsvegna kunni Rússar ac geta fallizt á fund með færri þátttakendum, en hann leggur til í bréfinu, en hann lýsir sov- étstjórnina andvíga fundi utan- ríkisráðherra. Macmllan og Neliru halda áfram viðræðum sínum i Genf. Sagði Nehru í gær, að uppástungu Macmillans um griðasáttmála væri vel tekið í allri Asíu. 1 veizlu í gærkvöldi sagði Macmillan, að Bretland og Indland mundu af kappi og ein- lægni vinna fyrir friðinn, og einnig ræddi hann mikilvægi þess fyrir friðarsamstarf í heim inum, að Indlandi hefði að fengnu sjálfstæði kosið að vera áfram í brezka samveldinu. Bevan, leiðtogi brezkra jafnaðarmanna á sviði utanríkismála, svaraði í gær í útvarpi fyrirspurnum er- lendra blaðamanna, og sagðist vera hlynntur fundi stjórnmála leiðtoga um heimsvandamálin. Hann tók uppástungu Macmill- ans um griðarsáttmála mæta vel, en sagði þó, að hún gæti gert frekar illt en gott, ef í kjöl- far hennar kæmu ekki ákveðnar tillögur. Rysjotf tíð í Flatey. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. I Flatey á Skjálfanda hefur tíðarfar verið rysjótt og óstillt að undanförnu, þannig að ekk- ert hefur verið liægt að róa til fiskjar allan desembermánuð. Snjór er m'ikill í eynni. Bátaeigendur í eynni eru nú í óðaönn að búa báta sína og veiðarfæri ' undir hrognkelsa- vertíðina, sem þeir stunda jafn- an af kappi og gaf þeim drjúgar tekjur á síðustu vertíð. Fáir Flateyingar munu fara úr eynni í atvinnuleit, eins og þeir hafa oft gert meðan á vetrarvertíð stendur. Bátur frá Húsavík annast póst ferðir 1. og 15. bvers mánaðar milli lands og eyjar. íbúatala Bandaríkjanna var í byijun þessa árs áætluð 172,800.000 og haftði íjölgað um nærri 3 mH3j, á árbiu 1957, Eftir svipnum á litla kútnum að dæma virðist hann hafa komið auga á eitthvað í bókinni, sem honum liefur verið fengin í litlu hendurnar — kannske skringileg mynd? Bókin er annars um börn og gæzlu á börnum, eins og sjá má af myndinni. Gerpir enn ■ Færeyjum. Útgerðin hefir nú innt greiðslu af hendi. Norðfjarðartogarinn Gerpir var kyrrsettur í gær í Fæeyjum, en þangað liafði hann komið til þess að sækja færeyska sjómenn til viðbótar áliöfn sirini. Hafði Reytingsafli Suðurnesjabáta. Reytingsafli hefir verið lijá bátunum, sem róðra hafa byrj- að af Suðurnesjum, undan- farna daga. Frá Keflavík var Vísi símað í morgun, að þeir bátar, sem þar hefðu farið á sjó, hefðu fengið 10—15 skippund, en veður hefir verið óhagstætt. Meira en helmingur af þeim afla, sem veiðist, er væn ýsa, en hitt að mestu leyti þorskur. Jafnbeztur var aflinn á þriðju- dag. Einnig eru allmargir farnir að róa frá Sandgerði og hafa bátar þar fengið reytingsafla og fékk Guðbjörg mest í gær, 8,5 lestir, en þeir, sem komu með minnst, fengu um 3 lestir. Fiskimannafélagið krafizf kyrr- setningarinnar. Taldi það útgerðina í vanskil- um með greiðslur til 17 fær- eyskra sjómanna, sem verið hafa á skipinu. Skuldin var talin nema 240 þús. kr. Togarinn fór fyrst til Þórshafnar, en Fiski- mannafélagið vildi ekki leyfa, að hann tæki þar íleiri sjómenn, og var þá siglt til Rúnavikur og átti að taka mennina þar. Var þá togarinn kyrrsettur. Skýrt var frá því í gærkvöldi, að útgerðin hefði innt af hendi greiðslur til lúkningar skuldinni og íslenzkir bankar hlaupið und- ir bagga með yfirfærslu. Er Vísir fór i prentun, höfðu ekki borizt fregnir um, að Gerp- ir hefði verið látinn laus. A „einbúanum í S.-Atlants- hafi“, Tristan da Cunlia, fæddust 4 börn á síðasta ári og sex hjón vom gefin sam- an — hvort tveggpa met. Eyjarskeggjar eru nú 254. Verð á oliu og' benzini í Nor- egi er nú hið sama og áðnr en Suex-skurðnrinn lokaðist. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisfiokksins KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins í Reybjavík er í Vonarstræti 4, V.R. Skrifstofan er opin frá kl. 10—10 daglega. Símar skrifstofunnar eru 1 71 0® og 2 47 53. — Upplýsingar um kjörskrá era veittar í sírna 1 22 48. Stuðningsinenn Sjáifsíæðisflokksins era beðnir að hafa samband við skrifstofuna og gefa upplýsingar um þá, sem verða fjarverandi á kjördegi. I Færð á vepn ískyggileg. AHt öfært, ef hvessir. Hellisheiði var farin í morg- un, en þar er mikill lausasnjór, þannig að ef tekur að skafa, má búast við að vegurinn lok- izt á fimm mínútum. Krýsuvíkurleið var talin fær í morgun og þar hefur verið unnið að því að ryðja og Íaga til þar sem ógreiðfærast var orðið. A Hvalfjarðarleið var svo þungfært orðið í morgun að bílar stöðvuðust, en vinnuvél- ar voru sendar þeim til að- stoðar og von til að hægl yrði að koma þeim leiðar sinnar. En lausasnjór er þar mjög mikill og ef tekur að hvessa má búast við að öll aðstoð vinnuvélanna verði með öllu gagnslaus. Vestan af Snæfellsnesi bár- ust þær fréttir í morgun að þar hafi mikið snjóað í nótt, en í logni og vegir eru færir sem stendur. Togaramenn kvarta undan aflatregðu. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri, í gær. Tveir Akureyrartogarar seldu afla sinn í erlendum höfnum sl. mánudag. Jörundur seldi 173 smál. í Aberdeen fyrir 8690 sterlings- pund og Harðbakur 140 smál. í Cuxhaven fyrir 81 þús. mörk. Báðir togararnir eru nú lagðir af stað heimleiðis. Hinir Akureyrartogararnir, Sléttbakur, Svalbakur og Kald- bakur, hafa verið á veiðum um alllangt skeið og kvarta undan tregum afla. Svalbakur mun þó væntanlegur þá og þegar til Akureyrar og mun leggja afla sinn upp í hrað- frystihúsið. Skíðaíerðir hefjast. Skíðafélögin í Reykjavík era nú í þann veginn að liefja skipulegar skíðaferðir upp í- skíðalönd bæjarins. Ferðir verða alla laugardaga kl. 2 og kl. 6 síðdegis og ú sunnudögum kl. 10 árdegis. Farið verður sem áður fiá B. S. R. í Lækjargötu, en Guð- mundur Jónasson leggur til bílanna. Farið verður til allra skíc.a- skálanna eftir því sem þörf verður hverju sinni og .'■'ærð leyfir. Það seni af er vetri hafa Reykvíkingar lítið sem ekki stigið á skíði, en nú er tæki- færið komið, því snjórinn er nægur og fyrstu skipulegu ferðirnar hefjast á morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.