Alþýðublaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 1
Simu 'DlaSsins; XXXVIII. árg. Föstudagur 1. nóvember 1957. 247. tbl. Fjórburar fæddust á Landsspítalan- um í gær. FJÓRBURAR fæddust á fæðingardeild Landsspítal- ans í gær, og er það í fyrsta sinn, að fjórburar fæðast her á landi. Voru það tveir drengir og tvær stúlkur. Annar drengurinn fæddist andvana, en hin þrjú lifa og voru við góða lieilsu, er Al- þýðublaðið átti tal við yfif- Ijósmóðurina á deildinni í gærkvöldi. Börnin vógu frá 714 -8 mörk. Foreldrar barn- anna eru Guðríður Friðriks- dóttir og Pétur Sturluson, Álafc si. ir looaumsoKna nggja oai- r hjá yfirvöldum Reykjavfkur en yfirvöld bæjaríns vifa ekkert um það hversu margar umsóknir eru raunhæfar. Brýna nauðsyn ber tií að athuga raunverulega byggingarþörf bæjarbúa, sagði Óskar Hallgrímsson á fundinum. rríSrsk í 4.-7. sæíi. 1 ÞRIDJU umferð skákmóts- ins í Hollandi gerðu þeir jafn- tefli Friðrik og Stálberg. Bið- skák Friðriks við Hannuren varð einnig jafntefli, en Friðrik var talinn eiga nokkrar vinn- ingslíkur í þeirri skák. Eftir þrjar umferðir er Friðrik í 4.— 7. sæti. í fjörðu umferð átti Friðrik að tefla við Ivkov, og hafði Friðrik hydtt. LÓÐAMAL Reykjavíkur komu til umræðu á fundi bæjar- stjórnar Reykjavíkur í gær. Óskar Hallgrímsson, bæjarfulltníi Alþýðuflokksins, gerði öngþveitið í lóðamálunum að umtals- efni og sagði m. a. að þúsundir lóðaumsókna lægju óafgreiddar hjá yfirvöldum bæjarins. Enginn vissi þó hversu margar þess- ara umsókna væru raunhæfar, þar eð hinar elztu þeirra væru orðnar margra ára og ekkert hefði verið gert til þess að kanna það, hversu margar þeirra væru raunhæfar ennþá. Óskar kvað það há mjög því að unnt væri að gera sér glögga grein fyrir hinu raun- verulega ástandi bygginga- mála bæjarins, að ekki lægju fyrir góðar upplýsingar um þessi mál. Allir viðurkennd.u, að þörfin fyrir lóðir væri mun meiri en unnt væri að full- nægja, en enginn gæti gert sér grein fyrir hversu mikið á vantaði. MIKLU ÚTIILUTAÐ, EN ÞÚSUNDIR UMSÓKNA SAMT ÓAFGREIDDAR. Óskar sagði, að á tímabilinu 1. jan. 1954 og til þessa hefði verið úthlutað lóðum undir 3000 íbúðir og þar af væri 1000 í Hálogalandshverfi. En þrátt fyrir þessa miku úthlutun lægju samt þúsundir umsókna Sjómannafélag við banni á sigli ngum fogaranna um lóðir afgreiddar í lóðanefnd þæjarins. Það sýndi, að þörfin væri miklu meiri en unnt væri að fullnægja. TAKA ÞARF MÁLBD FÖSTUM TÖKUM. Óskar sagð, að taka þyrfti þetta rnál föstum tökum, ef einhver von ætti að vera til að farsæl Iausn fengist á því. — Það yrði'því að láta fara fram gagngera athugun á fyrirliggj- andi lóðaumsóknum í því skyni, að fá fram hversu marg ar umsóknanna væru raunhæf ar. Kvaðst Óskar því vilja- leggja fram eftirfarandi tillögu ásamt Sigurði Guðgeirssyni: „I því skyni að fá yfirlit um raunverulegt ástand í hús næðismálum bæjarbúa, á- lyktar bæjarstjórn Reykjavík ur að fela bæjarráði að láta fram fara athugun á eftirfar- andi atriðum: 1. Hve mikill hluti þeirra um- sókna mn íbúðahúsalóðir, sem nú liggia fyrir óafgreiddar, séu raunliæfar. Framhald á 8. síðu. Sýrlendingar kæra sig ekki u m málamiðlun Hammarsk|ö!ds Segja að það mundi skaða stöðu hans. Ósennilegt að honum yrði hleypt inn í Sýríand. NEW YORK, 31. okt. NTB. Sýrland tók í dag afstöðu gegn öllum tillögum þess efnis, að Sameinuðu þjóðirnar sendu Dag Hammarskjöld til Austur- . landa nær í því skyni að rej-na ! málamiðlun i deilu Sýrlendinga og Tyrkja. Sendiráðherra Sýrlands í Washington, dr. Zeineddine, sagði á blaðamannafundi, að Hammarskjöld myndi skaða stöðu sína með því að blanda sér í. deiluna. Gaf hann í skyn að ekki væri víst, að Sýílend- ingar hleyptu honum inn í land ið. EKKI ATKVÆÐAGREIÐSLA Jafnframt tilkynnir AFP- fréttastofan, að samkvæmt góð um heimildum sé verið að kanna möguleika þess, að binda endi á umræður um kæru Sýr- lendnga, án þess þó að greiða. atkvæði um ályktunartiilögu þeirra og ekki heldur tillögu vesturveldanna. Meðal stjórn- málamarlna á Vesturlöndum er talið, að atkvæðagraiðsla um til lögumar myndi ekki hafa neitt gott í för með sér. GROMYKO BÍDUR ÁTEKTA Telja margir, að nú munl for seti Allsherjarþingsins eyða- umræðunum með því að leggja fyrir aðalritai'ann, Dag Hamffi- arskjöld, að hann fylgist vel með gangi mála á landamærum Sýrlands og Tyi'klands og láti Allsherjarþingið þegar í stað vita, ef málin horfi til hins verra. Utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, Andrei Gromyko. hætti við heimför sína í gær og hefur að öllúm líkindum ákveð ið að dveljast í New York, unz niðurstaða Sýrlands-umræðn- anna Iiggur Ijós fyrir, segir AFP. Brezka íhaldsstjórnin neitar að íresta tilraunum með atómvopn 5000 stúdentar í Japan efndu tll mót- mæiakröfugöngu í gær. LONDON, 31. okt. NTB. — Harold MacMillan, forsætisráð herra Breltands, hafnaði í dag í neðri málstofunni tillögu þess efnis, að Bretland íhugaði frest un á fyrirhuguðum tilraunum með kjarnakleyf vopn í Kyrra- hafinu í jafnlangan tíma og aðr Hásetar og aðrir á togurum bera aö Jafn aöl 2-3 þús. kr. meira úr býtum í veitti- ferS, þegar afiinn er seldur etiendis TRÚNADARMANNARÁÐ Sjómannafélags Reykjavíkur hefur gert ályktun varðandi siglingar togaranna með afla á erlendan markað. Varar félagið við algeru banni á siglingum togaranna og bendir á, að hásetar fái 2—3 þús. kr. meira í veiðiferð, þegar siglt er út með aflann, heltlur en þegar hann, er lagður upp heima. fyrir að hafa i flokknum v I s s a u m ö r ! ö g hans Ályktunin fer hér á eftir: 1 2. „Fundur í trúnaðarmanna- • ráði Sjómannafélags Reykjavík 1 ur, haldinn 30. okt. 1957, viJI j benda á eftirfarandi, í sam- j bandi við sam.þ}rkktar tillögur ! og áskoranir verkalýðsféiaga landverkafólksins, um bann við því að togararnir sigi; með afla sinn á erlendan markað, til sölu þar: 1. Hásetar, og þeir aðrir á tog- ara, sem ráðnir eru fyrir lík j 4 kjör, bera að jafnaði 2—3 þús j und krónum meira úr být- um fyrir veiðiferð, ef aflinn er selduv erlendis, heldur en ef hann er lagður upp heima. Þegar siglt cr með afla, fá sjómenn nokkurn gjaideyri til ráðstöfunar fyrir si-g og hefur það oft og einatt orðið drjúgur tekjuauki fyir fjöl- skyldumenn. . Sigling til útlanda með afl- ann er bæði hvíld og upplyft- ing fyrir fiskhnanninn frá hinu einhæfa og erfiða starfi hans við veiðarnar. . Þcgar siglt er með afla, íá vcnjulega % hluta skipshafn ar frí til að vera heima hjá fjölskyldum sínum, meðan siglin-g stendur, án þess að (Frh. á 2. síðu.) PARÍS og Moskva í gær- kvöldi. Samkvæmt ártiðanleg- um heimildum í Balgrad hef- ur Súkov, fyrrum landvarna- ráðherra Sovétríkianna vcrið ákærður fyrir að reyna að skapa ágreining nrilli hersins og komjnúnistaflokksins. — Hefði haun ætlað sér að hefja herinn til valda í SöA’étrJkjuh- um og haldið frarn þcirri skoð- un, að herinn hefði bjargað Sovétsamveldinu eftir dauða Stalins 1953. Jafnvel hefði Súkov gerzt svo djarfur að stofna félags- skap liösforingja í hernum, sem voru honum sammála í af- stöðunni til kommúmstaflokks- ins. Búizt e.r við, að tilkynn- ,ing verði gefin út í Moskva innan sólarhrings um afbrot Súkovs s'g hvaða starf honum verði ætlað í framtíðinni, tn þess er vænzt, að hann fái ein- hver.ja ómerka stöðu innan hersins, ef til vill við tækni- deild hans. ..'Rauða stjaman", mágagn Sovéthersins hvatti 1 herinn í gær óspart til að hlýta leiðsögn kommúnistaflokksins. j „Hinn ósigrandi máttur hers 1 og flota er fólginn í samstarfi við alþýðuna og leiðsögn flokksins," skrifar blaðið. 'Það er álit manna á Vestur- löndum, að flokksforustan Framhald á 3. siðu. ar þjóðir frestuða tilraunum sinum. Brezka ríkisstjórnin hefur gert það Ijóst, að hún mun að- eins taka þátt í algerri stöðvun á tilraunum með kjarnakleyf vopn, og þá sé ráð fyrir því gert að samþykktur yrði afvopnun- arsamningur, sem tryggði nauð synlegt öryggi, sagði Macmill- an í svarræðu sinni við fyrir- spurn frá þingmanni Alþýðu- flokksins. Jafnaðarmaðurinn hafði spurt, hwrt það væri ekki skoðun forsætisráðherr- ans, að afvopnun væri eina lausnin eftir að afvopnunar- samningarnir hefðu runnið út í sandinn. MÓTMÆLAKRÖFUGANGA JAPANSKRA STÚDENTA Fréttir frá Japan herma, að í dag hafi komið til átaka milli 5000 stúdenta og lögreglunnar, þegar hinir japönsku stúdení- ar gengu um göturnar í mót- mælaskyni við fyrirhugaðar til raunir Breta með kjarnakleyf vopn í Kyrrahafinu. Kröfu- göngumenn báru borða fyrir göngunni, þar sem á var letr- að: Neyðum Macmillan til að hætta við tilraunirnar. Um það bil 500 lögreglumenn vocu kvaddir á vettvang til að dreifa fjöldanum. Kröfugangan fór Framhald á 2. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.