Alþýðublaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 6
A I þýðublaðlð
Föstudagur 1. nóvember 1957
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálinarsson
ilaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson
tuglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir
Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902
Auglýsingasími: 14906
Afgreiðslusími: 14900
Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10
Hœpin ráðstöfun
FYRIR SKÖblMU var
þess krafizt í blaðagrein, að
bönnuð yrði íslenzk útgáfa á
skáldsögu norska rithöfund-
arins Agnars Mykle „Sangen
om den röde rubin“. Sá, sem
þessa krafðist, var Kristján
Albertsson rithöfundur. Hon
um virðist ætla að verða vel
ágengt. Dómsmálaráðuneyt-
ið hefur falið lögreglustjór-
um landsins að fyrirskipa
öllum prentsmiðjum að láta
tafarlaust vita, ef þeim ber-
ist beiðni um að prenta á-
minnzta bók, þar eð ákveðiö
hafi verið að stöðva útgáfu
hennar.
Öllum, mun kunnugt til-
efni þessarar ákvörðunar.
Bók Mykle þykir hneykslan-
iega berorð um feimnismál
og hefur þess vegna vakið
mikinn úlfaþyt í Noregi og
víðar. Út af fyrir sig er gott
og blessað, að dómsmála-
ráðuneytið hafi hönd í bagga
með siðferðinu, og mun víst
ekki af veita. Samt hljóta að
verða skiptar skoðanir um
fyrirhugað bann á „Sangen
om den röde rubin“, og ætti
ráðuneytið því að gera op-
ánberlega grein fyrir ráð-
stöfun sinni. Bækur á helzt
ekkí að banna í lýðfrjálsnm
iöndum nema rík nauðsyn
beri til. Og klámið í bók
Agnars Mykle er sízt meira
en í ýmsum öðrum bókum,
sem gefnar hafa verið út á
íslenzku. Aðalatriðið er þó
hitt, að bann við útgáfu
bóka brýtur í bága við rit-
frelsi og frjálsa hugsun. Slík
ar ráðstafanir einkenna ein-
ræðisráki, en hljóta að mæl-
ast illa fyrir með frjálsum
þjóðum. Og dómsmálaráðu-
neytið gengur seint og skrýti
lega til verks, ef það víll fjar
lægja bók Agnars Mykle af
siðferðirástæðum. „Sangen
-om den röde rubin“ hefur
fengizt á Norðurlandamálum
í bókaverzlunum hér í
Reykjavík og úti um land
undanfarna mánuði og selzt
mikið. Er slíkt ekki álíka
hættulegt siðferöinu eins og
að bókin komi út á íslenzku?
Auðvitað er ekkert við það
að athuga, þó að Kristján Al-
bertsson hafi vanþóknun á
bók og lýsí henni opinber-
lega. Hitt er hæpið, að hann
eigi að ráða því, að yfirvöid-
in fari að banna bækur.
Dómsmálaráðuneytið kynni
að eiga annrikt, ef það ætl-
ar að gera kristjánunum
það til geðs að þjóna tilætl-
unarsemi þeirra og bæta
þannig siðferðið í landinu.
Og með leyfi að spyrja:
Kristján. Albertsson heimt
aði í áminnztri gTein, að
strákar verði flengdir fyrir
að ávarpa stelpur ótilhlýði-
lega á götum úti. Ætlar
dómsmálaráðuneytið líka að
taka þá kröfu hans til
greina?
„Sangen om den röde ru-
'bin“ er listaverk, þó að um-
deilanlegt sé. Þess vegna er
hæpin ráðstöfun að banna
útgáfu bókarinnar á ís-
lenzku. Og satt að segja
væri dómsmálaráðuneytinu
sæmra að láta setja lög til
að forða því, að sumt það
lesefní, sem borið er fyrir
æskuna í Iandinu, haldi á-
fram að vera féþúfa ófyrir-
leitínna fjáraflamanna. Hér
er átt við sorpritin, sem evu
blettur á íslenzkri útgáfu-
starfsemi og alvarlegt vanda
mál. Þeim ósköpum linnir
ekki af því hvað prentfrelsið
er mikils metið á íslandi. En
eru þessi rit ekki viðsjárverð
ari heldur en „Sangen om
den röde rubin“ og sumar
aðrar skáldsögur, sem ein-
hverjir kristjánar telja
klám? Þessa er spurt af því
gefna tilefni, að dómsmála-
ráðuneytið virðist ætla að
slá skjaldborg um siðferðið.
Slíkt er stórmannleg við-
leitni, en sannarlega ekki
vandalaus. Og ráðuneytið
veit sjálfsagt, hvað það hef-
ur að gera á næstunni.
íslendingar komast af án
bókar Agnars Mykle. En
bækur má ekki banna nema
stórvandræði muni af þeim
hljótast. Ef dómsmálaráðu-
neytið lítur „Sangen om den
röde rubin“ þeim augum, þá
ber því að gera grein fyrir
skoðunum sínum. En það á
ekki að láta Kristján Ál-
bertsson ráða því, hvaða
bækur skuli gefnar út á ís-
landi, Alls ekki.
Kouan a mynttinni er aö horfa á dverfnaut. I»a ð er serstaKt nauamyn. liæöin yor ncrouKamp-
inre er 25 tommu, svo að ekki er stærðin mikil., en bolalegur er hann þó.
KVENNAÞ
Ritstjóri Torfhildur Steingrímsdóttir
GRÆNMETISKVÖRN,
Einn þeirra hluta, sem ómiss-
andi eru á hverju heimili, er
grænmetiskvörn. Hægt er að
eignast þær í margri mynd, svo
sem fylgjandi hrærivélum og
og sérstakar handsnúnar, en allt
af fylgir böggull skammrifi, að
þær eru nokkuð dýrar. Við þessu
er hægt að sjá með því að kaupa
sérstök rifjárn, sem eru frekar
ódýr. Þó mun bezta leiðin út úr
vandanum vera sú, að nota osta-
hníf, því að með honum má rífa
yfirleitt hvaða grænmeta sem
er, nema þá gulrætur eða aðra
rótarávexti, sem hægt er að onta
rifjárnið við.
Má því segja að þarna sé
lausn málsins fólgin, því að á
flestum heimilum er ostahnífur
til og þarf þá aðeins að bæta
rifjárninu við .
GARNKADP.
Þegar keypt er garn til út-
sauma vill oft brenna við, að
ekki sé keypt nóg í fyrstu og
þarf þá að fara aftur og kaupa
meira. Venjulega er þá látið
nægja að fara með smáenda af
garninu, sem kaupa á og hann
borinn saman við garnliti þá er
verzlunin á. Þetta er þó engan
veginn einhlítt, því að slíkir end
ar vilja oft velkjast og óhreink-
ast í vösum fólks áður en í búð-
ina kemur og er þá litur þeirra
harnt nær óþekkjanlegur og vit-
anlega á verzlunin engan slíkan
lit. Muni flestir kaupmenn kann
i ast við þau óþægindi er þetta
I bakar þeim í daglegum viðskipt-
um. Minnist ég þess að hafa kom
ið inn í eina slíka verzlun ný-
lega og var þar stödd kona, sem
vildi kaupa viðbót við garn, en
gat alls ekki fundið þann lit, er
hún hélt að hún væri með. Þótt
kaupmaðurinn margsegði henni
að viss litur er hann tiltók, væri
. hinn rétti, neitaði hún algerlega
j að trúa því og fór við svo búið.
I Bæði var það að hún var með
svo velktan og óhreinan enda,
að ekki var hægt að greina hinn
upphaflega lit hans lengur og
svo hitt að hún vildi ekki trúa
| kaupmanninum, sem varð þess
valdandi að hún fékk alls ekki
garn það, er hana vantaði. Það
er svo til svo auðvelt ráð við
. svona löguðu að furðu gegnir að
það skuli ekki almennt notað,
en það er einfaldlega að taka
frá strax og byrjað er að nota
garnið, smáenda af því og um-
fram allt hluta af umbúðunum,
eða allar umbúðirnar, er sína þó
tegund lit og númer. Ef svo fer
að kaupa þurfi meira, þá er ekk-
ert auðveldara, þegar farið er
með þetta saman í næstu búð,
er verzlar með slíka vöru.
Jafnvel er hægt að senda smá
börn til innkaupanna með slík
gögn, því að ekkert er auðveld-
ara fyrir hvaða afgreiðslumann
eða konu, sem er, en afgreiða
eftir þéssu.
Það er ennfremur oft þægilegt
að hafa geymt slik vörumerki,
því að fáist góð reynsla af garn-
inu.hvort sem það nú er ísaums-
garn, eða prjónagarn, þá vilja
konur gjarnan kaupa sömu teg-
und á ný. Séu vörumerkin þann
ig fyrir hendi á umbúðuilum, er
hægurinn hjá að útvega sér það
á ný, því að kaupírðu góðan hlut,
þá mundu hvað hann heitir.
mm
SEM BETUR FER, hafa sjald
an gerzt slíkir atburðir, sem
þeir, er nýlega gerðust í Svarta
gili. Fjöldi manna hefur fylgzt,
með frásögnum af atburðunum,!
en fáir farið á staðinn til að
sjá verksummerkin. Nú glottir
kaldur vetur yfir brunnum bæ
og menn dást ekki þessa stund-
ina að hinum fögru hlíðum.
Skömmu fyrir 1930 reisti
Markús .Jónsson bæinn Svarta-
gil úr eyðirústum. Á beim ár-
um sem síðan eru liðin, hafa
margir þegið hjá honum hress-
ingu og húsaskjól.
Með naumindum slapp Mark
ús úr höndum árásarmanna
með því að flýja að heiman. Er
hann skömmu síðar hélt heim
aftur, var nálega allt. sem hann
átti brunnið til ösku. Nú er
hann sviptur húsaskjóli á bæ
sínum, fatnaði, húsgögmrm og
öllum þægindum. Þó hefur
hann ekki kvartað og þykir
sinn hlutur að ýmsu góður, að
hafa sloppið lifandi frá því,
sem yfir hann dundi. Hann
vonar að sér auðnist að reisa
Svartagil úr rústum í annað
sinn.
Sveítungar Markúsar hafa
þegar veitt honum nokkra að-
stoð með því að taka gripina
að sér. En það er von mín að
fleiri sjái sér fært að hjálpa
eitthvað. Þeir sem hafa heim-
sótt Markús fyrrum, ættu ekki
að gleyma honum nú.
Ég hef beðið Alþýðublaðið að
veita góðfúslega viðtöku gjöf-
um þeim, sem lesendur þess
vilja gefa Markúsi.
Með vinsamlegri kveðju.
Þingvöllum, 28. okt. 1957.
Jóhann Hannesson.
18% aukning í farþega-
flufningi íyrstu 9 mánuði
þessa árs.
í SEPTEMBER sl. fluttu
Loftleiðir rúmlega 3 þúsund far
þega, 15 tonn af vörum og 2,5
tcnn af pósti, en það er talsverð
aukning miðað við september-
mánuð í fyrra.
Fyrstu 9 mánuði þessa árs
hafa Loftleiðir flutt 20 577 far-
þega, en á sama tíma í fvrra
var farþegatalan ekki "'iiema
17 432 og er því aukning 18%..
Vöruflutningar hafa aukizt um
9% og póstur um 35%.
Á þessu tímabili í fyrra var
meðaltal skipaðra sæta í flug-
vélum félagsins 58,8%, en með-
altal fyrstu 9 mánuði ársins er
nú 63,8%. Miðað við niðurstöðu
tölur annarra flugfélaga, sem
halda uppi ferðum landa :á
milli, eru þessar tölur mjög hág
i stæðar.
| Hin nýja vetraráætlun félags
ins hófst 15. október og er gevt
ráð fyrir að engin breyting
verði á henrii fyrr en í næst-
komandi maímánuði, cn þá verð
ur ferðunum fjölgað á ný.
FÍL46SIÍF
íagssiu
Fundur verður haldinn í Guð
spekistúkunni. Septínu í ltvöld,
1. nóv., kl. 8,30 í Guðspekifé-
lagshúsinu Ingólfstræti 22.
Gretar Fells rithöfundur flyt-
ur fyrirlestur: Guðir og menm,
Gestir velkomnir. Kaffi.