Alþýðublaðið - 28.03.1958, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.03.1958, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. marz 1958. HfrýS«fcIati« 5 Jónas Jónsson frá Hriflu: Fimma grein ÖRLÆTI ríkissjóðs og fram ganga þriggja kunnra íslend- iinga valda því, að þið stundið nú menntaskólanám á Laugar vatni í allgóðum, en ekki full gerðum húsakynnum, en að öllu samtöldu við góð skilyrði. Ríkissjóður veitir í ár nálega eina milljón króna til að borga lcennslu ykkar og nauðsynleg ótgjöld við menntaskólaheim- Slið á Laugarvatni. Auk þess er á fjárlögum 1958 tæplega liálf milljón króna í bvgginga styrk til húsgerðar á Laugar- vatni í þágu menntaskólans. Þetta er töluvert myndarlegt framlag svo að varla er ástæða fyrir nemendur í Laugarvatns skóla eða aðra velvildarmenn jbeirrar stofnunar að áfellast þjóðfélagið fyrir stjúpmóður- leg viðhorf í ykkar garð. Rétt er að geta þess, til frekari skýr ingar, að alþingi veitir í ár Mlfu minni. styrk til að full- gera heimavistarhús mennta- skólans á Akureyri, heldur en iil Laugarvatns. Þessi munur á fjárgreiðslu kemur af því, að þingið lítur svo á að þó að ,'heimavistarhús menntaskól- ans á Akureyri sé hvergi nærri fullgert, þá sé það þó svo langt á leið komið, að við þenna stuðning megi una. En beir þrír menn, sem hafa, hver :með sínu móti, skapað ykkár forlög á Laugarvatnsskólá eins <og hann er nú, eru Guðjón Samúelsson húsameistari, Bjarni Bjarnason skólastjóri og Gísli Halldórsson húsa- rneistari. Guðjón hefur upp- (götvað staðinn, eins og fyrr er sagt, lagt á sig þrotlaust erfiði sem hugsjónamál árum saman við að auka og fegra húsakost skólans. Við fráfall hans var inús ykkar hálfgert. Ef hans ihefði notið lengur við, myndi ekki á honum hafa staðið, bvorki um teikningar eða aðr- ar fyrirgreiðslur við þá bygg- :ingu, sem hann hafði byrjað á að reisa með miklum stórhug og listrænum framkvæmdum. Sögu Bjarna Bjarnasonar varð andi þróun Laugarvatns hafið pið séð rakta í þessari grein. Hann tók við hálfgerðu húsi á vegum héraðsskólans og hefiir síðan staðið fyrir allri hinni maiklu húsger á Laugarvatni, Siema íbúð skólameistara og skólastjórahúsi iþróttaskólans. Atorka og snilli þessara tveggja gnanna, Guðjóns og Bjarna, *valda því, að nú eru 100 snenntaskólanemendur á Laug srvatni með kennaraliði all íjölmennu. En af þriðja mann- finum, sem áhrif hefur haft a ykkar aðstöðu á Laugarvatni er nokkuð aðra sögu að segja. Cvísli Halldórsson er Reykvík- angur fremur ungur húsameist ari, nýkosinn í bæjarstjórn Heykjavíkur á lista Mbl,- snanna. Ilann virðist vera feng sæll gróðamaður í sinni tmennt. 'Hann stendur fvrir leikvallagerð Reykjavíkur í iLaugardalnum og hefur gegn íurðulegum fjárgreiðslum eft- sirlit með mörgum húsum, sem ibærinn hefur í smíðum. Auk þess starfar Gísli á vegum í- Jbróttasjóðs að ýnisum félags- Sieimilum víðs vegar um land- 2ð. Húsameistarar, sem starfa á gróðagrundvelli fá því meira í tekjur af hverri byggingu, serai hún er dýrari. Það má gera ráð fyrir eftir kaupsamning- um þess háttar manna, að Gísli geti varla h-afa fengið minna en 100 þúsund krónur fyrir að teikna og hafa umsjón með húsgerð fyrir íþróttaskóla stjórn á Laugarvatni. Annars er hann aðallega kunnur fyrir tvær aðrar byggingar. Hann hefur byggt sér hús við.Ægis- síðu í Reykjavík, sem er reist á staurum. Enn fremur leik- fimihús háskólans, með her- búðaþaki, frernur glánalega byggingu. Hefur því húsi fylgt mikið lánleysi. Nemendur há- skólans eru tregir að koma þangað til íþróttaæfinga, svo ao eitt sinn lá við borð, að guð fræðingar mundu heldur ganga frá prófi og þjónustu í þágu kirkjunnar, heldur en að sækja þangað íþróttaæfingar að staðaldri. Samanburður á listrænum hæfleikum Gísla Halldórssonar og Guðjóns Samúelssonar við húsgerð er fremur auðveldur á háskólalóð- inni með því að athuga gaum- gæfilega háskólabygginguna, sem kostaði 1 milljón kr. og leikfimihúsið, sem kostaði 2 mlljónir, að vísu á lítið eitt dýrari ta'mum. Hagsjmi og list- ræni Guðjóns Samúelssonar kemur hins vegar glögglega fram í því, að leikfimihúsið á Laugarvatni, sem er byggt á sama tíma og íþróttaúhs há- skólans er hálfu ódýrara. Þeg- ar Bjarni Bjarnason hætti að standa fyrir menntaskólabygg ingunni á Laugarvatni og ríkið tók við skólanum, mun Gísli Halldórsson hafa talið sér álit- lega atvinnubót að taka við forstöðu menntaskólahússins og ljúka því. Frá almennu sjónarmiði gat það talizt venjuleg gróðaöflun, ef ekki hefðu legið meinbugir á þeirri atvinnuleit, Húsameistarar halda fast við þá kröfu, að þeir eigi rétt á að Ijúka hverju því húsi, sem þeir hafa byrjað á og í öðru lagi er það viður- kennt sæmdarmál góðra drengja í þeirri stétt að leitast aldrei við að ná verki frá stétt- arbróður og .allra sízt að breyta anda og formi áður byrjaðra bvgginga. Það er tal- ið óhæfuverk. Gísli Halldórs- son hefur ekki virt hin ó- skráðu lög stéttarinnar. I stað þess hefur hann lagt mikla gtund á að umturna hálfsrníð- uðu húsi látins stéttarbróður. Þegar þessu framferði hans var mótmælt opinberlega, kom hik á málið. Alþingi hef- ur árlega veitt nálega hálfa milljón króna til þessarar hús gerðar síðan ríkið veitti skóla meistaraembættið á Laugar- vatni. Líf og sæmd skólans lá við að fullgera heimavistar- bygginguna, steina húsið að utan og fullgera eldhús og | borðsal í kjallaranum eftir | teikningu húsameistarans, sem hafði mótað þetta verk. En þetta var ekki gert. Gísli Hall dórsson hefur ekki haft áhuga fyrjr því að fullgera húsið, jafnvel ekki að fjarlægja mold ar- og malarhrúður nærri menntaskólabyggingunni. Það eru rústir af peningshúsum skólans, sem nú eru flutt á annan og heppilegri stað. Vegna ásóknar Gísla Halldórs sonar að fá í sínar hendur framkvæmd nýbvgginga á Laugarvatni hafa safnast fyr- ir árlega gildir h.jóðir, sem al- þingi hefur veitt' til mennta- sk.ólahússins, en liggja ónotað- ir. Ef nemendur menntaskól- ans á Laugarvatni hefðu þekkt sögu þessa máls, mundu þeir hafa sent alþingi bakkar- kveðju fyrir að hafa veitt ár- lega fjárveitingu til að fuilgera skólahús þeirra, þó að mistök hafi orðið við framkvæmd þessa verks fyrir óeðlilega at- vinnusókn Gísla Halldórsson- ar á Laugarvatni. En inn í ■ byggingarmál menntaskóla Laugarvatns kom nýr Gíslaþáttur í sambandi við íþróttaskólann. Svo sem. fyrr er frá sagt, hafði Björn Jakobsson horfið frá föstu embætti við menntaskólann í jReykjavík með góðum launa- kjörum austur að Laugarvatni til að stofna þar sjálfstæðan í- þróttaskóla. Var sú frarn- kvæmd gamalt og nýtt hug- sjónamál Björns Jakobssonar. Áður en ahnn hvarf austur í rnessýslu hafði honum kom- ið til hugar að láta íþrótta- skóla sinn fæðast og dafna í skjóli við héraðsskólann í hans eigin sveit, Revkjadal. Hann leitaði fyrir sér norður á Laug um, en mætti þar ónógri sam- úð og skilningi. Hvarf hann þá suður á bóginn. Bjarni Biarna son tók vel við þessum hug- .sjónamanni. —- íþróttaskóli Björns Jakobssonar dafnaði í skjóli héraðsskólans á Laugar vatni. Björn Jakobsson kenndi framan af árum við héraðsskól ann og Bjarni Bjarnason við í- þróttaskólann auk þess sem hann lagði um langt árabil til allan húsakost, sem íþrótta- skólinn þurfti með. Árið 1943 höfðu íþróttavinir á alþingi fengið samþykkta löggjöf um íþróttaskóla á Laugarvatni, sem vera skyldi miðstöð í- þróttalífs á íslandi. Alþin.gi veitti þá heimild til að byggja á Laugarvatni hið mikla og góða íþróttahús, og er það eign íþróttaskólans. Björn Jakobs- scn breytti ekki starfsháttum sínum verulega, þó að löggjöf in heimilaði meira kennaralið ið stofnun hans. Leið svo að það kom að því, að Björn hlaut að falla fyrir aldurshámark- inu. Síðasta árið sem Björn var skólastjóri, byggði Gísli Halldórsson á Laugarvatni í- j búð fvrir forstöðumann í- þróttaskólans. Virðist Gísli hafa ráðið stíl og svipmóti þessarar byggingar. Þrír menn eru að vísu í stjórn skólans, en málið og framkvæmd þess var ; ekki borið undir tvo af nefnd- j armönnunúm, eins og þeir vott uðu síðar í fundarbók., þegar lokið var smíði hússins. Er skemmst af því að seg.ja, að Gísli byggði þetta hús eftir svipuðum fyrirmyndum eins og stríðsgróðamenn höfuðborg- arinnar fylgja við heimilis- gerð sína á Gullhæðinni og Gullströndinni, þar sem mest er í borið eftir fyrirmynd frá bað ströndum við Miðjarðarhafið eða Kaliforníu. í ?essu húsi er mikill kjallari steinsteyptur með furðulegum gluggum. Það eru langar rifur, en þó með þeirri breidd að ungir menn geta sennilega skriðið út og inn úr kjallaranum, ef hentug | lega væri búið um rúðurnar. j Hins vegar fullnægja þessir gluggar ekki kröfum heilbrigð isstjórnarinnar. Er kjallarinn nú þess vegna ónothæfur, nema til geymslu. Á aðalhæð hússins er ein stór stofa, eld'hús og eitt eða tvö smáherbergi. Á loft- hæð tvö súðarherbergi. Þegar Gísli Halldórsson hafði lokið þessari húsgerð kom í ljós að byggingin kostaði ellefu hundr- uð þúsund krónur. Svipuð hús, sem kennarar á Laugarvatni hafa byggt sér fyrir eina fjöl skyldu ,hafa kostað 300 þúsund og eru þó sum mun rúmmeiri heldur en þetta Gullstrandar- hús. Eftirmaður Björns Jak- obssonar, hinn nýi skólastjóri, býr nú í þessu húsi með konu sinni. Ekki er fleira manna í heimilinu. Vegna verðleika Björns og frábærrar óeigin- girni hans við stofnun og starf rækslu íþróttaskólans, þótti öllum sjálfsagt og honum líka að hann fengi elliskjól í hinu nýja skólástjórahúsi, en það var ekki hægt. Skólastjórahjónin báru hina mestu virðingu fyrir Birni Jakobssyni og vilda sæmd hans í öllu, en þeim báb um, Bimi og öllum, sem litu .4 húsið, var ljóst, að þar var að- eins takmarkað húsrými fyrir eina fjölskyldu. Niðurstaða málsins var sú, að Björn Jafc obsson fékk sér leiguherbergi i húsi garðvrkjumannsins á Laug arvatni. Það hafði kostað 300 þús. kr., Fjölskyldan, sem býr þar, er allstór. Þar gat stofn- andi íþróttaskólans fengið tvö herbergi til sinna þarfa, þó a5 þess væri enginn kostur í sjálfu skólastjórahúsinu. Sáa þó allir að þung siðferðisskylda hvíldi á forráðamönnnum í-r þróttaskólanS; í ellimálaskipt- um við Bjöm Jakobsson. Þingmönnum mun hafa boi- izt nokkur vitneskja um þessa framkvæmd Gísla Halldórsson- ar á Laugarvatni, því að á fjár- lögum yfirstandandi árs ei- felld niður sú fjárveiting, sem um var beðið og með þurfti til byggingar á heimavistarhúsi handa nemendum íþróttaskól- ans. Hefur viðvaningsbragur og vfireyðsla Gísla Halldórssonar í þessu efni, orðið - til þess, að í hinu dýra skólahúsi var ekki völ á herbergi fyrir gamla skólastjórann og auk þess, er alveg ósýnt, hvenær Alþingi vili aftur líta í náð til þess skóla, sem hefur mikla verðleika, nema í sambandi vio áðurnefnda húsgerð. Bjarni Benediktsson var menntamála- ráðherra. þegar Gísli Halldórs- son bvggði fyrir íþróttaskólann. Honum mun hafa farið, eina og fleiri ráðherrum, að fylgjast lítið með undirbúningi og frara kvæmda við húsagerð, fyrr en hann sá reiknisskilin. Mun honum þá hafa ofboðið óhófs- eyðsla Císla og fellt þungan dórn yfir framkvæmdinni við þann eina mann lir stjórn skól- ans, sem Gísli hafði hvaít. tíl ráðuneytis í byggingarmáliim Hefur alþingi nú, þótt sið- asta lagi væri, framkvæmt þao . ðhald, sem þurfti að beita vi5 Gullstrandarhúsgerðina á Laui; arvatni. Hefur fjár.veitinga- nefnd nú í vetur fetað í fóí- spor ráðherrans og sýnt kulda í málinu, Var það bein afleið- ing af óviðunandi framkvæmd Gísla við skólastjórahúsið. An.a ars sýndi Bjarni Benediktsson. mikið1 ljúflyndi í skiptum viS Björn Jakobsson. Hann lél; koma til starfsmannaskipta vío íþróttaskólann fáum dögum áður en hann stefndi úr stjórn- arráðinu inn í höll Morguri- blaðsins, og þegar kom til að velja nýjan skólastjóra tófc hann um valið mikið tillit t:l meðmæla Björns Jakobssonam Má gera ráð fyrir, að bæði Björn skólastjóri og Bjarni ráö herra hafi í framtíðinni sæmd af ráðningu Árna Guðmunds- sonar, en bó mun honum þvii Framhald á 4. síðii. msumar L fíenfug fyrir vorvinnu. Aðalstræti 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi 38 Snorrabraut 38 — Garðastræti 6 , fí; H'tj íin:'j h i u i «Vrr’i •?» fffíiffiíÍtTritiÍftUÍilttiÍiiiíffíuiiii i fWrif ff? nfm’f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.