Forvitin rauð - 01.05.1974, Qupperneq 4
gpl/l/GJA £ó /
ðskup er erfitt aö vera kallraaöur. Og ekki batnar
þaö, hafi maöur verið svo ógæfusamur aö
kvænast rauðsokk. Ég tala nu ekki ura, ef maður
þykist vera rauðsokkur sjálfur og kvartar ekki
hástöfum yfir því böli, sem manni sé búið.
"Aumingja maðurinn, ósköp hlýtur hann aö eiga
bágt", heyrir maður sagt á bak við sig, og
jafnvel opinskátt.
Þetta leiðindasjónarmið stafar án efa ekki sízt
af hefðbundinni skilgreiningu á fyrirvinnu-
hugtakinu. Hið almenna sjónarmið gerir ráð fyrir
því, að við "sköffum" konum okkar eitthvað.
Mér er minnisstætt, að einhverntima 1 fjölskyldu-
boöi fyrir löngu var fjasað um mann, sem ekki
"skaffaði" konunni sinni neitt. Ég veit ekki
enn í dag, hvort þetta var meint til mín fremur
en annarra, en mér fannst það, og var órótt
fram eftir árum af þessu tilefni: að ég stæði
aig ekki nógu vel.
sima, heldur minn annar helmingur. Það sló
þögn á hópinn. Mér fannst ég neyðast til að
útskýra þetta fyrirbæri, sem var eftirfarandi:
Einu sinni var erfitt að fá símanúmer.
Blaðamenn, flugfreyjur og slíkt fólk gat fengið
undanþágu, en ekki armir vesalingar með
kandmag-próf eða annað verra. Þessvegna fengu
Vilborg Harðardóttir og Sigríður H. Sigurbjörns-
dóttir og margar fleiri sitt númer í símaskrána,
en ekki ég eða Atli Heimir o.s. frv.
Nú líður tíminn og fólk fer að spyrja mann:
Af hverju látið þiö bjóða ykkur þetta? - Svarið
er auðvitað mjög einfalt: Okkur hafði aldrei
dottið í hug, að þetta væri neitt atriði. En
þá svarar fólk- með mjög skemmtilegu: "jæja".
Mér hefur alltaf fundist, að fyrirvinnuhugtakið
bæri í sér nokkurt óréttlæti. Mér finnst
hraksmánarlegt sem karlmaður að liggja undir
því, að maður "sjái ekki fyrir konu sinni", eða
það sem er víst ennþá verra, að maður "lifi
á konu sinni". Því skyldi maður ekki lifa á konu
Mér leiðist að skrifa greinar. Ég vil heldur
skýra frá einhverjum lífsreynslusjónarmiðum.
Til að mynda: Einu sinni kenndi ég byrjendum
þýzka tungu í öldungadeild Menntaskolans
við Hamrahlíð. Ég tel, og hef oft sagt þaö, að
hógværð og lítillæti séu úreltar dygðir. Þess
vegna leyfi ég mér að staðhæfa, að ég hafi verið
tiltölulega góður kennari. Og þá kom að því, að
áhugasamir nemendur vildu fá símanúmerið mitt,
ef þeim skyldi detta nokkuð í hug. Það þurfti
að útskýra fyrir þeim (sem NB voru mestanpart
konur), að ég væri ekki skrifaður fyrir mínum
sinni, ef efnahagslegar kringumstæður
eru þannig, að það fyrirkomulag komi betur út?
Einhverjir mundu kannski vilja kalla þetta
nokkuð persónulega afstöðu. Svari hver sem vill,
en ég verð að svara því til, að þótt mér hafi
á stundum þótt einstaka rauösokkar taka
eilítið ógætilega uppí sig, og ég hafi jafnvel
mótmælt því, þá er ég svo sammála grundvallar-
sjónarmiöum rauðsokka, að önnur ágreinings-
atriði eru tittlingaskítur.
Arni Björnsson