Forvitin rauð - 01.05.1974, Page 5

Forvitin rauð - 01.05.1974, Page 5
Hver er fyrirvinna? ÞÚ? Ég? Hann? HÚn? Fyrir hverjum er unnið? Þér? Mér? Honum? Henni? Vinnur þú? Ég? Hann? HÚn? Hver vinnur fyrir hverjum? Hver vinnur fyrir sjálfum sér? Hver fyrir öðrum? Fyrir hverjum þarf að vinna? Fyrirvinnuhugtakið Kannski er fyrirvinnuhugtakið það sem einna mest stendur í vegi fyrir jafnrétti kynjanna á ýmsum sviðum. Vegna þess, hve rík hefð það er að telja karl fyrirvinnu heimilis, er kona talin þurfa minna kaup, minni menntun, minni frama- möguleika í starfi. Eiginlega er hún ekki talin þurfa að vinna - þótt hún geri það. Þetta er ekki aðeins óréttlæti gagnvart konunni. Það er ekki síður óréttlátt að ætlast til þess af karlinum, að hann einn vinni fyrir börnunum og vinni fyrir móður þeirra, þótt heilbrigð sé. Enda gera fáir þetta í raun. Er ekki eðlilegast að hver fulltíða,fullfrískur maður, karl eða kona vinni fyrir sjálfum sér og foreldrar fyrir börnum sínum? Um þessi mál var fjallað á umræðufundi, sem Rauðsokkar efndu til laugardaginn 27. október, í Norræna húsinu. Þær Svava Jakobsdóttir, alþingismaður og Auður Þorbergsdóttir borgar- lögmaður hófu umræðurnar. Svava Jakobsdóttir sagði frá umræðum um fyrir- vinnuhugtakið á vettvangi Norðuriandaráðs og breytingum, sem sérstök nefnd hefur lagt til að gerðar verði á löggjöf landanna í átt til jafn- réttis kynjanna varðandi framfærsXuskyldu og réttindi. Og hvernig er viðhorfið hér? Auður Þorbergs- dóttir talaði um fyrirvinnuhugtakið eins og það kemur fram hér á landi nú, í lögum og reynd. umræður inorðurlandaráði í máli sínu skýrði Svava Jakobsdóttir m.a. frá eftirfarandi atriðum: Á undanförnum árum hafa átt sér stað víðtækar umræður innan Norðurlandaráðs um fyrirvinnuhug- takið. Segja má, að þeirri umræðu hafi verið lokið - a.m.k. í bili, með samþykkt varðandi fyrirvinnuhugtakið á þingi Norðurlandaráðs í febrúar s.l. Samþykktin hljóðar svo: Norðurlandaráð mælist til þess við ríkisstjórnir Norðurlanda, 1. að þær láti fara fram athugun á réttarreglum sínum í því skyni að afnema ákvæði sem hafa í för með sér mismunun á körlum og konum sem fyrir- vinnum. 2. að þær leitist við að samræma merkingu fyrir- vinnuhugtaksins og framkvæmd þess svo sem kostur er, jafnframt því að litið verði á konur og karla sem jafnréttháar fyrirvinnur og framfærslu- skyldan verði þannig tengd börnunum, og 3. að þær skipuleggi almannatryggingakerfi sitt á þann veg, að sá sem annast og hefur umsjá með smábörnum, lasburða gamalmennum, öðrum sjúklingum eða öryrkjum eigi aðgang að tryggingunum. Forsaga þessarar samþykktar varpar ljósi á til- gang hennar og markmið. Upphaf þessa máls hjá Norðurlandaráði voru þrjár tillögur sem vísað var til félagsmálanefndar ráðsins. Aliar þessar tillögur fjölluðu að einhverju Xeyti um stöðu fjölskyldunnar í þjóðfélaginu - ein fjallaði um fyrirvinnuhugtakið, önnur um auknar trygginga- bætur til húsmæðra, og hin þriðja um rýmkun á fjölskylduhugtakinu í lögum. í fyrstu tillögunni var þess farið á leit að Norðurlandaráð beitti sér fyrir því við ríkis- stjórnir Norðurlanda, að þau samræmdu fyrir- vinnuhugtakið í lögum sínum Bent er á, að fyrirvinnuhugtakið hafi mótast með það fyrir augum að tryggja stöðu konunnar á þeim tíma, er hún starfaði eingöngu innan veggja heimilisins. Á okkar dögum eigi ekki lengur við að löggjafinn líti á karlmanninn sem aðalfram- færanda og konuna eingöngu við heimilisstörf og á framfæri karlmannsins. Endurskoðun löggjafar með tilliti til nýrra og breyttra tíma væri því aðkallandi. Ennfremur er bent á að norræn hjúskaparlöggjöf .

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.