Forvitin rauð - 01.05.1974, Blaðsíða 12

Forvitin rauð - 01.05.1974, Blaðsíða 12
FÉLAGSBÝLI KRAFA NÚTÍMANS Fjölskyldan hefur farið óðum minnkandi undanfarna áratugi og stendur nú ekki annað eftir af henni en kjarninn. Karl og kona eru að hokra þetta saman ein, því að afi og amma eru fyrir löngu komin á elliheimilið, og einstæðingsfrændfólk búið að kaupa sér íbúð annars staðar, hundar og kettir brottrækir úr snyrtilegum, teppalögðum vistarverunum og börnin í þann veginn að fara sömu leií$, við lifum nefnilega á tímum nákvæmra fjölskylduáætlana. Það er augljóst, að svo lítil eining er harla fátæklegur félagsskapur og innan hennar fara fram alltof fábrotin skoðana-og tilfinninga- skipti til að einstaklingurinn nái þeim félags- þroska, sem hann er fær um og lífið getur veitt honum með öllum sínum fjölbreytileik. En smáfjölskyldan okkar kýs að einangra sig. Sjáiði bara. Lítið gagnrýnum augum á 30 íbúða fjölbýlishús nútímans. í slíku húsi eru 30 eldhús með öllu tilheyrandi, 30 sjónvarpstæki, 30 útvarpstæki og 30 þvottavélar. Á hverjum morgni óhreinkast 30 hafragrautarpottar hjá þessu góða fólki (og þá þarf að þvo) 30 sinnum er farið í mjólkurbúð, 30 sinnum velt vöngum yfir, hvað hafa skuli til kvöldverðar- og eftir 30 smámáltíðir er þeyst af stað í tugum smábíia til að sækja jafnmargar barnapíur til þess að gæta barna hússins. Látum kannski liggja milli hluta, hversu mikið fé þessi smábúskapur kostar, en gerum okkur grein fyrir þeirri sorglegu staðreynd, að við allt þetta dútl,—þvott, burstun og sápusull í kringum örfáar manneskjur-, eru 30 manneskjur í hálfu, heilu, já eða bara í tómstundastarfi. Við þessa Sisifosar- vinnu (Sisifos var sá, sem dæmdist til að bera grjóthnullungana upp fjallshlíð, en þeir hröpuðu jafnóðum niður hinum megin) standa félagsverur, sem oft á tíðum hafa jafnmikla menntun til annarra starfa og hitt fólkið oftast karlmenn og jafn- miklar félagslegar þarfir og langanir til sam- skipta við annað fólk en ómálga börn og jón Gunn- laugsson. En smábúskapurinn bitnar ekki einungis á konum. Aldrað fólk, sem ekki getur lengur unnið sín fyrri störf, er óþarft í kjarnafjölskyldunni og þess vegna er því komið fyrir á elliheimilum innan um sína líka. Þeir, sem hafa verið á heimilum með eldra fóiki, minnast þess oft, hversu mikilli hlýju og ró það miðlar öðrum, auk fróðleiks frá fyrri tímum. Auk þess getur gamalt fólk sýslað ýmislegt á heimili, gert gagn og fundist það vera til einhvers nýtt. Það er ómannúðlegt í meira lagi að meina því samskipti við umheiminn á þennan hátt, einmitt á því lífsskeiði, þegar mönnum er hvað hættast við einangrun hvort eð er. Og svo eru það bleesuð börnin. A hverjum morgni árið út og inn spretta smáfjölskyldurnar út úr skápunum sínum, troða börnunum inn í smábílana sína og þeysa af stað með þau til að koma þeim fyrir—hjá ættingjum, vinum eða vandalausum, eftir því hvernig á stendur. Það getur ekki verið gott fyrirkomulag að flakka með börn á þennan hátt. En smáfjölskyldan okkar er lítil og ónóg sjálfri sér, hún getur ekki gætt barna og gamalmenna, vegna smæðar sinnar og hjálparleysis. En hvað er til bóta? Hvernig má gera líf þeirra ánægjulegra, sem nefndir hafa verið og núverandi lífsvenjur virðast þjaka á ýmsan hátt? Hér dugir ekkert minna en uppbygging nýrra fólagseininga, stórfjölskyldna eða hópa af smáfjölskyldum og einstaklingum, sem eru sjálfum sór nógar félags- lega og að því er viðkemur vinnu innan heimilis- ins. Hér þarf sem sagt að slá tvær flugur í einu höggi, gera fólkið ánægðara og beita um leið hag- ræðingu við skiptingu vinnunnar. Félagseiningar þessar mætti sjálfsagt skipuleggja á óteljandi vegu og skal ekki reynt að gera slíkt hér, en gaman væri að bregða upp nýrri mynd af gömlu góðu fjölskyldunum okkar þrjátíu, eftir að þær hafa ruglað saman reitum sínum og boðið eldra fólki og einhleypingum með í hópinn. HÍbýli þessa fólks eru nú skipulögð með nýtt lífsform í huga og arkitektar teikna nú ekki lengur kassa með ferköntuðum hólfum, heldur spreyta sig á að hanna vistarverur fyrir félagsverur á öllum aldri, sem búa félagsbúi ásamtf mörgum öðrum. í stað eldhúsanna mörgu og fallegu er nú komin ein elda- og matstofa, sem gera mætti að konunglegum íverustað fyrir sáma fé og eldhúsin kostuðu áður.

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.