Forvitin rauð - 01.05.1974, Page 23

Forvitin rauð - 01.05.1974, Page 23
Metnaði þeirra er því beint í annan farveg, svo sem að fatakaupum og fegrunarlyfjum og ábyrgö á heimilishaldi og barnauppeldi sett á þeirra herðar. Konurnar stuðla líka sjálfar að yfirburðum karl- manna, með því að stjana við þá heima fyrir, þannig að þeir þurfa ekki einu sinni að hafa hugsun á að fá sér næringu, hvað þá að bera ábyrgð á þjónustubrögðum sínum og barna sinna, eða taka til í kringum sig. Hvort sem það er af þessum sökum eða til að skreyta framboðslistana, þá er ákveðinn fjöldi kvenmannsnafna settur á hvern þeirra, oftast 1 vonlltil sæti. Konurnar láta bjóöa sér þetta og keppa um þau sæti og verða þannig óskaðlegar karlmönnunum, sem á meðan keppa um hin raun- verulegu baráttusætl listanna. Þessi keppni okkar kvenna hverrar við aðra, í staö þess að líta á okkur sem jafngilda einstak- linga I ‘allri heildinni, setur okkur skör lægra en karla. I stað þess ættum við aö bera virðingu hver fyrir annarri, uppörva hver aðra og sigrast þannig á vanmáttarkennd okkar. Það eru ekki margar konur í þeirri aðstöðu að geta komið heim og lagst til hvíldar yfir dag- blöðum eða bók og beðið þess að maturinn verði borinn á borð fyrir þær. Margar eiga líka erfitt með að sækja fundi á kvöldin, þær verða að útvega barnagæslu, jafnvel að ganga svo langt að biðja eiginmanninn að gæta sinna eigin barná og fá sektarkennd við að bregðast þannig skyldum sínum. Konur ættu að gera sér grein fyrir þvl, fyrst þær finna svo mjög til ábyrgðar sinnar á uppeldi barnanna, að börnin ættu að eiga kröfu á þvl að fá að hafa föður sinn hjá sér stundum I staö móðurinnar, Augljós er sú skylda hvers uppalanda að taka þátt I mótun þess þjóðfélags sem börn þeirra fæðast inn I. Tengsl milli atvinnulífs og stjórnmála eru mjög , mikilvæg eins og fram er komið hér á undan. Það er mikils virði að konur afli sér virðingar og frama I atvinnullfinu til að verða gjaldgengar I stjórnmálum. Það skapar líka nauðsynlegt sjálfstraust og sjálfsöryggi. Samkvæmt rlkjandi þjóðskipulagi, þ.e. þjóöfél- agi karlmannsins, er konum ætlað aö láta sig varða vissa málaflokka I þjóðmálum. T.d. upp- eldis- og heilbrigðismál, málefni aldraðra og bindindismál. A öðrum málefnum eru þær álitnar kunna lítil skil, jafnvel að eigin álití. Við verðum að líta á okkur sem jafnoka karla, þá fyrst fara karlar að gera það llka. Það verður að leggja nlRur sérstök kvenfélög stjórnmála- flokkanna og einangrun kvennanna þar með . Engin kona á að vera í framboð1 vegna kynferðlg síns. ná verða af bvi sömu sökum. Það á ekki að skipta mlli hvart maður er karl eða kona. Lllja ðlafsdóttlr.

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.