Forvitin rauð - 01.05.1976, Blaðsíða 2

Forvitin rauð - 01.05.1976, Blaðsíða 2
Útgefandi: Fjölmiðlahópur Rauðsokkahreyfingarinnar Vcinn að þessu sinni að útgáfu pessa blaðs. I Hópnum störfuðu: Kristjana Bergsdóttir Þórdis Richardsdðttir Hlin Agnarsdóttir. Már Viðar Másson. Við viljtim hvetja allt stuðningsfólk jafnréttisbaráttunnar til að senda málgagai okkar efni. Sérstaklega viljum við hvetja fólk úti á landi að skrifa i blaðið. ffm m*3. Atvinnuleysi................ bls.4 Samningarnir..................bls*5 Kvennabarátta í KÍna..........bls.9 Saga verkakonu................bls.7 Clara Zetkin og Lenín.........bls.15 Hugleiðing á kvennaári........bls.14 Gyltur er í sniðunum sá hjálpræðisher.................bls.12 Kjör húsnæðra.................bls.18 Eining verkalýðsins...........bls.20 Um stettarvitund verkakvenna.....bls.22 VERÐ KR. 150 frttttr úr starfínu 1 vetur hefur starfið innan Rauðsokkahreyfingarinnar verið marg- vislegt og eiv aðalstarfið unnið i starfshépum um máléfni kvenna. Rsh. hefur litið látið frá sér heyra varðandi verðbðlgu, atvinnumál kvenna og verkföllin i febrúar enn sem komið er, en hún studdi verkfall fiskverkunarkvenna á Akra nesi og nokkrar konur úr hreyfing- unni stéðu að fjársöfnun fyrir þær. Mikið af nýju fólki hefur komið til stairfa i vetur og sérstaklega margt eftir kvennaverkfallið 24. okt. Dálitið skortir á, að starfið innan starfshópanna sé markvisst, en nú eru i gangi um 9 hópar. Nokkrar breytingar hafa þó orðið á starfsem- inni i vetur og má t.d. nefna, að nú hefur verið komið á föstum félags- gjöldum, sem eru 2oo kr. á mánuði og tillögur um atkvæðisrétt innan hreyf- iggarinnar voru samþykktar á desember fundi. Þær fela i sér, að aðeins það fólk sem hefur starfað að einhverju leyti með Rsh. undanfarið 1. ár og verið á spjaldskrá á þeim tima hafi atkvæðisrétt þegar taka skal ákvörð- un um einhver mikilvæg mál i hreyf- ingunni. Þá hefur verið komið á föstum fundum tengla og miðstöðvar, þannig að upplýsingamiðlun verði milli starfshópanna, en hver þeirra heftir kosið sér 1. tengil. © Mikil undirbúningsstarfsemi var fyrir kvennaverkfallið 24. okt. á vegum Rsh. og fór mikill timi i það. Engin útgáfustarfsemi var fyrir jólin, en STAGLIÐ, félaga- blað og fréttabréf hreyfingarinnar kom út i janúar og kostar 5o kr. og er 4 siður. Starfsmaður var ráðinn til hreyfingarinnar 1. jan. s.l. og er hann við tvo daga vikunnar, mánudaga frá 5-7 og föstudaga frá 4-6. Starfs- maðtirinn er félagi i Rsh., Katrin Diðriksen. Eins og fyrr segir eru nú um 9 steirfshópar starfandi. Þeir fjalla um eftirfeurandi mál: Fastir starfshópar: Húshópur (sér um húsnæði hreyf- ingarinnar og aðdrætti) Fjölmiðlcdiópur (sér um útgáfu málgagnsins "Forvitin Rauð" og annað útgáfu- og dreifingarstarf) Aðrir hópar eru: Skipulagshópur (sem er að semja nýja stefnuskrá og skipulag fyrir hreyfinguna) Dreifbýlishópur (sem reynir að koma af stað starfshópum úti á landsbyggðinni og efla sambandið við hana og hefur hann m.a. samið byrjendaleshring fyrir konur úti á landi og hafa nú þegar nokkrir farið af stað þar) Verkalýðshópur (sem kemur á frh. á bls. 19

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.