Forvitin rauð - 01.05.1976, Blaðsíða 14
-JV-
%6LWWór A Kvem'mi
1 öllum þeim umræð'uin sem átt
hafa sér stað manna á meðal jafnt
heima sem opinberlega varðandi
petta blessaða og nú orðið leiðinda
kvennaár, hefur þeirrar tilhneig-
ingar all oft gætt að gera í eitt
skipti fyrir öll fullkomið grin að
konum, sérstaklega þeim sem háð
hafa baráttu hér sem víðast hvar
annars staðar í heiminum gegn
undirokun og smán. Kvennaráðstefna
SÞ i Mexikó sýndi okkur að mannkynið
er svo sundrað milli ólikra efna-
hagskerfa, að nánast engin von er
i augsýn um ánnan og betri heim,
nema að annað kerfið sigri hitt.
En hvort kerfanna veitir konum
jafnt sem körlum fullan rétt til
atvinnuþátttöku, félagsþátttöku,
menntunar og andlegrar hamingju og
heilbrigðis? Hvort kerfið skapar
öllum manneskjum það lifsviðurværi,
sem allar manneskjur eiga að búa
við? Það er staðreynd, að efna-
hagur og félagsleg aðstaða manna
ákvarðar alla aðra stöðu þeirra i
þjóðfélaginu. Það er enn kunnari
staðreynd, að mönnum er mismunað
eftir efnahag, en aðeins i þeim
þjóðfélögum þar sem auðæfi fámennrar
yfirstéttar ráða allri framvindu
og þróun i þjéðfélaginu. Þess vegna
er staða kvenna. t.a.m. á Vestur-
löndum þ.e. i auðvaldsþjóðfélögum
eins og á Islandi gjörólik stöðu
M
ÖLML/SHEPEnGín
tCJRCREDT I
^ ErtER
-ELRSRMmnER
þeirra i löndum sésialismans, og á
ég þá helst við Kina og Albaniu og
þau lönd sem nýverið hafa hlotið
sjálfstæði og frelsast undan ásælni
og yfirráðum heimsvaldastefnunnar
hvernig sem hún hefur birst.
Auðvitað mátti búast við þvi,
að kvennaráðstefnan bæði hér
heima og i Mexikó yrðu á einhvern
hátt notaðar i þvi skyni að
halda uppi áróðri fyrir einhverja
ákveðna stjórnmálalega stefnu,
annað gat aldrei komið til
greina, þegar fulltrúar ólikra
stétta eru saman komnir. Það
skiptir engu máli af hvoru
kyninu stéttirnar eru, þær eru
fyrir hendi og um þær snýst öll
heimsins vél. Kvennaráðstefnan
i Mexikó og allar aðrar ráðstefn-
ur kvenna úr öllum stéttum, sýna
enn ljósar en fyrr að fullkomnu
jafnrétti manna og kynjanna verður
aldrei náð fyrr en þessu eigin-
'gjarna frelsi einstaklingsins
til að afnema frelsi annarra
einstaklinga verður afnumið
með kollvörpun auðvaldsskipulags-
ins.
En litum nú á aðgerðir
islendinga á kvennaári. Allar
þjóðir heims, sem vilja teljast
siðmenntaðar urðu þrátt fyrir
andstöðu að verja tíma og smá-
fjárupphæðum til að "halda i
heiðri" þetta kvennanna ár.
En hvernig? Hvað mun gert?
Okkar borgaralega samfélag
heiðrar konur fyrir vel unnin
störf að liknarmálum, friðarmál-
um, uppeldismálum, þ.e. þessi
störf sem þykja svo vel við hæfi
kvenna. Hvað með allar þær
milljónir kvenna sem lepja dauð-
ann úr skel ásamt mönnum og
börnum? Hvað með undirokaðar
skúringakonur skrifstofuveldis-
ins? Fyrir hvað verða þær konur
heiðraðar? Hljóta þær kannski
frh. á bls. 8