Forvitin rauð - 01.05.1976, Blaðsíða 10

Forvitin rauð - 01.05.1976, Blaðsíða 10
Konur i Kína, framhald. vinn hratt, mjög hratt til J>ess að komast í bónuskerfið, meðan mér hundlciðist og bíð alla vikuna eftir helgi og allan daginn eftir hvild, ef ég hef ekkert lært eftir 1. árs vinnu, bá tilheyrir þessi verksmiðja ekki mér og ekki fólkinu heldur. Þegar framleiðslan er enn skipulögð á kapitaliskan hátt í þvi markmiði að viðhalda og breikka bilið milli andlegrar og verklegrar vinnu i gróða og ábataskyni, og þegar framleiðslan fer eftir borgaralegum uppskriftum, stýrðri af hugsunarlausri reglu og efna- legri hvöt.annarsvegar þeirra sem hugsa og hins vegar þeirra sem þræla, þá munu þeir sem hafa verstu menntunina verða mest kúgaðir- nefnilega konurnar. Þegar töluverð- ur hluti kvenna hafði endanlega látið sannfærast af blessun heimilisins, kom það skýrt fram i fyrsta skipti að stéttabar- áttan milli borgaranna og alþýðunnar i ákveðnum verksmiðjum hafði ekki sigrað borg- arana. Þess vegna einkenndist vinnan stöð- ugt af borgaralegum áhrifum. Nei, auðvalds- framleiðslan frelsar ekki konurnar - eklci frekar en karlmennina. Við sem allar höfðum unnið i verksmiðju minntumst eilifra umræðna annarra kvenna um eftirfarandi mál- efni: 1. "Ef maðúrinn minn þénaði nóg, væri ég heima", - 2. " Þegar ég gifti mig, hætti ég að vinna" - eða athugasemdir sem maður heyrði aftur og aftur. Næsta dag gátu svo sömu konurnar jafnvel lýst þvi yfir að þær gætu ekki hugsað sér að vera heima, þvi þeim myndi leiðast svo hræðilega. Þessi óákveðni hugsanagang- ur afhjúpar aðeins hversu óljós staða kon- unnar er i kapitalisku samfélagi. Við tökura nógu lengi þátt i atvinnulifinu til að skilja tilgangsleysi heimavinnunnar. Jafnframt er atvinnuþátttakan svo þýðing- arlaus, að margar konur fara að álita heimavinnuna í svipinn (i bráð) sem 6- höndlanlc-gan munað. Eitt sinn sagði kven- logsuðumaður sem vann i sjónvarpsverksmiðju við mig: "Þegar ég á mánudagsmorgni sé alla vikuna framundan, þá öfunda ég þær konur sem geta verið heima. Á sunnudagskvöldi - eftir einn tiltektardag - þá vorkenni ég þeim'.' Dæmi uin árangursrika baráttu kvenna: 2. Kafli (bls. 28 og 29) 0r frásögn kinverskra kvenna af bar- áttu gegn samdrætti i framleiðslunni og atvinnuleysi kvenna. I verksmiðjunni var góður andi. Við stóðum saman og vorum fullar af ákafa og fórnfýsi. Það var elcki sjaldan, að konurnar ynnu eftirvinnu til að ljúka við eitthvert verk, eða til þess að æfa einhverja erfiða vinnutækni. Við vorum auðvitað ekki neyddar til þess, en við fengum hcldur ekki borgað fyrir þessa yfirvínnu. Er nauðsynlegt að fá borgaða yfirvinnu til að gera byltinguna? Og þetta var einmitt spurningin, sem allt snerist um. Framkoma okkar virtist ekki alltaf falla i góðan jarðveg. Árið 1961 ákvað hluti af stjórn verksmiðjunnar að hagræða framleiðslunni, þar eð hann fylgdi gagnrýnislaust skipunum frá Pelcing (sveita- stjórnarnefnd Pekingborgar). Hluti stjórn- arinnar var sammála um, að við værum of margar i þessari vinnu og þess vegna ættum við að hætta við að framleiða katla, þar sem upp frá þessum tima væri verksmiðjan eingöngu ætluð til framleiðslu á lækning- atælcjum og þeir töluðu i hæðni um katlana okkar. Samkvæmt þessari endurskipulagn- ingu verksmiðjunnar átti stór hluti okkar að snúa aftur til heimilanna. Þeir héldu að við létum sannfasrast þegar þeir sögðu, að "kaup eiginmanna okkar myndi hækka i stað- inn til að við gætum verið heima og hugsað um fjölskylduna og heimilið" og hvort það "væri ekki léttara fyrir okkur". En þessar áætlanir vöktu mikla reiði kvenna og andstöð- u og þær lýstu yfir: "Við kærum okktir ekki um að snúa okkur aftur að grautarpottunum, við mtinum ekki yfirgefa atvinnu okkar". Andrúmsloftið i verksmiðjunni varð mjög spennt. Þar fór fram hörð barátta milli annars vegar hluta af stjórninni, sem vildi að verlcsmiðjan starfaði eftir beinum gróða- sjónarmiðum og sem alls ekki kærði sig um að verkakonurnar næðu jafnrétti og svo hins vegar stórs meirihluta kvenna, sem vild- u halda áfram á fyrri braut. Þessi barátta var háð visvituð af konunum, hvað sem það kostaði. Við hlutum aðeins stuðning eiginmanna okkar og verkamannanna i verk- smiðjunni og það gat maður vel skilið þvi Tchaou Yan (heitið á verksmiðjunni) var ekki einangrað tilfelli. I öllum verk- smiðjum var afturhaldssöm sókn leidd af framhald á næstu siðu.

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.