Forvitin rauð - 01.05.1976, Blaðsíða 6

Forvitin rauð - 01.05.1976, Blaðsíða 6
fig er líka kona. Eg finn það á hverjum degi, á hverri minútu. Það er vont að vera kona, bölvuð kvöð. Vinna daginn út og daginn inn. Þræla fyrir sultarlaun-um. Verða fyrir árásum vegna vanrækslu á uppeldi barna minna. Sjá fjölskyldunni og heimilinu fyrir mat, hreinum fötum cfg hýbýlum. Hafa ekki tima til að brjðtast undan okinu. Þola sifellt háð um vitundarsjtig mitt og systra minna. Horfa upp á likama minn gerðan að söluvöru, aug- lýstan til ánægju, misnotaðan i auðgunar- skyni. Heyra fðlk lýsa vanþðknun sinni á baráttu kvenna. Heyra jafnréttinu hampað i öðru hverju orði stjðrnmálamanna. Láta glepjast af skruminu og gerviþörfunum sem haldið er að koniim. Vita að maðvir fær ekki rönd við reist nema með samstilltu átaki margra. Vita, að tilveran er barátta, en ekki dans á rðsum, ðstöðvandi vandamálafljðt, sem bitnar hart á mér og öðrum systrum minum. Vera enn þann dag i dag i þjðnustu þeirra, sem deila og drottna. Ertu ekki fullviss um að ég er manneskja ? vita af mér á einhverjum vinnustað hversu gðður sem hann kynni að vera. Ertu ekki full- viss um að ég er kona? ~fvc YzVHvHF I vitund minni er mér það ljðst. Ég er kona. Og ég finn að vitund min saman- stend\ir af allskonar kenndum, kvenlegum veikum kenndum. Ég er hið veikara kyn. Og ég má vera stolt yfir þvi að vera hið V%ika kyn. A þann hátt læri ég að notfæra mér hina sterku. fig neita þvi, að konur geti verið sterkar. Sterkar konur eru abnormal - þær fara á mis við það dýrlega ástand sem fylgir þvi að vera kona. Þær fara á mis við þá virðingu sem ungir sem aldnir sýna þeim. Þær fara á mis við fegurstu karlmenn heims- ins. Þær fara á mis við það að vera kona sam með kvenlegri fegurð hlýtur heiminn i gjöf á hverjm morgni. Lengst inni, allra dýpst i vitund minni finn ég hveríiig kven- legu hormónarnir sem skapa kenndir miftar hafa verið skapaðir sérstaklega til að falla að likama minum. fig finn að ég er kona. Inni i hjartanu i mér kitlar mig kvenlegt eðli stundiom mjúkt og ávalt stund- um hart og næstum beinfrosið, stfft og 6- haggandi. Eg þakka Guði á hverjum degi fyrir að hafa gefið mér þetta eðli. Ef hann er ekki til þá væri ég ekki heldur til. Náðugur gaf hann mér þessa yndislegu kven- legu eiginleika og ef ég næði til hans þá myndi ég faðma hann og kyssa og kreista með löngu velhirtu nöglunum minum. Eg vona bara að hann hefði ekkert á méti varalit eða smávegis af lituðu dagkremi sem allir halda að sé make. 0, hvað það er dásamlegt að vera kona. Eg er alveg áreiðanlega kona. Sg hef fullkomna sönnun fyrir þvi og hún er sú, að ég þarf ekki að vinna úti. Eg er ekki ein af þeim konum sem hlaupa frá eiginmanni og börnum til að gera að fiski. Maðurinn minn sér fyrir mér og myndi aldrei þola að

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.