Forvitin rauð - 01.05.1976, Blaðsíða 3

Forvitin rauð - 01.05.1976, Blaðsíða 3
-3- LACLAUNARAMIEFMA Ákveðið hefur verið að halda lág- launaráðstefnu kvenna, þann 16. maí n.k. í Lindarbæ. Er hún hugsuð sem framhald af lág- launaráðstefnu þeirri sem haldin var í jan. '75, en þar var tekið fyrir efnið: - Kjör láglaunakvenna - og aðstaða þeirra innan sem utan verkalýðsfélaganna. Að undirbúningi ráðstefnunnar standa Rauðsokkar, Sókn, ASB, Verkakvennafélagið Framsékn, Framtiðin i Hafnarfirði, Iðja, SFR og VR, en einnig var sent bréf til ýmissa annarra félaga, og hafa mörg þeirra þegar tilkynnt um þáttöku, og ætla þau að auglýsa ráðstefnuna á vinnu- stöðum og hvetja félagsmenn til að mæta. Höfuðverkefni ráðstefnunnar eru: 1. Kjaramál - um visitöluna, verðbólguna, kjara- kröftir, starfsmat i verkalýðshr., fæðingarorlof, dagvistunarstofnanir, svo og mál ASB (afgr.stúlkur i brauð- búðum, en upp hefur komið að leggja eigi niður að stórum hluta það stétt- arfélag, vegna lokunar á mjélkurbúðum). 2. Skipulag verkalýðshreyfingarinnar Hvort konur og karlar skulu vera i sama stéttarfélagi. Um hlutfall kvenna i stjórnum verkalýðsfélaganna, virkni kvenna i verkalýðsfél. og stéttarvitund kvenna. w 3. Fræðslumál Verkmenntun kvenna, skélun i verka- lýðshr., upplýsingamiðlun innan verkalýðshr., staða trúnaðarmanns á vinnustað. Svo og verði rætt um félagslega einangrun kvenna og stöðu konunnar innan heimilisins. Einnig hefur verið ákveðið að fá fulltrúa úr Jafnlaunaráði til þess að skýra frá störfum þess og markmiðum. Skipuð hefur verið undirbúningsnefnd frá Rauðsokkum og fulltrútim úr verkalýðs- félögunum, til þess að skipta niður mál- efnum, en ákveðið hefur verið að hvert verkalýðsfélag og Rauðsokkar taki að sér málaflokk og hafi ræðtvnann. Fyrirkomulag ráðstefnunnar verður þannig að fluttar verða framsöguræður f.h., siðan verður ráðstefnunni skipt upp i starfshðpa, sem siðan skila áliti til almennrar umræðu. Að lokum viljum við hvetja allar konur - útivinnandi - heimavinnandi - til þess að mæta á ráðstefnuna og taka virkan þátt i þvi sem þar verður rætt og sýna samstöðu um okkar hagsmunamál. 1 OKtltl HmimeúBn HrrmÍBMk V Elns og félki er kunnugt stendtir til að leggja niður mjólkurbúðir Mjólkur- samsölunnar og færa sölu mjólkurvarnings yfir i matvöruverzlanirnar. Slikar breytingar kallast "Hagræðing" i auðvaldsþjóðfélagi sem okkar.og það jafnvel þðtt þær kosti fjölda manns vinnuna,og allir vita hversu erfitt það er að fá vinnu i"hæfilega atvinnuleysinu"sem hér rikir. Konur ættu að taka höndum saman i baráttu gegn framkvæmdum i þessa átt. Hér á eftir fer greinagerð Hallveigar Einarsdðttur formanns A&B. A.S.B. Félag afgreiðslustúlkna i brauða og mjðlkurbúðum telur tun 3oo félaga. I sölubúðum mjðlkursamsölunnar vinna nú 164 félagskonur, en um 13o hjá brauðgerðarhúsum. Hætti mjðlkurscimsalan smásölu og loki búðum sínum - missa þessar 164 konur að sjálfsögðu sina atvinnu. Margar af þessum konum hafa unnið hjá samsöl- unnii mörg ár. Margar þeirra komnar yfir miðjan aldur og mjög hætt við að erfitt verði fyrir þær að komast inn á vinnumarkaðinn aftur a.m.k. við hliðstæð störf. Mér vitanlega hefir enn ekkert raun- hæft verið gert til að tryggja þessum frh. á bls. 11

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.