Forvitin rauð - 01.05.1976, Blaðsíða 9
Nokkrir kaflar úr bókinni "helmingur
heimsins" um kvennahreyfingu i Kina. Höf-
undur er Claudie Broyelle, frönsk kona.
Þýðingin er gerð eftir dönsku útgáfunni frá
1975.
Inngangur frá höfundinum:
Við lögðum af stað til Kína í nóvember
1972. Við vorum 12 konur frá Paris og lands-
bygSfðinni, skrifstofufðlk, landbúnaðarverka-
kona, iðnverkakona, (sem orðin var amma).
Nokkrar okkar voru ógiftar, aðrar mæður sem
áttu 2,3,5,6 börn. Við áttum eitt sameigin-
legt: allar vorum við virkar i kvenfrelsis-
baráttunni. Takmarkið með þessari 6 vikna
ferð okkar um Kina var að kynnast reynslu
kvenna af kinversku byltingunni og þýðingu
hennar fyrir frelsun þeirra. Bókin varð til
á grundvelli þessarar ferðar og á þeim um-
ræðum sem áttu sér stað innan hópsins, einnig
á þeim samanburði sem við fengum á okkar fyrri
vinnu og reynslu einstaklinga.
Þátttaka kvenna i atvinnulifinu þarf ekki
endilega að tákna frelsun þeirra.
Kina er eina landið i heiminum i dag, þar
sem stór meirihluti kvenna tekur þátt i at-
vinnulifinu. Þeim áfanga var ekki náð átaka-
laust og ákveðnar tölur gefa tilefni til
ihugunar. Arið 1966 rétt fyrir menningarbylt-
inguna höfðu t.d. meira en helmingur allra
kvenna i Shanghai snúið aftur inn á heimilin.
Kommúnistaflokkurinn átti vissa sök á þessu sem
af áeggjan Liu Shao chi rak ákafan áróður fyrir
þvi að konur hættu að vinna úti. Þessi áróður
tók á sig margar myndir. Ýmist var óbætanlegum
eiginleikum móðurinnar sem uppalanda hampað,
eða þvi var lýst yfir hiklaust, að konur dygðv
ekki til nokkurs hlutar, þar eð þær væru of
vitgrannar til að mennta sig. Ennfremur var
skortur á dagvistunarstofnunum og almennings-
mötuneytum notað sem rök til að banna konum að
vinna úti. Þær, sem unnu úti fengu að heyra
að vinna þeirra væri aðeins tekjudrýgindi,
sem gerðu þeim kleift að fæða og klæða
fjölskyldur sinar betur en nauðsynlegt vaari.
(Sjá Kina Bulletin nr. 61, mars 1968" kin-
verskar konur afhjúpa endurskoðunarsinnaða
pólitik i kvennahreyfingunni.) Þetta aftiur-
haldssavna samsæri dró án efa úr hugrekki
áköfustu kvennanna, en það eitt getur þó
ekki verið eina ástæðan fyrir þvi að svo
stór hluti kvenna sneri aftur inn á heim-
ilin. Leita verður grundvallarorsakarinnar
i sjálfri vinnunni og skipulagi hennar,
annars er vart hægt að skilja hvernig konur
sem m.a. höfðu gegnum sina vinnu náð jafn-
rétti gátu sannfærst af jafn afturhalds-
sömum kenningum og nefndar eru hér fyrr.
Astæðem fyrir þessu afturhvarfi kvenna var
einmitt sú að konur höfðu ekki náð viðtæku
jafnrétti. Að öðru leyti var stór hluti
iðnverkakvenna, sem ekki fannst þær eiga
heima úti i atvinnulifinu, af þvi að
vinna þeirra hafði enga raunverulega frels-
un i för með sér. I Tchaou Yan verksmiðj-
unni leituðu aðeins lo konur "aftur bak'við
dyr heimilisins" eins og kinverjar orða það.
Enginn gerir sig lengur ánægðein með
sovésku fyrirmyndina: "Hér ertu með rikis-
rekna verksmiðju, rikið er flokkurinn og
flokkurinn er fjöldinn, þ.e.a.s. þessi
verksmiðja tilheyrir þér, þú ert verkakona
þetta er þvi rökrétt. Nei, hún gengur
ekki lengur. Ef einhver segir við mig:
"Þessi verksmiðja tilheyrir þér, þessi
verksmiðja tilheyrir fólkinu" og ég i blindni
Scimþykki skipanir verkstjórans, án þess
að skilja hvernig vélin sem ég vinn á
virkar, svo ekki sé minnst á alla aðra
hluta verksmiðjunnar, ef ég veit ekki hvað
verður af vöru minni þegar hún er fullgerð
eða hvers vegna hún er framleidd og ef ég