Forvitin rauð - 01.05.1980, Side 5
Þetta var frelsun
Ég hafði alla tíð
verið á móti fóstureyðing-
um þar til að ég lenti í
þeirri aðstöðu að þurfa
sjálf að gangast undir
slíka aðgerð. Þetta var
það eina sem kom til
greina og ég vissi alveg
út í hvað ég var að ganga
og vildi það. En vei því
þjóðfélagi sem neyðir
konur til að fara í svona
aðgerð gegn vilja sínum.
Ég er 38 ára og 5 barna
móðir. Ég er tvígift og
átti 4 börn með fyrra
manni mínum. Hann "skaff-
aði" vel, og við höfðum
ÞÚ færð ekki húsnæði af
því að þú ert með barn. ÞÚ
kemst ekki í strætó af því ac
þú ert með barnavagn. ÞÚ
íjietur ekki farið að búa með
manni ef þú átt barn á dag-
heimili því þá missirðu
plássið. Samt er erfitt og
ömurlegt að reyna að vera
sjálfstæður ef þú ert kven-
maður með krakka á framfæri
Þú ert í skóla en færð ekki
dreifbýlisstyrk því lög-
heimilið verður að vera í
Reykjavík eigirðu að fá
pláss á dagheimili. Um náms-
lán er ekki að ræða í
menntaskóla, þú ferð til
félagsmálastofnunar en regl-
urnar eru þannig að náms-
fólk fær ekki lán eða fram-
færslustyrk þó um einstak-
linga sé að ræða með börn
á framfæri. JÚ þú getur
fengið loo þús.kr. lán
(haust '78) sem tekið verð-
ur í skömmtum af meðlaginu
sumarið eftir. Eftir jólin
ertu orðin blönk aftur og
vixill yfir þér. Þú reynir
aftur við félagsmálastofnuníhð
leggur ánii umsókn tun lán,
en eftir nokkra daga færðu
svarið : Félagsmálaráð
stoppaði málið af, þú átt
að koma með skriflegt vott-
orð frá skólanum um að þú
sért að klára 4.bek.k, skrif-
legt vottorð frá foreldrum
þínum um að þau geti ekki
aðstoðað og skriflegt vott-
orð frá bönkunum um að þú
getir ekki gengið víxil.
Mig langaði að æpa í símann
En þar sem ég var aðeins að
tala vió embættismann sem
gerði sína skyldu, þá
það gott efnahagslega.
Við skildum '72 og við
skilnaðinn fékk ég tvö af
börnunum.
Gifting og óskabarn.
Síðan liðu nokkur ár
við basl og ýmsa erfið-
leika. En sumarið '75
ákvað ég að rífa mig upp
úr þessu ástandi, kom
krökkunum í pössun og
fékk mér vinnu úti á
landi. Þar kynntist ég
síðan seinni manni mínum,
sem er 11 árum yn<?r4- Ég
fluttist fljótlega inn
til hans, við fórum að
búa, krakkarnir fluttu
til okkar og við vorum
öll mjög hamingjusöm. En
hann var lengi að gera
upp við sig hvort hann
ætti að stíga skrefið til
fulls og giftast mér. En
sú togstreita endaði með
því að við giftum okkur
með pomp og pragt og
fluttumst skömmu seinna
til Reykjavíkur.
Tveimur mánuðum seinna
varð ég ólétt að óska-
barninu. Hann var barn-
laus og þráði mjög að
þakkaði ég honum kurteis-
lega fyrir og lagði á.
Velti því síðan fyrir mér
hvort ég og barnið myndum
nokkuð deyja úr hungri
þessa daga sem það tæki að
afla vottorðanna. En ......
viti menn. Um leið og
skólinn var búinn og þú
gast af frjálsum vilja
gengið útí launaþrældóminn,
þá fékkstu bara nokkuð góð-
an framfærslustyrk frá borg-
inni um leið og þér var
bent á frystihús, sem
ákjósanlegan vinnustað.
Ég gleymi hinum æðislegu
mæðralaunum sem er styrkur
ríkisins. Þau duga ekki
einu sinni fyrir ódýrri
viskíflösku til að drekkja
áhyggjunum. Meðlagið
gleypir barnaheimilið, þá
peninga sérðu aldrei.
SMÁM SAMAN FÓR AÐ RENNA
UPP FYRIR MÉR LJÓS.
Öll þessi vella um rétt-
inn til lífsins, öll ljótu
orðin sem látin eru falla
um konur sem fara i fóstur-
eyðingu og urðu m.a. til
þess að ég þorði ekki.
Undir allt þetta er ýtt
markvisst til þess að tjóðre
fólk niður. Nógu margar
óléttur. NÓg af fólki sem
ekki sinnir öðru en striti
fyrir daglegu brauði, þaki
yfir höfuðið o.s.frv. Það
hefur a.m.k. ek'.i tíma né
þrek til að reyna að breyta
samfélaginu til betri vegar.
Svo fær maður þar á ofan
allskyns ógeðslegar ásakanii
vegna þess að maður lætur
barnið á dagheimili meðan
maður vinnur fyrir mat
eignast barn.
Fjárhagserfiðleikar.
En þá fór smámsaman að
grafast undan hamingjunni.
Við vorum í stöðugu fjár-
hagsbasli. Mér hafði ekki
tekist að fá fasta vinnu
áður en ég varð ófrísk.
Meðgöngutíminn var mjög
erfiður og mér var bannað
að vinna. Maðurinn var í
hálfsdagsvinnu jafnframt
því sem hann stundaði nám
í Háskóla íslands. Þetta
var seinnihluta ársins
'77 og við þurftum að
byggja tilveru okkar á
ca. 200 þús. króna mánaða:—
launum hans. Endarnir
náðu engan veginn saman
og ég fór að selja góssið
frá fyrra hjónabandi,
jólaplattarnir, jólaskeið-
arnar og kristalsvasarnir,
allt lenti þetta eitt af
öðru á fornsölum. Maður-
inn seldi gítarinn sinn
í einhverju fátæktarkast-
inu og margar helgar á
eftir var hann niður-
beygður. Unglingarnir
mínir, sem voru 13 og 17
ára þurftu sitt og_ þó að
handa þvi. Dagheimili sem
þessir sömu menn standa
fyrir eru ekki byggð upp
sem uppeldisstofnanir heldui
geymslur. Stundum hefur
meira að segja hvarflað að
mér, að það sem vaki fyrir
því fólki sem vill þreng-
ingu fóstureyðingalaganna
sé m.a. það, að fjölga lág-
stéttum svo alltaf geti
verið til nægur verkalýður
til þrælkunar, því við vit-
um að þó fólkinu fjölgi og
fjölgi þá safnast auðurinn
alltaf á færri hendur. Og
þó fóstureyðingalögin séu
þrengd hér þá getur fólk
sem á peninga alltaf farið
til útlanda ef ólétta
skyldi koma upp á óheppi-
legum stað og stund.
Fyrst eftir að ég átti
mitt barn ásakaði ég mikið
þær stelpur sem fóru í
fóstureyðingu, jafnvel for-
dæmdi þær. Smám saman fór
samt að renna upp fyrir
mér um leið og ég var að
uppgötva að samfélagið
elskaði börnin ekki neitt,
að með því að fordæma
þeirra ákvörðun var ég
einungis að verja mína -
það að ég skyldi hafa geng-
ið með og fætt mitt barn
og síðan séð um það. í
raun og veru var ekkert í
samfelaginu sem sýndi mér
fram a að eg hefði gert
rett, svo og varð að verja
mína ákvörðun sjálf.
Skyldi það ekki vera
sorglega oft að fólk sem
hefur þurft að standa í
ströngu getur ekki unnt
öðrum þeirrar ánægju að
okkur langaði til að fara
út og gera eitthvað saman
Þá gátum við ekki leyft
okkur það því ekki var
hægt að senda þá skólausa
út.
Þarna komst ég að því
að peningar skipta öllu
máli, ekki það að maður
þurfi að hafa mikið af
þeim, heldur getur maður
aldrei orðið hamingju-
samur peningalaus. Mér
dettur í hug það sem for-
setinn sagði. í síðustu
nýársræðu sinni: "LÍfið
má ekki vera eintómt
brauðstrit."
Erfið meðganga og fæðing.
Eins og ég hef áður
sagt þá var meðgangan
mjög erfið, ég fitnaði
rosalega og átti erfitt
með að hreyfa mig. Faeðing-
var í samræmi við þetta,
það þurfti að framkalla
hana og það er mesti
hryllingur sem ég hef lent
í. Allar fyrri fæðingar
höfðu gengið fljótt og
eðlilega fyrir sig.
Eftir vikulegu fór ég
með barnið heim í fanginu
þurfá þess ekki?
Jæja, ég tala eins og
frelsuð manneskja, en að
minnsta kosti óska ég ekki
nokkurri stelpu að þurfa
að standa í því að sjá ein
um krakka hér í þessu sam-
felagi. Og þó tala ég hér
ekkert um óttann og áhyggj-
urnar hjá manni út af því
taugaálagi sem veslings
börnin verða að bera við
svona kringumstæður.
Og þó mér finnist sorg-
legt að þurfa að taka það
fram, þá þykir mér vænt um
barnið mitt, eða eins og
segir í frægu ljóði:
"...erum allar til í
öðru hverju húsi ........
og ELSKUM BÖRNIN OKKAR -
efist eigi um það." og
"...tökum saman höndunum
mjúku, hlýju - kreppum
hnefana ..." (1)
(1) Úr opnu ljóði til
Þorvaldar Garðars Kristjáns-
sonar ortu í tilefni af
alþjóðlegum baráttudegi
verkakvenna 8. mars 1980
af Elísabetu Bertu Bjarna-
dóttur húsmóður.