Forvitin rauð - 01.05.1980, Síða 6
6
Konur sækja ekki um fóstureyðingu
nema þær hafi gildar ástæður
Viðtal við félagsráðgjafa kvennadeildar landspítalans
Her á eftir verður sagt
frá þvi sem helst bar á
góma þegar Forvitin rauð
ræddi við félagsráðgjafa
Kvennadeildar Landspítalans
- þær Svövu Stefánsdóttur
og Maríu Þorgeirsdóttur -
um fóstureyðingar.
Svava hefur verið ráðin
við Kvennadeildina síðan
1973 en María síðan 1977
(vann áður á Heilsuverndar-
stöðinni). Þess má geta að
fyrir breytingu fóstur-
eyðingarlöggjafarinnar '75
var ekki gert ráð fyrir að
umsækjendirr töluðu við
félagsráðgjafa um fóstur-
eyðinguna eins og nú er.
Kvennadeild Landspitalans
Þær byrjuðu á þvi að
lýsa stuttlega hvernig
kvennadeild Landspitalans
væri uppbyggð. Hún skipt-
ist i 5 deildir; meðgöngu-
deild, fæðingardeild,
sængurkvennadeild, göngu-
deild og kvensjúkdómadeild
þar sem fóstureyðingar eru
m.a. framkvæmdar.
Starf félagsráðgjafa er
i þvi fólgið að tala við
þær konur af þessum deild-
um sem æskja eftir og þurfa
á aðstoð að halda. Þar á
meðal við þær konur sem
hyggjast ganga undir fóstur
eyðingu vegna læknisfræði-
eða félagslegra ástæðna.
Tvisvar i viku er konum
sem ihuga fóstureyðingu
gefinn kostur á læknisskoð-
un á Kvennadeildinni. Þar
geta þær fengið úr þvi
skorið hve langt þær eru
gengnar og hvort umsókn nái
fram að ganga. Einnig er
hægt að fá tima hvenær sem
er ef um áriðandi tilfelli
er að ræða svo sem ef kona
er að nálgast tólftu viku
meðgöngu.
Þegar kona hyggst sækja
um fóstureyðingu byrjar hún
á þvi að hringja i einhvern
af eftirtöldum aðilum og
panta tima: Félagsráðgjafa
Kvennadeildar Landspitalans
heimilislækni, einhvern
annan félagsráðgjafa eða
kvensjúkdómalækni. Til
þess að umsóknin sé tekin
gild verða tveir aðilar að
samþykkja hana. í fyrsta
lagi sá félagsráðgjafi eða
læknir sem konan hefur
fyrst leitað til og i öðru
lagi sérfræðingur á þvi
sjúkrahúsi þar sem aðgerð-
in fer fram. Mjög nauðsyn-
legt er að sækja um fyrir
12. viku meðgöngutima þvi
aðgerðin verður erfiðari og
hættulegri eftir þann tima
og ekki framkvæmd nema
sérstakar ástæður liggi
fyrir.
Sjaldgæft er að það sé
af hreinum læknisfræðilegum
orsökum sem konur fá fóstur-
eyðingu nema ef um alvarlegc
sjúkdóma eða fósturskaða er
að ræða. í þeim tilfellum
kemur fyrir að framkvæma
þarf aðgerðina eftir 12.
viku.
Maria og Svava taka á
móti konum sem hringja
þangað beint og panta tima
eða hefur verið visað til
þeirra af læknum.
Samkvæmt lögum eiga þær
að fræða umsækjendur hlut-
laust lam þá félagslegu að-
stoð sem býðst ef konan
ákveður að ganga með og eigc
barnið - einnig lýsa þær
aðgerðinni, hvernig hún er
framkvæmd, hve langan tima
hún tekur o.s.frv.
Hvers vegna sækja konur um
fóstureyðingu ?
Við spurðum hvaða ástæður
væru algengastar fyrir þvi
að konur sæktu um fóstur-
eyðingu.
Þær lögðu mikla áherslu á
að konur sæktu ekki um nema
þær hefðu gildar ástæður
fyrir þvi . Konurnar sem
sækja um tilheyra öllum
aldurshópum - frá 14-49 ára.
Ástæðurnar eru nokkuð mis-
munandi eftir aldri kvenn-
anna. í grófum dráttum eru
þær eitthvað á þessa leið:
Þær sem eru á bilinu
14-20 ára: Þroskaleysi,ekki
i sambandi við barnsföður,
að byrja i framhaldsnámi
eða að ljúka grunnskóla.
Millialdur þ.e. 25-35 ára
Fjárhagsbasl t.d. vegna
ibúðabygginga, húsnæðisleys-
is, skulda eða vegna barna
sem fyrir eru.
- Konur um og yfir fertugt:
Búnar að eiga þau börn, sem
þær hafa ætlað sér og
treysta sér til að eignast,
eiga oft erfitt með að þola
getnaðarvarnir, sérstaklega
pilluna og lykkjuna, óttast'
að eitthvað verði að barni
vegna aldurs þeirra.
Maria sagði að þessar
ástæður gæfu nokkuð góða
mynd af þvi þjóðfélagi sem
við búum við. Þetta er ein-
göngu gróf flokkun á ástæðum
en auðvitað koma alls staðar
persónuleg vandamál til
sögunnar svo sem skilnaðir,
fjölskylduvandamál o.fl.
Að auki er nokkuð um það að
konur komi og ræði málin
við félagsráðgjafa ef þær
eru á báðum áttum.
Ekki virðist augljóst
samband á milli stétta og
tiðni fóstureyðinga. í
nýlegri skýrslu sem gefin
er út af landlæknisembætt-
inu er samt sem áður dregin
sú ályktun að meiri hluti
kvenna sem sæki um tilheyri
menntaðri og virkari hluta
þjóðarinnar. Áður en þess-
ar niðurstöður lágu fyrir
var haldið að tiðnin væri
hæst hjá láglaunastéttum.
Hvort tveggja hlýtur þó
að vera ágiskun þvi að
Maria og Svava voru sammála
um að þær konur sem kæmu
og sæktu um fóstureyðingu
kæmu úr öllum stéttum og
spegluðu stöðu kvenna al-
mennt i þjóðfélaginu. Að
öðru leyti væri erfitt að
draga ályktanir af þeim
tölum sem til væru frá þvi
að breytingin '75 á fóstur-
eyðingalöggjöfinni varð þvi
að það væri fyrst núna sem
eitthvert jafnvægi væri að
komast a og hægt væri að
fara að lita til baka.
Annars sögðu þær að oft
kæmu konur sem segðu að þær
væru á móti fóstureyðingum
en sæju ekki annað úrræði.
Einnig sögðust þær hafa
rekist á fordóma gagnvart
þeim konum sem fengju fóstur
eyðingu þannig að fólk
teldi að viss tegund af
konum sækti um.
Litið um félagsleqa hjálp
Við spurðum hvort reynt
væri að benda fólki á aðrar
lausnir.
Þær svöruðu þvi til að
það væri höfuðatriði hjá
þeim að hlusta, reyna að
skilja hvað væri á seyði
og fá yfirlit yfir heildar-
ástandið hjá umsækjenda.
Oft hefði umsækjandi þörf
fyrir að tala um málið til
að átta sig sjálfur á þvi.
Eins og komið hefur fram
áður^eiga þær að fræða um
þá félagslegu aðstoð sem
býðst. Sú félagslega aðstoð
sem konum stendur til boða
er vægast sagt sáralitil.
Félagsráðgjafarnir mega
hins vegar hvorki hvetja né
letja umsækjanda til að gang—
ast undir aðgerðina þ.e.a.s.
ekki beita neinum fortölum.
?ær benda konum hins vegar
Dft á að tala við foreldra,
eða sina nánustu og athuga
sinn gang yfirleitt. Einnic
sögðu þær að starfsfólk af’
hálfu hins opinbera sem
fjsller um þessi mál eigi að
vera hlutlaust gagnvart þeim
konum sem gangast undir
aðgerðina og gæta fyllsta
trúnaðar við þær.
í sambandi við hlutleysið
ma nefna að einstöku sinnum
kemur fyrir að konur vilja
lata þær taka ákvörðun fyrii
sig - en það geta þær að
sjálfsögðu ekki.
Eftirköst
Þegar við komum að þeirri
spurningu hvort fylgst væri
með konum eftir að þær hefðu
fengið fóstureyðingu eða
verið synjað um hana - þá
viðurkenndu þær að þarna
kæmum við að veikum punkti.
Ekki væri skylda að koma í
viðtal til félagsráðgjafa
eftir aðgerð og þær væru
það störfum hlaðnar að þær
sæju sér ekki fært að fylgjc
eftir öllum tilfellum. Hins
vegar reyndu þær að gera
það ef um sérlega erfið mál
væri að ræða. Þær töldu
að oft þyrftu konur á við-
tölum að halda eftirá þar
sem þetta væri flestum
erfið ákvörðun og þær tóku
það líka fram að alltaf
væri hægt að hringja og talí
við þær ef þörf væri á,
Hjá sumum konum sem hafa
gengist undir fóstureyðingu
er tilhneiging til að vilja
gleyma öllu um málið og
taka jafnvel á sig stóran
sveig framhjá spítalanum
þar sem aðgerðin var fram-
kvæmd. Þetta töldu Marxa
og Svava mjög slæmt því að
þetta benti til sektar-
kenndar sem konan ætti
frekar að tala um heldur en
afneita. í raun ætti kona
ekki að þurfa að burðast
með sektarkennd af þessum
sökum því að aðgerðin er
framkvæmd samkvæmt lands-
lögum og konan hefur alltaf
gildar ástæður.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Það næsta sem við spurð-
um þær um var hvaða mynd
þær fengju af kynfræðslu í
gegnum starf sitt.
Þær lögðu mikla áherslu
á að kynfræðsla og sérstak-
lega getnaðarvarnaþjónusta
væri mikilvæg en því miður
væri mörgu ábótavant í þeim
efnum. Það væri langt í
frá að lögum um þessi efni
væri framfylgt t.d. ætti
Landspitalinn skv. lögum að
hafa getnaðarvarnamiðstöð
þar sem hægt væri að fá
allar tegundir getnaðar-
varna - en eins og er er
sinungis hægt að fá þar lyf-
seðil upp á pilluna.
Þær töldu mjög mikilvægt
að þær getnaðarvarnir sem
til eru séu vel kynntar því
aukin notkun getnaðarvarna
væri frumskilyrði fyrir
fækkun fóstureyðinga. Einnig
væri nauðsynlegt að fólk
gerði sér Ijósa þá samábyrgð
sem yrði að vera í þessum
efnum þ.e. að það væri ekki
aingöngu mál kvennanna að
sja um getnaðarvarnir.
Svava minntist hér á að
folk væri alltof mikið farid
að hætta að líta á aðrar
getnaðarvarnir svo sem
smokka og hettu sem valkosti
og væri það slæmt þar sem
margar konur fengju auka-
Verkanir með pillunni eða
lykkjunni.
\
16