Forvitin rauð - 01.05.1980, Page 7

Forvitin rauð - 01.05.1980, Page 7
7 Engínn er færari að dæma en konan sjálf Hér á eftir fer viðtal setn Forvitin rauð tók við þá Sigurð S. Magnússon prófessor og yfirlækni kvennadeildar Landspítalans og Auðólf Gunnarsson sérfræðing við sömu deild Forvitin rauð: Hvernig er fóstureyðing framkvæmd og hversu langan tíma tekur aðgerðin ? Auðólfur: Ef kona er stutt gengin með er hægt að fram kvæma þessa aðgerð neðan frá eins og kallað er. Þa er legháls opnaður og legið tæmt, sem gert er í svæf- ingu og tekur aðgerðin um það bil 15 mínútur. Leg- hálsinn er víkkaður út með sérstökum áhöldum og því lengra sem kona er komin a leið, því meira þarf að víkka hann og með því eykst áhættan á skemmdum á leg- hálsi og legi og þarmeð hætta á fósturláti síðar meir. Þegar legháls hefur verið opnaður, eru tvær aðferðir til þess að tæma legið. Annars vegar er innihaldið sogið út úr leg- inu og það síðan skafið varlega. Hin aðferðin er að tæma legið með þar til gerðum töngum og það síðan skafið. Mikið atriði er að legið sé vel tæmt, vegna þess að sé eitthvað eftir af fósturleifum geta bakt- eríur komist í spilið og þá skapast hætta á bólgum. Eftir 12. viku er legið orðið það stórt að ekki er unnt að tæma það neðan frá vegna hættu á bresti í leg- hálsi eða legi. Því verður að nota aðrar aðferðir. í flestum tilfellum nú til dags er notað efni sem framkallar samdrætti í leginu og þar með útvíkkun á leghálsi. Það er mismun- andi hvernig þetta efni er notað. í sumum tilfellum er því sprautað inn í legið neðan frá, utan við belg- inn, en ef konan er langt genginn, er efninu sprautað beint inn í vatnsbelginn sem umlykur fóstrið. Konan fær verki og afleiðingin verður fósturlát. Þetta tekur u.þ.b. sólarhring og konan er ekki sofandi á meðan en fær deyfilyf. SÍðan þarf að skafa legið i svæfingu. Þar sem þetta er mun meira álag á konuna og áhættusamari aðgerð en tæming neðan frá fyrir 12. viku, þá leggjum við áherslu á að konur sem sækja um fóstureyðingu . geri það fyrir lok 12.viku. Forvitin rauð: Eru þær konur sem gangast undir fóstureyðingu á sérstakri deild? Sigurður: Þeim er blandað saman við aðra sjúklinga. Það er engin sérdeild fyrir þetta hér á landi, eins og víða erlendis. Auðólfur: VÍða erlendis er þetta gert á dagdeildum þ.e. konurnar koma og fara sama dag og aðgerðin er framkvæmd. Hér koma þær kvöldið áður og fara dag- inn eftir aðgerðina. ÞaA Aðgerðir verður að gera eins fljótt og hægt er vegna þess hve áhættan eykst eftir því sem með- gangan lengist. Forvitin rauð: Hverjar eru líkur á eftirverkunum og hvers konar þá? Sigurður: Það er erfitt að svara þessari spurningu nákvæmlega. Legtæming er í sjálfu sér lítil aðgerð og ekki áhættumikil miðað við aðrar stærri aðgerðir. Það verður þó að koma fram að það verða stöku sinnum dauðsföll við fóstureyðing- ar, þótt það hafi kki komið fyrir á Kvennadeild- inni enn sem komið er. í þéssu tilfellum deyr konan annaðhvort af völdum svæfingarinnar eða aðgerð- arinnar. Aðrar áhættur í sambandi við þessa aðgerð eru t.d. bólgur í legi eða eggjaleiðurum og við vitum að 20% af þeim konum sem fá slíkar bólgur verða ófrjóar, sem auðvitað er mikið áfall fyrir konuna. Forvitin rauð: Eru þessar er dýrt að hafa þennan hátt á - kostar mikið starfsfólk og er verulegt álag á spítalann. Sigurður: Það er rétt að taka það fram að hér verðuf breyting á þegar ný deild fer í gang á næstunni. Þá er meiningin að flestar þessar aðgerðir verði gerð- ar á þeirri deild en aðeins hluti kvennanna verður látinn liggja yfir nóttina eftir aðgerð. Aukningin sem hefur orðið á fóstur- eyðingum undanfarin ár er mikill baggi á Kvenna- deildinni vegna þess að rúmum hefur ekki fjölgað samsvarandi. Það er ekki hægt að láta konur bíða lengi eftir fóstureyðingu. bólgur það sama og almennt eru kallaðar móðurlifsbólg- ur? Sigurður: JÚ, þetta eru svokallaðar eggjaleiðara- bólgur sem almenningur kallar móðurlífsbólgur. Konur geta auðvitað fengið þær af öðrum ástæðum t.d. lekandasýkingu. Einnig minntist Auðólfur á að það gæti orðið sköddun á leghálsimm, sérstaklega hjá konum sem hafa ekki fætt barn áður og það getur haft x för með sér fóstur- lát seint á meðgöngu síðar. Og enn annað er blæðingar- áhætta sem stóreykst eftir 12.vikuna. Ég vil taka það skýrt fram að fóstureyðing- ar eru miklu áhættumeiri ef þær eru gerðar við lélegar aðstæður, t.d. þegar um er að ræða ólöglega fóstur- eyðingu utan spítala, en þegar þær eru framkvæmdar við góð skilyrði af kunn- áttufólki. Auðólfur: Ég ætla í fram- haldi af þessu að vitna í bandarískar tölur, þar sem fóstureyðingar eru frarn- kvæmdar á miklum fjölda kvenna við góðar aðstæður. Þar dóu 0,7 af 100.000, þegar aðgerð var gerð fyrir 8.viku, en 4,1 af 100.00 ef konurnar voru gengnar 11-12 vikur og 19,6 ef þær voru gengnar 16-20 vikur. Forvitin rauð: Er fó§tur- eyðing hættulegri en fæðing? Sigurður: Það hefur skýrt komið í ljós við rannsóknir á stórum hópum kvenna, að fóstureyðing er ekki eins hættuleg og áframhaldandi meðganga og fæðing og það stafar m.a. af því að meðgöngutíminn er 9 mán. og á þessum tíma getur ýmislegt gerst sem getur verið hættulegt konunni. Það er þó ekki rétt að nota þessa staðreynd sem rök fyrir fóstureyðingum, þar sem langflestar þessara kvenna verða ófrískar og fæða barn síðar. Auðólfur: Svo spilar líka inn í hver einstaklingurinn er og hver ástæða fóstur- eyðingar er t.d. getur kona haft það alvarlegan sjúkdóm að meðganga og fæðing séu henni lífshættu- leg, þótt það sé sjaldgæft nú á tímum. Forvitin rauð: Hverjar eru ófrjósemislíkur, almennt og eftir fóstureyðingu? Sjgurður: Það er staðre^nd' að u.þ.b. 10% af hjónabönd- um eru ófrjó, sem er hærri tala en fólk gerir sér grein fyrir. En eins og ég sagði áðan, þá er ákveðin ófrjósemisáhætta samfara fóstureyðingum. Það er ákaflega erfitt að fá fram tölur um þetta, en einhver aukning er og þess vegna er okkur sérstaklega illa við þessa aðgerð hjá ungum stúlkum sem ekki hafa fætt börn áður. Við segjum alltaf konum frá þessari áhættu áður en þær fara í aðgerðina, samfara því sem við lýsum aðgerðinni sjálfri. Hér á Landspítal- anum tala allar konur sem ætla að fara í fóstureyðn ingu af félagslegum ástæðum við félagsráðgjafa og lækni, en úti á landi vantar oft félagsráðgjafa og þá talar konan við tvo lækna það er að segja sinn lækni og aðgerðarlækninn. K3?

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.