Forvitin rauð - 01.05.1980, Page 10
10
Dagný Kristjánsdóttir:
Reglur um náin samskipti
fólks á landsbyggðinni
Gamall Vísir
Ef þér líst vel
á einhvem
af hinu kyninu
ef þér finnst
hann fallegur,
skemmtilegur og góður -
í Cam hridge
gerðist það
að venjulegur maður
rafvirki,
minnir mig,
nauðgaði ellefu
stúlkum.
Þá skaltu fara dult með það
ef þig langar
til að strjúka á honum hárið
- eða knúsa hann -
eða bara halda í
hendina á honum
Þá skaltu láta það vera - vina mín
ÞÚ skalt ekki láta þér
detta neitt slíkt í hug.
Þorpið verður vitlaust
þorpið verður reitt
þorpið verður hneykslað
og öfundsjúkt og
það kálar þér.
Því skaltu hafa
mín ráð:
ef þig langar til einhvers
af ofanskráðu -
ef þú ÞARFT endilega að vera
að koma við aðra manneskju -
Þá skaltu berja hana
helst með stóli
þorpinu finnst það allt í lagi.
Egilsstaðir
Hún sest niður
og segist bara hafa viljað
tékka á því hvort ég ætti ekki
kaffi á könnunni.
HÚn getur varla talað.
Tungan er þykk
og hún drafar.
Augun eru einsog
lagt, grátt fljótið
á ísköldum vetrardegi
Andlitið er sviplaust
eins og snjóbreiðurnar úti
og hárið er einsog fáránlegir
svartir runnar
kringum þetta dauða landslag.
Það er frost.
Frá þessu segir
í gömlum vísi.
ótti greip um sig
meðal stúlkna
í háskólabænum.
Nauðganirnar voru afar
vel skipulagðar,
kringumstæðum er lýst
afar nákvæmlega
í greininni.
Lögreglan stóð,
að sjálfsögðu,
ráðþrota frammi fyrir
þessu erfiða máli.
Fjórum sinnum
er það tekið fram
að nauðgarinn hafi
ekkert tillit tekið
til þess að fórnarlömbin
voru á túr ...
(hvíiík skepna .')
Með þessari opnugrein
fylgir mynd
af hnífasafni
Cambridge-nauðgarans.
Hvað gerði hann með þessum hnífum?
Um það er ekkert sagt í greininni.
Þar er heldur ekkert sagt frá
köfnunartilfinningunni, hjartslættinum,
ofsahræðslunni sem greip stelpurnar
þegar þessi leðurklæddi sadisti
stóð fyrir framan þær
í myrkrinu.
Þar er ekkert sagt frá bænum þeirra,
tárunum og auðmykjandi
tilboðum um allt
sem hann vildi
ef hann aðeins dræpi þær ekki
eða afskræmdi.
Þar er heldur ekkert sagt frá
því hvernig hann notaði hnífana sína -
hvar hann stakk og hvar hann skar.
Þar er heldur ekkert sagt frá
líðan stelpnanna á eftir -
taugaáfallinu, sjúkrahússvistinni,
geðdeildunum, lífi þeirra og
möguleikum eftir
árásina.
Þar er heldur ekkert sagt frá öllu
hatrinu, viðbjóðnum, illskunni
og ógeðinu sem nauðgarinn hafði
á konum -
öllum konum ....
Ef ég hefði skrifað þessa grein
hefði ég skrifað um allt þetta -
en það er kannski ekki að marka
mig hefur aldrei langað til að
misþyrma konum ...