Forvitin rauð - 01.05.1980, Page 11
11
Inga Dóra Björnsdóttir:
Öryggi ofar öllu
Signý flutti sig úr sófanum yfir í hægindastólinn
í horni stofunnar, spennti öryggisbeltið og lét fara
vel um sig. HÚn virti fyrir sér heimilið, loksins hafði
henni tekist að gera það eins og hún óskaði að sjálfur
heimurinn væri, hreint og fágað.
HÚn var ekki ýkja gömul þegar henni varð ljóst að
heimurinn var ekki og yrði aldrei friðsæll. Varla var
einu stríði lokið þegar annað tók við og þegar búið var
að ráða bót á einu þjóðfélagsmeini, skutu tífalt fleiri
upo kollinum. Smámsaman hætti hún að fylgjast með fjöl-
miðlum bg með árunum snérist afskiotaleysið upp £ ótt^
við alla fréttabera.
Á morgnana, þeaar dagblöðin duttu inn um bréfalúguna
fór hrollur um Signýju. HÚn læddist fram á gang, tók á
blóðunum eins oq pissubleyju og án þess að kveikja lét
hún þau við sófann, þar sem Bjarni lagði sig á kvöldin.
Þegar hann var búinn að lesa, laumaði Signý blöð-
unum ofa.n i stóran plastpoka, sem hún brenndi mánaðar-
leaa í bakgarðinum. Þær stundir voru sannkallaðar
hátíðarstundir. Signý klæddi sig i peysufatakápu og
gömul stigvél af Bjarna, setti upp svarta hanska og kom
blöðunum fyrir i miðjum garðinum. í auanablik var hún
almáttug; voðáfréttirnar fuðruðu upp og urðu að engu.
Bjarni hætti að kaupa blöðin, þegar hann uppgötvaði
að Siqnv las þau aldrei, lét sér næaja að lita i sið-
degisblöðin i vinnunni. En þá tók annað verra við.
Hann heimtaði að hlusta á sjöfréttirnar yfir kvöld-
matnum. Signý kveið fyrir þessum hálftima allan daginn
og yfir matnum reyndi hún að dreifa hún að dreifa hug-
anum og hugsa um eitthvað skemmtilegt. En fréttunum
tókst alltaf að laumast inn um eyrun og á nóttunni
upplifði hún þær tifalt magnaðri.
Þá heyrði hún auglýsta sérsmiðaða eyrnatappa i
apóteki einu i bænum. Strax daginn eftir fór Signý
og keypti sér tappa, sem hún stakk i eyrun rétt fyrir
sjö og tók ekki út, fyrr en eftir að sjónvarpsfréttum
lauk, klukkan hálf niu.
Þegar yngsta dóttirin gifti sig og fluttist að
heiman limdi Signý postulinsstytturnar og kristal-
vasana fasta við hillur og borð, negldi myndirnar á
veggina og skorðaði húsgögnin i gólfið. Það var aðeins
eitt herbergi i húsinu með lausum munum, utan eldhúss-
ins. Það var gamla barnaherbergið, þar sem barnabörnin
leku sér, þá sjaldan þau komu i heimsókn.
En hún átti i miklu striði við Bjarna um kaupin
á öryggisbeltunum. Honum fannst hugmyndin fáránleg og
beltin alltof dýr. Þau rifust oft um kaupin og á
timabili yar Signý búin að gefa upp alla von um að hún
gæti fullkomnað verk sitt. En aldrei þessu vant elti
lánið hans. Barnlaus föðurbróðir lést og Signý fékk
óvæntan arf, sem nægði fyrir öryggisbeltum á alla
stóla i húsinu.
Og núna, þær stundir, sem Signý var ekki við mats-
eld, þvott eða hreingerningar, flutti hún sig á milli
stólanna með kaffibrúsa og ástarsögu. Við kaflaskipti
leit hún upp, örugg og sæl og dáðist að heimilinu.