Forvitin rauð - 01.05.1980, Qupperneq 12
Kjöt í sérflokki
Rauðsokkahreyfingin kom
fyrst fram sem hreyfing á
opinberum vettvangi þann
1. maí 1970. t>á þrömmuðu
vígreifar konur niður
Laugaveginn og báru borða
með þessari áletrun:
Manneskja-ekki markaðsvara.
NÚna 10 árum seinna
horfum við rauðsokkar á
þróun sem við erum uggandi
yfir. Eins og fram kemur í
viðtalinu hér á undan eru
forráðamenn íslenskra
fegurðasamkeppna hinir
kátustu þessa dagana.
Fegurðarsamkeppnir njóta
aftur "vinsælda og virð-
ingar". Stúlkur hópast í
keppnirnar, fólk hópast til
að sjá þær, blöðin hópast
til að taka myndir og
skrifa um stelpurnar og
keppnirnar. Félagar í Rsh.
hafa horft á þessa þróun,
rætt hana og orsakir hennar
og finnst nú að tími sé
kominn til að reka upp
a.m.k. viðvörunaröskur -
enda er þessi hluti þróun-
arinnar aðeins hluti hennar
Alvarlegir timar.
Efnahagsástandið á
íslandi hefur ekki verið
sérlega beysið síðustu
árin og fer versnandi.
Pólitískt og efnahagslegt
öngþveiti og óstjórn hafa
auðkennt vinnubrögð bur-
geisanna “okkar" og þing-
mannanna "okkar" - venju-
legir landsmenn púla bara
meira en venjulega og bíða
eftir því að allt fari til
helvítis.
Eins og alltaf er þetta
ástand hér heima aðeins
smækkuð (skrípa) - mynd af
því sem er að gerast í
hinum stóra auðvaldsheimi;
orkukreppa og offramleiðslu
kreppa pínir vesturlandabúa
- auðmenn og ríkisvald
þeirra velta byrðunum yfir
á arðrænda eða atvinnu—
lausa, valdalausa og heila-
þvegna verkamenn. Þetta
eru semsé alvarlegir tímar,
ólga í heiminum og fullt af
blikum út við sjóndeildar-
hring.
Á slíkum tímum þarf að
reka konur af vinnumarkaði
og inn á heimilin til að
fela atvinnuleysið. Það
þarf að þagga niður allt
þeirra kjaftæði um aukna og
dýra samfélagslega þáttöku
í verkum sem þær hafa lengst
af unnið ókeypis - það þarf
að gera þær skaðlausar.
Og það er gert. Það þarf
líka að að svæfa unga fólkið
og frelsisbaráttu þess sem
var næstum orðin skeinuhætt
auðvaldinu undir lok síðasta
áratugar. Og það er líka
gert. Það þarf að stinga
dúsu uppí verkalýðsforystuna
°CT sundra verkalýðnum eins
og mögulegt er. Og það er
gert. Þetta eru nefnilega
alvarlegir tímar.
Tiskan er vopn sem notað er
gegn okkur.
Það er engin tilviljun
að einmitt á slíkum tímum
skuli framleiðendur keppast
við að leiða inn á markað-
inn nýja og nýja tísku,
nýjar "þarfir" og nýja vit-
leysu til að halda hugum
unga fólksins frá því sem
er að gerast i kringum það.
Diskótónlist, diskódans,
diskótiska og diskólifstill
er nýjasta æðið. Það slær
i gegn hjá unga fólkinu
vegna þess að veruleika-
flóttinn er lokkandi þegar
sá veruleiki auðvaldsheims-
ins sem það býr i er jafn
flókinn og vonlaus og fúll
og hann er.
Þeir sem framleiða tisku
varning og búa til tiskuna
vita vel hvað þeir eru að
gera. Þeir búa til óánægju
og óhamingju hjá fólkinu -
en það gerir ekkert til -
fólkið getur nefnilega
keypt hitt og þetta sem
bætir úr óánægjunni. ÞÚ
getur keypt snyrtivörur og
föt og samkvæmt tiskukóngum
og auglýsendum ertu ekki
bara að kaupa þér, sápu og
kjól - svo að eitthvað sé
nefnt. Nei - takk. Þú
ert að kaupa æsku, fegurð
hreysti og heilbrigði, vin-
sældir, persónutöfra, ham-
ingju, fullnægju, lifsfyll-
ingu o.s.frv. Öllu þessu
er þér lofað óbeint i aug-
lýsingunum.
Þannig er tiskan notuð
sem vopn til að halda hugum
fólksins frá þvi sem máli
skiptir. "Come to the
cabareti" Tiskan er notuð
til að tæla,lokka og neyða
fólk til að kaupa, kaupa og
kaupa og til að fólkið geti
dansað með, þarf það að
sjálfsögðu að vinna einhver
ósköp i láglaunastörfunum
sinum.
Ómótuðustu og áhrifagjörr
ustu neytendurnir eru börn
og unglingar og tiskufólkið
beinir áróðri sinum, fölskun
fyrirheitum og sefjandi
lygum óspart að þeim.
nUnga konan er fallegur
hlutur(1)"
Eitt af þvi sem siðasta
tisku-og alvörutimabylgjan
hefur komið af staó er endur
reisn fegurðarsamkeppnanna.
Unglingsstúlkum er stillt
upp hálfnöktum til að fólk
geti skoðað þær - vegið og
metið á þeim skrokkinn og
sagt til um hver sé falleg-
astur. Enginn hefur áhuga
á þeim sem manneskjum - þær
eru skoðaðar sem sálarlausir
HLUTlR - eða vörur á markað-
num til sýnis og sölu. SÚ
sem mest kann til verka i
"tiskuheiminum" verður hlut-
skörpust. Hvort tveggja
kemur glöggt fram i viðtal-
inu hér á undan.
Sú kvenfyrirlitning og
hlutgerving sem birtist i
þvi að skoða konur sem
vörur - hundsa það að þær
eru vitsmunaverur, mann-
eskjur með langanir, þrár
og skoðanir á umhverfi
sinu nær og fjær - er
kapituli út af fyrir sig.
Engin kona eða stúlka ætti
að þola slika framkomu við
sig eða kynsystur sinar.
Engin kona ætti að láta Ó-
viðkomandi menn hafa sig að
háði og spotti á þennan
hátt. Samt láta stúlkur
niðurlægja sig og auðmýkja
á þennan hátt og á bak við
þá raunalegu staðreynd er
löng og ljót saga um alda-
gamla sálarlega og menning-
arlega kúgun kvenna.
Og nú er svo komið að
við verðum aftur að fylkja
okkur undir slagorðið -
Manneskja - ekki markaðs-
vara. Timarnir eru ekki
hliðhollir kvennabaráttunni
og þeir eiga eftir að verða
enn fjandsamlegri. Við
skulum hinsvegar ekki taka
þvi þegjandi. Við getum
gert sitthvað til að mót-
mæla og andæfa þeirri háð-
ung sem kjötskrokka-'sam-
keppni er við konur - bæði
bær mörgu ágætisstelpur
sem hafa látið draga sig á
asnaeyrunum út i þennan
bransa - og hinar sem láta
telja sér trú um að ’'kona.n
sé fallegur hlutur".
Dagný