Morgunblaðið - 14.12.1930, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.12.1930, Blaðsíða 7
MOROTJNBLAÐTÐ 7 skorið gegn um fjármálaflækju Framsóknar svo eftirminnilega, ng dregið línurnar svo greini- lega, að naumast gat komið til mála annað en fela honum með- ferð fjármálanna, úr því að flokkur hans tók við völdum. — Leysti hann það svo vel af hendi, að jafnvel Framsóknar- menn dáðust að því í laumi. — Fjöldi Framsóknarmanna um alt land ljet í ljós þá skoðun sína við kosningarnar 1927, að þó að þeir kysi Framsókn, vildi þeir hafa Jón Þorláksson fjár- málaráðherra, og var þannig eins og skilningsglampa brygði fyrir í þessumformyrkvuðuFram sóknarsálum. En „vantraustið" á Magnúsi Guðmundssyni kom fram á þann einkennilega hátt, að hann varð ráðherra, fyrst at vinnumálaráðherra og síðan dómsmálaráðherra eftir lát Jóns Magnússonar. Hann hefir því farið með öll ráðherraumboðin fyrir flokkinn, og verð jeg að segja, að hann er þá of mikill gikkur, ef hann telur það bera vott um vr.ntraust, og í Sjálf- stæðisflokknum er áreiðanlega engin svo vönkuð sál, að ekki skilji þetta. — Tíminn sýnist á hinn bóginn hafa von um slíka trú í sínum ísrael, og er hon- um það ekki of gott. Ríkisskuldimar minkuðu nú undir handtökum Jóns Þorláks- sonar, og mátti nærri geta, að lánstraust landsins spiltist ekki við þær aðgerðir. Enda sýna merkin verkin. Landsbankinn tekur með ríkisábyrgð mjög hagstæð lán, bæði í Englandi og Ameríku. Jón Þorláksson tek ur svo lán í Ilanmörku 1926, handa Veðdeildinni, sem sýnir niðurstöðnna af fjármálast.ióm h&ns og fbikksins. En það svar- ar til þess. að það væri með 4V4,% ef gengi þess væri talið það sama og gula lánsins síð- asta. Og þó var alls ekki því til að dreifa, að markaðurinn væri þá eins góður og nú er hann. En þjóðin var að komast í tölu þeirra þjóða, sem best lánskjör fá á opnum markaði. Hvergi varð vart við draug þann, sem Framsókn segir að hafi ofsótt sig og elt land úr landi „veð- setninguna“, og er það sönnun þess, að þessi draugur er upp- vakningur Framsóknar sjálfrar. Hefir þar hent hana það sama eins og klaufa allra tíma, sem hafa ætlað sjer að senda öðrum draug, að hann hefir lent á þeim sjálfum. Þó að íslenska þjóðin sje lítil og varla von, að hún veki ósjálf- rátt traust þeirra, • sem lítið þekkja hana, þar sem hún býr hjer á hjara veraldar, þá sýndi þó stjórnin á þessum árum, 1924 ’27, að það má fara þannig með f jármál hennar, að traustið komi. Úr því að hægt var að sýna erlendum fjármálamönn- um, að þjóðin var fær um að grynna á skuldum sínum á 3 árum um h. u. b. 85 krónur á hvert mannsbarn, þá hlaut traust þeirra að eflast. Íslenska þjóðin getur notið sama trauts eins og fjelítill en reglusamur, ráðsettur og röskur ungur mað- ur, sem er að brjótast í því, að hafa sig upp. En svo urðu umskifti, sem sýna, að íslenska þjóðin getur líka mist traustið, eins og ungi maðurinn, ef hann fer að sitja á kaffihúsum, svalla og eyða, og hætta að hirða um, hvernig pen ingarnir rúlla. En hann er viss með að afla sjer um stund margra kunningja og kompána, sem gjarnan vilja láta hann „traktera", og þykjast því aldrei slíkan höfðingja hafa hitt. — Nauðalíkt þessu hefir farið um stjórn þá, sem tók við 1927. Framsókn og sósíalistar settust í gott bú. Að vísu hafði árferði verið erfitt síðustu árin tvö, og Sjálfstæðismenn höfðu auk þess reynt að Ijetta allra erfiðustu skattabyrðunum af atvinnuveg- unum, sem þá áttu mjög erfitt uppdráttar, svo að ársreikning- ur ríkissjóðs sýndi, að varla hrökk til þarfanna það ár. En með öllu er það hættulaust þó að slík ár komi, og þjóðarbú- inu er áreiðanlega hagkvæmast, að seilst sje sem minst niður í vasa framleiðenda á erfiðu ár- nnum. Það er aumur búskapur að halda, að rjett sje að fita ríkissjóðinn með því að megra framleiðsluna. Þess eins verður að gæta, að vita vel, hvað fram fer, og láta ekki þess háttar rekstrarhalla þjóðarbúsinsstanda ár frá ári. — En Spyrðubandið, Framsókn og sósíalistar, tóku við ríkisskuldum, sem lækk- aðar höfðu verið um meira en þriðjung, og róðurinn var því mjög Ijettur. Framsóknarstjórn- in hafði líka aðstöðu 1927 eins og ungur maður, sem sest að góðu búi eða öðru góðu fyrirtæki föð- ur síns. Það er búið að koma flestu í lag, jörðin er vel setin, og þarf ekki annað en halda í horfinu. En'hjer voru auðsjáanlega sárþyrstir menn komnir til skjal anna, sárþyrstir eftir völdum, sárþyrstir eftir fje, sárþyrstir eftir lofi. Og það var fult af sár- þyrstum mönnum alt í kring um þá. Það var teygað. Fyrst ráð- herrar, svo þeir næstu, og svo hver út frá öðrum. Varðskipin notuð eins og lystisnekkjur, bíl- ar keyptir, bitlingar smíðaðir, nefndir settar á laggir, embætti stofnuð eða losuð. „Dugnaður- inn“ var ekki lítill að teyga af opnum lindum ríkisins. Verkin fóru að 'tala, og voru svo óða- mála, að mörg vildu tala í einu. Fjós reis upp þar sem skóli átti að standa, en var samstundis látið „renna inn í“ skólann. — Annað fjós vildi tala. Það átti ao kosta níu þúsund, en fór í hálft annað hundrað þúsund! Kýrnar kvað vera 70, svo að 2009 krónur kostar yfir hverja belju. Slík verk tala og tala hátt. Síldarútgerðin var „skipu- lögð“ svo meistaralega, að hóp- ur þyrstra manna fjekk svala- drykk, en tunnur utan um síld- ina gleymdust þangað til veiðin var búin, og af því að Rússar þurftu að fá ódýra síld, urðu framleiðendurnir að láta hana. Væri elcki fjarri sanni, að ein- hvern tíma þyrfti að rannsaka nánar „tal“ þessara verka. — Prentsmiðja og jarðir voru keyptar, og ,,tala“ nú um hundr uð þúsunda, sem soguðust upp úr ríkissjóði. Peningar eru furðufljótir að fara, ef á þá er andað ógæti- lega, og leið ekki á löngu, að stjórnin fór að sjá, að hún myndi þurfa að fá lán. Hún tók við ríkisskuldum upp á rúmlega 11 miljónir króna. — Á næsta reikningi voru þær teknar að hækka drjúgum, og var auð- sjeð að „stefnubreyting“ var komin. Verkin tala ekki ókeyp- is. Menn drekka ekki eða eta, án þess að fólkið borgi. Skattar voru að vísu hækkað- ir afar mikið þegar á fyrsta þingi nýju stjórnarinnar. — En hvað dugði það! Góðæri veitti miljónum um- fram allar áætlanir inn í ríkis- sjóðinn, ár eftir ár. En hvað hrökk það til! Það þurfti lán. Sennilega smálán, svona til þess að jafna reikningana? Nei, það þurfti stórlán. Það þurfti lán, sem var meira en all- ar ríkisskuldirnar námu samtals þegar stjórnin tók við. Tólf miljónir þurfti, ofan á skatt- hækkunina og umframtekjum- ar. — Og þá var nú tekið til ó- spiltra málanna að undirbúa lánstraustið. Því hefir nýlega verið lýst í Tímanum, hvernig Einar Árna- son, þessi heimskunni fjármála- jöfur, hafði sendimenn sína í öllum álfum til þess að rann- saka fjármálaástandið og láns- möguleikana, og símskeyti og dulrúnir bárust að honum, en hann tók öllu með „festu“, og j,eg veit ekki hve mörgum öðr- um einkennum fjármálasnill- ingsins. ,Lán Einars Ámasonar“ heitir gula lánið á máli Tím- ans, og hefir ekki naprara háð verið skrifað um nokkum mann. En svo var fleira gert til undirbúnings, og yfir því má ekki þegja, svo að aldrei visni sá sigursveigur, sem stjórnin hefir knýtt um enni sitt, þegar „við Magnús Sigurðsson“ tókum lánið í London, þetta lán, sem fjármálaráðherrann, með alla sína varðmenn um allan heim, fjekk síðast vitneskju um allra manna á landinu! Fyrst var nú það, að eyða fje í gegndarlausu óhófi, svo að fjárlögin hækkuðu ár frá ári, langt umfram það, sem verið hafði árin á undan. Mun það hafa átt að hrífa erlendu fjár- málamennina, svona líkt og þegar rammskuldugir menn reyna að halda lánstraustinu við með því að ganga í loð- kápu og með pípuhatt. Sýndi stjórnin mikla „festu“ í þess- ari starfsemi, enda varð henni gott til manna og hjálpandi hendur voru útrjettar úr öllum áttum til þess að koma fjenu fyrir. Jafnvel alla leið niður í dýraríkið náði þetta hjálpar- starf, eins og kýrnar á Hvann- eyri sanna, þar sem hver þeirra býr nú upp á 200 króna húsa- leigu á ári. Og það sem á vant- aði, að fjárlögin hækkaði nógu ört, það bætti stjórnin upp með fjáraustri utan fjárlaga; og það svo, að í allmörgum greinum voru þær fjárveitingar drjúg- um hærri en fjárveitingar þings ins. ffleð e.s. Boðafoss kom hið margeftirspurða Kellogg’s ALL-BRAN. H. Benedikfsson s Go. Sími 8 (4 línur). “þegar rvottarnir verða hvítari með RINSO LIVIM MOTMIRt LIMITCO. MM* IUNLIOMT. INILANO jeg var ung stulka,“ segir húsmóðirin, „var J>vottadagurinn kvaladagur. Jeg nú'ði og nuddaði klukkutímim saman til að fá hv°ttana hvíta og hin sterku bleikjueíni, sem við brúkuðum pá, slitu göt á þvottana og gerðu hendur minar sarar. Nú pvæ jeg með Rinso — þaS losar mig við allan harðan núning og gerir kvottana mikla hvítari. Auk J>ess að J>vottarnir endast lengur nú, )>arf jeg ekki að brúka bleikjuefni til að halda J>eim hvítum. J>ann>g sparar Rinso mér bæði fé og stritvinnu." Er aðeins selt i pökkum — aldrei umbúðalaust Lítill pakki—30 aura Stór pakki —55 aura W-R 1.447. Efnalaug Reykjavikup. Laugaveg 34 — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug. Fireinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhrein an fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er. Lifcar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum. Eykur þægindi! Sparar fje! Tll Jðlagjafa mikið úrval nýkomið. Eitthvað fyrir alla. — Til dæmis 35 teg. Kaffistell. Kökudiskar og Ávaxtasett. 2 turna silfurplett í 6 gerðum. Einnig ein ný gerð af þriggja turna silfri, og afar margt annað ágætt til Jólagjafa: SpiL Kerti og mörg hundruð tegundir af leikíöngnm, Lægsta verð landsins. K. Einarssou& Björnsson. Bankastræti 11. Drífanda kaffið er drýgst. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.