Morgunblaðið - 14.12.1930, Blaðsíða 3
V
■SHIIIlllllllllllllllllllllHIIIIIIWIIIIIIIIIIIIilllllllllllllllllllI
2¥lorsutibia$*3>
Otgef.: H.f. Árvakur, Iteykjavlk
Ritatjörar: Jön KJartanason.
Valtýr Stefánsson. \
Rltstjörn og afgrelCsla: t
Austurstræti 8. — Simi 500. =
Auglýslngastjóri: E. Hafberg. =
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Slmi 700.
Heimaslmar: =
Jón Kjartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220. =
E. Hafberg nr. 770. S
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuOi. =
Utanlands kr. 2.50 á mánuðl. =
I lausasölu 10 aura eintakiB.
20 aura með Lesbök. =
aniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii
Frá Finnlandi.
Wallenius látinn laus.
Helsingfors, 13. des.
United Press. — FB.
Rjetturinn hefir látið lausa
sex af þeim, sem ákærðir eru
fyrir þátttöku í brottnámi Stáhl-
bergs, þar á meðal Wallenius
hershöfðingja, Kuus Jaerui her-
deildarforingja o. fl. Dr. Jask-
•ari, skrifari kommúnistafjelags-
ins Suomenlukko, hefir ekki
verið látinn laus. Hann er tal-
inn hafa átt frumkvæðið að
brottnáminu.
Helsingfors 13. des.
United Press. FB.
Tilkynt hefir verið, að allir hinir
ákærðu verði látnir lausir gegn
tryggingu, nns dómur fellur í
málinu.
Wý stjóm mynduð í Frakklandi
Briand er enn utanríkismála-
ráðherra.
París, 13. des.
United Press. — FB.
Steeg, sem er radikal sósíal-
asti, heppnaðist stjórnarmyndun
í morgun. Steeg er nýlendu-
málaráðherra og forsætisráð-
herra, Leygues innanlandsmála-
ráðherra, Cheron dómsmálaráð-
herra, Briand utanríkismálaráð-
herra, Barthou hermálaráð-
herra, (Sarhaut flotamálaráð-
herra, Chautemps mentamála-
.ráðherra, Loucher verslunar-
xáðherra, Boret landbúnaðar-
Táðherra, dr. Griande verka-
:málaráðherra.
U ppreisnartilraun
á Spáni.
Madrid, 13. des.
United Press. FB.
Tilraun til stjórnarbyltingar var
gerð í landamæraborginni Jaca
á Norður-Spáni. Leiðtogi uppreisn-
armanna var Mangada herdeildar-
foringi. Herlið var þegar sett á
•vettvang og einangraði það upp-
reisnarmenn eftir skamrpa orustu.
Nokkrir menn fjellu.
'United Press hafði tal af sparn-
aðarráðherranum í morgun, sem
kvað uppreisnina bælda niður.
’Tilkynt hefir verið opinberlega
að uppreisnarmenn hafi lagt á
flótta undan hinum konunghollu
hersveitum, sem sendar voru til
Jaca til þess að bæla niður upp-
reisnina. Allir uppreisnarmenn
voru handteknir og skotfæra og
vopnabirgðar þeirra teknar. —
^T'alið er, að á annað hundrað
ma'nna hafi særst, en á milli 10
og 20 fallið.
ViBnnstððvnnin
hjá Sambandinu.
Innbrot og spellvirki.
í Tímanum í gær skýrir Jón
Árnason framkvæmdastjóri frá
vinnustöðvuninni við garnastöð
Sambandsins. Frásögn hans um
stimpingarnar, sem áttu sjer
stað þar á fimtudaginn, kemur
heim við það, sem hjer hefir
verið sagt.
Hann segir ennfremur frá
því, að starfsstúlkur garnastöðv
arinnar hafi verið ráðnar yfir
allan tímann með föstum samn-
ingi. Að formenn verkalýðsf je-
laganna hjer í bænum muni
hafa vitað um þann samning
síðan í haust. Þess vegna sje
það undarlegt, að alt í einu sje
nú risið upp til þess að fá kaup-
gjaldssamninginn rofinn, eftir
að hann hefir verið í gildi síð-
an í haust.
Daginn áður en .sósíalista-
broddarnir rjeðust með ofbeldi
á garnastöðina, segir J. Á., að
formaður verkakvennaf jelags-
ins Framsókn hafi komið á tal
við sig, og farið fram á, að
ltaupið yrði hækkað, en hann
hafi neitað því, að svo yrði
gert.
Á föstudagsnóttina gætti lög-
reglan að því við og við, hvort
nokkuð markvert gerðist í nánd
við garnastöðina, en varð ekki
vör við neitt; alt var með kyrr-
um kjörum.
Fyrir fótaferðartíma sendu
isósíalistabroddarnir nokkra
,,varðmenn“ inn að stöð, eflaust
í þeim erindum að verða þess
áskynja, hvort nokkurt verka-
fólk leitaði þangað til vinnu.
Þessi vörður sósíalistabrodd-
anna var við stöðina allan dag-
inn. Úr því að ekkert var hugs-
að um vinnu þar, álitu eigendur
stöðvarinnar að ekkert sjerstakt
myndi koma fyrir.
En er fram á daginn kemur,
frjetta þeir á skotspónum, að
gert muni hafa verið innbrot í
stöðina. Tilkyntu þeir lögregl-
unni orðróm þennan. Er að var
gáð, hafði veyið brotist inn í
garnastöðina, opftað þar fyrir
vatnshana, svo að vatnið flaut
þar yfir salt og gærur, syo að
salt bráðnaði en gærur skemd-
ust.
Blaðinu er ekki kunnugt um,
hvaða spellvirkjar hafa verið
þar að verki. En varðmenn Hjeð
ins voru í námunda víð stöðina.
Sósíalistabroddarnir halda
uppi algerðu verkbanni gegn
Sambandi ísl. samvinnufjelaga
hjer í bænum. Sambandið á vör-
ur í Goðafossi, sem eigi hafa
verið hreyfðar. Gærur komu til
þess með Suðurlandi frá Borg-
arnesi. Sennilegt er, að þær fari
til Borgarness aftur.
Frá þýska þinginu.
Berlín, 13. des.
United Press. — FB.
Ríkisþinginu var frestað í
gær til 3. febrúar n. k. Ýmsar
tillögur um vantraust 'á Curti-
usi, Wirth og Treviranusi voru
feldar.
MORGUNBXjAÐIÐ
Samskotin.
I gær bárust Morgunblaðinu
um 2000 krónur í samskotafje
til aðstandenda þeirra, er fór-
ust með Apríl.
Tvö þúsund krónur á einum
idegi er góð byrjun. En upp-
hæðin þarf að tífaldast áður en
lýkur.
Svo margir Reykvíkingar
hafa beint og óbeint gagn af
starfi sjómannanna, að það
væri ekki til of mikils ætlast, að
safnað’ist sem svaraði einni
krónu á mann í bænum.
Heimilisfeður, sem lítil hafa
peningaráð! Leggið fram sem
svarar einni krónu á heimilis-
mann. Kornið fyllir mælirinn.
Kennið börnunum ykkar, sem
álast upp í þessum bæ, að líf og
velferð sjómannanna og að-
standenda þeirra kemur öllum
við!
I návist Stalins.
Riga, í nóvember.
Boris Bajanoff, fyrverandi
starfsmaður Stalins og skrifari
í stjórnmálaskrifstofunni, hefir
nýlega skrifað grein í blöð rú-
menskra flóttamanna um einka-
líf Stalins. Hann segir m. a.:
,,Rauði-keisarinn“ er enn þá
innilokaðri en ein/valdsherrar
keisaradæmisins. Ibúð hans er
í lágu húsi í Kreml. Er hún að
nokkru leyti í kjallara. Um-
kringd er hún traustum vígbún-
um lífverði.
Ótrúlegum erfiðleikum er
það bundið, að komast inn í í-
búð þessa. Stalin er einangrað-
ur. Hann tekur helst ekki á
móti neinum. Aðeins tveir vild-
arvinir fá að koma þar inn fyr-
ir dyrustaf. Stalin er eins og
keisararnir, hræddur um, að
menn sitji um líf sitt. Því vill
hann sem sjaldnast vera í fjöl-
menni. Venjulega borðar hann
einn, örsjaldan býður hann
manni máltíð með sjer.
Borðstofa Stalins er löng og
mjó. Langt borð fyllir rúm stof-
unnar að mestu. Einkaeldhús
hefir Stalin ekki. Mat sinn fær
hann úr almenningseldhúsi í
Kreml. Þaðan fá flestar fjöl-
skyldur í Kreml mat sinn.
Máltíðir þær, sem Stalín býð-
ur gestum, eru ekki ríkmenn-
legar, eftir því sem menn eiga
að venjast í Vestur-Evrópu. Þar
eru þrír rjettir matar. Efnaðir
menn í öðrum löndum Evrópu
hafa betra daglegt viðurværi en
Stalín. En á núverandi rússnesk
an mælikvarða eru þetta sæl-
keramáltíðir, sem engir geta
veitt sjer nema æðstu menn ráð-
stjórnarinnar.
Stalin er enginrr gleðskapar-
maður undir borðum. Hann et-
ur mat sinn þegjandi, tyggur
vandlega, og virðist jafnframt
vera í djúpum þönkum.
Að máltíðinni lokinn fer
hamTut að glugga. Sest hann
þar í hægindastól sinn og reyk-
ir pípu — þegjandi. Lítur hann
þá við og við á gesti sína, og
sýnir þeim það alveg ótvíræð-
lega, hve hann telur sig vera
þeim óendanlega fremri. Hann
hefir mestu fyrirlitningu á öll-
Bækur tll lölaulafa.
BIBLÍA 5,00 til 25,00. — Nvj-i testamenti 4,50, 5,50. — Sálniabækur 6,25
til 18,00. — Passíusálmar 5,00, 7,00. — Helgist þitt nafn, eftir V. Snævarrf
3,50, 5,00. — Almenn kristnisaga eftir Jón Helgason biskup 4 bd. ób. 27,00,
ib. 45,00. — Kristnisaga íslands eftir Jón Helgason biskup 2 bd. ób. á 10,00
hvort, — Frá heimi fagnaðarerindisins eftir Ásmund Guömundsson dósent ib.
15,00. — Fimm höfuðjátningar, eftir Sig. P. Sivertsen próf. ób. 8,00. •— L)ag-
bókin mín, eftir Valgerði Jónsdóttur biskupsfrú, ib. 4,00. 1— Píslarsagan, með
myndum, ásamt hugvekjum, eftir sr. Fr. Hallgrímsson, ib. 5,00. — Páll post-
uli, eftir Magnús Jónsson próf. ib. 13,50. — Hundrað hugvekjur 10,00 o.fl. o.fl.
HEIMSKRINGLA ób. 16,00, ib. 26,00. — Menn og menntir I—IV, eftir
Pál E. Ólason próf., ib. 100,00 og, 120,00. — Saga Reykjsrvíkur, eftir Klemens
Jónsson, ib. 25,00. — íslensk lestrarbók, Nordals, ib. 15,00 og 18,00. — ís-
lenskt þjóðerni og íslandssaga eftir Jón ASils, hvort á 10,00 ib. — Fyrirlestr-
ar Þorvalds Guðmundssonar ib. 15,00. — Alþingismannatal ób. 10,00, ib. 13,50.
— Undirbúningsárin eftir sr. Fr. Friðriksson ib. 10,00. — Iceland eftir Þorst.
Þorsteinsson, útg. af Landsbanka Íslands, ib. 10,00. — Norður um höf eftir
Sigurgeir Einarsson ib. 17,50. — Ennýall, eftir dr. Helga Pjeturss, 10,00. —
Síldarsaga Islands, eftir Matthías Þórðarson 10,00. — Havets Rigdomme eftir
sama 13,50. — Goethe: Faust, ísl. þýðing, ib. 15,00. — Schiller: Mærin frá
Orleans ib. 7,00. — Á íslandsmiðum eftir Loti ób. 6,00, ib. 9,00. — Vestan um
haf, ljóð og sögur frá Vestur-íslendingum, 15,00. — Ieelandie Lyrics ib. 15,00,
25,00. — Vesalingamir eftir Victor Hugo ib. 21,00. — Mtaður og kona eftif
Jón Thoroddsen ib. 10,00. — Piltur og stúlka eftír Thoroddsen ib. 8,00. —
Mataræði og þjóðþrif eftii' dr. Björgu C. Þorlákson ób. 5,50. — Bókin mín eft-
ir Inguuni Jónsdóttur ib. 6,50. — Saga Snæbjamar í Hergþlsey ób. 7,00, ib.
10,00, o. fl. o. fl. Flestar bækur Gunnars Gunnarssonar á dönsku.
LJÓÐABÆKUR: Hannes Hafstein — Einar Benediktsson — Herdís og
Ólína Andrjesdætur — Guðni. Friðjónsson — Þorst. Erlingsson — Davíð Ste-
fánsson — Steingr. Thorsteinsson — Jón Thoroddsen — Jónas Hallgrímsson —
Jakob Thorarensen — Jón Magnússon — Böðvar frá Hhífsdal o. fl. o. fl. —
Hafræna, sjávarljóð og siglinga, 10,00. — Svanhvít 1,75, ib. 6,00. — Islensk
söngbók 5,00.
MYNDIR úr menningarsögu Islands eftír Sigfús Blöndal og Sig. Sig-
tryggsson, ób. 5,00, ib. 7,50. — Myndir Guðm. Thorsteinsson 8,00. Myndir
Ríkharðs Jónssonar 12,00.
ORÐABÓK Blöndals ób. 75,00, ib. 100,00. — Dönsk-íslensk orðabók 18,00.
-r- íslensk-ensk orðabók 18,00. — Ennfremur orðabækur frá þýsku, frönsku,
ensku á dönsku — o. fl. orðabækur.
BARNABÆKUR. MeS Htmyndwm: Hans og Greta 3,00. — Öskubuska
3,00. — Stígvjelaði kötturinn 3,t)0. — Kynjaborðið 3,00. — Með mynd.um:
Gosi, æfintýri gerfipilts 4,00. — För Gulívers til Putalands 1,50. — Tumi þum-
all 2,50. — Þrautir Heraklesar 2,50. •— Ferðir Múnchhausens baróns 2,50. —
Æfisaga asnans 2,00. — Refurinn hrekkvísi 2,00. — Skeljar 1,50. — Dreng-
imir mínir 3,00. — Dvergurinn Rauðgrani 3,50 — o. fl. o. fl. Auk þess fjöldi
myndabóka fyrir yngstu bömin meö litmyndum af1 dýrum o. fl. Mikið úrval
erlendra bóka fyrir unglinga, pilta og stúlkur. ,
NÓTNABÆKUR: íslenskt söngvasafn 1. hefti 6,00, ib. 8,00. 2. hefti ób.
6,00, ib. 8,00. (í íslenskri söngbók eru allir textamir við lögin úr söngvasafn-
inu). — Glettur 3,00 og 4 sönglög 4,00 eftir Pál ísólfsson. — íslensk þjóðlög
Svbj. Sveinbjömsson 5,50. — íslensk þjóðlög Max Raebel (nýtt hefti) 3,00.
— Harmonia, præluditun og sorgarslagir fyrir ímmóhittm (Bfynj. Þorláks-
son) 2,00.
ERLEND JÓLAHEFTI: Julstámning (sænskt) — Julehelg (norskt) —-
Juleroser — Julestjcmen — K F.U.K. Julebog — Juleklokken — o. fl. o. fl.
— Tatler Xmas — Graphic — Punch Almanae — Sketch —• Sphere-Truth —
o. fl. o. fl. — Svikmöllen — Peter og Ping — Knold og Tot — Blæksprutten
koma með Gvllfossi.
Hamsun: August — G. G.: Jón Arason — Andrée-bókin — Kr. Guð-
niundsson: Sigmar —• o. fl. — koma aftur í vikunni. Stereoskopmyndimar fra
Alþingishátíðinni koma með næstn ferð Lyra.
Kaupið jólagjafirnar í . J^jl^
Bokaverslun Sigfðsar Eymundssonar.
SKOÐIÐ
Ensloi húfurnar í gluggunum hjá okkur í dag.
Þar er húfan, sem yður mun líka.
Fallegir litir, fallegt snið, ódýrar húfur.
hm \
nýja sýningargluggann
í Templarasnnði 3.
Mikið úrval af landlagsmyndum.
Fallegri en nokkru sinni áður.
Ólafur Magnússon.
Kgl. hirð-ljósmyndari.