Morgunblaðið - 14.12.1930, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
„— Húsmæður hafa líkamlegan
og andlegan þroska barna og tmg-
linga heimilisins á valdi sínu. Og
á þeirra herðum hvílir skyldan að
sjá um það, að heilbrigði og starfs-
þrek fullorðna fólksins bíði eigi
tjón fyrir óhentugt og of fáþætt
fæði að efnafari“.
Góður heimilisfaðir gefur konu
sinni bókina Mataræði og þjóð-
þrif, og gerir henni með því kleift
að gegna skyldu sinni gagnvart
heimili og fjölskyldu.
Fagrar kvikmyndaleik-
konur, er vita hvers virði
það er, að hafa mjúka og
fallega húð, nota LUX-
Hinar fegurstu konur
heimsins nota eingöngu
Lux-handsápu.
handsápu eingöngu. Eins
og allar stúlkur, sem nota
sápu þessa, hrósa þær
henni fyrir það, hve vel
hún freyði og að ilmurinn
sje svo góður.
LOX-handsápan
hvít eins og snjór og ilmar af ang-
andi blómum. „Takið bara eftir
hvernig fólk þyrpist í kringum þá
stúlku, sem hefir fallegan hörunds-
lit! Hver stúlka getur haft fallega
húð, ef hún hugsar um það. Lux-
bandsápan er einmitt hjálpin til
að húðin verði falleg og haldi
mýkt sinni“.
Hin vinsæla kvikmyndaleikkona
Paramountsfjeiagsins
cý
CL'
Kostar 66 aura.
LUX Hcmd SAPA
w-Lrm
A R I S T 0 N
cigarettan vinnur álit fleiri
og fleiri neytenda.
Vel vafðar,
valið virginia tóbak.
Kosta 1 krónu 20 stykkin.
x
Ahyggjir minka, 30
erfiðt, tfmi og 2
fægilögnr spar- J
ast með þvi að ®
nota r
P
F/EGILOGUR
BC
a
o
8
a
o
*
tk
Þessi undirbúningur var því
framkvæmdur með mjög mikl-
um árangri, og enginn efi á því,
að hann hefir átt þátt í þeim
„happasælu úrslitum“, sem
fengust með gula láninu.
Þá var jafnframt gengið í
það, að koma öðrum þjóðum í
skilning um það, að Islendingar
hefðu, árið 1921, veðsett toll-
tekjur sínar. Stjórnin hefir sjeð
það þegar í hendi sjer, að ef
hægt væri að telja erlendum
fjármálamönnum trú um þetta,
þá hlyti það að hafa geysi mik-
il áhrif. Og það leið ekki á
löngu þar til stjórnin fór að
verða vör við árangurinn. Hún
varð vör við það, og skýrði frá
því með miklum fagnaðarlátum,
utan þings og innan, að hún
,ræki sig á veðsetninguna' hvar
sem hún kæmi. Reyndar var
fjármálaráðherrann með alla
umboðsmennina úti um heim,
að tala um, að ísland nyti alls-
staðar trausts, og „dyr“ stóðu
allsstaðar ,,opnar“, en þetta
mun þá eiga að skiljast svo, að
„veðsetningin“ hafi verkað
svona vel.
Þetta tvent sýndist nú vera
æði merkilegur undirbúningur
undir lántöku, annarsvegar að
spilla fjárhagnum raunveru-
lega, og hinsvegar reyna að
lioma því inn hjá lánardrottn-
unum tilvonandi, að við værum
talsvert verri en við erum. En
þetta er ekkert annað en stað-
reynd. Jeg býst við, að alt tal-
ið um ,,Kúlu-Andersen“, sje á
sömu bók lært. Þær sögur munu
eiga að sýna, hverskonar fólk
Lslenska stjórnin sje vön að
skifta við.
Þá var ýmislegt fleira reynt,
sem ekki var beinlínis fjármál-
um við komandi, en gat þó haft
áhrif á álit þjóðarinnar. En það
vita allir, að lánardrottnar
spyrja um fleira en efnin ein.
Þeir fara líka talsvert eftir því,
hvernig mann sá hefir að
geyma, sem þeir fela fje sitt til
varðveislu, því að oft er örugg-
ari skuldastaður hjá fátækum
manni og heiðarlegum, en hjá
prettvísum manni, þótt eitthvað
eigi. Það var því unnið að því,
að lýsa þjóðinni alment. Og
lýsingin varð eitthvað á þessa
leið:
Við hliðina á blátækum bænd
um, sem flestir eru að flýja
sveitirnar, er braskaralýður
kauptúnanna. Braskaralýður
þessi gerir ekki annað en að
eyða fje í allskonar óheilbrigða
glæfra, og hefir með þessu at-
hæfi sóað um 30 miljónum
króna. Þetta veldur svo geysi-
háum lánsvöxtum í bönkunum,
og verða bændur að borga þá,
þó að þeir að vísu fái svo sem
engin lán, því að braskararnir
fá alla peningana(!). Hvernig
þeir borga vextina úr því að
þeir fá ekki lán, verða lesend-
urnir að segja sér sjálfir!
Yfir þessum ,,Grimsbylýð“ er
svo gerspilt, langskólagengin
embættismannastjett. Hvað þess
ir embættismenn leyfa sjer, er
óskaplegt. Rjettarfarið er dæmi
upp á það. í undirrjetti halda
menn „stauparjett“, þ. e. dóm-
arinn klingir við sökudólginn,
og hæstirjettur fremur justits-
morð.
Á þessum úldna og fyrirferð-
armikla sorphaugi glóa svo
fáeinar samvinnuskóla-perlur.
Og upp á þær á að taka lánið.
En ekki var þó alt þetta tal-
ið vera nóg, hækkun fjárlag-
anna, hækkun skattanna, um-
framgreiðslur, skröksagan um
veðsetninguna og lýsingin á við-
skiftamóraí og rjettarfari í
landinu.
Það varð að grípa til ein-
hvers lokaráðs, einhvers veru-
lega áhrifamikils, sem athygli
hlaut að vekja út í frá. Það var
ekki víst, að útlendir stórlax-
ar tækju eftir því, sem sagt
var hjer heima, þó að ræðis-
menn og aðrir fulltrúar eigi að
láta vita, hvað fram fer. Það
var ekki víst, að þeir reyndust
eins árvakrir og fulltrúarnir
hans Einars Árnasonar.
Og þá var það, að stjórnin
fann upp sitt mikla meistara-
stykki, það, sem hlýtur að
tryggja minning hennar í fjár-
málunum um ókomna tíma, og
sem vafalaust hefir borið nafn
hennar út um heiminn: Islands-
bankamálið. Hafi erlendir fjár-
málamenn verið í vafa áður um
fjármálaþroska íslenskra stjórn
arvalda, þá hlaut nú sá vafi að
hverfa. Banki sá, sem um skeið
var aðalbanki landsins og seðla-
banki, banki, sem bar nafn
landsins, banki, sem ríkið átti
iStórfje í og skipaði meiri hluta
stjórnarinnar, var lagður niður
við trog. Bráðabirgðaskoðun á
bankanum gaf það svar, að
hann ætti fyrir skuldum. Upp
á það var honum lokað. Strang-
ari skoðun, sem knúin var fram
eftir langa rnæðu, gaf það svar,
að bankinn væri dálítið neðan
við núllið. Skeyti komu úr ýms-
um áttum og bentu á, að nú
hefði verið tekið eftir okkur úti
um heiminn, en þess var vand-
lega gætt að hafa þau að' engu
eða gera þvert á móti.
Að vísu komu vondir menn
og hindruðu hina áhrifamiklu
aftökuathöfn. En nóg var þó að
gert til þess að sýna viljann. Og
nóg komst inn í nýja frumvarp-
ið til þess að sýna, hvers þeir
mega vænta, sem fje sínu hætta
hingað.
Eftir allan þennan undirbún-
inng var ekki furða, þó að lán-
taka stjórnarinnar yrði með dá-
lítið sjerstökum litblæ. Enda
var ekki laust við, að svo væri.
Fyrst eru allir umboðsmenn
"ínars Árnasonar á hnotskóg.
Síðan er hver ferðin gerð eftir
aðra. Var svo komið, að varla
i'ór svo maður úr landi, að ekki
væri sagt í gamni, að hann
myndi eiga að leita fyrir sjer
um lán handa ríkinu.
Allir vissu, að peningamark-
aðurinn var ágætur. Hver fregn
in kom eftir aðra um lántökur
annara með mjög aðgengilegum
kjörum. En altaf stóð á íslenska
láninu. Sumir framsóknarmenn-
irnir voru farnir að segja það
við menn, að það myndi ekki
þurfa að taka neitt lán! Sendi-
menn Reykjavíkur út af virkj-
un Sogsins gátu engin ákveðin
lánstilboð fengið, af þeirri al-
veg eðlilegu ástæðu, að menn
biðu eftir þvi að sjá, hver kjör
in yrðu á ríkisláninu. Var ympr-
að á 6%%, og sýndi það skoð-
Til að sauma, bæta, stoppa í sokka
og ljereft og brodera eru PFAFF-
saumavjelar bestar. — Einkasali.
Magnús Þorgeirsson,
Bergstaðastræti 7 Sími: 2136.
un erlendra fjármálamanna á
því, hverju ,,undirbúningur“
stjórnarinnar hafði áorkað síð-
an 1926, er Jón Þorláksson
fjekk á lakari peningamarkaðí
miklu hagstæðara lán.
Og svo kom loks fregnin um
að lánið væri fengið, fregnin,
sem kom fyrst með farþegum á
skipi frá útlöndum, og var mót-
mæltj af fjármálaráðherra,
fregnin, sem var prentuð í
Austfirðingi Árna frá Múla áð-
ur en fjármálaráðherrann með
alla umboðsmennina vissi til, að
nokkurt íslenskt ríkislán hefði
verið boðið út í London.
Það má vel segja það, &ð
kjörin á láninu voru ekki verri
en við mátti búast, eftir þvír
hvað stjórnin hafði gert fjrrir
sjer. Það má meira að segja
fullyrða, að kjörin hafi orðið
skárri en stjórnin gat vænst, og
hefir landið þar notið viðskifta
Landsbankans við Hambros-
banka og þess trausts, sem þau
viðskifti hafa skapað. ‘ Banka-
stjóri sá, sem lánið tók (því að
það er ekkert nema mont, þeg-
ar J. J. segir, að „við Magnús^
Sigurðsson“ hafi tekið lánið)
hefir getað sýnt sínum gömlu
viðskiftamönnum fram á, að
aðfarir stjórnarinnar væri ekki
rjett spegilmynd af viðskiftum
þjóðarinnar, heldur einstakt fyr
irbrigði.
En þrátt fyrir þetta, að lánið
var skárra en við mátti búast,
og þrátt fyrir aðstoð Landsbank
ans, er þetta lán ógurlegt áfall
fyrir landið, þung fjárhagsleg
byrði og álitshnekkir, sem seint
verður bættur. Það er hlutfalls-
lega mikið verra en lánið 1921,
sem tekið var undir þeim erfið-
ustu kringumstæðum, og sýnir
greipilega afturför frá 1926,
afturför, sem kostar landið mil-
jónir á miljónir ofan, beinlínis
og óbeinlínis. Tilraun Tímans
að segja rangt frá um afföllin
a láninu er óbein játning þess,
að sjálft stjórnarliðið finnur
það, hvílíka niðurlæging við er-
um komnir í fyrir aðgerðir iltr-
ar stjómar. Samanburðurinn við
þær þjóðir, sem nú verða að
sæta mestum ókjörum á pen-
ingamarkaðinum, undirstrikar
þennan sama sannleika. Gula
lánið mun um ókomin ár standa
eins og viðvörunarmerki. Það
sýnir, hvernig fer fyrir þeirrí
ötjórn, sem sóar fje, talar á-
byrgðarlaust og hagar sjer yf-
irleitt eins og ógætinn ungling-
ur.
Þjóðin getur ekki fengið ann-
að upp í tjónið en það, að afla
sjer af þessari dýru reynslu
þeirra hygginda, að láta ekkí
slíkt koma fyrir aftur.