Morgunblaðið - 14.12.1930, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.12.1930, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ 23 Dagbik. o Edda 593012167 — I. Fyrirl. (Jhv.) I.O. O.F 3 = 11212153 == h.in. atkvæðagr, Veðrið (i gær kl. 5): Lægðin, sem var vestan við Bretlandseyjar hreyfist NA eftir, svo að lægðar- miðjan (725 mm.) er nú vestan við Færeyjai* á milli Skotlands og íslands. Hún virðist nú hreyfast mjög hægt og byrjuð að fyllast upp. Á N og A-landi er allhvöss og sums staðar hvöss A-átt með allmikilli rigningu víða og 3—5 stigá^ hita. Um SV-hluta landsins er hins vegar kyrt veður og úr- komulítið. Á austurströnd Græn- lands er N-læg átt með snjókomu og 4—10 stiga frosti og á hafinu suðvestur af Islandi mun vera hvast á NV. Á morgun verður N- NA-læg átt um alt land, töluverð úrkoma á N- og A-landi og hvass- viðri eða stormur við V- og NV- land. Um SV-hluta landsins verð- ur úrkomulítið, en allhvast eða hvast á NV- úti fyrir. Veðurútlit í Rvík í dag: Stinn- ingskaldi á NV eða N. Urkomu- lítið. Sjómannastofan hefir í ár, eins og á undanförnum árum, fengið ýmsar jólagjafir til út- lendra sjómanna. Eru nýkomn- ir jólabögglarnir frá Noregi og Danmörku, og meðal dönsku bögglanna eru nokkrir frá drotningunni. Fjársöfnun fer nú fram hjer í bænum til jólajhá- tíðar, eins og í fyrra, og var tninst á það í blaðinu í gær. „Söfnunarsióðurinn“ er á horn- inu á Bankastræti og Lækjar- götu. Er það kassi fyrir sam- skotafje, en fyrir ofan björg- unarhringur með rafljósum og nafni Sjómannastofunnar. Aðra jólahátíð heldur Sjómannastof- an í Hafnarfirði um jólaleytið eða milli jóla og nýárs, og eru þeír Hafnfirðingar, sem vilja leggja fram skerf til þess, beðn- ir að koma gjöfum sínum tii Jóels Ingvarssonar skósmiðs í Hafnarfirði. — Fjöldi sjómanna frá ýmsum þjóðum er á árx hverju á jólahátíð Sjómanna- etofunnar, og hafa sjerstaka á nægju af þeim samkomum. Eru þar margir, sem ekki hafa verið heima í mörg ár, en jafnan hah ið jólin í sjómannastofum, sití árið í hverju landi. T. d. var einn norskur sjómaður á jóla samkomu Sjómannástofunnar í fyrra og voru það 15. jólin, sem hann hafði ekki verið heima, heldur haldið þau í sjómanna- stofum víðsvegar um heim. — Þótti honum ekki minst til koma jólahátíðarinnar hjerna. Hið íslenska kvenf jelag h<ú ur fund á mánudaginn kemur f hótel Skjaldbreið. Fjelagskon- ur mega taka með sjer gesá. „Byltingamennina í kommún- ístaflokknum" talar Tíminn un í gær. Fáir munu þekkja þá kommúnista, sejn ekki eru bylt ingamenn. Þekkir Tíminn þá? Er ritstjórinn að gefa í skyn. að maður einn honum nákom- inn (J. J.) sje meðal þeirra kommúnista, sem ekki eru byít ingamenn? „Endurómar af hrópum er- lendra æsingamanna hafa bor- ist hipgað ,tiL landsins, og. vald- ið ókyrð í hinu friðsama, ísl. þjóðfjelagi". Eftirfarandi máls- grein stendur í Tímanum í gær. Hún er sönn. Endurómar þeir, sem höf talar um, hafa að vísu heyrst hjer undanfarin ár. Þeii hafa heyrst síðan þeir fjelagar Jónas frá Hriflu og ólafur Frið- riksson byrjuðu stjórnmálastarf semi sína hjer. Það syngur við sama tón í Ólafi enn. En ekki er laust við, að Jónas telji það borga sig betur að syngja með öðru lagi í svipinn, en honum ei eiginlegast, enda þótt „endur- ómarnir“, sem Tíminn talar um, hafi hljómað nokkuð þrálát- lega í Samvinnuskólanum. Almennur unpeldismálafund- ur verður haldinn í dag í Nýja Bíó kl. 2, að tilhlutun barna- vinafjel. Sumargjöf. Fundurinn hefst með einsöng ágætrar söng konu og trio, undir stjórn Þór- arins Guðmundssonar. Þá flytur Steingrímur Arason erindi, og loks verða almennar umræður um velferðarmál barna hjer í borginni. Ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Ættu for- eldrar að sækja fUnd þennan. Hjálpræðisherinn hefir sett upp jólatrje með fjársöfnunar- bauk á Austurvelli. Seint vaknað. Tíminn segir sitt af hverju um verkbannið, sem forkólfar sósíalista hafa sett á Samband ísl. samvinnu- fjelaga. Á eimim stað kemst blaðið þannig að orði: „Atburð- ir síðustu daga gefa tilefni tii alvarlegrar íhugunar á afstöðu samvinnumannanna íslensku til skipulagsúrlausna þjóðfjelags- ins og flokkanna, sem að þeim standa“. — Er vel, ef blað.ð fer nú að sjá og skilja, hvaða menn það eru, sem Tímaflokkurinn er í sambúð við. En nokkúð vakna þeir seint, Tímapiltarníi’. Hestar — refir. í útflutnings- skýrslu nóvembermánaðar síð- astl. eru taldir meðal útfluttra afurða 31 hestur, og er verð þeirra talið 4650 kr. í sömu skýrslu eru taldir 30 refir, og er verð þeirra 18000 kr. — Þess ar tölur eru athvelisverðar fyr- ir íslenska bændur. Fiskaflinn á öllu landinu var talinn 438.467 skpd. hinn 1. desember, og er það hjer um bií það sama og 1. des. í fyrra (þá var aflinn 406.463 skpd.). Á sama tíma í hittiðfyrra nam aflinn alls 391 þús. skpd. og 1. des. 1927 ham hann 305^4 Þús. skpd. Mikið af töldum afla þessa árs er fiskur keyptur af útlendum skipum. Hjónaband. I gær voru gefin saman í hjónaband Áslaug Káradóttir og Sigurbergur Þor- leifsson, Hofi í Garði. Síra Eir. Brynjólfsson að Útskálum gaf þau saman. Leikhúsið. Gamanleikurinn „Hrekkir Scapins" verður sýnd- ur í kveld í Iðnó. Nemendur Tónlistarskó^an? eru beðnir að mæta kl. 12% í dag í Hljómskálanum. l.esbókin. Yegna þess hvað blaðið er stórt í dag getur Les- bók ekki fylgt. Næsta Lesbók verður Jólalesbókin, afarfjöl- breytt að efni, með fjölda mvnda, og mjög vandað til hennar á allan hátt. Kappglíma Kjósarsýslu var háð á laugardaginn að Brúar- landi í Mosfellssveit. Keppend- ur voru 5 og bar sigur af hólm' Sigurður frá Æsustöðum, og fjekk farandbikarinn, er Þor- geir Jónsson frá Varmadal gaf 1928. Lyra fór frá Færeyjum áleið- is hingað kl. 2 í gær. Lítið í gluggana! Þar geta allir sjeð Jóla-skó við sitt hæfi. Lðtið verð og gæði SANNFJERA yðar um að bestu kanpin eru 1 Lírus G. Lúðuígsson, skðverlsun. Þar fæst flest það, sem heimilin þnrfa við sanngjörnn verði. Vorurnar eru vandaðar* eins og ætíð áður, en sjerstakt skrum um þær ekki auglýst, af því að reynslan er, að því má trúa, sem verslunin segir, og er hennar mark að upplýsa og leiðbeina viðskiftamönnunum um hvað best sje og hentugast að kaupa. Hattabúðin Hattabúðin Austurstræti 14. Sími 880. Frönsk kjóla 4 H a 11 a r nýkomnir Æ Náttfatapokar, og kápublóm, \ Alpahúfur ^ stólabrúður á ís- samkvæmistöskur, Sonny boy- f lenskum og erlendum.. hattaöskjur (voxdúks) húfur. f búningi, serviettu- vasaklútar og nálapúðar haldarar, slæður, hálsbindi vasaklútamöppur í afar Æ Sjöl í miklu úrv. heimasloppa og m. fleira. ALT SNOTRAR OG SKE MTILEGAR JÖLAGJAFIR! Anna Ásmnndsdóttir. TRAOl-MAMM GOLUMBIA PL0TUR BESTAB. MAGIC NOTES ... Islenskar og erlendar, endingarbetri, betur uppteknar og meira úrvali en aðrar tegundir af piötum. Colnmbia grammófónar viðurkendir þeir bestu er til landsins flytjast. 17 mismunandi tegundir fyrirliggjandi. Iitið á vörusýnínguna í verslun okkar í dag! Músík verður spiluð út kl. 2—4 og 5—7 e. h. 'Í V i Íf FÁLKINN. Langaveg 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.