Morgunblaðið - 18.12.1932, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Lítið á vörusýninguna
Edinborgargluggunum í dag.
Til jóla gefum við 10—20%
af leikföngum.
Húsmæður!
Sökum mikillar aðsóknar á Jólasölu EDINBORGAR — eru
það vinsamleg tilmæli vor til allra, sem því geta við komið, a|ð
gera Jólainnkaup sín fyrri hluta dagsins, meðan minna er að
gera, og nægur tími er til hentugra vörukaupa.
Fyrsta sendingin, sem EDINBORG fekk af „N A V Y“-stein-
tauinu — eitt þúsund og sjö hundruð diskar og bollar, seldúst
upp á þrem dögum. N Ú höfum við fengið nýja sendingu og
hefst salan á mánudagsmorgun. Verðið er óbreytt.
24 diskar og 6 bollapör fyrir einar 12 krónur.
NAVY-STEINTAUIÐ á jólaborðið!
JÓLASALA EDINBORQAR.
Reykjavikurbrjef.
17. desember.
Veðuryfirlit.
Pyrri hluta vikunnar var sunn-
an veðrátta hjer á landi með alt
að 7 stifía hita og talsverðri rign-
infru á S- O" V-landi. Síðan liafa
tvær djúpar lægðir farið norð-
austur yfir landið og veðurlag
því verið allbreytilegt. Vindstaða
liefir oftast verið milli SA og NA
og veðurhæð stundum 9—10 vind
stig en þó ekki lengi í senn. —
TTrkoma hefir verið mikil, ýmist
rigning eða snjór. Loftvog komst
niður í 712 mm. á föstudag og
er enn (laugardag) óvenjulega
lág, um 727—730 mm. Veður er
samt kyrt sem stendur, vegna
þess að hringinn í kring um land-
ið eru djúpar lægðir, sem vinna
hver á móti annari.
í Beykjavík varð hiti mestur
-f- 7.2 stig síðastliðinn sunnudag
en minstur -j- 1.6 stig aðfaranótt
fimtudags.
Þýskalandsmarkaðurinn.
í dag er útgefin auglýsing frá
atvinnu- og samgöngumálaráðu-
neytinu um það, að íslenskir botn-
vörpuskipaeigendur,- sem ætla sjer
að selja ísfisk í Þýskalandi verði
að sækja um leyfi til þess til váðu-
neytisins. Að öðrum kosti verði
salan bönnuð.
Tilefni til þessarar ráðstöfunar
er, að kvörtun hefir komið fram
frá Þýskalandi um það, hve til-
tölulega mikill fiskur hefir borist
þangað undanfarna mánuði, frá
íslenskum togurum.
Samningurinn sem gerður var
í haust um sölu á ísfiski til Þýska-
lands hljóðar svo, að við megum
selja þangað fyrir 700.000 mörk ,
til marsloka 1933. En nú mun j
vera selt fyrir eitthvað nálægt ,
550.000 mörk, þegar eftir er 3Y2
mánuður af samningstímanum.
Er nú ætlast til að þessari sölu
sem eftir er verði dreift á þr.já
fyrstu mánuði ársins. Þykir sjálf-
sagt að sýna þýskri útgerð þessa
t.ilhliðrunarsemi enda þót.t engin
siík skilyrði hafi verið sett í
samningnum.
Fasteignamatið.
I nýjustu Hagtíðindum er gefið
yfirlit y|jr fasteignamatið nýja,
landverð og húsaverð. 1 sýslunum
er landverðið 30.6 milj. kr. en í
kaupstöðunum 35.2 milj. kr. Húsa-
verðið er í sýslunum 42.9 milj. kr.,
en í kaupstöðunum 97.7 milj. kr.
Rúmlega helmingurinn af land-
verðinu og framundir % af húsa-
verðinu kemur á kaupstaðina. A
öllu landinu hefir matsupphæðin
rúmlega tvöfaldast frá því sem
hún var við fyrra fasteignamatið.
í sýslunum hefir hún hækkað um
60%, en í kaupstöðunum um
136%. Mest hækkun hefir orðið á
Akureyri, rúmlega þreföldun
(206% ) en minst í Austur-Barða-
strandasýslu 25%, segir í Hag-
tíðindum.
Frá Vestmannaeyjum
Þann 6. desember var stofnað
fjelag Sjálfstæðismanna í Vest-
mannaeyjum. Voru stofnendur
150. En búist er við mikilli fjölg-
un fjelagsmanna á næstunni. —
Þessir eru í stjórn: Óskar Bjarna-
son fulltrúi, Símon Guðmundsson
útvegsbóndi og Tómas Guðjóns-
son afgreiðslumaður. í varastjórn
er m.a. Kr. Linnet bæjarfógeti.
Frá því í sumar hefir Tíminn
margstagast á því, að Sjálfstæðis-
flokkurinn í V estmannaeyjum
væri margklofinn, og væri Kr.
Linnet meðal helstu klofnings-
manna. En sannleikurinn er sá,
að Sjálfstæðisflokkurinn er þar.
sem annars staðar á landinu öfl-
ugri og styrkari en nokkru sinni
fyr. Tilefnið til þessa söguburðar
Tímans, mun vera, að menn innan
flokksins þar, hafa borið fram
nokkra gagnrýni á starfsemi
flokksins, honum til eflingar.
Heilbrigður stjórnmálaflokkur
styrkist við gagnrýni flokksmanna
sinna. Þetta eiga tímamenn af
eðlilegum ástæðum erfitt með að
skilja.
Auk hins nýstofnaða fjelags í
Eyjum, starfar þar öflugt fjelag
ungra Sjálfstæðismanna.
í Höfnum.
Atburðurinn i Höfnum á föstu-
dagskvöhlið í fyrri viku vekur
menn enn betur en margir fyrri
j.af líltu tagi, til umhugsunar um í
1 hvílíkt öngþveiti áfengismálin eru
, ltomin, síðan heimabruggið náði
. útbreiðslu.
Allur landslýður veit, að brugg-
að er áfengi svo að segja um land
alt. Og svo koma löggæslumenn-
irnir til fólks til húsrannsókna, í
laganna nafni, eftir að fram
kunna að hafa farið njósnir og
þef. Þeir. vaða inn á heimilin,
skoða í hvern krók og kima, opna
hirslur — og, eftir því sem frjest
hefir, fara ófriðsamlega.
En fólk sem fyrir þessum heim-
sóknum verður, eins og t. d. í
Kirkjuvogi á dögunum spyr:
Hvers vegna verðum við fyrir
þessu? Því er ekki farið til hinna?
Landskunnir bruggarar renna
upp undir handarjaðri yfirvalda,
eins og fíflar í túni (Höskuldur).
Við þeim er ekki hreyft. En það
getur komið fyrir, að vaðið sje inn
á heimili, þar sem fyrir eru veikl-
aðar konur einar, og þær hrædd-
ar, með húsrannsókn og hrotta-
legu orðbragði.
Til þess eru lögin, að þeim sje
hlýtt, og til þess löggæslumenn,
að gæta löghlýðni. En þegar lög-
gjafinn hefir ratað í þá ófæru, að
semja lög, sem landslýður rís á
ínóti, og engin löggæsla getur
verndað, þó geta menn elcki kom-
ist, hjá því að Hta svo á, að eitt-
hvað sje bogið við lögin sjálf.
Frá kommúnistum.
Eins og lesendum blaðsins er
kunnugt vildi sá sorglega atburð-
ur til í Höfn nokkru fyrir kosn-
ingarnar í haust, að ungur piltur
særðist til bana í götubardaga
við kommúnista.
Við rannsókn málsins hefir ým-
islegt komið í ljós um starfsað-
ferðir kommúnista, sem almenn-
ingi hefir ekki áður verið kunn-
ugt. í fórum þeirra fanst talsvert
af bareflum, með tálguðum odd
á öðrum endanum. Er spurt var
að til hvers þessi áhöld væru, áttu
þau annað hvort að vera sköft á
sófla, ellegar til þess að rífa niður
götuauglýsingar andstæðinganna.
Það kom ennfremur í ljós við
bað er ekki langur timi eftir!
Alt fyrir kr.
3.75
Vjer höldum áfram okkar einstaka kostaboði, eins lengi og
vjer mögulega getum. En hvaðanæfa fáum vjer tilkynningar
nm, að birgðirnar sjeu að þrjóta. Enda ekki að furða, þegar
menn reyna sjáHr, að nýju, langskornu GILLETTE-blöðin,
sem búin eru til í Lonlon ,ern langbestu rakvjelablöðin, er
nokkru sinni liafa verið búin til í nokkuru landi.
Þjer getið enn fengið ekta GILETTE-rakvjel, þrjú Gilette-
blöð, smíðuð í London með nýju aðferðinni, alt í smekklegum
kassa, ásamt stórri túbu af rakkremi, fyrir aðeins kr. 3,75. —
Kaupið yður eitt sett, áður en birgðir þrjóta.
■
B
S
Umbúðagarn
fjölda tegundir fyrirliggjandi.
„Gevsir ‘.