Morgunblaðið - 18.12.1932, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.12.1932, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Athngið vörnsýningnna í Járnvörndeild JIS ZIMSIN. Dagbók. I.O.O.F.3=11412198 = 8'/ O. □ Edda 593212207 — Jólahv. 593212285 — Jólatrje. Listi til 27. des. í □ og hjá S.\ M.\ (Sími 1096). Veðrið (laugardagskv. kl. 5): Alldjúp lægð norðan við Færeyj- ar og SV-stormur og rigning í Færeyjum, Skotlandi og á Norð- ursjónum. Grunn lægð er yfir Grænlandshafi og Lslandi og veður yfirleitt stilt á þeim slóðum. Snjó- koma er nokkur á Vestfjörðum og frost er víðast 2—4 st. hjer á landi. Veðurútlit í Rvík í dag: SA- eða NA-gola. Sennilega snjókoma með köflum, en hjart á milli. Karlakór Reykjavíkur biður vin samlegast konur þær, sem í fyrra lofuðu aðstoð sinni við söng á grammófónplötur, að koma til viðtals í K. R.-húsinu, uppi, í dag kl. 2 síðdegis. fsfisksölur. Þessir togarar hafa nýlega selt afla sinn: Rán fyrir 947 stpd., Sviði 12700 mörk, Gull- j toppur 14000 mörk og Belgaum fyrir 775 stpd. Póstur lendir í hrakningum. í ofveðrinu 2. des. lenti pósturinn, sem hefir ferðirnar milli Raufar- hafnar og Þórsliafnar í miklum hrakningum, gróf sig í fönn og lá, þar j 24 klst. Barnaguðsþjónusta í Elliheimil-' inu kl. IV2 í dag. Pjetur Oddsson stud. theol. talar. Öll börn vel- komin. Barnaguðsþjónusta í dómkirkj- unni í Reykjavík í dag kl. 2. Síra Friðrik Hallgrímsson. Alþýðufræðsla safnaðanna. í dag kl. 3 verður barnaguðsþjón- usta haldin í frakkneska spítalan- um. Öll börn velkomin. í blaðimu í dag er auglýst eitt eintak af íslendingasögum í bandi. Málverkasýningu hefir Finnur Jónsson í húsi Helga Magnússon- ar í Bankastræti. Verður hún opin næstu daga. Útvarpið í dag: 10.40 Veður- fregnir. 11.00 Messa í Dómkirkj- unni. (Sr. Hálfdán Helgason). 15.30 Miðdegisútvarp: Erindi: Skólamál III. (Jónas Jónsson). Grammófóntónleikar. 18.45 Barna- tími. (Jóhannes úr Kötlum). 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Grammófón- söngur. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: — Rasmus Chr. Rask. (Guðbr. Jónsson). — Danslög til kl. 24. Útvarpið á morgun: 10.00 Veð-1 urfregnir. 12.15 Hádegisútvarp. | 16.00 Veðurfregnir. 19.05 Grammó fóntónleikar. 19.30 Veðurfregnir.. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: Frá útlöndum (Vil- hjálmur Þ. Gíslason). Borgarstjórinn. Ýmsir hafa litið svo á, að Guðmundur Ásbjörns- son bæjarfulltrúi gegndi ennþá borgarstjórastörfum hjer í bæn- um. En þetta er misskilningur. Þegar Kn. .Zimsen borgarstjóri kom heim úr dvöl sinni erlendis tók hann við sínu fyrra starfi og gegnir því til áramóta. Fjárskaðar á Langanesi. Stór- hríð gerði á Langanesi 23. hóv. s.l. og fórust þá um 200 fjáy á Langanesi og Langanesströnd, að- allega í fönn. í ofviðrinu 2. des. urðu miklar símabilanir á Langa- né'si • bg nágrenni, brotnuðu 32 staurar og nokkrir lögðust niður vegna klaka, sem hlóðst á vírana. Bethanía. Samkoma í kvöld kl. 8y2. Jens Jesson talar. Allir vel- komnir. , Smámeyjadeildin hefir fund kl. 4(4 síðd. Allar smástúlk- ur velkomnar. Fisksala til Þýskalands. At- vinnumálaráðuneytið tilkynnir, að útgerðarmenn verði hjer eftir að leita leyfis þess um sölu á ísfiski í þýskum hafnarborgum, með því að sala sje þar að öðrum kosti bönnuð. Jólatrjesskemtun, hina fyrstu á árinu, heldur skipstjóraf jelagið Aldan í Hótel Borg á þriðjudag- inn kemur. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Samkomur í dag: Fyrir trúaða kl. 10 árd. Bai’nasamkoma kl. 2 síðd. Almenn samkoma kl. 8 síðd. Skautafjelagið. Framhaldsstofn- fundur Skautaf jelagsins verður haldinn kl. 2 í dag á Hótel Skjald- breið. iSkorað er á alla þá, sem áhuga hafa á skautaíþróttinni að mæta, og stundvíslega. Skinfaxi, 7.—8. hefti 23. ár- gangs eru komin út. Eru þau fjölbreytt að efni og ýmsar mynd- ir í þeim, þar á meðal af teikn- ingu, sem Björn Guðmundsson skólastjóri á Núpi hefir gert af Dýrafirði. Sigurjón Ólafsson myndhöggv- ari hefir dvalið í rúmt ár suður í Rómaborg til þess að fullkomna sig í list sinni, en seint í nóvem- ber kom hann til Kaupmannahafn. ar og dvelur þar í vetur. Hefir hann í hyggju að koma tveimur myndum, sem hann hefir nýlega gert, á vorsýninguna í Charlotten- borg. Er önnur af blindum manni, en hin af móður með barn. Fjelag útvarpsnotenda hjelt fund á föstudagskvöld í Kaup- þingssalnum. Fundurinn var mjög fjölmennur og stóð yfir til mið- nættis. Var aðallega rætt um út- varpsdagskrána í vetur. Samþykt var áskorun um, að útvarpsefni verði ekki takmarkað í vetur frá því, sem nú er. En eftir því, sem formaður útvarpsráðs skýrði frá eru horfur mjög ískyggilegar með fjárhag útvarpsins, ef þingið ekki gerir neitt til þess að rjetta hlut þess. K. R.-skemtun verður haldin í kvöld fyrir þá fjelaga, stúlkur og : pilta, sem hafa að einhverju leyti | verið virkir fjelagar á þessu starfs ári, þ. e. þau sem tekið hafa þátt í kappleikum, íþróttaæfingum þess eða sýningum. Skemtunin ■ hefst kl. '9. Meðteknar gjafir til Elliheimil- isins frá Ó. S. kr. 90.00 og H. kr. 400.00. Meðtekið með þakklæti. Har. Sigurðsson. Dansskóli Rigmor og Ásu Han- son hefir æfingar annað kvöld kl. 4, ;5 og 9 í Iðnó. Þeir nemendur, sem byrja þá (börn sem fullorðn- ir) fá skírteini fyrir 4 dansæfing- ar og auk þess fá þeir 2 skemti- dansæfingar í kaupbæti. — Jóla- skemtidansæfingin verður mið- vikudaginn 28. des. í Iðnó kl. 4 og 9(4 og listdanssýning kl. 6 og 12. Fyrsta æfing í janúar (skemti dan.sæfing) verðúr mánudaginn 9. jan. Sjá auglýsingu í blaðinu í dag. — Næturlæknir er í nótt Þórður Þórðarson, Marargötu 6, sími 4655. Mötuneyti safnaðanna hafa bor- ist eftirtaldar gjafir: Frá 0. John- son & Kaaber 1 sk. strausykur, 1 sk. baunir, 1 sk. haframjöl, 1 ks. molasykur. Frá Gunnari Sigurðs- syni í Von: 5 1. mjólk. Il.f. Kveld- úlfur: 200 kg. saltfiskur. Hol- lensku flugmennirnir: 5 dnk. smjörlíki. Ennfremur eftirtaldar peningagjafir: K. kr. 20.00, Versl. Ágústu Svendsen kr. 110.00, Magn ús Benjamínsson kr. 50.00, Sigurð- ur Guðmundsson kr. 20.00, Gömul kona kr. 5.00, Ónefnd kona kr. 20.00, V. kr. 10.00, L. F. kr. 100.00. Sendimenn Mötuneytisins hafa far ið í nokkrar verslanir bæjarins til þess að fá fatnað og aðrar gjaf- ir, og hefir þeim orðið vel ágengt. Eftirtaldar verslanir hafa gefið miklar og rausnarlegar fatagjafir: Verslunin Edinborg, Braunsversl- un, Stefán Gunnarsson, skóversl- un (20 pör skófatnaður), Versl. Kristín Sigurðardóttir, Soffíubúð, Skóverslun Lárus G. Liiðvígsson (70 pör skófatnaður), Versl. Ás- geir Gunnlaugsson. Væri æskilegt að þeir sem vildu styrkja starf- semi Mötuneytisins sendu gjafir sínar hið allra fyrsta þar sem núna fvrir jólin er sjerstaklega mikil þörf fyrir alls konar hjálp og stuðning lianda bágstöddum fjölskyldum í bænum. Bestu þakk- ir. Reykjavík, 16. desember 1932. Gísli Sigurbjörnsson Fáfræði — eða hvað? Einhver Baldur Baldvinsson skrifar grein í Tímann, er hann nefnir „Úr lieimi kreppunnar*‘, og segir rit- stjóri Tímans, að höf. sje ungur þingeyskur bóndi. Sýnilegt er, að þessi þingeyski bóndi er uppalinn í pólitískum skóla Hriflunga. Hann lýsir vandræðum þeim, er land- búnaðurinn á við að stríða nú í kreppunni, en er samtímis með hnútur og brigslyrði í garð sjávar útvegsins, og telur, að sá stuðn- ingur sem bankarnir hafa lagt sjávarútveginum „hafi að mestu verið fleygt í sjóinn“. Ritstj. Tím ans þykja þessi ummæli svo spak- leg, að hann getur ekki stilt sig um að vekja athygli á grein bónd- ans, og telur að þúsundir bænda líti eins á málið. Sem betur fer, eru þeir bændur orðnir fáir, sem fást til að auglýsa fáfræði sína jafn átak- anlega og þessi þingeyski bóndi, | með því að japla á marg-endur- I teknum rógi Tímans og heimsku ! um sjávarútveginn. Ný barnabók, æfintýri, er ,Konstansa heitir, er komin út. iBókin er sjerlega vönduð, að öllum frágangi, með Ijómandi .fallegum, fimmlitum myndum. 1 Æfintýrið sjálft er einkar skemtilegt aflestrar, og ungu leseúdurnir munu ekki leggja það frá sjer fyr en þeir hat'a les- ið það alt til enda. Það er eftir frægan, enskan rithöfund frá 14. öld, G. Chancer, en í ís- lenskri þýðingu eftir frú Láru Pjetursdóttur tungumálakenn- ara. Bókin er sjerlega vönduð að öllum frágangi. Prentuð í Isafoldarprentsmiðju. Jólabaukar Sjómannastof- unnar eru nú komnir upp á sömu stöðum og vant er, Lækjargötu 2 og Aðalstræti 6. Vegparendur ætti að leggja smáaura í þessa bauka, því, að alt sem í þá safn- ast gengur til þess að gleðja sjómenn um hátíðarnar Eru þetta nú 10. jólin, sem Sjó- mannastofan starfar hjerí bæn- um og væri vel ef miin vildi minnast þess með ríflegri gjöf- um en áður. Aðrar gjafir eru vel þegnar og má koma þeim nið- ur í Varðarhús, þar sem er skrif stofa Sjómannastofunnar (sími 3884). Um allan hinn mentaða heim telja menn það borgara- lega skyldu sína að senda Sjó- mannastofunum smá jólagjafir handa sjómönnum, og ber þess minnast með þakklæti að margir hafa gert þao hj@r á undanförnum árum. Og að fram hald verði á þessu þarf ekki að efa. En þeir, sem ekki þykjast hafa neinn hlut að gefa, eiga að muna eftir jólabaukum Sjó- mannastofunnar og leggja í þá þögula ósk um gleðileg jól til sjómannanna. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 2.—10. des. (í svigum tölur næstu viku á undan.) : Hálsbólga 50 (45). Kvefsótt 100 (109). Kvef- lungnabólga 3 (0). Gigtsótt 1 (0). Iðrakvef 13 (13). Inflú- ensa 6? (0). Taksótt 2 (1). Hlaupabóla 3 (5). Kossageit 1 (1). Heimakoma 2 (0). Munn- angur 2 (5). Stingsótt 0 (1). Mannslát 7 (4). Landlæknis- skrifstofan. FB. Til heimilis- notkunar FæKÍlÖRur. Burstavörur. Þvottasnúrur. Gólfklútar. Gólfkústar. Möblebón. Gólfbón. Sandpappír. Smerg-elljereft. Gólflakk. Málning: löguð, allir litir. Bronce. Broncetinktur. Lökk mislit. Málningfarpenslar. Eldhúshnífar. Lampag(lös. Eldhúslamnar. Saumur allskonar. Kapok (Púðastopp) Herðatrje. ódýrast í „GEYSIR". Eitthvað til að gaia af Eggjadaft — Gerduit Oð Krydd. Hár við íslenskan búning fáið þið best og ódýrast unnið úr rothári Verslunin Goðafoss. Laugaveg 5. Sími 3436.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.