Morgunblaðið - 18.12.1932, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.12.1932, Blaðsíða 15
fíllicmce Francaise efnir til frönsku kenslu. Öllum ber saman um að erfitt sje til lengdar, að halda hjer uppi fjelagsskap eins ojí Dansk- íslenska fjelaginu, Germaniu og Allianee Frangaise. Af þessum fjelögum stendur auðvitað „Dansk Islandsk Samfund' ‘ best að vígi, með því að hjea- eru margir Danir búsettir og flestir íslendingar l#áa •og tala dönskai. Öðru máli er að gegna með Alliance Franeaise. Hjer eru til- tölul. fáir, sem kunna frakknesku. Fru engir Fi-akkar búsettir hjer. nema ræðismaður Frakka. Samt. 'hefir Alliance Frangaise lifað hjer ] 1 21 ár. Núverandi stjórn Allmnce Francaise liefir því mikinn á.huga á að hlynna að lífsskilyrðum fje-; lagsins, og hefir því ráðist í það stórræði, að fá hingað hæfan. frönskukennara \ vetur. Hefir hún verið svo heppin, að geta fengið konu prófessors Jolivet, sem gat sjer svo góðan orðstír Iijer í fyrra haust þegar liann dvaldi hjer og kendi. Fni Jolivet er háskólagengin, ©g hefir þar að auki verið for- stöðukona fyrir kvennaskóla áður en hún giftist. Bins og maðurinn liennar hefir frúin mikinn áhnga á að læra íslensku, og er það aðal hvötin sem leiðir hana til íslands, því að um neinn gróða fyrir hana er lijer ekki að ræða, þareð fje- lagið er fátækt, en vill bjóða ís- lenskum nemendum svo góð kjör, sem unt er. Er ætlast til að frúin komi 10. janúar og hefjist kensl- an svo næstu daga. Til þess að væntanlegir nem- endur geti áttað sig á hvernig Alliance Frangaise hugsar sjer kenslunni hagað, skal hjer greina aðalfyrirkomulag kenslunnar. — Mun skift í þrjá flokka, byrjend- ur, sem aldrei hafa lært - frakk- nesku; þeir, sem þegar skilja dá- lítið á bók; og loks þeir sem ætla að læra að tala og rita málið. Fyrir livern flokk eru ætlaðar tvær stundir á víku. Það skal tekið frain, að forseti Alliance Francaise, Thora Friðriksson, mun aðstoða frúna með byrjcndaflokk- inn, þannig að frviin kennir fram- burð en forseti málfræði. Það þarf ekki að minna á, hve ómet- anlegt það er, að byrjendur læri' framburð hjá frönskum kennara. Þeir sem óska eftir nánari upp- lýsingum um þetta mál geta sniiið sjer til stjórnar Alliance FranQaise — en í henni eru: Thora Frið- riksson, forseti, Gunnar Viðar, varaforseti Pjetur Þ. J. Gunnars- son, gjaldkeri, Þorlákur Arnórs- son bóltavörður, Björn Jónsson ritari. Burmeister & Wain skipasjníða- stöðin er í fjárhagsvandræðum og þarf að fá nýtt rekstrarfje áður en langt um líður. Nú hafa telcjur liennar ekki verið nema 20 miljón1 Ír króna, en voru þrefalt meiri áður, og við það eru öll mannvirki og stjórnsemi miðað. Fjelagið er nú að reyna að semja við verslun- arráðuneytið og bankana. Ráðu- neytið hefir tekið vel í málaleitun þess, ef trygg skipun kemst á og breyting á rekstrinum. Skipa- smíðastöðin hefir enn 3500 menn í vinnu. (Sendiherrafrjett). IsTaifd e lendh Marga góða talsmenn á land vort á meðal þeirra, sem hafa heimsétt það. Binn er Johannes Velden. Hann dvaldi á tslandi r'mt ár (1928—1929), og kyntist þiá því landi og þeirri þ.jóð, sem hann hafði lengi dreymt um. Jeg frjetti um fyrirlestur — „Island i ord och toner“ — er J. V. ætlaði að halda í Hallsberg, sem er bær í Svíþjóð, um 200 kílómetra frá Stokkhólmi. Erindið var á sænsku, og flutt af góðri þekkingu og lifaDdi áhuga. Það er vert að geta pess, að hann talaði ítarlega og lofsamlega um íslenskar sjávar- og landbiinaðar- afurðir, auk þess að lýsa náttúru lands og þjóðar, Rúmlega hundr- að myndir voru til skýringar. — Síðan 1930' hefir J. V. flutt yfir 200 erindi um ísland, og1 það í sjö lönclum (Þýskalandi, Tjekkó- slóvakíu, Sviss, Hollandi, Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð.) Áður en hann flutti fyrirlestrana í Hol- landi lærði hann hollensku — J. V. er málasnillingur. tsland er það land, sem jeg held einna mest upp á; jeg komst þar í náin kynni við andstæðurnar, fegurð og ógn náttúrunnar, gott og illt í mannseðlinu — það hafði á mig djúp áhrif, og jeg komst nær sjálfum mjer. Þess er kann- ske ekki langt að bíða, að jeg komi til íslands aftur.“ — Svo mælti Velden. Fyrirlestrana liefir hann haldið fyrir vísindafjelög, liáskóla og lýðháskóla. 29. nóvember 1932. G. F. Petersen. J61 - 16’aolaflr. Að fáum dögum liðnum ganga blessuð jólin í garð. Þá er eins og hugurmn lyftist frá hversdags- störfum og hjartað vermist af ‘ylgeislum kærleikans, sem streym- ir frá honum sem jólin eru kend við. Það er eins og með jólunum færist friður og gleði yfir alt og alla, og mennirnir verði mild- ari og betri í framkomu sinni hver við annan. Og aldrei fær kær leikurinn notið sín meðal mann- anna eins og á jólunum. Þá hugsa menn meira en annars um að gleðja hver annan og græða mein liver annars, og gefa hver öðrum gjafir. meiri og fleiri en nokkurn annan tima ársins. En þessar gjafir, sem gefnar eru á jólunum •eru flestum öðrum gjöfum kær- komnari. Og því er það, að menn leitast við að velja þær sem bestar og kærkomnastar þeim, sem þær eiga að eignast. Góð bók er í flestum tilfellum kærkomin og góð jólagjöf. Og ein af þeim bestu og heppilegustu til jólagjafa er hin nýútkomna, ágæta bók eftir biskupinn, dr. Jón Helgason: „Kristur vort líf“. í þeirri bók er mikil auðlegð af andlegum verð mætum, og huggun og styrk að finna fyrir alla kristna menn og konur. Um hann, sem fæddist á ijólunum, frelsarann, kemst höf. m. a. svo að orði á bls. 262—263: ......„ í trúnni á hann, uppris- inn frá dauðum, getum vjer sagt: ,Jeg á. lifandi frelsara, sem jeg get. leitað mjer huggunar hjá, þegar gleðin flýr frá mjer og MOmUKBLAP lieimurinn snýr baki við mjer. Jeg á lifandi frelsara, sem jeg get sótt til hug og djörfung, er jeg mest hræðist veikleik minn og finn mig vanmáttkastan til hins góða. Jeg á lifandi frelsara, sem jeg get horfið til með allan þorsta hjarta míns eftir friði, með’ alla órósemi sálarinnar og ásak- anir samviskunnar, já, með alla mína synd, hve mikil sem liún er. og alla mína sekt, hve þung sem hún er, frelsara, sem jeg veit, að hefir bæði viljann og máttinn til- að hjálpa mjer í nauðum mínum, svo að hjartað getur aftur orðið rótt við fullvissuna um, að alt sje fyrirgefið og verði mjer ekki framar gefið að sök. Jeg á lifandi frelsara, sem jeg get falið til forsjár og varðveislu ástvini, sem á undan mjer liafa verið kallaðir burtu, og mjer var sárastur skiln- aðurinn við, og síðast en ekki Sjíst: Jeg á lifandi frelsara, svo að jeg þarf einskis að kvíða þeg- ai dapur dauðimí ógnar sjálfum mjer, því jeg veit í trúnni á hann, að liann muni ekki láta mig einan, lieldur vera mjer nálægur með náð sinni á ferðinni síðustu og gefa mjer að ná höfn á lífsins lahdi.“ .... Þjer ungmenni ög aðrir, sem viljið gefa foreldrum og öðrum ættingjum og vinúm kærkomna jólagjöf, gefið þeim þessa ágætu bók í skrautbandi ,og er þá vel valin jólagjöfin yðar. Bókavinur. Karen. Erlend telpa í íslenskum bún- ingi drap að dyrum mínum lijerna um daginn. Hún fór þess á leit við mig að jeg ltynti sig íslensku börnunum, ef mjer geðjast vel að lienni. Gg með því að þetta var allra besta barn, sem önnur börn geta lært margt gött af, langar mig til þess að verða við tilmælum hennar. Það fyrsta, sem jeg verð þá að segja ykkur um hana, börnin mín, er að hiin átti óvenjulega bágt. Hún misti bæði mömmu og pabba þegar hún var lítil, og átti þá engan að, nema vonda og drykk- felda stjúpmóðir, sem fór illa með hana. Karen litla kyntist nú snemma mæðunni, sem alla-jafna er í för með vínnautninni. Hiín getur sagt ykkur hvað bágt börn-; ir. eiga, sem alast upp á drykkju- mannaheimilum. En þrátt fyrir alt baslið varð- veitti litla stúlkan góða og hreina barnslund, og sýndi fádæma dugn- að og þrek í þrautum sínum. En spaug var það ekki að hýrast ein- sömul í dimmum lcjallara á nótt- unni, þar sem rotturnar trítluðu beint yfir andlitið á henni! Karen ljet þó ekki hugfallast, og með því að hún var dugleg, ráðvönd og kurteis, ávann hún sjer hylli góðra manna, og komst að lokum yfir torfærurnar. En nú ætla jeg ekki að segja ykkur meira um Karen. Þið eigið helst að kynnast henni sjálf. Sjón er sögn ríkari. Og ef þið viljið skemta ykkur reglulega vel, þá lesið þið söguna um hana, og ef þið viljið skemta ömmu eða mömmu, þá lesið upphátt, því öllum getur þótt gaman að sög- Nemendur, jfamlir sem ný- ir, sem byrja amia$ kvöld . ■■■* fá 2 skemtidanssgfingar innifaldar í skírteininu. lölaskemtídansæfíng miðvikudag 28. des. mel listdanssýningu og' skemti- dansæfing; mánudaginn 9. janúar. Grimndausltiknr verður laugard. 4. februar. Frá mánudegi 19. des. til ióla gefnm við 26>/• afslátl af mislitnm Karlmanna og Ungllngafðtnm. Tðknm npp á þrlðjudag blán Cheviots-karlm. fötin og kin sjerlega ðáýrn drengja- og nnglinga lakkafðt. Rsg. 6. Gunnlaugsson & Cql Anstnrstrati 1. K]ÓLAR mjög fagurt og stórt úrval. Samkvæmiskjólar, eftir nýjustu tísku. Telpukjólar, mjög mikið úrval. Pelsar — Kvenveski — Silkiefni — Silkisvuntuefni, Peysufataefni — Silkisokkar. ALT FALLEGUSTU JÓLAGJAFIR! Verslun Kristínar Sigurðardóttur. Laugaveg 20 A. Sími 3571. f verslnn S19. H. Sklaldbero. Sfmi 1491 (2 línur). Skrifstofusími 1492. Trygglng viiskiltanna er vörugseði. Æfing annað kvöld kl. 4, 5 og 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.