Morgunblaðið - 18.12.1932, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.1932, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Skoðið vörusýningu okkar í öag. Hjá okkur verður best að gera jólainnkaupin í ár eins og vant er. VERSLUNIN VÍSIR ÍB Duglýsingadagbók Sparið tíxna! Geng í hús og klippi konur, karla og börn. Kost- ar jafnt, hvar sem er í bænum. Sími 1947 (Nýja Kjötbúðin).____ Athugið að jólavörurnar eru bestar og ódýrastar. Karlmanna- hattabúðin, Ibafnarstræti 18. Jólatrje, kransar og blómvendir til að leggja á leiði í sjerlega fallegu úrvali. Sömuleiðis furu- trje, sem haldast iðgræn allan vet- urinn, sjerlega hentug á grafreiti, mjög ódýr. Skólavörðustíg 3. Sím- ar 3330 og 2531. Kr. Kragh.____ Þegar yður vantar fisk, þá hringið í síma 4610. Fiskbúðin í Kolasundi. Mikil verðlækkun á vöggum, áður 32 kr., nú 26 kr. Körfugerð- in, Bankastræti 10. Postulínsmatarstell kaffistell og bollapör, nýkomin, Laufásveg 44. Hjáltnar Guðmundsson._______, MATUR OG DRYKKUR. f'ast fæði, einstakar máliíðir, kaffi, öl, gosdrykkir með lægsta verði í Café Svanurinn. (Hornið við Barónsstig og Grettisgötu. Grænlandi, en Norðmenn höfðu ekkert aðhafst til þess að reka þar atvinnu á fjárhagslega heil- brigðum grundvelli. Framkvæmd lögregluvaldsins er ekki nauðsynleg til þess að þjóð hafi fullan yfirráðarjett yfir landi. Yfirráðarjetturinn byggist á hinni ytri viðurkenningu í hinu innlenda löggjafarstarfi. Ef yfirráðarjettur annaia þjóða mætti samskonar meðferð og framkoma Norðmanna er gagn- vart Dönum, væri engin þjóð óhult með yfirráðarjett sinn yfir lönd- um Yfirlýsing Ihlens utanríkisráð- herra Norðmanna 22. júní 1919 er í fullkomnu ósamræmi við þá tryggilegu sambúð sem er nauð- synleg fyrir samstarf á milli þjóða í nóvember 1919 vottaði Ihlen dönsku stjórninni þakklæti sitt fyrir afstöðu hennar í Svalbarða- málinu og að það „jafnframt væri Norðmönnum ánægja að geta viðurkent fullveldi Dana yfir Grænlandi ,þar sem mikil óunnin verkefni biðu Dana,“ Hin munnlega stjórnaryfirlýs- ing Ihlens er samkv. alþjóðarjetti jafnt t gildi sem væri hún skrif- leg. Yfirlýsinguna skrifaði Ihlen auk þess með eigin hendi á skjöl málsins. Allir, sem vilja eignast góðar sögubækur fyrir lítinn pening, nota tækifærið og kaupa á bóka- útsölunni í Bóksalanum, Lauga- veg 10, eða bókabúðinni, Lauga- veg 68._______________________ Konfektkassar, sælgæti ýmiss konar og tóbaksvörur í miklu úr- vali í Tóbakshúsinu, Austur- stræti 17. Úrval af rammalistum. Innrömm- un ódýrust í Brattagötu 5, sími 3199.___________________________ Beiðhjól tekin tií geymslu. — „Örninn“, sími 4161, Laugaveg 8 og Laugaveg 20._________________ Saumastofa Valgeirs Kristjáns- sonar er flutt í Austurstræti 12 — (Hús Stefáns Gunnarssonar) — Sími 2158.______________________ Körfur með blómum: Túlipanar, Blágrein og Edelgran. íslensk Kerti, Kertastjakar o. m. fl. fæst í Blómaverslunin Anna Hallgríms- son, Túngötu 16. Sími 3019. Fótaaðgerðir. Laga niðurgrón- ar neglur, tek burt líkþorn og harða húð. Gef hand- og rafur- magnsnudd við þreyttum fótum o. fl. Sími 3016. Pósthússtr. 17 (norð- urdyr). Viðtalstíml kl. 10—12 og 2—4 og eftir samkomulagi. Sigur- björg Magnúsdóttir. falensk málverk, fjölb'-eytt úr- val, bæði í olíu og vatnslitum, sporöskjurammar af mörgum stærðum, veggmyndir í stóru úr- vali. Mynda- og rammaverslunin, Freyjugötu 11. Sig. Þorsteinsson. Sími 2105. En frá því árið 1919 til 1921 breyttist afstaða norsku stjórn- arinnar í málinu, vegna áhrifa frá norskum þjóðernis sinnum, er jafnvel drógu umboð Ihlens í efa. Steglich-Petersen sannaði með ummælum frá norskum ríkisrjett- arfræðingum, Gelsvik prófessor í rjettarfarssögu, Lie og Morgen- ítierne, að Ihlen hafði fullkomið vald til þess að gefa yfirlýsingar er skuldbindu stjórn og þjóð hans. Takmarkanir í umboði ráðherra innanríkis hafa ekki áhrif á al- þjóðlegan rjett. - Samningurinn um Austur-Græn- land frá árinu 1924 snertir ekki fullveldi Dana yfir Grænlandi. — Hann snertir ýms atvinnumál á þcssu takmarkaða landssvæði. — Danir hafa aldrei samþykt neina tilslökun á yfirráðarjetti sínum yfir Austur-Grænlandi. Danir hafa auk þess skyldunnar að gæta gagnvart öðrum samninga þjóðum sínum, að þær fái þau rjettindi í Austur-Grænlandí, er gerðir samningar heimila. Engin af þess- um þjóðum hefir mótmælt land- námi Norðmanna á Austur-Græn- landi, segja Norðmenn. — Mikið rjett. En Danir skutu málinu strax — broti Norðmanna gegn alþjóða rjetti — til dómstólsins í Haag. Norðmenn halda því fram, að fyrirskipun Dana árið 1921 um að grænlenska einokunin nái yfir Austur-Grænland, hafi verið brot á þjóðarrjetti. Þetta er öldungis rangt. Á engan hátt vair gengið á rjett Norðmanna. Danir sýndu Norð- mönnum sem skyldri nágranna- þjóð meiri tilhliðrun en alþjóð- legar rjettarreglur fyrirskipa. Fyrirlestur Steglich Petersen endaði með þessum orðum : Það er brot á gefnum heitum, ef Norð- mönnum ætti að takast, meðan ríkjandi er hinn fylsti friður, að snúa trygð Dana. við saminginn frá 1924 og samvinnuhug gegn Dönum sjálfum. Charles de Visscher prófessor byrjáði málafærslu sína þann 28. nóv. á þessa leið: Danir styðja sig við aðalkjarna alþjóðarjettarins. Austur-Græn- land er ekki eigendalaust land. Fullveldi Dana yfir öllu Græn- land er ekki eigandalaust land. ríkjum, og einnig af Norðmönn- um á svofeldum grundvelli: í fyrsta lagi, vegna langvar- andi friðsamlegra framkvæmda á; yfirráðum yfir landinu, sem ekki hafa mætt andmælum. í öðru lagi vegna hinnar al- mennu viðurkenningar þjóðanna á þessum yfirráðarjetti. í þriðja lagi. f samningum þeim scm gerðir hafa verið með Dön- um og Norðmönnum hafa Norð- menn fyllilega afsalað sjer öllu tilkalli til iandsins. Kielsamning- urinn einn frá 1814 á að nægja til þess að útiloka alt tilkall Norðmanna og sanna fullveldi Dana. — Stórveldin úrskurðuðu næstu árin eftir 1814 Kielsamn- inginn, sem bindandi fyrir Noreg. í sáttmálanum 1. sept. 1819, voru öll deilumál Dana og Norð- manna fram til þess tíma ritkljáð. Var Kielsamningurinn þar lagð- ,ur til grundvallar. Þá fekk Dan- mörk ein rjett til að gera samn- inga viðvíkjandi Grænlandi. Prófessor Visscher tilfærði fjölda samninga og sáttmála, sem allir sýndu, að aðrar þjóðir, að meðtöldum Norðmönnum, skoðuðu Dani hafa fullveldi yfir Græn- landi. Hann sannaði enn fremur með dæmum, að nýlendustjórn væri ekki nauðsynleg til þess að um full veldi yfir landsvæði væri að ræða, og að viðurkenning erlendra ríkja styddu hinn danska málstað, og hefðu ekki verið gefnar, ef verið hefði nokkur vafi á fullveldi Dana yfir öllu Grænlandi. Yfir- lýsingarnar um viðui’kenningar á fullveldinu er hin stjórnarfars- lega staðfesting á fullveldi því, sem verið hefir og er í fullu gildi, þó viðurkenning Norðmanna sje ekki fyrir hendi. Deiluefnið hjer er yfirlýsing Norðmanna um landnám þ. 9. júlí 1931, sem byggist á því, að þarna hafi verið eigendalaust land. En svo var ekki. Brotið er í hág við samninginn um Austur-Grænland frá 1924, með yfirlýsingunni um landnám þetta, þó yfirlýsingin í sjálfu sjer sje ógild og áhrifalaus samkv. alþjóðarjetti, gefin út af nokkr- um norskum veiðimönnum, í Þýdd ljóð III. belti eftir Magnús Ásgeirsson, kemur út rjett fyrir jólin. Þetta hefti verður stærst af þeim, sem enn hafa komið út. Bókin er tilvalin jólagjöf handa þeim, sem þegar eiga I. og II. hefti. Áður hafa komið út: í Þýdd ljóð, I. hefti. Verð ób. 3 kr. (Upplagið því nær þrotið). Þýdd ljóð, II. hefti. Verð ób. 3 kr., ib. shirt. kr. 4.50. Báðar bækurnar bundnar í eitt bindi kosta í shirt. kr. 8.00, en skinnbandið mun orðið ófáanlegt. Aðrar bækur gefnar út af Menningarsjóði: Vestan um haf. Ritgerðir, sögur og kvæði eftir íslendinga í Vesturheimi. Einar H, Kvaran rithöfundur og dr. Guð- mundur Finnbogason völdu efnið í bókina. Fæst bæði ób. á 15 kr., ib. í shirt. á kr. 18.50 og í skinni á kr. 27.50. Aðeins lítið eftir af upplaginu. Úrvalsgreinar. Enskar ritgerðir um ýmisleg efni í þýðingu dr. Guðm. Finnbogasonar. Bók þessi hefir hlotið mjög góða dóma hvarvetna, bæði í blöðum og manna á milli. Kostar ób. 6 kr., ib. í shirt. 8 kr. og í skinni 13 kr. Aldahvörf í dýraríkinu eftir mag. Árna Friðriksson er fyrsta bók á íslensku um þróun dýralífsins á jörðinni. Menn lesa hana eins og skemtibÖk í einni lotu, svo skemtilega er hún skrifuð. Fjöldi mynda er í bókinni. Verð ób. 5 kr. ib. í shirt. 8 kr. Á íslandsmiðum eftir Pierre Loti — sagan heimsfræga, sem er talið sígilt rit, og þýdd á fjölda tungumála. Fæst ób. á 6 kr., ib. í shirt. á 8.50 og í skinnbandi á kr. 12.50 Þú vínviður hreini og Fuglinn í fjörunni eftir Halldór Kiljan Laxness. Þessar umdeildu bækur er nú verið að þýða á erlend mál, og fáum vjer þá að sjá hvaða dóm aðrar þjóðir leggja á þennan unga rithöfund. Hjer heima skiftir mjög í tvö horn um dóma á þeim, eins og kunnugt er. Vínviðurinn kostar ób. 8 kr., ib. í shirt. 10.00 og í skinnbandi 16 kr., en Fuglinn kostar ób. 9.00, ib. í shirt. 11.00 og í skinnbandi 17 kr. Þessar bækur fást hjá þeim bóksölum í Reykjavík og úti um land, sem selja bækur Menningarsjóðs, en aðalútsölu þeirra annast Austurstræti 1. — Sími 2726. Karlmannalöt seljnm við alla þessa vikn ueð niðursettu jólaverði Brauns-verslun. Austur-Grænlandi, sem gátu hafst ]iar við, vegna þess þeir nutu greiðasemi Dana. Norðmenn gáfu leiðangursfor- manni einum ólöglega fógetavald sumarið 1932, og brutu á ýmsan hátt meginreglur velsæmis i sam- vinnu þjóða. Landnámið er ósam- rýmanlegt skyldum Norðmanna til þess að leita málsúrslita á frið- samlegan hátt. Noregur, sem þó er í Þjóða- bandalaginu, hefir hjer gert sig: sekan um sjálftöku. Danir óska nú eftir endanlegri úrlausn deilunn- ar, svo komist verði hjá fram- haldi á deilu þessari. 'Sendiherra Dana Harald Scav- enius bar fram þá kröfu, að hið norska landnám yrði dæmt ógilt og ólöglegt, og að Noregi yrðl gert að greiða málskostnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.