Morgunblaðið - 18.12.1932, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1932, Blaðsíða 12
12 IfOROTNBLAÐIÐ DE PC DIG DG DE DE DG Heiðruðu húsfrevjur! Vjer leyfum oss hjer með að vekja athygli þðar á því, að svo sem að undanförnu munum vjer kappkosta hafa á boðstólum bestu fáanlegar vörur í jólamatinn, með svo vægu verði sem unt er. T. d. bendum vjer HANGIKJÖTIÐ fræga. NÝTT GRlSAKJÖT. NAUTAKJÖT. DILKAKJÖT. ALIFUGLAR, GÆSIR, ENDUR og KJtJKLINGAR. Fjölbreyttan ÁSKURÐ á kvöldborðið. SMJÖR og OSTA frá Mjólkurbúi Flóamanna. Egg til suðu og bökunar. Ávexti, nýja og niðursoðna. Fjölbreyttar NIÐURSUÐUYÖRUR. Margskonar GRÆNMETI o. fl., o. fl. Komið og þjer munuð sannfærast um það, að betri kaup gerið þjer ekki annarsstaðar. Gjörið svo vel að geyma eigi pantanir yðar til síðustu stundar. Virðingarfyllst. að á: 1 Matarbúðín Matardeíldín Laugaveg 42, Sími 3812. Hafnarstræti 5, Sími 1211. Söltfbuðír Sláturfjelags Sttðtirlands. Kjötbúðín Týsgötu 1, Simi 4685. Litið i gluggana i ðag. DIG DG DG DG ir=g1l^ll^ I J Burt með silkisokkana og suðurlanda slcokkana; látið vaxa lokkana, lærið að spinna á rokkana. Það hefir áður verið sagt, að Hlín væri ódýrasta ritið, sem út- kæ'mi á þessu landi. Það kostar aðeins 1 krónu, og hefir letur meira en helming á við Jörð, er fyr er nefnd. En hjer við bætast 16 síður af ljósprentuðum mynd- ucg í hinu margbreyttasta úrvali Og gætu þessar mjmdir með fylgj- a.udt skýringum einar fyrir sig myndað hefti sem ekki þætti of- seit fyrir 1 krónu, en ekki nóg t með þetta, líeldur fylgir Hlín artoað rit ókeýþis: íslensk Vefnaðarbók, eftir Sig- rúnu P. Blöndal á Hallormsstað. Jeg vil því enda með því að háfa sem hvatningarorð: Kaupið HTín, lesið Hlín* og útbreiðið Hlín. Jón Jónsson læknir. Sjálfstæðishreyfingin í Skotlandi. London, 15. des. United Press. PB. Hvergi er meira atvinnuleysi og fátækt á öllum Bretlandseyjum en í Skotlandi og á það sinn þátt í, að kröfurnar um keimastjórn í iSkotlandi eru að verða ákveðnari og almennari . Hertoginn af Mont- rfjse hefir gerst leiðtogi heima- sfjórnarmanna í Norður-Skotlandi og virðist svo, meðfram fyrir hans atbeina, að heimastjórnarstefnunni jaxi mjög hratt fylgi og þetta rri'ál verði bráðlega eitthvert mest umdeilda og með merkustu inn- anríkismálum. (Frá því Skotland og England sameinuðust 1707, að afstöðnum blóðugum viðureignum, hafa England og Skotland haft sameiginlegt þing. En frá því þetta var hafa Skotar horft upp á það, að aðrar þjóðir Bretaveldis fengi aukin rjettindi og eigin þing hver af annari. Og þær hafa tek- ið í sínar hendur innanríkis- og níi á síðari tímum utanríkismál s,ín. Canada hefir t. d. sinn eigin stjórnarfulltrúa í Washington, en áður var sendiherra Breta þar fulltrúi Canadamanna. Tveir sterk ir flokkar liafa verið myndaðir í .Skotlandi til þess að berjast fyrir heimastjórn, flokkur hertogans af Montrose, sem vill að Skotar fái sitt eigið þing, er hafi úrskurðar- vald í öllum innanríkismálum Skota. Hinn flokkurinn, skoski þjóðflokkurinn, vinnur að því, að Skotland fái fullan rjett, á við hvert annað land innan Breta- veldis sem er. í þessum flokki hallast menn- að því, að fulltrúar frá hverju þingi innan Bretaveld- is eigi að jnynda ráð, sem taki fullnaðar ákvörðun í öllum stór- málum Bretaveldis. Nii er verið að gera tilraunir til þess að sam- eina þessa tvo flokka í Skotlandi, sem minst hefir verið á hjer). Frederikke Larsen heitir gömul kona í smábæ einum ,á Fjóni er varð 100 ára þ. 7. des. Hún er svo ern og fim í höndunum ennþá að hún liefir nú fengið sjer ,,yo-yo“ sjer til dægrastyttingar. lólin koma. Kvæði handa börnum, eft- ir Jóhannes úr Kötlum. — Með myndum eftir Tryggva Magnússon. Utgefandi Þór- hallur Bjarnason. Þær eru ekki margar ljóðabæk- urnar íslensku, sem ætlaðar eru börnum og merkilega lítið um barnaljóð í íslenskum kveðskap. Það er þó áreiðanlega þess vert að skáldin snúi máli sínu til hinn- ar ungu kynslóðar. Tali við hana á auðskildu máli, geri henni skilj- anleg og minnisstæð einföld lífs- sannindi — boði henni gleði og fegurð á listrænan og einfaldan hátt. Þar eru góðir áheyrendur — þar er akurinn — opin hjörtu og næmir hugir. Nú hafa tveir listamenn, þeir Jóhannes úr Kötlum og Tryggvi Magnússon Iagt fram krafta sína •— gert kvæði og myndir fyrir börn. Báðú’ eru þeir kunnir og viðurkendir menn, hver á sínu sviði. Heiti bókarinnar, „Jólin koma“ er dregið af fyrsta kvæðinu. En öll bókin er svo að segja gamlar sagnir, í nýjum búningi, helgaðar jólunum. Þarna er kvæði um Grýlu, Leppalúða og Jólasveina. OIl kvæðin eru vel gerð á látlausu og einföldu máli og gömlu þjóð- sagnirnar túlkaðar á heilbrigðan og skemtilegan hátt. Með vísunum fylgja svo myndir af öllu þessu heiðursfólki — sum- ar listavel gerðar t. d. myndin af Gáttaþef — liann sýgur í sig reykinn af rjettunum alveg niður í tær. Myndirnar gefa kvæðunum t líf og margfalda gildi þeii-ra. Það er gaman að sjá og heyra lijer sagt frá þessum gömlu góðkunn- ingjum, sem stundum hafa, ef til vill, verið fullmikið notaðir við barnauppeldi á íslandi. En hjer er þannig frá þeim gengið að eng- inn þarf að óttast þá lengur. — Jólin eru að koma. Fram í huga fullorðna fólksins þyrpast endur- minningarnar, viðkvæmar og blíð- ar, bernskuheimilið, jólaljósin og jólagleðin öll. Hugir barnanna okkar eru gagnteknir af tilldökk- un og einhverri ósegjanlegri gleði. 1 barnslegri jólagleði er falin vonin um sigur — sigur ljóssins yfir myrkrinu —- kærleikans yfir hatrinu — samúðarinnar yfir sjerhyggjunni. Þessir sigrar mann legrar baráttu vinnast í kyrþey, eins og ekkert sje um að vera, en alt veltur þó á, líkt og sólar- ljósið, sem opinberar sigur sinn hávaðalaust í íslenskri vordýrð. Til kvæðisins ,Jólabarnið‘ þykir mjer einna. mest koma. Um það streymir jólagleði og friður, sem á látlausan og vndislegan hátt getur ríkt í koti og höll — friður og gleði, kærleikur og samúð, sem ríkir á helgum stundum í hverri góðri sál. Þessi litla bók er góður jóla- gestur. Bæði efni og frágangur, bera með sjer virðingu fyrir böra- unum og skilning á eðli þeir.ra og þroska. Þökk sje þeim, sem hjer eiga hlut að máli, bæði þeim sem gerði kvæðin, myndirnar of gaf út. 15. desember. Aðalsteinn Eiríksson. - — Frú: Meðan jeg var að heiu1' an hafið þjer notað bláa kjóliI1,v minn. Það líkar mjer ekki. Vinnukona: Ekkert skil jeg 1 þvjí; hann fer mjer svo framur' skarandi vel. ^ Það var á Hjálpræðishersfund1- Stór og ferleg kerling reis á fæt111 til að vitna: — Ekkert í heiminum er eins og kærleikurinn, sagði hún. && þekkið manninn minn og hvernig hann reynist mjer. En hvað gerl jeg við liann? Er jeg vond vh liann ]>egar hann kemur blind' fullur heim? Nei! Skil jeg hannT Nei! Ber jeg hann? Nel’ Skamma jeg liann? Nei! Jeg hendurnar um hálsinn á honuin ng kyssi hann. — Það er honum mátulegt- göl við einhver í salnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.