Morgunblaðið - 18.12.1932, Page 14

Morgunblaðið - 18.12.1932, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Muntð ú Ifta í Qluggan l Verslunlnnl Flúiu VesturgOtu 17. •V. Meðan þessu fór fram í Trað- - arhúsum, höfðu fjelagar BlöndaÍs hindrunarlaust leitað í nokkrum húsum, og hreppsbúar aðstoðað, með því að vísa á útihús og lána ijósker, svo að hægt væri að leita með ljósi í hverjum kima. Stígui- lögregluþjónn úr Hafnarfirði leit- aði meðal annars í Kirkjuvogi. Þar er kona, sem er mjög gaman- söm og alla tíð hefir verið afar frá á fæti.Hún mun hafa hugsað sjér að gaman væri nú að sjá, hvað H,afnarfjarðarlögreglan væri fljót að hlaupa, og þegar Stígur kom, þaut hvin út. Þetta þótti Stígi grunsamlegt og hljóp eftir konunni. Nú hófst ógurlegur elt- ingarleikur um öll Kirkjuvogstún, og linti ekki fyr en konan hvarf Stígi sjónum. Þegar Stígur kom úr þessu kvennasnatti, kom hann við á Bakka. Þar hitti hann hús- hóndarm á tröppunum, og er hann hafði stunið upp kveinstöfum sín- um yfir konumissinum, bauð hits-' hóndinn Stígi að leita að áfengi eða öðru, er hann kynni að hafa hug á, á heimili sínu, en lög- i'’pgluþjónninn afþakkaði boðið. Þegar Stígur kom aftur heim á Kirkjuvogshlað, var honum boð- Íð að leita í Garðhtísum, en það aíþakkaði hann einnig. Nvv fyrst hefst mótþróinn gegn Birni Blöndal. Pregnin um að- farirnar í Traðarhiisum barst eins og eldur í sinu um þorpið. Pólk þusti að. Allir krakkar, konur, unglingar og gamalmenni komu til þess að vernda híbýli sín og sjiiklinga, gegn óvætt þessari sem sjálfur viðurkendi í áheyrn lýðsins, „að hafa komið dónalega fram í Traðarhúsum". En engmn hreyfði við neinum leitarmanna — þeir snertu þá ekki og stóðu hvergi fyrir, þar sem leita átti. Þeir voru all-háværir. Einna mest kvörtuðu leiðangursmennirnir und an ópum og köllnm. Eirihver hafði gerst svo djarfur að kalla til Blöndals, að þarna væri graf- inn hundur, en slíkt verður varla vítt, þar sem maðurinn upp á síð- kastið virðist hafa haft lofsverðan áhuga fyrir legstöðum framlið- inna. Alþýðublaðið hefir að vanda ver ið stórlýgið um þteta mál. Það birtir í dag klausu mikla með yfirskriftinni „Eiturbruggarar' ‘, sem er slitrulaust ósannindarugl frá upphafi til enda. Það sjest strax og athugað er 1) að sendi- sveitin leitaði á fjórum heimilum, var boðið að leita á 2—3 öðrum, og leitaði í fjölda útihúsa. 2) að þegar athugaðar eru ástæðurnar, sem jeg færi fyrir mótþróanum gegn Blöndal sjest að getgáta Al- þýðublaðsins um fyrirhugaða mót- stöðu, er illkvitnislegur uppspimi út í bláinn. Annars finst mjer að ritnefnd Alþýðublaðsins ætti sem minst um þetta mál að rita. Því álit okkar er það, að hefði ritnefndin verið stödd í Höfnum á föstudagskvöld, þá mundi hún ötul hafa mölvað niður húsgögn, og hvatt lýðinn til að lemja á lögreglunni — því slíkur er hannar vandi. En svo mikill bolsabragur er nú ekki á okkur þarna suður frá en:i þá. Og þess erum vjer suður;ie.:ja- menn fullvissir, að hættulegra cit- ur er landi og lýð bruggað í stjórnmálaherbúðum Alþýðublaðs- ins, heldur en þar syðra. 12. des. 1932. Magnús Ketilsson. Sílöaruíxlarnir á Rusturlanöi. Ekki ósjaldan hafa sum íslensku blöðin minst Útbús Landsbank- ans á Eskifirði. En aldrei nema með örfáum orðum um; hve mikið fje þar tapaðist „síðastliðið ár“. Elckert blaðanna befir fuiulið hjá sjer hvöt til þess, að grafast fyrir meinið, hvað vlli þessum miklu töpum. Og þó ætla ýmsir, að ef örlitlum hluta af því rúmi biað- anna, sem stjórnm'álaskammirnar fjdla, liefði verið varið til alvar- legrar gagnrýni á starfsemi þessa bankaútbús, þá hefði atvinnutækj- unum um þessar slóðir ekki fækk- að eins hröðum skrefum, eins og töp bankans hækkuðu ört. að krónutali. Það eru ekki nema fáir mán- unir síðan, að skift var um fram- kvæmdastjóra við útbúið á Eski- firði. — Herra Jón Grímsson tók við stjórn útbúsins af Þorgils Ingvarssyni, en nokkrum clög- um eftir að Jón Grímsson var tekinn við stjórn þarna, bætt- isl stofnuninni annar framkvæmda stjóri 'í viðbót: cand. juris Báll Magnússon. Það starf sem fyrver- andi forstjórar útbúsins voru ein- ir látnir um að inna af hendi, er því hjer eftir í höndum tveggja. Er ósæmandi annað en að færa í letur þá viðurkenningu til handa fvrverandi forstjórum útbúsins, sem felst í tvískiftingunni á starfi þeirra. Hefir sjerhver þeirra, eftir þessari nýbreytni að dæma, verið tveggja manna maki. Hjer verður fátt sagt um hina nýju stjórn útbúsins. En þó verð- ur að minnast þeirrar röggsemi tvístjórnarinnar, sem um miðjan septembermánuð birtist nokkrum útvegsmönnum hjer og á Reyðar- firði, í stefnuformi, út af svo- nefndum síldarvíxlum. Auðvitað var engum Pramsóknarmanni stefnt tit af síldarvíxlum og skilja menn það alment svo, að þeir hafi lagt eitthvað inn í bankann, sem vegið hefir upp á móti andvirði síldarvíxlanna, en peninga eða önnur verðmæti hafa þessir menn ekk-i fr-emur en hinir stefndu, svo kunnugt sje. Þegar Síldareinkasölunni á síð- astliðnu ári, bar að greiða síldar- útvegsmönnum hjer eystra, eins og annars staðar á landinu, á- kveðna krónutölu upp í vinnulaun fyrir hverja útflutningshæfa síld- artunnu, en gat ekki vegna fjár- skorts int af hendi þessar greiðsl- ur til Austfirðinga, þá hljóp Útbú Landsbankans á Eskifirði undir bagga með Síldareinkasölunni. eft ir tilmælum hennar. Sú kynlega aðferð var viðhöfð, við útlát þessa fjár, að útvegsmenn voru látnir samþykkja víxla fyrir greiðslun- um, en Síldareinkasalan ábyrgð- isf víxlana. Er vert að veita því eftirtekt, að útvegsmennirnir báðu ek ki um þau lán, sem á þennan hátt urðu til, þeir voru látnir samþykkja víxlana, sem í raun og veru voru ekki annað en kvittanir fyrir Vinnulaunagreiðslum Síldar- einkasölunnar. Enda hafa þeir sjálfir litið þannig á. Andvirði víxlanna var jafnóðum greitt þeim, er við síldarútveginn unnu. Ef síldarútvegsmenn hefðu haft minsta grun um, að þessum víxla- samþyktum fylgdi sú fjárhagslega hætta, sem nú er að koma á dag- inn, ])á, hefðu þeir aldrei fekið við fjenu á þennan hátt. Andvirði þessara síldarvíxla rann hvort sem er ekki í þeirra vasa, og þeir höfðu samkvæmt lögum um Síld- areinkasölu íslands, ekki umráða- rjett yfir síldinni, sem víxlana átti að tryggja. Jeg veit ekki hvort það er tilviljun ein, sem rjeði því, að ekki var stefnt fyrir þessa víxla, fyr en Skilanefnd Síldareinkasölunnar var búin að ráðstafa allri síld þeirra manna, sem stefnt var. En það er nú staðreynd. Og eftir það standa þessir útgerðarmenn varnarlausir gegn- víxilrjettinum, sem hampað er framan í þá af Páli Magnús- svni. Ef fyr hefði verið stefnt, ef útbússtjórnin á Eskifirði hefði við' fyrstu afgreiðslu þessa fjár látið þess getið við samþykkjendur síldarvíxlanna, að þeir yrðu krafð ír um endurgreiðslu víxlaandvirð- isins, ef útbússtjórnin hefði yfir-' leitt við eitt einasta tækifæri látið uppi nokkurt annað álit á þessum víxlum, en það, að andvirði þeirra væri raunyeruleg skuld Síldar- einkasölu íslands, þá hefðu þeir menn, sem síldina höfðu í sínum vörslum neytt þess rjettar, sem kynni að hafa fyrirbygt, að víxla- andvirðið tapaðist alt, eins og Páll Magnússon ætlar sjer nú, í skjóli víxilrjettarins. Aiþingi hefir sett lög um Lands banka íslands. Alþingi setti einnig lög um Síldareinkasölu íslands. Tvö ríkisfyrirtæki. Og auðvitað ber ríkið ábyrgð á báðum. Lands- bankinn lánar Síhlareinkasölunni fje til vinnulaunagreiðslu við fram leiðsluvöru, sem lög frá Alþingi mæla svo fyrir um, að Síldar- einkasalan skuli bafa umráð yfir. Pramleiðsluvaran var trygging fyrir láninu. Þeirri tryggingu kippir Síldareinkasalan undan og lánið stendur eftir, tryggingar- laust — á nafni framleiðandans — en á ábyrgð ríkisins. Verði þeir útgerðarmenn, sem látnir voru samþykkja víxlana, dæmdir til að greiða andvirði þeirra, þá er með óreiðu og klækj- um Síldareinkasölunnar haft af þeim fje, er Alþingi ber ábyrgð á. Óhjákvæmilega hlýtur þetta mál að verða tekið til meðferðar á Al- þingi í vetur. Þessi fáu orð eru ritnð aðaliega til þess, að vekja eftirtekt fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi, á þeirri óhæfu, sem verið er að fremja við nokkra menn á Austurlandi. Eskifirði, 25. nóv. 1932. Eiríkur Bjarnason. Nýstárleg fðlaglBf eru teiknaðar myndir af Reykjavík frá 1875 eftir Benedikt Brondal. Fást hjá Hans Petersen, Bankastræti 4. Langaveg 42, áflar en þjer oerið jölainnkanpln Það marg borgar sig. Hvað á'ieg að gefa i lilagfQl ? er gamla spurningln | sem enn verður best svarað f Hgraidamúð. Mest úrval hiá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.