Morgunblaðið - 18.12.1932, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.12.1932, Blaðsíða 17
Srmnudaginn 18. desember 1932. 17 Verslunin Björn Kristjánsson Jón Björnsson & Co. REYKJAVÍK - Ritfangadeild V. B. K. CONKLINS lindarpennar, er hafa 20 ára reynshi hjer á landi. Til Jólanna: Vefnaöarvörur. Brjefsefnakassar. Teikniáhöld. I iKort. Dreglar, pappírs. Munndúkar, pappírs. Skáktöfl. Skákbretti. Dominos. Ludo. Ljósmyndabækur. 5jdlfuirka símstöðin. Kvaal forstjóri segir frá. Áður en hr. Kvaal, forstjóri fyrir Elektrisk Bureau í Oslo, stje á skipsfjöl, hafði Morgun- blaðið tal af honum og spurði hann um, hvað hann hefði að segja í stuttu máli um hina nýju sjálfvirku miðstöð. — Um hana er ýmislegt að segja, sem er í frásögur færandi, sagði hr. Kvaal í upphafi. — Er þess þá fyrst að geta, að um það leyti, sem stöðin var boð- in út, stóð svo á, að helstu fje- lögin, er framleiða slík tæki, höfðu hafið mjög harðvítuga samkepni sín á milli, samkepni sem var rekin með þeirri hættu, að ætlun manna var, að draga myndi til úrslitaorustu milli þess ara stærstu fyrirtækja, Standard Electric í Ameríku, þýska fje- laginu og L. M. Ericso-n í Sví- þjóð. Þá var kepst um smíði á hverri stöð sem bauðst, með þeim hætti, að ekki var hugsað um þó verðið væri lægra en góðu hófi gegndi, til þess að svifta keppinautana tækifæri til gróða. Vegna þess að svona stóð á á heimsmarkaðinum í þessari grein, er mjer óhætt að fullyrða, að hin sjálfvirka stöð hjer fekst fyrir lægra verð, en ella hefði verið. Jafnframt var unnið að því af kappi, að umbæta sjálfvirku símatækin sem allra mest, svo hvert einstakt firma yrði sem samkepnisfærast á þann hátt. Það yrði of flókið mál, að gera grein fyrir umbótum þeim, er orðið hafa á þessum tækjum, á allra síðustu tímum, og sem fyrst komu til framkvæmda við sjálfvirku stöðina, er hingað var seld. — En svo hlálega vildi til, að ein af mikilsvarðandi breytingunum kom til, um sama leyti og breyta þurfti stöðvartækjunum hjer, vegna þess að hæðin á vjela salnum var minni, en reiknað var með í upphafi. Nýjung þessi komst því í þessa stöð um leið og breytt var hæð vjelanna. En meðan á verkfallinu stóð í Noregi, er tafði smíði stöðvar- innar er hingað átti að fara, var gerð mikilsvarðandi breyting á símaáhöldunum. Þessi nýjung kom fyrst til framkvæmda með tækj'um þeim, er hingað voru send. Símaáhöldin hjerna eru því þau fullkomnustu, sem til eru, og er það í frásögur fær- andi, að hjer úti á íslandi skuli vera sjálfvirk stöð, sem hefir hin fulkomnustu tæki sem þekkj- ast. — í Larvik í Noregi hefir nýlega verið sett upp sjálfvirk stöð. svo mikið þýkja hin nýju sírr.a- áhöld betri en hin fyrri, að skift er nú á símaáhöldum þar, þó tiltölulega sje mjög stutt síðan, að sjálfvirka stöðin var sett þar upp. Síðan barst talið að þeirri revnslu, sem þegar er fengin, með sjálfvirku stöðina hjerna, en hún er hin besta, eins og öllum er kunnugt. En Kvaal bætti því við, að hann gæti fyrir sitt leyti dáðst að því, hve allur almenn- ingur hjer í bænum hefði svo að segja á augabragði lært að nota hin nýju símaáhöld. Sagði hann, að er hann frjetti það hve greiðlega gengi með notkun nýja símans, hefði hann ekki trúað því, fyr en hann sá það sjálfur á stöðinni, að allt gekk þar truflana- og hindranalaust því mistök á símanotkuninni voru sýnilega mjög fá. Ekki virðist Kvaal forstjóri vera á þeirri skoðun, að hækka þyrfti símagjöldin, þó komin væri upp sjálfvirk stöð. Kommúni5tar í Eyjum. Hótanir og æsingafundir. Frá Vestmannaeyjum var Mbl. símað í gær: Vart munu ólæti kommúnista nokkurs staðar hjer á landi vera jafn mikil og þau hafa verið í Vestmannaeyjum nú undanfarið. Svo að segja daglega halda þeir fundi, þ.e.a.s., ýmist eru fupdirnir nefndir fundir verkamanna, verka kvenna, atvinnUleysingja o. s. frv. En á Öllum fundunum eru það sönni mennirnir, sem halda uppi ræðuhöldum, þeir Isleifur Högna- son, Jón Bafnsson og fjelagar þeirra. Þess á milíi festa þeir upp götu ávörp og auglýsingar með sví virðingum um einstaka menn og bæjarstjórn í heiid sinni. En altaf er það sarna viðkvæðið hjá þeim, að bæjarstjórniri skuli fá fyrir ferðina, ef hún samþykki ekki kröfur kommúnista. Eftir gauraganginn i Reykjavík 9. nóv., espuðust kommiThistar í Eyjum að miklum mun. Og fyrir bæjarstjórnarfundi á fimtudaginn var 'höfðu þeir samþykt á furidi einum, að nú væri tími kominn til að berja bæjarfulltrúana. Var búist við sögulegum fundi í bæjarstjórninni þann dag. Áheyrendasvæði fundarsalsins var þjettskipað er fundur skyldi byrja,.og bar þar einna mest á kommúnistum. Fundurinn fór sæmilega fram. Kommúnistar sóttu um að fá að tala þar, en því var synjað. Jafnaðarmenn í bæjarstjórn báru fram kröfu um það að bær- inn tæki að sjer verslun og skipa- afgreiðslu, tæki að sjer vtnsölu, og setti upp lyfjabúð. En kröfur kommúnista voru m. a., að bærinn útvegaði öllum at- vinnuleysingjum atvinnu Bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna bentu á, að sumt af því, sem jafnaðarmenn hefðu krafist, væri þegar komið til framkvæmda. En annað væri óframkvæmanlegt. Er bæjarstjórnarfundur var úti, höfðu kommúnistar í salnum hót- anir sínar mjög á lofti, kváðu þeir svo að orði, að bæjarfulltrii- unum yrði ekki leyfð útganga, fyr en þeir höfðu samþykt kröf- ur kommúnista. Nokkrar hrindingar urðu í saln- um, og brotnuðu nokkrir bekkir, en eigi kom til áfloga eða bar- smíða. Af kommúnistum hafði Jón Rafnsson sig helst í frammi. Hann hjelt ræðu. En er nokkrir andstæð ingar kommúnista er voru úti fyr- ir gerðu sig líklega til að leita inn í húsið og kippa kommúnistum út, fór að strjálast úr liði kom- múnistar:...a' í bæjarstjórnarsaln- nm. Að afloknu uppldaupi þessu gengu kommúnistar til fundar í Alþýðuhúsinu. Frjettist þaðan, að ; þeir liefðu verið óánægðir yfir þvi live lítið hefði orðið úr samheldni sinna manna í bæjarstjórninni. Ekki fylgja Al])ýðuflokksmenn í Eyjum kojnmúnistum að málum i ólátum þessum. Ifilaolallr: Taurúllur. Þvottavindur. Ofnaskermar. Kolakörfur. Stálskautar. Rakvjelar. Aluntinium pottar. Kaffikönnur alum. Katlar alum. Handklæðahengi. Farsvjelar. Hakkavjelar o. fl. Það er altaf hægt að finna nytsamar og hentugar jóla- gjafir í JÁRNV ÖRUDEILD Jes Zimsen. minicuAiM: ,JUNO“ Eldavjelar hvítemal. Gaseldavjelar hvítemal. Gasáhöld hvítemal. „Juno“ Eldfæri ódýrust og best. Linoleum og Filtpappi. Flugslys. Flugvjel hrapaði niður í gær- kvöld í Berlín og særðist flug- maðurinn en vélamaðurinn fórst. IISiAlSSOSi ^ FUSK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.