Morgunblaðið - 18.12.1932, Qupperneq 19
19
Einhleypnr
hraustur og duglegur mað-
ur, sem kann að fara með
mótor og þekkir nokkuð til
rafurmagns, getur fengið
langa atvinnu á sveitaheim-
ili, ekki langt frá Reykjavík.
Tilboð merkt „Mótor“, með
tilgreindu mánaðarkaupi, af-
hendist til A. S. í. fyrir 22.
þessa mánaðar.
Teborð
er kærkomin jólagjöf. Fyrirliggj-
andi 3 tegundir.
Bankastræti 10. Sími 2165.
Um Skip, sem mætasc á i óttu,
segir ein af gáfuðustu og ment-
uðustu konum landsins: ,,Næst
kvöldræðum síra Magnúsar
Beigasonar er hún albesta bók-
in, sem jeg hefi lesið á þessu
ári. Mjer finst alt gott við hana,
efnið, formið og málið. Mig
undrar ekki þó að Bogi Mel-
steð hvetti Snæbjöm til að þýða
hana, og þakklát er jeg f jmir að
hann gerði það. Það er eins og
eitthvað minni á stíl Bunyans í
Pílagrímsförinni þegar maður
les bókina. Hann er tilgerðar-
laus, hreinn og háleitur, og ís-
lfenskan fer henni svo vel, eins
og faldbúningur íslenskri
.konu . . .“ Vegna þess að um-
mæli þessi eru í einkabrjefi,
þykir ekki hlýða að nMna höf-
undinn, enda mun þess varla
þurfa; það kannast víst flestir
við stílinn.
Flugkonan frá Amy John-
son Mollison kom til Parísar í
gærmorgun úr flugferS sinni til
Suður-Afríku og fer heim til
Englands í dag. Flugferð henn-
ar er fræg orðin. Hún ætlaði að
setja met í flugi fram og aftur
milli London og Höfðakaupstað
ar. 1 því skyni ætlaði hún að
stytta sjer leið og fljúga yfir
Sahara-eyðimörkina, en Frakk-
ar bönnuðu henni það i.ema hún
setti 10.000 franka tryggingu.
Kváðust þeir ekki viljt, taka á
sig þann kostnað að leita að
henni, ef henni skyldi hlekkj-
ast á. Kaus flugkonan þá að
fljúga með ströndum fram
suðureftir, en á norðurleiðinni
flaug hún yfir Sahara, hina
bönnuðu leið og gisti hjá Frökk-
um í Oran í Algier í fyrrinótt. I
kvöld kl. 7,55 (ísl. tími) heldur
hún erindi í breska útvarpið og
segir þar ferðasögu sína. Mun
margan íslenskan útvarpsnot-
anda fýsa að hlusta á þá frá-
sögn.
Helgi Tryggvason bókbind-
ari frá Reykjahlíð í Mosfells-
sveit, er nýkominn heim frá
Kaupmannahöfn, þar sem hann
var að fullkomna sig í iðn sinni.
En jafnframt lærði hann leður-
iðnað — að búa til ailskonar;
muni úr leðri, svo sem töskur,
veski, buddur og ótal margt
annað. í glugga húsgagna-
verslunar Kristjáns Siggeirs-
sonar er sýnishom af .oókbandi
Helga, en í glugga Thervald-
sensbasarsins eru leðurmunirn-
ir til sýnis. Eru þeir prýðilega
gerðir og mun Helgi hafa full-
an hug á því að koma upp leð-
urvöruiðnaði í landinu og nota
til þess íslensk skinn eftir því
sem hægt er. — Þess má geta,
að fyrir sveinsstykki sitt ytra í
bókbandi fekk Helgi sjerstaka
vdðurkenningu, heiðurspening
frá „Haandværkerforeningen i
Köbenhavn“. Er sveinsstykkið
meðal þeirra bóka seoi hann
sýnir.
Stjórnmálafund hjel: Ólafur
Thors suður í Keflavík á
föstudaginn var. Var fundurinn
mjög fjölmennur cg sóttu
hann menn hvaðanæfa sunnan
Hafnarfjarðar. Flutti ó. Th.
fyrst langt og ítarlegt erindi, er
stóð yfir í 2 klst., en að því
loknu hófust umræður Var
þar mættur Gísli Guðmundsson
ritstj. Tímans og tók nokkrum
sinnum til máls, og því aumari
var hann því oftar sem hann
talaði. Hann virtist í vandræð-
um mleð sig. Tveir formenn á
hinni strönduðu duggu Jónasar
frá Hriflu fluttu þarna sömu
ræðuraar, er Jónas lagði þeim
í munn í fyrra, er hann var að
reync að æsa Keflvíkinga gegn
01. Thors. Fundurinn fór ann-
ars vel fram og hafði þingmað-
urinn nálega óskift fylgi þar.
Verðlaunin. Þess var getið í
blaðinu í gSer, að tvær íslensk-
ar konur hefðu fengið verð-
laun úr hetjusjóði Carnegies.
Hefir blaðið aflað sjer nánari
upplýsinga um þetta. Ólöf Sig-
urðardóttir á Akureyri fekk
1.600 kr. fyrir vasklega fram-
göngu, er hún gerði tilraun til
að bjarga konu úr bruna á Ak-
ureyri fyrir nokkrum árum.
Katrín Jónsdóttir kenslukona í
Hraunkoti í Landbroti fekk 400
kr. verðlaun fyrir hre.vitilega
framkomu og snarræði við brun
ann í Flögu í Skaftártungu að-
faranótt 1. des. 1930.
Saurbæjarmálið. Tímii n skýr
ir í gær (17. des.) frá dóm-
um í meiðyrðamálum, er Einar
Thorlacius fyrrum prestur í
Saurbæ höfðaði s.l. vor gegn
ritstjórum þessa blaðs, fýrir um-
mæli í grein, er nokkur sóknar-
börn klerks höfðu sent blaðinu
til birtingar. Dómar þessir voru
upp kveðnir í júní og eru því
um 6 mánaða gamlir. E’vki er að
undra þótt frjettabálkur Tím-
ans sje jafnan fátæklegur, þeg-
ar ritstjórinn fylgist ékki bet-
ur með því, sem gerist, en raun
ber vitni um hjer. Hitt verður
þá afsakanlegt, að þær fáu
frjettir, sem blaðið flytur eru
jafnan meira eða minna rangar.
Svo hefir einnig oroið 1 jer. Rit-
stjórinn segir, að „umstefnd
ummæli“ hafi verði dærr d dauð
og ómerk. Sannleikurinn er sá,
að örfá hinna „umstefia u um-
mæla“ voru dæmd ómerk.
Hríðarveður var fyrir norðan
í gær. Á Akureyri og Siglufirði
kyngdi niður talsvert miklum
sn.jó í fyrrinótt.
Sjómannastofan. Samkoma í
Varðarhúsiu í dag kl. 6. Allir vel-
komnir.
MORGUNBLAÐIÐ
Líknarfjelögin
Það er orðin mikil þörf hjer
í bænum á líknarstarfsemi við
þá, sem við erfiðustu kjör
eiga að búa á ýmsan
hátt. Að vísu á bæjarfjelagið
að sjá um að enginn líði nauð,
en það mun þó sjaldan eða
aldrei komast yfir, að bæta úr
allri þörf eins og vera þvrftij
enda margir nauðugir og sein-
ir til að flýja þá leið sjer til
hjálpar.
Þess vegna verður ætíð nóg
verkefni fyrir frjálsa starfsemi í
þessu skyni og sjaldan
mun það hafa verið meira en í
vetur. Það hefir og jafnan sýnt
sig, að þrátt fyrir ærnar byrðar
fyrir, hafa bæjarbúar átt mik-
inn fúsleika til að leggja drjúgc
fram til þessarar hjálparstarf-
semi, og hafa í því skyni verið
stofnuð mörg fjelög í bænum,
auk þess sem einstakir menn út-
hluta annaðhvort frá sjálfum
sjer eða fyrir hönd góðra gef-
enda.
Sjálfsagt starfa fjelögin nokk
uð sitt með hverju móti eftir
því, hver hjálparþörfin er, sem
hvert þeirrá vill bæta úr, og
hvernig fjelagsskapnuni er kom
ið fyrir. Og sum fjelög láta með
mikilli rausn af sjer leiða ýms
líknarstörf, þótt ekki kenni sig
við það og hafi annað fjelags-
bundið starf að aðalmarkmiði.
En flést hafa þó fjelögin
margt sameiginlegt. Þau þurfa
að afla sjer sem bestra kunnug-
leika á því hvar hjálpar er
helst þörf og brýnasta nauðsyn
ber til, að fyrst sje úr bætt og
hjálpin komi sem jafnast niður,
svo að ekki sje veitt sumum
hjálp frá fleiri fjelögum hlut-
fallslega mikil, en aftur verði
aðrir útundan, sem ekki er ljúft
eða lagið að bera sig eftir. Þá
þurfa fjelögin að afla sjer f.iár
til starfsins með frjálsum fram-
lögum, annaðhvort samskotum,
merkjasölu, happdrætti eða á
annan hátt, er tíðkast við slíka
fjársöfnun til almenningsnota.
Það hefir þessvegna ekki þótt
grunlaust að fyrir gæti komið,
eða kunni að hafa komið, að
starfsemi fjelaganna rækist á,
bæði um úthlutun hjálpar og
öflun fjár, þegar þau hafa ekk-
ert samstarf milli sín, og vita
ekki um starfsemi annara fje-
laga eða einstakra manna, og þá
verður starfsemin í heild síðuh
notadrjúg, en annars mætti
vera.
Fyrir því hefir það ráð verið
tekið, að kallaður var saman
fundur fulltrúa frá hinum ýmsu
fjelögum til að ræða um að
koma á sambandi milli þeirra.
Sendu sjö fjelögfulltrúa á fund-
inn, tvö höfðu neitað þátttöku
og nokkur ekki svarað málaleit-
uninni, en ekki þarf það að úti-
loka, að samstarf geti tekist við
þau þótt síðar verði.
Fundurinn kaus í nefnd frú
Sigríði Eiríksdóttur, Gísla Sig-
urbjörnsson og Kristinn Daní-
elsson til þess að undirbúa mál-
ið. Er hugsunin að undirbúa
eða koma á fót sameiginlegri
upplýsingastofu, sem mundi
mega verða til þess að samræma
starf fjelaganna og koma í veg
Uatnsueitan.
Nú undanfarið hefir verið mikill vatnsskortur víða í
bænum. Þetta stafar eingöngu af óhæfilegri meðferð vatns
við þvotta og hreingerningar.
Það eru því alvarleg tilmæli til allra að þeir sjái um
að ekki sje látið renna vatn að óþörfu og mega þeir er
uppvísir verða að óhæfilegri vatnseyðslu búast við að lok-
að verði fyrir vatnsæðar þeirra.
Reykjavík, 17. desember 1932.
Bæjarverkfræðingur.
Jólaskór.
Hðfnm enn nokkrar fegnndir af
framúrskaiandi fal’egum
kvenskóm, með hánm og
lágnm hælnm.
HviiflberDSbræðir.
HTH. Ýmsar „restir" fyrir kr. 5.00,7.50 og 9 75.
flttlsku hðssðon
kanpa menn Tðndnðnst og ðdýrnst i
Húsgagnavinnnstofn
Hiálmars Þorsteinssonar
Kiapparstíg 28. Sími 1956.
Gölfmottnr
og Gangadreglar
stórt og fjölbreytt úrval.
.,GETSIRI(.
Ágætar jólagjafirs
Kaffistell 12 m. japönsk 24.75. Ávaxtasett postulín 6 m.
frá 5.00. Ávaxtaskeiðar silfurplett frá 5.00. Teskeiðar 6 í
kassa silfurplett 6.50. Matskeiðar og gafflar silfurplett
2.25. Desertskeiðar og gafflar 2.00. Mikið úrval af silfur-
pletti og postulínsvörum. Dömutöskur og veski frá 5.00.
Sauma-, bursta- og naglasett. Sjálfblekungar 14 karat
7.50. Spil stór og smá 0.45. Barnaleikföng. Jólatrjesskraut
og margt fleira. Alt með landsins lægsta verði.
K. Einarsson & Björnsson
Bajikastræti 11.