Morgunblaðið - 17.12.1933, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.12.1933, Blaðsíða 5
6 MORGUNBLAÐIÐ □agbók. Edda □ 593312197. Jólahv. •Atkv- .. I.O.O.F. § = 11512188 = E. K. VeðriS í gser: Milli íslands og Grænlands er djúp lægð, sem veld ur S- og SV-átt hjer á landi, og er vindur sumstaðar allhvass. Á A-landi er hiti aðeins 1—3 stig og lítil úrkoma. — í öðrum lands- hlutum hefir rignt talsvert í dag og hiti er þar víðast 6—9 stig. Veðurútlit í dag: SV-kaldi- — Skúrir. Útvarpið í dag: 10,00 Frjetta- erindi (Vilhj. Þ. Gíslason) og end- urtekning frjetta. 10,40 Veður- fregnir. 11,00 Messa í dómkirkj- unni (Sr. Friðrik Hallgrímsson). 15,00 Miðdegisútvarp. 15.30 Erindi Bernhard Shaw og svertingastúlk- an. (Ragnar E. Kvaran). 18,45 Barnatími (Frú Ragnheiður Jóns- dóttir). 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynningar. 19,25 Grammófun- tónleikar: Verdi: Lög i'ir Othello. 19.50 Tilkynningar. 20.00 Klukku sláttur. Frjettir. 20,30 Erindi: — Uppruni og þróun tónlistar, I. (Páll ísólfsson). 21.00 Tónleikar. (Lúðrasv. Reykjavíkur). Grammó fón: Haydn: Kvartett í G-dúr. (Budapestar strengjakvartettínn). Danslög til kl. 24. Útvarpið á morgun: 10.00 Veð- urfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frjetta o. fl. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfr. 19,20 Tilk. 19,25 Óákveð- ið. 19.50 Tilkynningar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Er- indi: Frá útlöndum (Sr. Sigurður Einarsson). 21,00 Fellur niður vegna skeytasendinga frá Dan- mörku til Grænlands. Frú Greta Björnsson sýnir nokk ur mjálverk í dag og á morgun í gluggum Afgr. Álafoss, Þingholts- stræti 2. Sagan um San Michele eftir Áxel Munthe, kom út í gær í ís- lenskri þýðingu eftir Karl ísfeld og Harald Sigurðsson. Bókaversl- un Sigfúsar Eymundssonar gaf út. Er það mikið og gott verk, að koma svo mikilfenglegri og mætri bók út á íslensku. Fundur um Djúpbátinn. Snemma í desember var fundur haldinn á ísafirði um Djúpbátinn og rekst- ur hans. Var kosin fimm manna nefnd í málið, Sig. Eggerz bæjar- fógeti, Grímur Jónsson, Súðavík, Bjarni Sigufðsson, Vigur, Halldór Kristinsson læknir og Páll Páls- son, Þúfum. Er í ráði að kaupa nýjan bát- Blað Hriflunga furðar sig á því í gær, að Hermann Jónasson skuli enn vera lögreglustjóri, „gegnir það furðu“, segir blaðið. „Bragð er»að, þá barnið finnur.“ Efnilegur maður(!) — Fyrir skömmu var dómur feldur í máli mannsins, sem tók bílinn lijerna á dögunum inni á Hverfisgötu, og sagðist ætla kynnisfÖr austur að Litla Hrauni. Eftir að dómur hafði verið uppkveðinn, og mað- urinn látinn laus, lagði hann af stað með Esju 11. þessa mánaðar og ætlaði norður til Akureyrar, þaðan er hann ættaður. En í Vest- mannaeyjuum varð hann eftir. — Framdi hann þar innbrot og muu hafa stolið einhverju. — Síðan strauk hann í vjelbát til Eyrar bakka (eða Stokkseyrar), en þar náði lögreglan í hann og sendi hann til Reykjavíkur. í gærkvöldi var Iiann sendur hjeðan með ,ís- landi' til Vestmannaeyja. Þar á að fara fram ný rannsókn á máli hans. Stúkan „Einingin“ heldur fjöl- breytta skemtun í Góðtemplarahús inu í kvöld. Eimskip: Gullfoss er í Rvík. — Goðafoss kom til Vestmannaeyja í gærkvöldi kl. 8 og kemur hing- að í dag. — Brúarfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Leith. — Dettifoss fór frá Siglufirði { gær- morgun kl. 9 á leið til Isafjarðar. —- Lagarfoss kom til Kaupmanna- hafnar í gær. — Selfoss er í Rvík. Esja var á Akureyri í gærmorg- Vjelskipið Stauning er á ísafirði og hefir fengið 135 tonn af ísfisk til útflutnings. Afli tregur und- anfarna daga. Sagnir Jakobs gamla er Þor- steinn Erlingsson skrásetti, kom út fyrir nokkru, eins og getið hefir verið um hjer í blaðinu. Auglýsing frá verslun Silla og Valda, sú er birtist hjer í blað- inu í dag, er einhver sú mikilfeng- legasta, sem birst hefir hjer í blaðinu, enda gefur hún glögt yfirlit yfir starfsemi verslunarinn ar, sem ávalt hefir kappkostað um að leggja rækt við ávaxta- verslun. Aldarfjórðungs minningarriit Bakarasveina íslands er komið út. Er það samið af Sigurði Skúla- syni magister. Sjúklingar á Vífilsstöðum hafa beðið Morgunblaðið að flytja P. Bernburg og fjelögum hans þakk- ir fyrir skemtunina um daginn, er þeir komu þangað og bjeldu þar hljómleika. un. — Meðal farþega með Islandi hjeð- an til Kaupmannahafnar í gær- kvöldi voru: Kristján S. Torfason og frú, Metúsalem Jóhannessoii og dóttir, frú Stella Wolf, ungfrú Dagmar Árnadóttir, A. Heide, B. Budtz, Jóhannes Höjer o. fl. — Til Vestmannaeyja: Páll Þor- bjömsson, Ólafur Halldórsson, Guðmundur Scheving, Sveinn Árnason o- fl. Iðnaður og tíska heitir nýtt rit, sem selt verður á götunum næstu daga. Eru þar upplýsingar um það hvernig karlmenn eiga að vera búnir við hvert tækifæri, og fylgja með myndir til skýringar og riáðleggingar um það, hvemig karlmenn eiga að klæðast á smekk legan hátt, og eftir nýjustu tísku- Öryggi á sjónum. Hinn 3. ág. í sumar lagði stjórnarráðið undir Landssímann eftirlit með loft- skeytatækjum, skeytaútbúnaði og starfrækslu loftskeyta- Friðrik Hallgrímsson, stöðva í íslenskum skip' um, samkvæmt ákvæðum alþjóða- samþvktar í London um öryggi mannslífa á sjónum, og hinn 27. nóvember staðfesti stjómarráðið reglugerð um þett,f efni. — Hefir landsímastjóri nú tilkynt að skipa eigendum og skipafjelögum beri að sjá um að ákvæðum öfyggis- samþyktarinnár og reglugerðar- innar verði fylgt, og farið eftir fyr1 irmælum eftirlitsmanns þess, er landsímastjórj felur framkváémd eftirlitsins. ísland fór hjeðan klukkan 8 gærkvöldi áleiðis til Kaupmanna- hafnar. ísfisksala: Kópur seldi afla sinn í Hull í fyrradag, 1081 kit, fyrir 497 stpd. Brynjólfur Þorláksson söng- kennari er nýkominn liingað til bséjarins, eftir 20 ára dvöl vest- an hafs. — Hann er sest- ur að hjer í bænum, og hefir tekið upp þá atvinnu að stilla piano. -— Hann hefir yfir 30 ára reynslu við það starf. Ungbamavernd Líknar, Bára- götu 2 (gengið inn frá Garðastræti 1. dyr t.v.) Læknirinn viðstaddur fimtud. og föstud. kb 3—4 Hjálparstöð Líknar fyrir berkla veika Bárugötu 2 (gengið inn frá Garðastr. 3. dyr t-v.) Læknirinn viðstaddur mánud. og miðvikud. kl. 3—4 og föstud. kl. 5—6- Mæðrastyrksnefndin hefir upp- lýsingaskrifstofu sína opna á mánudagskvöldum og miðvikud.- kvöldum kh 8—10 í Þingholtsstr. 18, niðri. Næturvörður verður næstu viku í Reykjavíkur Apóteki og Lyfja- búðinni Iðunn. Athygli skal vakin á hljómleik- um þeim, sem verða í Hótel Island í dag kl. 3—45. Þar verða leikin úrvalslög eftir Schubert, Johan Strauss, E. Grieg, Beethoven, Mo- zart og E. Kalman- Málverkasýning Túbals verður Munið a ð þýskar saumavjelar eru altaf best- ar, - o g a ð af þýskum saumavjelum eru P F A F F - saumavjelamar viður- kendar langsamlega bestar. Magnús Þorgeirsson. Bergstaðastræti 7. Sími 2136. PFAFFÁ ■ AUGLÝSING UM Jölakveðjnr. Lesbók kemur ekki út í dag, en næsta Lésbók kemur út um jól- in og verður stærri en venjulega- Suðurland gat ekki afgreitt sig á Akranesi í fyrradag vegna veð- urs. Var bátum alls ekki fært milli skips og lands. I gærmorgun fór Suðurland aukaferð þangað upp eftir til þess að sækja fólk, sem beið þar eftir því að komast til Reykjavíkur. Lyra er væntanleg hingað með jólapóstinn frá Noregi seint annað kvöld eða á þriðjudagsmorgun. Kolaskipið Penhill kom hingað í gær, með kolafarm til H-f. Kol og Salt. Ríkisútvarpið tekur til flutnings í útvarpinu jólakveðjur til manna innanlands eftir þeim reglum, er nánar eru greind- ar hjer á eftir: I. Kveðjur fluttar af sjálfum þeim, er senda. Minsta gjald: kr. 10.00 fyrir alt að 100 orðum og 10 aurar fyrir hvert orð þar fram yfir. II. Kveðjur, fluttar af þul. Minsta gjald: kr. 3.00 fyrir alt að 10 orðum og 30 aurar fyrir hvert orð þar fram yfir. í jólakveðjum þessum mega vera, auk jólaóska, stuttar frásagnir um heimilishagi og aðra einkahagi. Orðsendingar eða ávörp frá stjórnmálaflokkum, stjórn- málaf jelögum eða stjórnmálablöðum verða ekki teknar til flutnings. í kveðjunum eða orðsendingunum mega ekki felast neins- opin í dag og á morgun, en ekkijkonar auglýsingar eða málflutningur, hverju nafni sem nefn- lengur. ist. Kveðjur manna í milli innan Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar verða ekki teknar. Þeir, sem óska að flytja sjálfir jólakveðjur til vina og vandamanna, gefi sig fram sem allra fyrst á skrifstofu út- varpsins og eigi síðar en kl. 18.00 á Þorláksdag, laugardag- inn 23. þ. m., og leggi jafnframt inn handrit að kveðjunni. Verða handritin athuguð og tölusett og flytjendum tilkynt, hvenær þeir eigi að koma í útvarpssal til flutningsins. Flutningur kveðjanna hefst kl. 21 á Þorláksmessukvöld og verða fluttar í þeirri röð, sem þær berast skrifstofunni. Þó verða kveðjur til hlustenda á truflanasvæðinu ekki fluttar fyr en kl. 22.30. Ef þörf krefur lengri tíma til flutnings, verð- ur hann auglýstur síðar. Jólakveðjur samkv. tölulið II verða fluttar af þul, og hefst flutningur þeirra kl. 17 á aðfangadag jóla. Skal þeim skilað á skrifstofu útvarpsins í síðasta lagi kl. 16.30 á að- fangadag. Greiðsla fer fram við afhendingu. Skrifstofa ríkisútvarpsins, 16. des. 1933. Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri. Kirkjublað, 3.—5. tölublað, er komið út. í því er þetta efni: Heilög saga og heilög nútíð, eftir síra Bjarna Jónsson, Vjer sáum dýrð hans, eftir síra Árna Sig- urðsson, Jeg kveikti á litlu kerti, Kvæði eftir síra Gunnar Árnason, Trjeð og trúin, þýðing eftir síra Síra Jón Steingrímsson, eftir síra Oskar J- Þorláksson, Frá Noregi, eftir stud. theol. Þorstein L. Jónsson, Minn- ing framliðinna, eftir síra Jón Auðuns. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Samkomur í dag. Bæna- samkoma kl. 10 árd- Bamasam- konía kl. 2. síðd. Almenn sam- koma kl. 8 síðd. Altir velkomnir. Pjetur Sígurðsson flytur erindi í Varðarhúsinu í kvöld kl. 8y2, um síðasta ferðalag sitt. AHir eru velkomnir. Bethania. Samkoma { kvöld kl. 8y2- Þ. Einarsson talar. Altir vel- komnir. ASv.entkirkjan. Samkoma verð- ur haldin í ASventkirkjunni kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. frá Arngr. Fr. Bjarnasyni 10 kr. Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson. Meðtekið af Sigurjóni Guðjóns- syni. Fná N. N. 2 kr. Frá Bílstjórum á Akranesi. Júl. Þ. 25 kr. M. Gunnl- 20 kr. Fetix E. 10 kr. Þ.Þ.Þ- 10 krónur. — Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson. HVERJA ÞÁ BÓK, SEM HJER ER FÁANLEG, og' hugsanlegt er að nota til jólagjafa, að ógleymdum mynda- bókum frá 25 aurum og uppeftir, og svo mörgum öðrum góðum hlutum, fáið þjer í BÓKAVERSLUN SNÆBJARNAR JÓNSSONAR. EIN AF HÖFUÐSKYLDUM BÓKSALANS ER SÚ, að kynna unga höfunda, þá er góðar vonir gefa um að reynast meira en meðalmenn. Bjarni M. Gíslason er að vísu búinn að brjóta ísirm og ljóðasafn hans, „Jeg ýti úr vör“, er komið inn á nokkur hundruð heimili. En margir eiga enn eftir að kynnast honum. I sýningarskápnum mínum út að Austurstræti má nú lesa þá ritdóma, sem jeg hefi náð í um bókina, en nokkra hinna merkustu vantar því miður. Lítið í skápinn þegar leið ykkar liggur fram hjá. SNÆBJÖRN JÓNSSON. Fimtugsafmæli á í dag Benedikt •Jónsson skipstjóri, Bókhlöðustíg 6- Samvinnu-útger ðarfj elag. Fyrir nokkru keyptu 15 menn þýska tog arann ,Gustav Mayer“, sem bjarg- sandana og fluttur hingað. Kaup- verðið var að sögn 22 þús. kr., en viðgerð iá togaranum hjer mun hafa kostað um 40 þús. kr. Þessir 15 menn ætla að gera skipið út í að var úr strandi við Suðurlands fjelagi. — Hafa þeir kosið sjer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.