Morgunblaðið - 17.12.1933, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.12.1933, Blaðsíða 15
I 16 MORGUNBLAÐIÐ Nýiar bækur. Fr. FriÖriksson: ,t> i A~ TDÁRIN ! i (framhald Undirbúning-sár- anna), ágæt jólabók. VerS kr. 7.50 heft, kr. 10.00 í bandi. Þorsteinn Gíslason: ÖNNUR LJÓUMÆLI (ekki áður prent að í eldri ljóðasöfnum). Verð kr. 4.40 heft, kr. 5.50 bundin. Benedikt Sveinbjamarson Grön- dal: ÝMISLEGT (bókmenta- fyrirlestur, leikrit,ferðasaga). Þetta er annað bindi af eftir- látnum og áður óprentuðum ritum Gröndals (hið fyrsta var Brjef hans, sem út kom 1931). Verð kr. 4.00 heft. BÓKAVERSLUN ÞORSTEINS GÍSLASONAR, Þingholtsstræti 17, Rvík. Því að bera á sjer tvö rittæki þegar þjer getið fengið WohdeR sem er hvort tvevvja lindar- penni og blýant- ur. — Wonder er fullkomnasta rit- tækið, en ])ó frek- ar ódýr. Tilvalin jólagjöf. Bókasafn Flateyjar og aldarafmælið. í Morgunhlaðinu 6 okt. síðastl. er minst aldaiafmælis Bókasafns Flateyjar og það á þann hátt, að ætla mætti að stjórn hókasafnsins sýndi hið mesta hirðuleysi í því að halda uppi heiðri safnsins á þessum merkilegu tímamótum þess. Oviðkomandi maður úr öðru hygð- arlagi verður til þess að minnast aldarafmælisins. Vegna þessa mis- skilnings, sem er ákaflega eðlileg- ur, eins og málið er sett fram í áður nefndri grein, vill stjórn hókasafnsins upplýsa þetta: Enda þótt Ólafur prófastur Sivertsen og kona hans hafi gefið hæði bækur og peningaupphæð til stofn- unar bókasafns í Flatey 6. okt 1833, var skipulagsskrá gjafar- innar ekki staðfest af konungi fyr en ári seinna og það var fyrst 6. okt. 1836 að hin fyrsta stjórn var kosin og safnið tók til starfa- Eftir nána yfirvegun hafði því stjóm bókasafnsins ákveðið að binda minningu aldarafmælisins við árið 1936 og hafði þegar hafið1 undirbúning þar að lútandi. — Stjórn bókasafnsins á því engan þátt í greininni í Morgunhlaðinu 6, okt. nje öðrum aðgerðum í sambandi við hana, enda var stjórnin þar ekki höfð með í ráð- um og alveg fram hjá henni geng- ið, af hverju sem það hefir verið. Skylt er að þakka alla velvild til safnsins og áhuga fyrir vel- gengni þess er fram kemur í greininni. Stjórnin vill aðeins með þessari athugasemd og að gefnu tilefni leiðrjetta þann misskilning að hjer sje um vanrækslu af henn- ar hálfu að ræða, þar sem hún hefir af veikum mætti reynt und- anfarin ár að rjetta bókasafnið ofurlítið við; var þess og ekki vanþörf. Flatey, 10. október 1933- F. h. stjórnar Bókasafns, Flateyjar Sigurður S. Haukdal. Hver feldi Ólaf digra? í fyrirlestri sem dr- Landmarek flutti nýlega í „Videnskahens Selskab" í Trondhjem, sagði hann að engar sannanir væri fyrir því, að Þórir hundur hefði vegið Ólaf j konung digra á Stiklarstöðum. — Það sje ekki annað en uppspuni, og her hann þar fyrir sig vísur Sighvats skálds Þórðarsonar, og að hann gefi það heint í skyn, að múgurinn hafi gengið af konung- inum dauðum, þar sem hann lá óvígur af mæði. Enn fremur sagði hann að það mundi aðeins vera skáldsaga, að konungur hefði hallast upp að! stórum steini, því að það sje harla ólíklegt að nokkur steinn hafi j verið á Stiklarstöðum í þann mund. j Sögusagnir hafi gengið um það að, steinrtinn væri geymdur undir alt- arinu í kirkjunni á Stiklastöðum, j en það hafi verið rannsakað og enginn slíkur steinn fundist þar- —-——-— Togararnir, sem Ægir tók vest- ur við Bolungavík á föstudaginn. heita Laciennia og Derby Oounty og eru báðir frá Grimshy. — Er þetta þriðja landhelgisbrot skip-1 stjórans á Laciennia, en fyrsta brot hins skipstjórans. Dómur verður sennilega kveðinn npp á morgun. Kaupmenn! Nokkrir kassar af Gráfíkjum ©tg Konfektrúsínum enn óseldir. • drengurinn gerði að vísu tilraun til að losa hann við töskuna, en hann vildi ekki sleppa henni og virtist helzt hissa á þessari gistihússkurteisi. Loks, er hann var kominn að borðinu hjá Senf, setti hann gervileðurstöskuna frá sér, greip andann á lofti, gerði tilraun til að hneigja sig, og sagði með hárri viðkunnanlegri rödd: ,,Eg heiti Kringelein. Eg hefi komið hér tvisvar áður, og vildi nú spyrja einu sinni enn“. „Viljið |)ér gera svo vel að spyrja við næsta af- greiðsluborð, en annars held eg varla, að neitt sé orðið laust síðan þér komuð seinast“„ sagði dyra- vörðurinn og benti kurteislega til Rohna. „Þessi herra hefir beðið í nokkra daga eftir því, að her- bergi yrði laust hér“, sagði hann svo sem til skýr- ingar yfir glervegginn. Rohna, sem hafði skapað sér heildarmynd af gestinum, án þess þó að líta til þeirrar hliðarinnar, lét af eintómri kurteisi, eins og hann væri að blaða í bók sinni: „Því miður er allt útleigt, sem stendur. Mér þykir það mjög leitt, en .. .“. „Er allt fullt enn? Já, en hvar á eg þá að fá inni?“ spurði mannskepnan. „Þér gætuð kannske leitað kringum Fredrich- strasse járnbrautarstöðina. Þar er fjöldinn allur af gistihúsum . . .“. „Nei, þakka yður kærlega fyrir“, svaraði maður- inn og dró upp vasaklút úr yfirfrakkavasanum og þurrkaði svitann af enni sér. „Slík gistihús þekki eg þegar, og er ekkert hrifinn af. Eg vil búa eins og fínn maður. Hann tók vota regnhlíf undan öðr- um handleggnum, en í þeim svifum datt böggull- inn undan hinum, og út úr honum komu sneiðar af smurðu brauði, sem voru orðnar verptar af þurrki. Rohna greifa tókst að stilla sig um að brosa, en Georgi sjálfboðaliði sneri sér að lyklafjölinni. Vikadrengur nr. 17 safnaði saman brauðmolunum, án þess að honum stykki bros, og maðurinn stakk þeim í vasa sinn með skjálfandi höndum. Síðan tók hann ofan hattinn og lagði hann á borðið fyrir framan Rohna. Enni hans var hátt og hrukkótt; gagnaugun íhvolf og bláleit. Hann hafði mjög Ijós- leit, blá augu, var ofurlítið tileygður, og á nefinu bar hann nefklemmur, sem virtust ætla að detta af honum, þá og þegar. „Eg vil nú búa hérna“, sagði hann, „einhvern tíma hlýtur þó að verða laust herbergi. Viljið þér gera, svo vel og ætla mér fyrsta herbergi, sem verður laust hér eftir. Þetta er í þriðja skifti, sem ég kem hingað, og þér haldið vonandi ekki, að eg sé að koma hingað að gamni mínu“. Rohna yppti öxlum með meðaumkunarsvip. Þeir þögðu snöggvast, svo að heyra mátti hljóðfæra- sláttinn úr rauða borðsalnum og jazz-sveitina, sem nú hafði flutt sig inn í gula skálann. Fólk var aftur íarið að tínast inn í forsalinn, og nokkrir rýndu forvitnislega og brosandi á manngreyið. „Þekkið þér Preysing yfirforstjóra? Hann býr hér allt af, þegar hann er á ferð í Berlín, er það ekki? Nú, þarna sjáið þér. Eg vil líka fá herbergi hér. Eg hefi áríðandi málefni, sem eg þarf að tala um við Preysing. Hann hefir gagngert beðið mig að koma hingað — já, svei mér þá. Og eindregið ráðið mér til að búa hérna. Eg ber fyrir mig Preys- ing yfirforstjóra. Jæja, þá . . . hvenær fæ eg þetta herbergi?“ „Preysing — yfirforstjóri?“ spurði Rohna yfir vegginn til Senf. „Frá Fredersdorff; bómullarverksmiðjan Sax- onia. Eg er líka þaðan“, sagði mannskepnan. „Jú“, sagði dyravörðurinn, sem fékk snögglega minnið, „hér hefir nokkrum sinnum búið maður með því nafni“. „Eg held, að hafi verið beðið um herbergi handa honum á morgun eða hinn daginn“, sagði Georgi, sem vildi leggja sitt orð í belg. „Þá viljið þér kannske koma aftur á morgun, þegar herra Preysing er kominn ftingað. Hann kem- ur í nótt“, sagði Rohna, eftir að hafa blaðað í bók- um sínum og fundið pöntunina. „En þetta virtist hræða komumanninn, þótt ó- trúlegt væri. „Kemur hann?“ spurði hann, eins og hann væri óttasleginn, og varð enn tileygðari en áður. „Nú, hann kemur með öðrum orðum í dag. Gott! Og fær herbergi! Þá eru með öðrum orðum herbergi laus. Hversvegna fær forstjórinn herbergi, en eg ekki? Það læt eg mér ekki lynda. Hann hefir kann- ske pantað fyrir fram? Gott og vel — það hefi eg líka. Þetta er nú í þriðja sinn, sem eg kem hingað, eg hefi draslast með þessa þungu tösku hingað, þrisvar sinnum . . . fyrirgefið. Það er húðarrign- ing, allir strætisvagnar fullir, eg ekki vel hraustur. Hvað oft ætlið þér mér að fara þessa sömu leið? Mér finnst lítil meining í þessu. Er þetta bezta gistihúsið í allri Berlínarborg? Nú, gott og vel — eg vil einmitt búa þar. Það er kannske bannað?“ Hann leit á mennina á víxl. „Eg er þreyttur“, bætti hann við, „alveg uppgefinn“, sagði hann, og það mátti vel heyra, hversu uppgefinn hann var og hversu mjög hann reyndi að tala eins og heldri maður. En snögglega sletti Otternschlag læknir sér fram í samtalið, því meðan á öllu því stóð, sem hér er þegar ritað, hafði hann staðið með lykílinn sinn í hendinni og olnbogana hvílandi á borðröndinni í dyravarðarklefanum. „Ef þessum herra stendur það á svo miklu, get- ur hann vel fengið mitt herbergi“, sagði Ottern- schlag. „Sjálfum er mér alveg sama hvar eg bý. Látið þið sækja farangur minn, eg get flutt sam- stundis, og kofortin mín eru allt af ferðbúin. Það er auðséð, að maðurinn er alveg uppgefinn, og veikur“, bætti hann við og bar þannig af sér mót- mælin, sem Rohna greifi ætlaði að fara að koma með á bendingamáli sínu. „Já, en herra læknir, . . . það kemur ekki til nokkurra mála, að þér farið að rýma yðar her- bergi. Við skulum reyndar reyna . . . við skulum gá . . . Ef þessi herra vill gera svo vel og skrifa nafn sitt . . . svona . . . takk fyrir . . . það er nr. 216“, sagði Rohna við dyravörðinn. Dyravörðurinn fékk vikadreng nr. 11 lykilinn að nr. 216, en mann- skepnan greip blekblýant, sem honum var réttur og skrifaði í gestabókina með áberandi snoturri rithönd: Otto Kringelein, bókhaldari frá Freders- dorff, fæddur í Fredersdorff 14. júlí 1882. „Hananú!“ sagði hann og andaði djúpt, sneri sér á hæl og gaut galopnum augunum út í forsalinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.