Morgunblaðið - 17.12.1933, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.12.1933, Blaðsíða 13
14 MORGUNBLAÐIÐ *». ,'*** mnmmmtmmmmmiaKmmmmmmmmam Yale- hufisrlokur nýkomnar í JÁRNVÖRUDEILD Jes Zimseia. Melroses Tea EinsKonap hæstapiettap dómup ætti þetta að teljast: Þeir, sem ætíð biðja um það besta, og mikla þekkingu hafa á bökunardropum, nota ávalt Lillu-bökimardropa frá 1.1. Eliwrl Maiihip Til iðlaana: Kventöskur Herraveski Buddur Mikið og’ mjög smekldegt úrval. verunúsið. Svartir íþróttamenn. Þessir tveir Svertingjar skör- uðu fram úr öllum öðrum í spretthlaupum á 01ympsleikun_ um seinustu. Sá, sem er til hægri á myndinni, heitir Tolan, og vann hann sigur í 100 og 200 metra hlaupi. Hinn heitir Met- calfe, og varð hann annar í röð- inni í 100 m. hlaupi og sá þriðji í röðinni í 200 metra hlaupi. líu ára áætlunin Eftír síra Halídór Jónsson að Reyní- völlam (átvarpseríndí). Niðurl. Jeg geri fastlega ráð fyrir því, að Hfið og reynslan mundi leiða í Ijós ýms einföld úrræði, til að hlynna að þessu máli og hjálpa fólkinu. Margir liafa nú þegar byrjað á þessari viðleitni fyrir mín orð. Fyrstir til að ríða þar á vaðíð urðu ýmsir meðal minna safnaða, enda hugmyndin fyrst kynt minu safn- aðarfólki. Er mjer það sjerstakt gleðiefni, hve margir af mínu safn aðarfólki hafa brugðist hjer vel við og kann jeg þeim afbragðs þakkir fyrir. Ýmsir hafa bæði nær og fjær lofað að gera þetta jafn- skjótt og ástæður þeirra leyfðu. Sumir segja nú: Þetta má svíkja. Það veit jeg vel- En jeg vil í lengstu lög treysta mannlund fólks fns og drengskap, að það yfirleitt efni það, er það hefir lofað. En það cr ekki nóg að byrja. Það þarf líka staðfestu, þolgæði lil að halda viðleitninni áfram, sVo ein- hverja verulega staði s.jái. Eins og að var vikið, hefir verið mikið rætt og ritað um eyðslu undanfarinna ára fram undir þenna tíma. En þó vita megi, að eyðslan hafi verið og sje meiri í kaupstöðum en sveitum, tel jeg sveitapiltum og stúlkum mjög holt að taka þátt í Tíu ára áætluninni. Þegar unglingur úr sveit, sem lít- illi eyðslu hefir vánist eða til- tölulega lítilli eyðslu umfram brýnustu þörf, kemur í strauminn, þar sem freistingar eru hvert sem augað lítur, kemur liann ekki ber- skjaldaður, ef hann á sína Tíu ára áætlun. Hann er þegar viðbúinn ti 1 að bjóða hættunni byrginn. Og meðan t. d- í kaupstöðum, að skemtistaðir eru sóttir af kappi iþrátt fyrir kreppuna, meðan veit- ingahús, kaffihús, kvikmyndahús, eru fylt, meðan vínið flóir í stríð- um straumum, meðan fólkið eyðir ókjörum, sýnir þetta alt, að hvort- tveggja hafa margir auraráð þrátt fyrir alt, og að ekki er van- þörf á að stífla fyrir strauminn. . Við mig hefir verið sagt: Mjer skilst að þetta sje ekki fyrir þá skuldugu. Jú, einmitt fyrir hina skuldugu, því hversu margur hefir ekki lent í .skuldum og basli af því að hann gáði ekki að sjer, af því að hann eyddi meira en þörf var ,á, af þvi að hann flaut sofandi að feigðar- ósi- Þetta ætti þó að vera til vam- a.ðar við slíku- Mjer hefir í sannleika verið það vel Ijóst frá upphafi, að eigi mundi í fyrstu allar hendur á lofti, að eigi mundi menn alment stökkva upp til handa og fóta til fylgis við hugmynd mína um Tíu ára áætlun. En jeg vona þó, að hún hafi það sjer til ágætis, að er fram líða stundir, afli hún sjer æ fleiri og fleiri fylgjenda, er góðir menn taka höndum saman. Og yrði hugmynd mín einhverjum, þótt fáir yrði að tiltölu, til ein- hverrar vakningar og meiri varúð- ar, hefði jeg ekki talað til einkis og treysti jeg að minsta kosti því. Og þó það hefði verið einasti einn maðnr, er einn maður svo mikils' virði, að mikið er fyrir hann ger- andi. A eitt vil jeg minna yður öll, sem að vísu allir vita, að væri um veikan og breiskan bróður að ræða, þá á samkvæmt fomu, sí- gildu boðorði, að gæta síns veika og breiska bróður. Það er vor ■heilög skylda. Að svo mæltu vil jeg snúa máli mínu til yðar allra og biðja yður að hugsa um þetta mál og veita því yðar mikilsverðu samúð og hjálp. Stjettarbræður mína, er orð mín heyra, bið jeg hvern hjá sjer að hjálpa góðu málefni, með því að reyna að hafa áhrif á sitt safn- aðarfólk, einkum hina yngri. -— Vegna þess að þeir þekkja pem sónulega einstaklingana meðal sinna safnaða yfirleitt öðrum frem ur, ætti í því að felast hinn mesti styrkur. Síst ætti viðleitni í þessa átt að vera til ógagns þeirra aðal- starfi og allra síst afla þeim óvin- sælda- Ennfremur vildi jeg biðja kenn- ara og forstöðumenn hinna ýmsu skóla í landinu að gera það sem í j)eirra valdi stendur til að ýta við nemendum sínum. Þeir standa mætavel að vígi, sakir daglegra samvista og kynna. Enn.fremur vildi jeg biðja stjórnendur ung- mennafjelaganna í landinu, þá sem standa framarlega í K. F. U. M. og K. F- U. K., ráðandi fólk í bindindisfjelögum landsins og öðr um fjelagsskap, að leggjast hjer á eitt. Jeg vildi biðja foreldra um landið alt, húsbændur og'alla góða menn og konur, hvaða stöðu sem þeir skipa, eldri og yngri um að taka höndum saman um Tíu ára áætlunina. Það sem .jeg fer fram á, er samtök, samvinna og með fllri samvinnu verður miklum hlutum til vegar komið og mörg verðmæti munu varðveitast er ann- ars væri hættan á, að mundi þjóð- inni týnast. Ef blöð og tímarit vildu góðfús- lega leggja Tíu ára áætluninni lið, .yrði að því afarmikill styrkur, því blöðin eru máttarvöld í landi voru sem annars staðar. Um jietta mál ætti ekki að jrarfa að rísa stjórn- málaágreiningur eða slíkt- Það er hlutliaust mál. Þalcka jeg öllum fyrirfram fyrir hjálpina, öllum, sem í orði eða verki hafa haft og munu leggja Tíu ára áætlun minni lið, eins og jeg jjakka öllum mjög vel, sem vel og ljúfmannlega hafa tekið máli mínu fram til þessa og sjer- staklega mínum mörgu ástúðlegu vinum nær og fjær. Eyðslan var um hríð orðin að tísku. Þann óholla straum þarf með öllu að stöðva- Vjer þurfum að skapa nýja, tísku, hollari tísku, nýtt almenningsálit drengskapar, varúðar og skynsamlegrar spar- semi, svo að sá þyki maður að meiri, sem fer Vel með sitt. Þetta almenningsálit eiga ein- staklingarnir að skapa, og hver sem breytir eftir þessum boðorð- um, gerir sitt til þess. Hver ein- asti maður þarf að skilja það, að Versl. Grettir tilkynnir sínum viðskiftamönnum og öllum al- menningi, að jólaverð okkar er byrjað. Allar vörur með lægsta verði, svo sem: Melís höggvinn 28 aura /2 kg. Strásykur 23 aura /2 kg. Hveiti, Alexandra, 1,90 sekkurinn. Hveiti, Millenium, 1,35 sekkurinn. Hveiti í lausri vigt 18 aura /2 kg. Alt til bökunar. Ennfremur: Súkkulaði, Sæl- gætisvörur, Tóbaksvörur, Jólakerti, Jólaspil, Ávextir nýir og niðursoðnir. Alt með jólaverði! Komið sem allra fyrst. Jólin nálgast. Ilersl. Brettir. Simi 3S70. Vatnsveilan. Áskorun. • Hjeirmeð er skorað á alla að fara eins sparlega með vatnið eins og frekast er unt. Beini jeg þeirri áskorun sjerstaklega til allra, er að þvotti vinna. Hafið það hugfast, að með óhæfilegri vatnseyðslu hakið þið samborgurum ykkar í upphverfum bæjarins hin mestu óhægirtdi. Vatnsskortur er nú að verða meiri í upphverfunum, en þegar þvegið er á öllum fiskstöðvum, og þó er ekki þveginn fiskur nú. Stafar þetta ein- göngu af mikilli eyðslu í heimahús- um, sem venja er til fyrir hátíðar. Reykjavík, 16. des. 1933. Bæjarverkfræðingur. á honum eiyi síður en. öðmm velt-; ur heill og heiður landsins og það ] er vegsemd hvers einasta manns, að honum er ætlað að byggja upp : hið nýja Island, bjartara, fegurra, farsælla land og að reisa alt það 1 úr rústum, sem liggur við hruni. Það tel jeg skyldu allra góðra manna og kvenna nú á tímum erfiðleikanna að innræta slíka hugsun, brenna hana óafmáanlega inn í ineðvitund hvers einasta manns um þvert og endilangt ís- land, að framtíð landsins, ham- ingja þess, blómgvun og blessun þess, sje þeim að vissu leyti á vald gefin, að enginn sje þar gagnslaus, heldur eins og hlekkur í stórri keðju, sem hvorki má hila) nje hresta, þegar ættjörðin kallar. Það má enginn ■ bregðast, þegar Iþjóðin er í vanda stödd. Eitt vil jeg minna á og það er ' þetta: Það er ekki nóg, að menn kannist. við, að hjer sje um nýti- lega hugmynd að ræða, þar sem •er Tíu ára áætlunin. Sú skoðun verður að koma fram í verki. Það er á allra vitund, að margir kannast við; að eitt eður annað sje nýtilegt, en hreyfa hvorki hönd nje fót til að hlynna. að því. Að svo mæltu fel jeg yður öll- um Tíu ára áætlun mína. Jeg bið yður öll að hlynna að lienni í orði og verki og fullvissa yður um, að þess þarf yður aldrei að iðra. Vjer skulum muna það, sem forðum var sagt og jeg hefi áður minst á: Hver sem vill fylgja mjer, af-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.