Morgunblaðið - 17.12.1933, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.1933, Blaðsíða 19
20 MORGUNBLAÐIÐ Til hliðar við yður, ef þjer gangið upp eða niður Bankastræti. BRISTl Urwal af jðlailfiíum. Armbands- og vasaúr. Klukkur, nýkomið úr- val. Saumavjelar, góð- ar tegundir. Kaffistell, frá kr. 50.oo. Skálar, stórar og smáar. Borð- búnaður Og smávara. Lítið inn áður en þjer gerið kaup. Mikill afsláttur af eldri vörum verslunar- innar. HARALDUR HAGAN, Sími 3890. Austurstræti 3. lilatrles- fætur fást i JÁRNVÖRUDEILD Jes Zimsen. deildinni nokkrar upplýsingar um ýms þau atriði. Meðal annars ekki síst það. hve víðtækir og marg- víslegir samningar eru fyrir hend við starfsmenn vig stofnanir rílc isins, er hindra niðurfærslu á laun- um. Hvort margt af þeim og hvaða starfsflokkar hafa samn inga upp á annað en algengan pppsagnarfrest o.s.frv. Framkvæmd þessarar tillögu ef samþykt verður ætlast jeg til, að verði meðal annars sú að segja öllum slíkum samningum upp taf- arlaust, svo að þeir sjeu þó eigi til hindrunar á næsta þingi, þegar ætla má að nýtt kerfi verði lög leitt á þessu sviði. -Teg ætla ekki neitt að skora háttvirta þingmenn að samþykkja þessa tillögu. Þar fer hver eðlilega eftr sínum vilja, sínum hugsunar- hætti, sinni stefnu á því sviði sem hjer er um að ræða. hjer er um að ræða. Leiðrjettinga í þá átt, að færa niður svo fljótt sem verða má launagreiðslur til þeirra marma sem taka laun utan launalaga, og hæst laun og mestar og óþarfastar aukagreiðslur fá. Tillagan er tilraun til að leiða það skýrt í ljós, hvort vilji er trúa sem skipa þessa háttvirtu fyrir hendi, meðal þeirra þjóðfull- deild til að gera þær breytingar sem unt er að gera nú þegar. Hún er jafnframt tilraun til að vita um vilja og möguleika hæstv. ríkis- stjórnar til endurbóta á þessu sviði. Það er gert ráð fyrir, að 10 mánuðir l>ði þar til saman kemur reglulegt þing, þar sem tækífæri gefst til að taka þetta tnál alt í gegn. Á þessu tímabili mætti margar þúsundir spara ríkissjóði á þessu sviði, ef einbeitt og fasttæk ríkis- stjórn með þingvilja að baki, sýndi alla viðleitni til hagkvæmra á- ‘aka í því efni. Hitt er mjer þó full ljóst, að margir og margvíslegir annmark- kar eru á þessari framkvæmd- — fíefir mjer að vísu eigi gefist færi á að rannsaka hve víðtækir og margháttaðir þeir eru í sumum fnum. Vænti jeg að hæstv. for- ,ætis og fjármálaráðherra gefi Ný kvæðabók. Margrjet Jónsdóttir: Við fjöll og sæ, kvæði. — Reykjavík 1933. Ríkis- prentsmiðjan Gutenberg Margrjet Jónsdóttir er fyrir löngu orðin kunn fyrir kvæði sín, bæði í ,,Æskunni“, sem hún hefir verið ritstjóri fyrir um ára- bil og svo í gegn um útvarpið, en þar hefir hún öðru hvoru lesið upp ýms kvæði sín. Kvæði þessi hafa bent á, að hjer væri skáld kona á ferðinni. Margir vinir Margrjetar munu því hafa ver- ið farnir að vonast eftir bók frá henni og bókin kom í haust eins og kunnugt er orðið, prýðileg að formi og frágangi. Of mikið lítillæti er hjá kven- þjóð vorri um þessa hluti, því að það hefir mátt teljast viðburð- ur, er konur hafa látið sól sína skína í heimi bókmentanna. En nú virðist mega búast við bylt- ingu á þessu sviði, svo margar bækur, sem konur hafa sent frá sjer í haust. Og satt mun það reynast um konuna, að hún sjer jafnan margt í mannheimum ,,er ýmsum er vamað að heyra og sjá“, eins og M. J. kveður í „Álf- hóll“. En skáldkonan segir þar nú raunar líka: „Sú gáfa varð sorg mín og gleði“, og ætti það á engan hátt að draga úr því, að konur ljetu oftar ljós sitt skína. Kvæðabók M. J. sýnir, að skáld- konan á „óskabát“, „sem hefir fyrir árar útfararþrá og ofurlítið stýri, Vanagyðju frá og segl þau, sem dregnar eru draumsýnir á“, eins og skáldkonan segir sjálf i „Sat hún út við sæinn“. Annars eru yrkisefni Mar- grjetar fjölbreytt og ýmist í „dúr“ eða „moll“, það er að segja, þau eru eftir efni og á- stæðum þýð eða stríð, blíð eða þróttmikil. En fíest eru kvæðin ljóðræn. Stundum hrópar skáld- konan: „Jeg vil lifa, jeg skal verða frjáls", og í sama kvæði: „Jeg vil hefja könnunarför, ýta knerri úr vör, leysa kúgarans f jötra með söng“ ellegar hún kallar þýtt, eins og til lóunnar: T5S* „Komdu til að kveða með mjer kæra góða systir mín“. Það finst glögt á kvæðunum, að skáldkonan þekkir bæði hin- ar björtu hliðar lífsins og svo skuggahliðarnar, en henni þyk- ir auðsjáanlega vænst um birt- una og það fagra, góða og glaða og vel sje henni fyrir það, Hún gefur t. d. þetta heillaráð: „Opnaðu gluggann og gefðu gleðinni húsaskjól", því að: „Hvert daggartár, hvert blað á björk og víði, er brot af lífsins mikla töfra- smíði". Mjer þykir vænt um, að það verður varla vart nokkurrar bölsýni í kvæðum Margrjetar Jónsdóttur, en hún er aftur mjög fundvís á sólskinsblettina. — Þrátt fyrir það finnur hún til með þeim, sem líða og eru afskiftir í lífinu. Það sýna kvæðin: „Stúlkan máttlausa", „Blindur drengur", „Söngur krypplingsins" og svo „Vöku- konan“, sem mun vera eitthvert besta kvæðið í bókinni. Annars er mikill þróttur í kvæðunum „Hnitbjörg" og „Melkorka". En einna vænst held jeg samt, að mjer þyki um barnakvæði Mar- grjetar. Það eru svo fáir, sem yrkja fyrir börn með þjóð vom. Jeg leitaði í sumar að bamarími og kvæðum við barna hæfi, hjá öllum skáldum vorum, en hafði ekki erindi sem erfiði. Og drýgst- ar urðu mjer gamlar þjóðvísur. En Margrjet Jónsdóttir virðist vera gædd þeirri undragáfu, að geta ort fyrir börn, enda er hún kennari. Það sýna t. d. vikivakar hennar, sem eru nú má segja, á hvers barns vörum hjer í bæ, síðan leikrit hennar „Vorið kem- ur“ var leikið hjer á barnadag- inn í fyrra. Þingvallavikivakann kannast allir við síðan 1930 og „Ása bros ir ung og blíð“ er nú eftirlætis- söngur telpna. 1 vetur lagði undirritaður þessa spurningu fyrir börn í einum 6. bekk í barna- skóla Reykjavíkur: Hvaða vísu þykir þjer vænst um? Eitt barnið kom með vöggu- vísu eftir M. J. Það er stór mikill fengur fyr- ir þjóð vora, ef skáld vor fást til að yrkja meira fyrir börn. Þar er um auðugan garð að gresja um yrkisefnin, en stórt skarð að fylla í bókmentum vor- um. Skora jeg á skáld vor að beita sjer fyrir því, að bætt verði úr þessu. Margrjet Jónsdóttir og Jóhannes úr Kötlum hafa gert vel í þessu efni, en munu þó gera betur og fleiri verða að fylgja þeirra dæmi. Hjer verður ekki sagt fleira af kvæðum Margrjetar Jóns- dóttur, sjón er þar sögu ríkari og jeg á von á því, að kvæði henn- ar verði mikið lesin, en vist er um það, að æskan mun syngja jau. fsak Jónsson. NÚ ER ÉG KÁ - TUR raular hinn ánægði eiginmaður fyrir munni sjer, þegar hann sjer að eigi hefir gleymst að láta GllBlD’S IUstiti á kvöldborðtð. Jðlamatnr: Hangikjöt. Nýslátrað grísakjöt, nautakjöt og ali- kálfakjöt. Rjúpur, endur og kjúklingar. Nýtt rjömabússmjör, ísl. egg, margskonar græn- meti, ávextir nýir og niðursoðnir, fjölbreyttur áskurður á brauð o. fl. o. fl. Vörugæðin viðurkend, og verð hvergi lægra. Pantanir, einkum á fuglum, óskast sem fyrst.. SIMelai SuðDrlamls. Hafnarstræti 5, sími 1211. .Laugaveg 42, sími 3812. Týsgötu 1, sími 4685. Hverfisgötu 74, sími 1947- Ljósvallagötu 10, sími 4879.. Smyglun innflytjenda í Bandarí k j unum. Giftingaxauglýsing. 1 giftingarauglýsingu í dönsku blaði stendur: Hvers vegna kem- ur enginn til Friðrikku? — Ungi maður, hvað nú? Komdu nú. Hjer er jeg, hvar ert þú? Leyndardómur úrsins. í Kanada er úrsmiður einn, sem er alveg í standaudi vandræðum ----- út af smáúri. Hvemig á því stend- Við það, að bannaður hefir ver- ur, er sagt hjer: Fyrir 6 árum ið innflutningur fóllc.s til Banda- fekk úrsmiðurinn gamalt vasaúr, ríkjanna, hefir farið að bera á sem borgun á viðgerð á kluklcu. nýrri atvinnugrein, nefnilega Hann lagði úrið til hliðar, taldi smyglun manna. Fólk, sem vili það lítið verðmæti hafa. Fyrir flytja. inn í Bandáríkin, en getur skömmu var hann að grúska í ekki fengið leyfi til þess á lög- safni af gömlum úrum, sem hann legan hátt, nýtur aðstoðar smygl- átti, ograkst þá á þetta umtalaða ara, sem hjálpa því til þess að úr. í liugsunarleysi opnaði hann komast inn í landið. Það er þá úrið. Sá hann þá sjer til undrun- annað hvort, að því er smyglað ar að ritað var með mjög smáu, inn að næturlagi í allskonar dul- en þó vel læsilegu letri, inn í úrið: ai-gei'fi, eða það er sent með „Kæri sonur minn Páll! Jeg á nú venjulegum gufuskiþum, og skamt eftir ólifað. Jeg er hræddur notar þá fölsk vegabrjef, eða um, að jeg fái ekki að sjá þig fölsk „re-entrypermits“ (vega- framar, og geti því ekki, eins og brjef sem amerískir borgarar, sem jeg hefði kosið, sagt þjer frá þessu fara til útlanda, fá, til trygging- sjálfur. Jeg verð því að dylja ar því, að þeir komist liindtunar- leyndarmál mitt og láta tilviljun- lanst inn aftur). ina ráða, hvort þú finnur þetta eða ekki. Jeg er sá eini á lífi, sem þekki þetta leyndarmál. Jeg liefi búið til smákort yfir eyjuna, þar sem geymd eru að minsta kosti 50 þúsund pund í gull-klump- um. — Eyjan heyrir ekki und- ir neitt ríki, og hún liggur úr vegi fyrir venjuiegum skipsferðum. Nú áma jeg þjer allra heiila, sonur minn. Hættu við sjómensku. Hún á ekki við þig“. — Brjef þetta var dagsett 1868. Kortið gaf ná- kvæmlega til kynna, hvar fjár- sjóðinn væri að finna. En úr- smiðurinn — hann veit sem sje ekki sitt rjúkandi ráð, hvað hann á að gera við þenna óvænta fund. Oft vill það verða, að útlénd- ingar, sem þannig er smyglað' inn, sæta slæmri meðferð af smyglurunum. Ymist ræna þeir þá, er þeir hafa komið þeim á land, eða þeir gefa því gætur,. hvar þeir setjist að, til þess síðar meir að geta haft f je af þeim, er þeir hafa unnið sig upp. Innfiytj- endur geta aldrei verið óhultir fyrir smyglaraforingjtmum, því að þeir láta ekkert tækifæri ónotað til þess að fjefletta þá. Þannig getur það verið grátt gaman að' iáta smylga sjer inn í FreLsisríkí . Amerílcumanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.