Morgunblaðið - 04.06.1939, Side 5
: Sunnudagur 4. júní 1939.
5
• í!
eo
Útgef.: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Ritstjórar: Jón KJartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgTSarmaflur-).
Auglýsingar: Árnl Óla.
Ritstjórn, auglýaingar og afgreibsla: Austurstræti 8, — Slmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 3.00 á mánufii.
í lausasöiu: 15 aura eintakiö — 25 aura meö Lesbók.
3. júní
SJÓMAÐURINN
Þegar vjef lítum yfir Versl-
unarskýrslur síðiBtu ára,
sjáum vjer hvernig þróun at-'| í
~ vinnulífsins hefir verið. Frá
■ .aldamótum og fram til 1920
námu landbúnaðarvörur að með
altali rúmlega fimta hluta af
útflutningsmagninu, en 1921 til
1930 námu þær ekki nema 12%
"Og 1932 aðeins 7%. Síðan hefir
hlutfall landbúnaðarvörunnar
liækkað og 1937 er það komið
upp í nál. 17 %.
Árið 1901-—’Oo var hinsvegar
hlutdeild fiskiafurðanna í út
fíutningnum að meðaltali tæp
■m%, 1916—’20 tæp 75%,
1926—’'30 nál. 88%, 1931—’35
-4rm 901/2- Hæst varð hlutdeildin
~árið 1932, 92%, en hefir síðan
lækkað, nokkuð og var 1937
81%. ’
Þessar tölur sýna, að afkoma
íslenska þjóðarbúsins út á við
-veltur fyrst og fremst á sjávar-
útveginum. Verði hnignun hjá
jDessum atvinnuvegi, kemur
brátt kyrstaða eða afturför í
viðskiftajöfnuði þjóðarbúsins út
, á við.
H
1 dag minnist íslenska þjóðin
sjómannsins, þess manns, sem
ber uppi þann atvinnuveginn,
sem þjóðarbúskapurinn á lang-
rnest undir, að vel gangi. Þaðeru
<ekki aðeins viðskiftin út á við,
sem bíða hnekki, ef eitthvað á
hjátar með sjávarútveginn.
Kyrstaða kemur á allar athafn
ir og framkvæmdir í landinu
æjálfu, ef illa gengur hjá þess
um atvinnuvegi.
íslenska þjóðin hefir nýlega
minst 20 ára afmælis fullveld-
is síns. Á þeim hátíðisdegi gat
l)jóðin bent á margar og* miklar
framkvæmdir, sem orðið hafa
hjer á landi eftir 1918, að þjóð-*
in fekk viðurkent fullveldi sitt.
En gerir þjóðin sjer það fylli-
lega ljóst enn þann dag í dag,
hvaðan henni kom fjármagnið,
;sem þurfti, til risaframkvæmd-
anna á nálega öllum sviðum?
,Svo mikið er víst, að allir ráða-
menn þjóðarinnar hafa ekki
:gert sjer þetta ljóst á liðnum ár-
um. Því ef svo hefði verið,
hefðu þeir ekki látið þá hnign-
um koma ýfir sjávarútveginn,
•■sem nú er sorgleg raun á orðin.
Við skulum vona, að nú sjeu
ráðamenn þjóðarinnar að vakna
<og að þæir sjeu staðráðnir í, að
rgera alt sem í þeirra valdi
-stendur til þess að rjetta við
sjávarútveginn og hefja hann
saftur í þann sess, er hann hafði
• á mestu uppgangsárum þjóðar-
iinnar.
Þegar íslenska þjóðin minn-
rst sjómannsins, minnist hún
IhetjuHnar, sem leggur líf sitt í
hættu í hvert sinn, er hann fer
út á hafið, til þess að afla björg
þjóðarbúið. Veðráttan við
strendur okkar lands er svo
dutlungasöm, að þótt sjómaður-
inn f^ri út í dag í blíðskapar-
veðri og spegilsljettan hafflöt-
inn, getur verið svo komið á
morgun, að hann heyji baráttu
i pp á líf eða dauða. Þannig er
starf sjómannsins, alla daga. En
aldrei hikar hann. Aldrei bregst
hann skyldunnar.
Um þetta leyti í fyrra var
hjer háður fyrsti sjómannadag-
urinn. Einn þátturinn í hátíða-
höldunum þá var minning
druknaðra sjómanna — hinna
föllnu hetja. Enn í dag er sami
liður á dagskrá sjómannadags-
ins. Frá sjómannadeginum í
fyrra og til þessa dags hafa alls
druknað 31 sjómaður, við
skyldustörf sín á sjónum. Þetta
er mikið afhroð fyrir fámenna
þjóð og sýnir, hve áhættusam-
ur þessi atvinnuvegur er.
En þegar vjer minnumst á-
hættu sjómannsins ber oss einn-
ig að þakka það, sem gert er
honum til öryggis og aðstoðar í
starfinu. Þar er veigamest starf
Slysavarnafjelags íslands. Frá
síðasta sjómannadegi og til
þessa dags hefir björgunar-
skúta Slysavarnafjelagsins að-
stoðað fjölda báta og skipa,
sem eitthvað hefir orðið að, oft
í misjöfnu veðri. Tala sjómanna
á skipum þessum mun vera *um
300.
Þótt ekki veroi sagt, að hjer
hafi verið um eiginlega björg-
un að ræða, er það ákaflega
þýðingarmHcið fyrir sjómenn-
ina, að vita það, að altaf er til
taks skip, sem er boðið og búið
til hjálpar, ef eitthvað verður
að. Þessvegna er það skvltía
allra manna, sem vilja sjómann-
inum vel, að styrkja starfsemi
Slysavarnaf j elagsins.
Aflinn.
eildaraflinn á öllu landinu
var þann 31. maí 31.839
tonn, miðað við fullverkaðan fisk.
Á sama tíma í fyrra var aflinn
28.909 tonn og ái-íð 1937 var hann
23.332 tonn. Ilefir aflinn í ár því
verið um 3 þiis. tonnum meiri en
í fyrra.
að ekki mætti finna á því cin-
hverja agnúa, ef farið er í lúsa-
leit. En Sjálfstæðisflokkurinn sætt
ir sig glaður við þann dóm, sem á
hann verður lagður fyrir fram-
komu hans í málinu fyr og- síðar.
Hitaveitan hefir sigrað. Lítilmót-
sem íslendingar eiga. Þess vegna er
það ekki vansalaust en lienni sje
ekki meiri sómi sýndur en verið
hefir nú um sinn. Hjer eru ung-
mennafjelög, íþróttafrömuðir, upp
eldisfræðingar og skólamenn. Allir
þessir menn eig$ að leggjast á eitt
um það að hefja þjóðaríþróttina
legir útúrdúrar þeirra blaða o<
flokka, sem ekki hafa Jjeð málinulúpp í æðsta sessirm í íþróttaiðkun-
Aflinn skiftist þannig milli f jórð j lið, geta ekki stöðvað það úr því, um landsmanna.
unganna: Sumd midin gafj órðungur sem komið er.
Skuggahliðar
hafnarborgarinnar
aga gerðist lijer á fimtucíags
R
Einn liðurinn á dagskrá sjó-
mannadagsins í dag er opnun
sýningar 1 MarkaSsskálanum.
Sýning þessi er stórmerkileg.
Þar er sýnd þróun alls þess, sem
viðkemur starfi sjómannsins,
svo og allskonar tæki, sem
gerð hafa verið til öryggis sjó-
farendum, til notkunar bæði á
sjó og landi.
Þegar vjer rennum augum
yfir þessa merkilegu og ein-
stæðu sýningu, verður oss ó-
sjálfrátt .á að spyrja: Hvar er
sjómannasafnið? Það er ekki
til, verður svarið. En er ekki
tími til kominn, að hefjasl
handa um, að koma upp slíku
safni? Væri ekki rægt að sam-
eina hjer hvorttveggja, að
reisa veglegt minnismerki yfir
hinn ,,óþekta sjómann“ og að
hafa þar Safn, sem geymir all-
ar minjar sjómannsins?
25.363 tonn, Vesífirðingafjórðung-
ur 4.507, Norðlendingafjórðungur
1.040 og' Austfirðiiigaf jórðungur
928 toun.
Togararnir.
Þeir ei*u nú sem óðast að koma
inn úr síðnstu veiðiför sinni.
til Vestur- og Norðurlandsins. Að-
eins fá skip eru eftir úti. Veiði
togaranna í þessari síðustu veiði-
för var fremur rýr; fengu 80—
125 tonn, eftir hálfsmánaðar úti-
vist og þar jTfir. Var talsvert af
ufsa hjá öllum skipunum.
Ekki er enn fyllilega ráðið hve
margir af togurunum fara á síld-
veiðar að þessu sinni. Vitað er um
tvo Rvíkur-togarana, Geir og Max
Pembei’ton, að þeir fara ekki á síld.
Reykjaborgin mun heldur ekki
fara á síld, en verið, getur að hún
fari á karfaveiðar.
Hitaveitan.
eykvíkingar og raunar allir
landsmenn bíða þess með
óþreyju að hafist verði handa um
hitaveitu Reykjavíkur. Þetta mál
hefir verið á döfinni mörg ár.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir átt um
það í langvinnri og' óskiljanlega
harðvítugri baráttu. Um áramótin
1937—’38 leit út fyi'ir að málið
væri að fullu leyst. Þá hafði borg-
arstjóra tekist að fá lánstilboð í
Englandi. Upp úr áramótunum
voru að tilhlutun bresku stjórnar-
innar gerðar ýmsar ráðstafanir um
lánveitingar úr landi. Vegna þess-
ara ráðstafana Ararð ekki af hinni
fyrirhuguðu lántöku í Englandi
Síðastliðið ár var leitað fyrir
sjer um lán á Norðurlöndum, en
þær umleitanir urðu árangurslaus
ar. Því var haldið fram af and-
stæðingum Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, að lánsynjanirnar stöf-
uðu af því, að málið Iiefði ekki
hlotið nægilegan undirhúning. En
þetta var vísvitand: blekking. Mál
ið var svo Arel undirbúið, að það
hefir mjög aukið liróðurt íslenskra
verkfræðinga erlendis.
Útúrdúrar.
Því var haldið fram um bæjar-
stjórnarkosningarnar í fyrra
að hitaveitan væri ekki annað en
,kosningabomba‘ Sjálfstæðisflokks
ins. Þessar ásakanir voru bornar
fram gegn betri vitund. Andstað-
an gegn málinu er nú yfirunnin,
nema hjá einstaka mönnum, sem
geta ekki gleymt því, að það voru
Sjálfstæðismenn, sem tóku málið
upp, börðust fyrir ]>ví langvinnri
baráttu og báru það loks fram til
sigurs. I, blaði einu hefir Arerið á
það bent. að úr því að Sjálfstæð-
ismenn eigni sjer allan heiðurinn
af þessu máli, þá verði þeir einnig
A
að vera við því búnir að óánægja
vegna framkvæmdanna bitni á
þeim.
Frá því sögur hófust, hefir aldr
ei verið borið fram svo gott mál,
nótt síðastliðna, sem vel
'mætti heita „Skuggahliðar. liafn-
arborgarinnar". Fjórar íslenskar
stúlkur höfðu á miðvikudagskvöld
ið flækst út í erlendan togara sem
lá hjer við bryggju. Um morgun-
inn ætluðu þær í land, en þá vildu
skipverjar ekki sleppa þeim.
Lenti þá í ryskingum og skarst
lögreg'lan í leikinn. Tvær af stúlk-
um þessuin voru börn að aldri, önn
ur tæpra 16 ,en liin aðeins 14 ára.
Það er óhætt að fullyrða, að
þessi atburður hefir kornið sárar
við alla liugsandi menn en flest
annað sem hjer hefir gerst upp á
síðkastið.
Sú krafa hefir nú risið, að hert
verði svo á lögreglueftirliti yið
höfnina, að fyrirbygt sje að vafa
sarnai’ kvenpersónur geti flækst að
vild út í skip. gefið sig þar í
drykkjuslark og ólifnað og- skrið-
ið síðan upp á landjörðina ataðar
í hverskonar óþverra sjúkdómum.
Er þó hörmulegast til þess að
vita þegar þessar drósir draga með
sjer hálfvaxin stúlkubörn út í
þennan ófögnuð. Hjer er tilefni
til öflugra ráðstafana af hálfu
þess opinbera, ráðstafana sem
framkvæma verður þegar í stað.
Íslandsglíman.
Ahorfendur að Íslandsglímunni,
sem fram fcr á miðvikudags
kvöldið, hafa Jokið upp einum
munni um það, að þessi þjóðar
íþrótt íslendinga sje komin í þá
niðurlægingu að þörf sje nýrrar
vakningar, ef úr verði bætt. Eftir
Islandsglímuna í fyrra, beindi
Morgunblaðið því til Norðlend-
inga, að þeir drægi nú af sjer
sljeitið og- reyndu að handsama
glímubeltið að nýju eftir þrjátíu
ára fjarveru þess af Norðurlandi.
En því A*ar þessari áskorun beint
til Norðlendinga. að á Norðurlandi
hófst hin nýja glímuöld. Glíman
hafði haldist við í fullu fjöri í
nokkrum sveitum þar nyrðra, eink
um þó í Mývatnssveitinni og það-
an komu tiltölulega langsamlega
flestir keppendanna á glímumót
þau, sem haldin voru á Akureyri
árin 1906—1909. En Norðlending-
ar eru í þessum efnum „annars-
hugar eða þeir eru sofnaðir". Eng-
inn Þingeyingur kom á Islands
glímuna að þessu sinni, enginn
Eyfirðingur, enginn Skagfirðingur
og enginn Húnvetningur. Allir
keppendurnir voru )ir Reykjavík
og Yestmannaeyjum.
Glíman er fögur íþrótt, þegar
glímt er af ljettleik og fimi. Fróð-
um mönnum kemur saman um að
fáar íþróttir sjeu betur til þess
fallnar að auka snarræði í hugsun
og hreyfingum. Þetta er helsta
þjóðaríþróttin af líkamlegu tagi,
Önnur íþrótt.
annan í hvítasunnu efndi út-
varpsráð til liestamanna-
kvölds. Þessi nýbreytni hefir
mælst mjög vel fyrir. íslendingar
hafa löngum Arerið hestamenn enda
hefir hesturinn verið „þarfasti
þjónninn“ til skams tíma. Nú eru
bílarnir að miklu leyti komnir í
stað hestanna. Frá því er sagt til
gamans, að í New York sjeu hest-
ar orðnir svo fágætir, að þeir fæl-
ist ef þeir sjá annan hest.
Langt verður þess að bíða, aS
svo fari hjer á landi. En það má
furða heita á þessari miklu íþrótta
öld og útivistar, að menn skuli
ekki sækjast meira en er eftir því
að komast á hestbak. Flestum
kemur saman um, að það sje un-
aðslegasta hressing og skemtun
sem fengin verður. ■
Kaupstaðabúar og innisetumenn
ættu að reyna sem oftast að kom-
ast á hestbak. Hestamannafjelögin,
með Fák í fararbroddi, vinna gott
starf í þessu efni. Það sem mest
stendur því fyrir þrifum að hesta
eign er ekki almennari, en raun
er á, er fyrst og fremst kostnað-
nrinn og svo allskonar vafstur,
sem því fvlgir. Menn verða að slá
sjer saman í fjelög, eignast hesta
og hlöður og ráða hirðusama og
natna menn til hestavörslu sumar
og vetur. Ef hesturinn er tilbúinn
til þess að stíga á bak með litlum
fyrirvara, er enginn vafi á því, að
hestaeign mundi etóraukast í kaup
stöðum og reiðmenskan verða
miklu almennari en nú er.
75 ára er í dag præp. hon. Jón
íírnason frá Bíldudal nú til heim-
ilis á Freyjugötu 17.
Ferðafjelag íslands hefir útbúið
smá-hefti sem sent hefir verið öll-
um fjelögum. Er í því stutt lýs-
ing á sumarleyfisferðum og skemti
ferðum um helgar, sem farnar eru
frá Reykjavík. Hafa þegar verið
farnar nokkrar ferðir um helgar.
Ferðafjelag íslands biður alla sem
ferðast að ganga vel um, skilja við
hvern áningarstað, ekki ver en
komið A7ar að honum. Skilja ekki
eftir matarleifar, dósir, pappír eða
neitt það sem eyðileggur ánægju
þess er næst kemur. Loka öllum
hliðum sem um er farið.
Leiðrjetting. Fyrirsögn greinar
minnar um Jóhannes Áskelsson í
Mbl. í gær, á að vera: Merkileg
jarðfræðiritgerð. — í greininni
Bimini og ísland hafði misprent-
ast stofn fyrir stafn. — 3. júnL
Helgi Pjeturss.
5000 krónur
óskast lánaðar gegn góðri trygg-
ingu. Get útvegað lánveitanda
vinnu, við iðnað, sennilega lang-
varandi. — Tilboð óskast send
fyrir 7. þ. m. til afgreiðslu blaðs-
ins, merkt „ÞAGMÆLSKA".