Morgunblaðið - 20.08.1939, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. ágúst 1930,
Hitler.
Ný yfirlýsing
Frakka og Breta
um stuðning
við Pðlverja
London í gær. FÚ.
Málfopinber tilkynning var
gefin út í París í dag, þar
serrr @nn er gerð grein fyrir af-
stöéu ÍBreta og Frakka í alþjóða
máíum. Segir þar, að ríkisstjórn-
ir ^rakklands og Bretlands
fylgffet'ígaumgæfilega með öllu
sem gerist og alt, sem máli
skifti, sje athugað rólega og
kvíðalaust. Þá segir að ríkis-
írtjórnir beggja landanna sje
jafn staðráðnar og áður í því að
standa við skuldbindingar sínar
og vinna gegn hverskonar til-
raunum til þess að leiða deilu-
mál til lykta með ofbeldi. í
London er tilkynt, að breska
stjórnin hafi samþykt birtingu
yfirlýsingar þessarar .
í London og París er litið svo
á, að pólska stjórnin sje jafn
ákveðin og fyr í að slaka ekki
til og halda fast í rjettindi sín
í Danzig, en muni gæta allrar
varfærni og forðast allar æsing-
ar og alt, sem spilt getur horf-
unum.
Hið hálf-öpinbera þýska mál-
gagn Diplomatischer Corres-
pondehz viðurkennir í dag, að
þýska sttjórnin geri sjer ljóst,
að Bretar muni standa við lof-
orð sín við Pólverja, þótt til
styrjaldar komi.
Stórtíðinða að vænta
innan fárra Öaga
Svo langt gengið að ekki
er hægl að snúa aftur
Þ
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
ýsku blöðin halda áfram að lýsa grimdaræði
Pólverja, og segja að misþyrmingar og of-
sóknir vaxi þar í landi með hverri stundu.
Stjórnin í Varsjá hafi haft liðsafnað meðal lægsta skríls-
ins til þess að vinna hermdarverk á Þjóðverjum.
„Schwarzekorps“ kalla Pólverja duglausa, menningar-
sna-uða kynblendinga, sem ekki hafi neinn lífsþrótt. Tíma-
ritið „Berlin—Roma—Tokio“ segir að samningar við Pól-
verja sje þýðingarlausir, því að stjórnin í Varsjá hafi eng-
an hemil á því, sem sje að gerast í landinu, og geti tæplega
staðið við að fullnægja samningum, þótt hún vildi gera þá.
Blöðin í Varsjá segja að Þjóðverjar hafi nú tekið upp
sömu aðferð og í fyrra, en setji nú aðeins Pólland í frjettir
sínar í staðinn fyrir Tjekkoslovakia. „Kurierpolsk“ segir,
að þegar Þýskaland krefjist þess að fá landamærunum
breytt, þá beri það því við, að það verði -að gera það sóma
síns vegna, en það sje nákvæmlega sá sami sómi sem Þýska
land ávann sjer þegar það ábyrgðist fullveldi Austurríkis
og lýsti yfir því, að það hefði engar frekari landakröfur
að gera í Evrópu þegar það hefði fengið Sudetahjeruðin.
í símfregn í „Times“ segir, að Pólverjar óttist að
Þjóðverjar ætli sjer að lima Pólland í sundur, þar sem þeir
kref jist þess eigi aðeins að fá Danzig, heldur einnig pólska
hliðið með Posen og pólsku Sljesíu.
í símfregnum frá Berlín er sagt, að menn óttist
að vegna þess hve mikið ber á milli, og engar horfur
eru á að neitt dragi til samkomulags, þá muni bráð-
lega skella yfir heiminn sú vargöld, sem enginn æski
eftir.
í skeyti til „Times" segir, að Hitler muni láta til
skarar skríða um Danzig-málið innan fárra daga. En
enginn veit hvað hann ætlast fyrir nje hvernig hann
hygst að ná takmarki sínu. Öllum virðist ljóst, að nú
þegar hafi verið gengið svo langt, að Þýskaland
geti ekki snúið aftur, vilji það halda sjálfsvirðing sinni
óskertri. Er það haft eftir mikils metnum Þjóðverja,
að nú sje svo komið, að það sje betra að eiga það á
Þjóðverjar standa
beturaðvígi
en áður
I
Frjettaritara Lundúnablaðsins
„Daily Herald“ í Danzig, hefir
verið skipað að hverfa á brott
úr borginni, innan sólarhrings.
hættu að bíða ósigur í
undan.
Danzigherinn búinn
til varnar
gegn Pólverjum
London í gær. FÚ.
Ahersýningu í gærkvöldi í
Danzig, afhenti herra För-
ster, nazistaleiðtoginn haka-
krossfána hinum nýstofnaða
varnarher Danzig, sem var
stofnaður fyrir um það bil tveim
ur mánuðum. Þegar Förster af-
henti fánann sagði hann, að
þessi litli her ætti að verja frí-
borgina Danzig frá hverskonar
árásum Pólverja, að utanverðu
frá og innan. Hann sagði einn-
ig, að samningsnefnan um
Danzig væri dauður bókstafur,
og ekki lengur framkvæmanleg-
ur. . t:
styrjöld, heldur en að láta
Czaky ræddi
við Mussolini
og Ciano
London í gær. FÚ.
Czaky greifi, utanríkismála-
ráðherra Ungverjalands,
fór frá Rómaborg í morgun, og
verður yfir helgina í Norður-
Ítalíu. Ekkert hefir verið látið
uppskátt um viðræður hans í
gærkvöldi við Mussolini og Ci-
ano greifa. Það er nú kunnugt,
að hvorki ítalska stjórnin nje
ungverska sendisveitjn í Róm
vissi, að Czaky greifa var að
vænta þangað, fyr en hann var
á leiðinni þangað.
Ciano greifi, utanríkismála-
ráðherra Ítalíu, frestaði för
sinni til Albaníu, vegna komu
Czaky, en er nú lagður af stað
loftleiðis til Tirana.
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
gær var gerður hermálasamningur milli Þýska-
lands og Slovakíu, þannig að öll Slovakía er fal-
in hervernd Þjóðverja.
Samkvæmt samningnum, sem gerður var milli ríkj-
anna í mars, höfðu Þjóðverjar aðeins leyfi til þess að hafa
her á litlu svæði í Slovakíu við landamæri Þýskalands.
Breska heimsblaðið „Times“ segir, að með þessum nýa
samningi sje það fengið fyrir Þjóðverja, að nú geti þeir
flutt her sinn lengst austur með landamærum Póllands,
einmitt þar sem helstu iðnaðarhjeruð þess lands eru. Einn-
ig sje nú Ungverjaland svift allri von um það að Slovakía
sameinist því, en Þjóðverjar geti nú saumað fastara að
Ungverjum en áður með það að fá heimild til þess að fara
með her yfir Ungverjaland til þess að komast að Rúmeníu.
Það er talið, að hin skyndilega Rómaborgarför Czaky
greifa standi í sambandi við það, að Þjóðverjar hafi hert
á kröfum sínum á hendur Ungverjum.
Svo óvænt var för Czaky greifa, að ungverski sendi-
herrann í Rómaborg vissi ekkert um hana fyr en Czaky
var kominn á stað áleiðis þangað suður. Czaky
fór þegar eftir komu sína til Róm til fundar við þá Musso-
lini og Ciano greifa og átti við þá langt samtal.
• Símskeyti frá Berlín hermir, að foringi Hlinka-hers-
ins í Slovakíu hafi krafist þess, að slovakisku hjeruðin,
sem látin voru af hendi við Pólverja, verði aftur samein-
uð Slovakíu.
Engar likur til
samkomulags
með Bretum
og Japönum
London í gær. FÚ.
fregnum frá París segir, að
franska sendiherranum í
Tokio hafi veri,ð falið að skýra
japönsku stjórninni sem skil-
merkilegast frá því, að franska
stjórnin sje þeirrar skoðunar,
að alt varðandi kínversku silf-
urbirgðirnar í bönkum á for-
rjettindasvæðum erlendra þjóða
í Kína og gjaldeyrismálin í
Kína, láti sig miklu skifta allar
þær þjóðir, sem standa að níu-
velda samningnum.
I frjett frá Domei-frjettastof-
I
unni japönsku segir, að full-
trúi japönsku herstjórnarinnar í
Canton í Suður-Kína, hafi lýst
yfir því, að japönsku hersveit-
irnar með fram landamærum
leigusvæðis Breta við Hongkong
eigi að koma í veg fyrir, að Chi-
ang Kai-Shek stjórnin fái nokk-
ur hergögn yfir Hongkong.
Verða hersveitirnar ekki flutt-
ar á brott, sagði hinn japanski
fulltrúi, fyrr en Bretar hætta
stuðningi sínum við Chþing Kai
Shek.
Domei-frjettastofan, sem oft
er talin túlka skoðanir japönsku
herstjórnarinnar, tilkynnir, að
það muni nú verða lagt á vald
japönsku herstjórnarinnar 1 Ti-
entsin, hvað gert verði af Jap->
ana hálfu viðkomandi hinni
staðbundnu deilu þar. Óttast
menn, að afleiðing þess verði,
að enn verði hert eftirlitið við
brseka forrjettindasvæðið.
Súðin var á Pétreksfirði í gær-
kvöldi.