Morgunblaðið - 20.08.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.08.1939, Blaðsíða 7
ðtmnudagur 20. ágúst 1939. MORGUN BLAÐIÐ 7 Sigurður Sigurðsson berklayfirlækniríeftir- iltsferð á Norðurlandi Sigurður Sigurðsson, berkla- yfirlæknir, var meðal far- þega á e.s. Dettifossi norður og vestur í gær. Ætlar hann í berklaeftirlitsferð, aðallega í Eyjafirði, og ef til vill í Keldu- hverfi í Þingeyjarsýslu. Berklayfirlæknirinn er nýlega kominn úr slíkn ferðalagi á Ströndum. Var hann hálfs mán- aðar tíma í þeirri ferð off skoð- aði um 700 sjúklinga. Fór hann fyrst landveg í bíl vestur í Dali og skoðaði á fjór- um stöðum þar. Þaðan fór hann til Hólmavíkur og síðan með ,,Sæbjörgu“ norður með Strönd- um. Lokunartími sölubúða V. R fer fram á breytingu á lok- unartímanum Verslunarmannafjelag Reykja- víkur hefir sent bæjarráði erindi og farið fram á það, að enn verði gerð breyting á reglu- gerð um lokunartíma sölubúða, þannig að búðum verði lokað jafn snemma á föstudögum sem aðra ■daga, á tímabilinu 15. sept. til 15. maí, eða kl. 6. Nú eru búðir opnar á föstudögum til kl. 8 allan árs- ins hring. Morgunblaðið hefir snúið sjer til manns úr stjórn V. R. og spurt um hvers vegna þessi málaleitan eje fram komin. Sagði hann að reynslan hefði svnt, að það væri gagnslaust að hafa búðir lengur opnar á föstudögum heldur en aðra, daga, þegar ekki væri lokað á laugardögum fyr en kl. 6, eins og or á þessu tímabili. Það hefði glögg lega sýnt sig á veturna að af- greiðslufólk hefði ekkert að gera í þúðunum á föstudagskvöldin, eftir venjulegan lokunartíma. Það hefði .aðeins hímt þar sjer til leiðinda, og kaupmenn hefði ekki haft ann- að upp úr þessu en ljóseyðslu og hitaeyðslu. Það væri því fyrir ósk hvorra tveggja, verslunarþjóna og kaupmanna, að þessi málaleitun um breytingu á lokunartímanum væri fram komin. Aftur á móti væri allir sammála um að rjett væri að hafa búðir Opnar venju lengur á föstudögum um sumartímann. þegar lokað væri iá hádegi á laugardögum. «><><><><><><><><><><><><>o<><><><> Cftrónur Lækkað verð. vmn i 11 1 3* Y Laugaveg 1. Sími 3555. Útbú Fjölnisveg 2. Sími 2555. ooooooooooooooo<xx Dagbók Veðurútlit í Reykjavík í dag: Þyknar upp með SV-átt. Dálítil rigning. Helgidagslæknir er í dag Ilall- dór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234, en næturlæknir aðra nótt Ófeigur Ófeigsson, Skólavörðustíg 21 A, sími 2907. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn þessa viku. , f Þingvallakirkju verður mess- að í dag kl. 1 e. h., síra Halfdán Helgaáon. Dánarfregn. Frú Betzy Guð- mundsson, kona Þórarins kaup- .manns Guðmundssonar frá Seyð- isfirði, andaðist hjer í bænum í gær. Áttræð er í dag frú Guðfinna Steinsdóttir frá Hvítanesi, nú til heimilis hjá dóttur sinni, Hólm- fríði Helgadóttur og manni henn- ar Valdimar Stefánssyni, stýri- manni, á Holtsgötu 39 hjer í bæ. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband af sr. Þorsteini Briem, Margrjet Jóhannesdóttir, Björnssonar frá Hofstöðum og Ólafur Bjarnason stud. med. frá Akranesi. Ný sönglög. Friðrik Bjarnason og Einar Markan hafa þessa dag- ana sent frá sjer sitt heftið hvor af nýjum sönglögum. Friðrik Bjarnason hefir samið 24 lög við kvæði eftir ýmsa höfunda, en Einar Markan fjögur lög við kvæði eftir Hannes Hafstein. — Friðrik Bjarnason er löngu lands- kunnur fyrir sönglög sín og þau hara notið mikilla vinsælda, en Einar Markan er kunnur söngv- ari, og hefir nú að síðustu feng- ist allmikið við tónsmíðar. Farþegar með Dettifossi í gær: Sig. Sigurðsson berklayfirlæknir. Sæm. Þórðarson. Jón Auðunn Jóns son. Þorvaldur Árnason. Oddgeir Jóhannsson. Hanna Lárusdóttir. Elín Jóhannesdóttir. Guðrún Tliorlacius. Jóhann Pjetursson og frú. Jón Ólafsson. Guðrún Víg- lundardóttir. Inga Thoroddsen. Sigríður Benediktsdóttir. Sólveig Snæbjörnsdóttir. Guðm. Jóhann- esson. Gunnlaugur Pálsson. Guð- brandur Skúlason. Benedikt Krist- jánssou. Jón Finnsson. Kristín Stefánsdóttir. Jóhanna Davíðs- dóttir. Lunds akademiska golfklub í Lundi í Svíþjóð gengst fyrir fjöl- breyttri golfkepni í lok þessa mán- aðar fyrir alla stúdenta og há- skólagengna menn á Norðurlönd- um. Ein aðalkepnin fer fram milli háskólastúdenta og háskólakenn- ara. Golfkhibb fslands hefir ver- ið boðin þátttaka. Golfklúbbur íslands. Meistara- kepni klúbbsins hefst í dag kl. 10 f. h. 24 keppa, þar af sex konur. Meistari er nú Helgi Hermann Eiríksson skólastjóri, og í ltvenna- flokki frú Herdís Guðmundsdótt- ir. Drotningin var á Siglufirði í gærkvöldi. Kemur hingað í kvöld og fer hjeðan annað kvöld út með margt farþega, m. a. K. R.-ingana 14 úr 2. fl. til Thorshavn, sem boðnir eru þangað af íþróttaráði Færeyja. íkviknun. í gær var slökkvilið- ið kvatt upp á Grettisgötu 13. Hafði kviknað þar í spónum og tróði á húsgagnabólstrunarvinnu- stofu Þorsteins Sigurðssonar. Þeg ar slökkviliðið kom á vettvang hafðj eldurinn yerið kæfður, og mun ekki hafa valdið tjóni. Útvarpið í dag: 10.00 Messa í dómkirkjunni (prje- dikun: Sigurbjörn Á. Gíslason eand. theol. — Fyrir altari síra Bjarni Jónsson.) 11.50 Hádegisútvarp. 20.20 Hljómplötui’; Lög úr „Pjetri Qaut“, eftir Grieg. 20.35 Gamanþáttúr; Gamall sálu- sorgari. Jóns úr Koi imi kemur í heimsókn. 21.00 Útvarpshljómsveitin leikur (Einsöngur: Hermann Guð- mundsson). 21.35 Kvæði kvöldsins. ... N ^ 1^1 ^ .- " Fiárdráp hundanna i Geldinganesi Hinlr fcimnin hund- ar eru enn á lífi Eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu áður drápu húildar 7 kindur í Geldinganesi fyrir skömmu, ýmist með því að rífa þær á hol, eða elta þær frain af sjávarhömrum Það hefir nú vitnast, að hund- arnir voru 4 eða 5, einn frá Úlf- arsá, annar frá Korpúlfsstöðum, þriðji frá Fellsmúla og fjórði lík- lega frá Engihlíð. Fimta var tík úr Gufunesi, sem hundar þessir voru að heimsækja. Litlar líkur eru til þess taldar, að þeir, sem urðu fyrir fjársköð- um, fái tjón sitt bætt, því að engir vottar eru að því, að hundarnir drápu kindurnar, þótt vitanlegt sje að svo var, því að það sást til peirra, þar sem þeir voru að elta fjeð. Heldur mun og slælega hafa verið gengið fram í rannsókn málsins. Yar hreppsijóra falin rannsókn og mun hann hafa gert boð heim á bæina um að hund- arnir skyldi drepnir, svo að þeir gerði ekki meírá tj.ón, eú þar við látið sitja. Er ekki annað kunnugt en að hundariiir sje 'énn allir á lífi nema tíkin. Hún var drepin, og' eftir það hurfa hundarnir hver heim til sín. Formaður Dýraverndunarfjelags ins hefir nii snúið sjer til sýslu- mannsins í Gullbringusýslu ^ með tilmæli um það, að hann skerist í málið, og sjái svo um, að hund- arnir verði dfepnir. Fjeð átti ekki að vera í nesinu. Um þetta leyti árs átti engin sauðkind að vera í Geldinganesi, og var fjeð þar því í heimildar- leysi. En eigendur munu ekki hafa vitað um að það var komið þang- að. Hefir það runnið ofan úr heiði og komist fram hjá girðingum við sjóinn. Meðal annars voru þar 30—-40 kindur úr Yiðéy, sem hafa ætlað að reyna að komast þangað. Þegar eftir að vart var við f járdráþið, Ijet lögreglan í Reykja- vík smala nesið og reka sumt fjeð upp í heiði, en Viðeyjarkindurnar vorn fluttar þángað út,- Nú miin aftúr vera komið fjé í nesið. MARSVÍNIN. FRAMH AF ÞRIÐJD 8ÍÐU. sinn tögari í að reká innj en það fóf á sama veg; marsvínin sluppu. Ttl. 12 í gærlívöldi stóð barátt- án éim og voru menn farnir að þreytast. Voru cá. l50 ttiarsvin í torfunni. ’ Tveir bátar 'gátu á dögunum rekið 200 maráVín á land í Alpar- vík á Strönduin. Tækifærisgjafir Keramik og Kristall. Skínandi úrval. NINON_________________________ IBlússur og pils, margir litir og gerðir. Peysur, hvít- B ar og mislitar, ísaumaðar. - Alt nýupptekið! Bttllka S t K* 11 7 HVÖT Sjálfstæðiskvennafjelagið, fer skemtiför til Þingvalla 22. ágúst (næstkomandi þriðjudag). Konur taki með sjer gesti og nesti. — Lagt verður af stað frá Bifreiðastöð Steindórs kl. l(ú/í> f. h., en farmiðar seldir frá klukkan 9 sama dag. Nánari upplýsingar í síma 4015, 4242, 2844 og 2021. Ferðanefndin. Að gefnu tilefni tilkynnist hjer með, að öllum óviðkomandi er stranglega bönnuð berjatínsla og óþarfa umferð um lönd Litlu og Stóru Drageyrar í Skorradal, nema að fengnu leyfi. Haraldur Á. Sigurðsson. Guðmundur Guðbrandsson. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI — — ÞÁ HVER? Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir Frú BETZY GUÐMUNDSSON, Sólvallagötu 27, andaðist aðfaranótt 19. þ. m. á Landakots- spítala. Þórarinn B. Guðmundsson, börn og tengdabörn. Maðurinn minn og faðir ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON fiskimatsmaður andaðist 19. þ. m. að heimili sínu, Bræðraborgarstíg 32 A. Seirlína Þorgeirsdóttir. Pálína Þorleifsdóttir. Jarðarför móður okkar og tengdamóður SIGRÍÐAR METÚSALEMSDÓTTUR, sem andaðist 15. þ. m., fer fram þriðjud. 22. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hennar, ■ Bergstaðastræti 76, kl. 1.30 e. h. Þórhildur og Theodór B. Líndal. Innilegasta þakklæti okkar fyrir vinsemd og samúð við andlát og jarðarför SOFFÍU SKÚLADÓTTÚR. Móðir og bræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.