Morgunblaðið - 20.08.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.1939, Blaðsíða 6
Sölmánuður ð Austfjðrðum MORGUNBLAfilÐ Sunnudagur 20. ágúst 19Bt. FRAMH. AF FIMTU SÍÐTJ. Þegar sýslumannsh,jónin fóru frá Eskifirði, hjeldu Esk- firðingar þeim veglegt samsæti. Gekst Sjálfstæðisfjelagið þar fyr- ir samsætinu, en öllum var frjáls þátttaka. Fylgdu þeim hinar hlýj- astii hugsanir og þakkir frá sýslu- búum, og heillaóskir til hins nýja Itarfs, sem Magnús Gíslason hefir nú tekist á hendur, sem skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneytinu. j, Sjálfstæðismenn eiga allmiklu lýlgi að fanga á Eskifirði, þótt jþeir hafi þar ekki fulltrúa í hreppsnefnd, .af þeim ástæðum, sem áður er sagt. Sjálfstæðisfjelag h’efir starfað þar uín nokkur ár. Var haldinn fjelagsfuadur, meðan jeg stóð við. Flutti jeg þar erindi nm stjórnmálaviðburði síðustu mánuðina, einkum myndun þjóð- stjórnarinnar, aðdraganda hennar og orsakir og skýrði afstöðu Sjálf- stæðismanna. Ennfremur tóku til máls Magnús sýslumaður Gíslason, Árni Helgasop og Eiríkur Bjarna- son. Sjálfstæðisfjelagið hefir nú í hyggju, einkum' fyrir atbeina Da- víðs Jóhannessonar símstjóra og samkvæmt hugmynd hans, að ráð- ast í byggingu sumarskála. Er hugmyndin sú, að skálinn verði að sumrinu til bæði sumarskáli fyrir konur og börn til hressingar, og svo berjaskáli, en að vetrarlagi skíðaskáli. Er gert ráð fyrir að 3kálinn kosti 2500—3000 krónur, og er hugsað að reyna að afla fjárins með lilutaveltu, leiksýn- mgum og e. t. v. fleiru. Er það gleðilegt, hve víða er ▼aknaður áhugi og kjarkur meðal Sjálfstæðismanna um að koma sjer npp samkomustöðum undir berum himni, og skálum úti í hinni frjálsu náttúru. Verður þetta til eflingar fyrir flokksstarfsemina, til hollustu og skemtunar. Er þess að óska, að skálí Eskfirðing- anna megi rísa sem fyrst fyrir framtak þeirra, til gagns og gíe'íí fyrir íbiia kauptúnsins. Nokkru fyrir utan Eskifjarðar- kauptúnið er hin fræga silfur- bergsnáma í Helgustaðafjalli við Reyðarfjörð. Er sú náma kunn meðal jarðfræðinga um allan heim. Silfurberg er að vísu til víðar en þar, bæði á Islandi og í öðrum löndum, en hvergi eru krystallarn- ir jafnstórir og undurfagrir eins og þéir, sem fundist hafa í Helgii- staðanámu. Margir ijtlendingar hafa komið þar til þeás að skoða þetta furðuverk. Hefir öðru hvoru síðan á síðustu öld verið unnið að vinslu silfurbergs íir námunni. Er hún nú í eígn ríkissjóðs. í nokkur ár var unnið þar undir st jórn Helga Hermanns Eiríkssonar verkfræð- ings. Síðar lá vinslan niðri, nema í eitt sumar, er listmálarinn Krist- ján Magnússon ljet vinna þar. Mun nú í ráði að hefjast þar handa að nýju. Silfurbergið er mjög verðmætt, einkum ef krystallarnir eru stórir og tærir. Er það einkum hið ein- ikennilega og f^gra Ijósbrot ög lif- skrúð, sem geiur þeim gildi. Eru þeir mikið notaðir í ýmisleg Ijós- verkfæri, sjónauka o. fl. En hið óhreinna silfurherg hefir um nokk- ur undanfarin ár verið notað til húðunar á steinsteypuhús, m. a. á Háskólabygginguna. Á Reykjarfirði var einnig haldinn flokksfundur, á heimili Odds Bjarnasonar hreppstjóra. Var hann vel sóttur, eða um tvöfalt mannfleira en á almennu leiðarþingi, er alþingis- mennirnir höfðu haldið þar á staðnum nokkrum dögum áður. Eimskip. Gullfoss fór frá Leith í gær, áleiðis til Vestmannaeyja. Goðafoss fór frá Leith í gær, á- leiðis til Hamborgar. Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss fór vestur og norður í gærkvöldi kl. 8. Lag- arfoss var á Húsavík í gær. Sel- foss er á leið til Aberdeen. Sjómannakveðja. Erum á leið til Þýskalands. Vellíðan. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á Braga. Öánægja yfir fersksíldar- verðinu • | Aðalfundur Síld- arútvegsnefndar Aðalfundur Síldarútvegs- nefndar var haldinn á Siglu- firði í gær. Á fundinum mættu, auk nefndarinnar, fulltrúar sjó- manna, útnefndir af Alþýðusam- bandinu, og matjessíldarsalt- endur. Fyrir fundinn hafði komið tillaga um að veita útvegsmönn- un. alment aðgang að fundin- «m, en nefndin feldi hana. Umræðurnar snerust aðallega um það óþolandi ástandi, að verðið á fersksíldinni skyldi ekki hækka hlutfallslega við verðið á saltsíldinni. Sveinn Benediktsson bar fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn skorar á Síldar- útvegsnefnd að beita sjer íyrir því, að tekin verði upp nú þeg- ar sama söluaðferð á fersksílc til söltunar hjer á landi og tíðk- ast í Skotlandi og Hollandi, þannig, að síldin verði daglega boðin upp á sjerstökum mark- aðsstað og seld hæstbjóðanda, sem uppfyllir þau skilyrði, sem venjuleg eru á slíkum mörk- uðum. Lágmarksverð á fersk- síld verði í gildi eins og áður. Sala fersksíldarinnar á slík- um föstum markaðs.stað mun samkvæmt erlendri reynslu best færa leiðin, til þess að sjómenn og útgerðarmenn fái það verð- magn fyrir fersksíld, sem svar- ar til markaðsverðs á verkaðri síld á hverjum tíma, en á því hefir oft orðið mikill misbrestur, eins og nú í sumar, þegar fersk- síldin hefir svo að segja hald- ist í lágmarksverði, kr. 9,75 pr. tn., en myndi á slíkum opnum síldarmarkaði hafa komist upp í um kr. 20,00 fersksíldartn., samkvæmt sölum, sem hafa far- ið fram á verkaðri síld“. Tillagan var feld með 17:4 kv. Fjórir greiddu ekki atkv., og margir voru fjaryerancb af þeim, sem atkvæðisrjett höfðu. Það voru fulltrúar, Alþýðusam- bandsins og síldarsaltendur, er feldu tillöguna. Sjómenn hafa raunverulega engan fulltrúa á þessum fundi. Samþykt var tillaga frá Jak- obi Frímannssyni þess efnis, að Síldarútvegsnefnd reyndi að ná samkomulagi við slíldarkaup- endur um hækkun á síldarverð- inu. Þá kom fram: tillaga frá Ósk- ari Halldórssyni, þess efnis, að skora á Síldarútvegsnefnd, að gera ekki fyrirfram samninga um sölu matjessíldar, nema fulltrúar sjómanna, kosnir beint af sjómönnum sjálfum, samþyktu söluna. Þegar blaðinu bárust fregnir af fundinum, stóð hann enn yfir, og atkvæðagreiðsla hafði ekki farið fram um tillögu Ósk- ars. Reknetaveið- in að glæðast eystra Agætt veiðiveður var í gær, en sama og engin síld barst til ríkisverksmiðjanna á Siglufirði, símar frjettaxitari Morgunblaðsins á staðnum. Nokkur skip komu nieð snurpu- síld til söltunar. Söltun síðasta sól- arhring nam, 2175 tn., þar af ,512 tn. úr reknetum. Reknetaveiði ,enn mjög treg, encla ekki gott veiði- veður. Djúpavík. Tvo síðustu sólarhringana hafa komið nokkur skip með slatta til Djúpuvíkur, og fór síldin til sölt- unar. Voru saltaðar þar þessa claga um 1200 tn. ' i Alls er búið að salta í Djúpu- vík um 7000 tn. Skagaströnd. Þar voru saltaðar um 1700 tn. síðasta sólarhring. Komu mörg skip til Skagastrandar í gær og var búist við, að tunnulaust yrði þar í gærkvölcli. Raufarhöfn. Á Raufarhöfn voru í fyrradag saltaðar 130 tn. af reknetasíld. Bátar, sem þangað komu, höfðu góðan afla, eða alt að 5 tunnur í net. Tjaldur frá Vestmannaeyjum fekk 150 tunnur 1 28 net og Fálk- inn frá Raufarhöfn 40 tunnur í 14 net. Veiðiveður var slæmt í fyrrinótt, stormur útifyrir og vont í sjó. Frjest hafði um, báta, eink- um norska, sem ekki höfðu getað dregið netin vegna þess hve mik- il veiði hefir verið í þeim. EOLASALAN S.«. Ingólfshvoli, 2. hæð. Símar 4514 og 1845. E.8. Nova fer hjeðan væntanlega á mánudagskvöld vestur og norður um land til Noregs. P, Smifh & €o. Besta mynd Katherine Hepburn C rjálslynd æska“ og Kay Hep- 19 buni! Meiri meðmæla þarf eigin lega. ekki með myndinni, sem sýnd er í Nýja Bíó næstu kvöld. Ýmislegt er þó hægt að segja um K. Hepburn. Það er fullyrt, að þetta sj© besta hlutverk hennar til þessa. Húm hefir óskað þess í mörg ár, að £á a® leika það. En nú fyrst fengið þá ósk' uppfylta. Amiað er það, að hún leikur nú á móti Cary Grant. Hann er talinn best- ur allra meðleikenda hennar. Enda sá eini, sem hefir leikið oftar en ein« sinni á móti henni — nú í þriðja sinn. Þau eiga ágætlega saman. Um myndina sjálfa er það að segja^ aS þó efnið sje allalvarlegt, þá er það> alls ekki sorglegt. Það er meira að segja skemtilegur gamanleikur ineS köflum. T. d. þegar Cary Grant kemur ti’ Setan-hallarinnar! Hvemig han» liagar sjer í þeim salarkynnum! i Af öðrum leikumm, sem gera sitt til þess að gera myndina góða mynd, og hressandi er E. E. Horton. Hann eir hlægilegur. Þegar hann sá sig í fyrsta sinn í kvikmynd, varð hann fyrir svo miklum vonbrigðum aS hann hjet því að leika aldrei aftnr., Síðan hefir hana leikið í aðeins 76 myndum. „Frjálslynd æska“ skal ekki rædd hjer frekar. Aðeins aS lokum nokkur orð um Caiy Grant—. Johnny Case,sem verður ástfanginn, en neitar aS láta tcngdapabba skipuleggia líf sitt. Han« er í raun og veru dökkhærður, með brún augu. Neytir hvorki víns nje tó- baks og er „sólbrendasti“ maður í Holly vood. Iíann leikur prýðilega á slag- hörpu, vill helst ekki ganga meS flibba og hefir aldrei fengið hatt, sem hann er ánægðnr með. Nova var væntanleg til Reykja- víkur aÖ vestan og norðan í nótt. : KOPIERING . STÆKKANIR • : í • Fljótt og vel af hendi leyit. ® : i : F. A. THIELE I : Austurstræti 20. « allan daginn i dag. Steindór. Dansleikur I HveragerOi KVENFJELAGIÐ BERGÞÓRA heldur dansleik í Hveragerði í kvöld kl. 8. GÓÐ MÚSIK. STJÓRNIN. Skemtisamkoma að Eiði Fulltrúaráð Sjálfstæðisfjelaganna í Reykjavík efnir til skemtisamkomu að Eiði í dag. Benedikt Sveinsson bókavörður og Árni Jónsson alþingismaður flytja ræður. Lúðrasveitin Svanur leikur ýmis lög undír stjórn Karls Runólfssonar tónskálds. Dans verður um kvöldið. Hljómsveit Bernburgs spilar. NEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.