Morgunblaðið - 20.08.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.1939, Blaðsíða 5
Snmradagur 20. ágúst 1939. i ----------- JPtorgttttfelaðtð-------------------------- Út«eí.: H.f. ÁrvaJrur, Beyklavlk. Ritstjðrar: Jðn EJartanuoa oc Vtltfr BUfAmien (AbyrclhtrmaOm). Auglýsincar: Ársl Óla. Kitstjðrn, auglýsincar oc afrreiCsla: Aneturatrsstl 8. — Blml lfðO. Áekriftargjaid: kr. 8,00 á nsánuCl. í lausasðln: 15 aura etntaklO — 1* aura aed Liavbðk. VERKSMIÐJUDEILAN D E I L A N um síldarverk- smiðjurnar virðist með öllu . ..ástæðulaus, því að allir, sem vit ihafa á þessum málum, eru í J*aun og veru sammála um, að . íRaufarhafnarverksmiðjan sje imest aðkallandi og ríkisstjórn- in vinnur að því af fullum krafti, að koma þeirri verk- smiðju upp fyrir næsta síld- veiðitíma. Ríkisstjórnin er nú .að gera út mann til utanfarar, þeirra erinda, að afla fjár til stækkunar ríkisverksmiðjanna og þá fyrst og fremst til bygg- ingu hinnar nýju verksmiðju á Raufarhöfn. Framkvæmdastjóri ríkisverksmiðjanna fer einnig utan, til þess að Velja vjelar og annað efni, sem þarf til verk- smiðjanna. i<r Verksmiðjudeilan hefir ná- lega eingöngu snúist um eina verksmiðju, Rauðku á Siglu- firði, sem er eign Siglufjarðar-i bæjar. Það eru vitanlega hin pólitísku öfl á staðnum, sem . hafa róið undir þessari deilu, og hefir greinilega, mátt sjá það á blöðum hjer. En hvað sem deilunni um Rauðku líður, er hitt staðreynd, ;að ekki hefir verið hörgull á verksmiðjum á Siglufirði í sum- ar. Að vísu er þetta ekki rjett- ur mælikvarði á þörfina, vegna þess hvað lítið hefir borist að af síld. En sama verður uppi á t teningnum, ef litið er til tveggja undanfarinna ára, sem voru . ágæt veiðiár. Tafirnar og stöðv- . aniimar, sfem þá voru við lönd- un slldar á Siglufirði, stöfuðu • «kki fyrst og fremst af því, að hörgull var á verksmiðjum þar, heldur áttu þær rót sína að rekja til þess, að Raufarhafn- arverksmiðjan var of lítil. Um þetta mál skrifaði á sínum tíma Jón Fannberg framkvæmdastj. ,'greinar hjer í blaðið og sýndi fram á með skýrum rökum, að það er hin nýja Raufarhafnar- verksmiðja, sem mest er aðkall- ^andi. ★ Útgerðarmenn og sjómenn hafa fyrir löngu bent á nauð- syn þess, að reist yrði á Raufar- höfn stór verksmiðja með stór- um þi-óm. Skipstjóra- og stýrimanna- fjelag Reykjavíkur skrifaði þá-< verandi ríkisstjórn um málið í d> sember 1936. Það benti á þá gömlu reynslu síldveiðimanna, að árlega fengist mikið af síld- inni við Sljettu og Langanes. Það benti einnig á, að siglingin frá Sljettu til Siglufjarðar tæki alt að 20 klukkustundir og kost- aði mikið fje. En auk hins beina kostnaðar af þessari löngu sigl- ingu kæmi svo töfin frá veiðum. Fjelagið benti á, að í sæmilegri, tíð og með aflabrögð í meðal- lagi, gæti skip auðveldlega fylt isig tvisvar á þeim tíma, sem færi í það, að sigla báðar leiðir; er þá miðað við það, að skipin fengju afgreiðslu á Raufar- höfn. ★ Þau árin, sem liðið hafa síðan Skipstjóra- og stýrimannaf jelag Reykjavíkur skrifaði þetta brjef, hafa staðfest alt, sem þar var sagt, en þó e. t. v. áldrei eins átakanlega og nú í sumar. Það hefij* komið aðeins ein veruleg síldarganga í sumar og hún kom við Langanes. Þar var feikna mikil síld um skeið og fyltu skipin sig þar á örskömm- um tíma. Flotinn, sem veiddi fyrir ríkisverksmiðjurnar streymdi til Raufarhafnar, því þangað var skemst að sigla. En vegna þess hve verksmiðjan þar er afkastalítil (1200 mál á sól- arhring) fyltist alt á Raufar- höfn tvo fyrstu dagana, sem veiðin stóð. Varð þá áð kalla flotann til Siglufjarðar, sem tók 20 tíma siglingu báðar leiðir. Veiðihrotan við Langanes stóð ca. hálfan mánuð. Vegna þess hve siglingin þaðan til Siglu fjarðar er örðug og löng, gátu smáskip ekki notfært sjer veiði- hrotuna eystra. En hin stærri skipin, sem gátu hagnýtt sjer hrotuna, fengu hinar löngu taf- ir við siglinguna fram og aftur. Það mun ekki of í lagt, að farið hafi forgörðum nú í sumar a. m. k. 100 þúsund mál, vegna þess að ekki var fyrir hendi stór verksmiðja á Raufarhöfn. Þetta eru miklir peningar, sem þarna hafa tapast. Þetta er sama sagan sem hefir endui*- tekið sig síðustu þrjú árin. ★ Þegar verksmiðjumálin eru skoðuð frá þessu sjónarmiði, er það blátt áfram furðulegt, að menn skuli dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mán- uð vera í háa rifrildi um það, hvort leggja beri aðaláhersluna á það nú, að stækka verksmiðj- una Rauðku á Siglufirði.. Þeir, sem kunnugastir eru þessum málum, útgerðarmenn og sjómenn, standa undrandi yfir því, að menn skuli geta ver- ið að deila um svona augljósan hlut. Vitanlega ber að leggja aðal áherslu á stækkun Raufarhafn- arverksmiðjunnar og hin nýja verksmiðja þar verður að koma fyrir næsta sumar. Að þessu stefnir ríkisstjórnin og þar er hún á rjettri leið. í blaðinu í gær var þess getið, að cementskipið „Mari“ hefði komið liingað með cementsfarm til H. Benediktsson & Co. Þetta var missögn, skipið losaði í Borgarnesi cement og timbur á Akranesi, og í Hafnar- firði cement, en hjer affermdi skipið aðallega hráefni til smjör- líkisgerðar. ■ Onnur grein Gunnars Thoroddsen: Sólmánuður á Aust- í Fáskrúðsfirði. O rá Stöðvarfirði fór jeg gangandi yfir Víkur- heiði til Fáskrúðsfjarðar. Kom jeg fram í Vík við Fá- skrúðsfjörð sunnanverðan, en þaðan flutti mig bátur að Búðum, sem er kauptún- ið við Fáskrúðsfjörð. Nafn fjarðarins og hjeraðsins hefir greypt í hug manns heldur fáskrúðuga mynd af þessari sveit, en sú mynd breytist fljótlega, og fríkkar í einu vetfangi, þegar litið er yfir fjörðinn og hjeraðið #í glampandi sólskini, þar sem hin fagra og gróðursæla ey, Skrúður, blasir fyrir fjarðarmynni, sem út- vörður fjai’ðarbúa Er ýmsum get- um að því leitt, hvernig nafn fjarð- ar og eyju sje til orðið, og hvert sje samhand þeirra í milli. Telja þó flestir, að fjörðurinn dragi nafn af eynni, en úr því skilur leiðir um skýringar. Sumir telja, að eyjan hafi í öndverðu hlotið nafni Fáskrúð, og fjörðurinn verið heitinn eftir henni, en síðar hafi eyjan breytt nafni. Aðrir lialda því fram, að fjörðurinn hafi heit- ið Fráskrúðsfjörður, en r-ið hafi síðan niður fallið. Ekki skal hjer lagður dómur á þetta deilumál, en hugsa má sjer þann möguleika, að nöfnin sjeu bæði óbreytt frá upphafi, hin grösuga og fagra eyja skírð Skrúður, en mönnum hafi þótt fjörðurinn fáskrúðugnr í samanhurði við fegurð eyjunnar, og því hafi hann hlotið nafn sitt. Á Búðum bjó jeg hjá sæmdar- manninum Sveini Benediktssyni lireppstjóra, sem mjög hefir kom- ið við sögu Fáskrúðsfjarðar og var oddviti um skeið. Margs varð jeg vísari um sögu og atvinnulíf Fáskrúðsfjarðar af frásögn Sveins Benediktssonar. Kvað hann mikil umskifti hafa orðið á Fáskrúðsfirði síðan fyrir 30 árum, er hann fluttist þangað, ekki síst um landbúnað þorpsbúa. Fyrir 30 árum áttu 2—3 menn kýr, samtals um 10 að tölu, og voru íbiiar þá á fjórða hundrað. Nú eru þar 70—80 kýr, og íbúar tæp 600. Sagði hánn mjer, að lær- dómsríkt væri að bera sarnan útlit og hraustleika baxnanna þar nú og áður, því stórfeldum framförum fjörðum ir um 10 þús. kr. á ári. En jafnframt er fiskslóginu, sem er einhver hinn besti áburður, sem völ er á, fleygt og mokað í sjóinn. Sá jeg þess glögg merki á einum bæ austanlands, er jeg kom á. Var sláttur þar nýbyrjaður, og veitti jeg því eftirtekt, að á nokkru svæði í túninu var gras- vöxtur áberandi miklu meiri en annarsstaðar í sama túni. Spui’ði jeg bónda, hverjn þetta sætti, og skýrði hann mjer frá því, að á þennan hlett hefði hann borið fisk- slóg. En það mun víðar en þarna, sem þessum dýrmæta áburði, sem ekkert kostar, er rnokað í sjóinn, en svo varið stórfje og miklum gjaldeyri til kaupa á útlendum áburði. Var mjer skýrt svo frá á Fáskrúðsfirði, að þar væri A-akn- aður áhugi fyrir því að hagnýta sjer fiskúrganginn til áburðar, og er þess að vænta. að sú mikla-um- bót komist til framkvæmda sem fyrst og sem víðast. Búðaþorp er þokkalegt og við- kunnanlegt kauptún, og allvel ■skipulagt án þess að skipulags- uppdráttur hafi verið gerður. En rnjög háir það gatnagerð um þorp- ið, að mörg djúp gil skera það sundur, og kostar ærið fje að hlaða þau upp og brúa. Nýtt og myndarlegt leikfimis- hús hefir verið reist á Búðum og er það um leið samkomuhxis. Á Fáskrúðsfirði ræddi jeg við helstu áhrifamenn Sjálfstæðis- ■flokksins, en boðaði ekki almenn- an fund, enda var márgt manna burtu farið, sjómenn til síldveiða o. s. frv. Frá Búðum fór jeg ásamt nokkr um Fáskrúðsfirðingum í bíl út með Fáskrúðsfirði, að prestssetrinu Kolfreyjustað, og heimsóttum við síra Harald Jónasson. Þaðan var ekið upp í Staðarskarð, eða svo langt sem bílvegur nær. Gekk jeg síðan niður að Hafranesi við Reyð- arfjörð. Er vonast eftir, að bráð- lega verði bílfært að Hafranesi, og væri það stórmikil samgöngu- bót fyrir Fáskrúðsfirðinga. ’Gætu þeir þá farið í bíl frá Búðmn að hefði þau tekið, eftir að mjólkur- [Hafranesi, síðan í bát inn í Revð framleiðsla og mjólkurneysla jókst. Kartöfluframleiðsla hefir einnig vaxið gífnrlega og mun nú vera nærri 100 tunnum. Það sem fyrst og fremst hefir skapað mögu- leika fyrir þessum miklu framför- urn er það, að hreppurinn keypti fyrir allmörgum ái’um jörðina Kirkjuból innan við kauptúnið og hóf þar rnikla nýrækt, sem skift er rnilli manna í reiti. Er fróðlegt að ganga þar um og sjá þann regin-mun, sem er á hirðu manna um túnþletti sína. Sumstaðar kafa- gras og síbreiða, þar sem vel er um liirt og á borið, en e.t.v næsti reitur snöggur og graslaus fyrir vanhirðu og áburðarskort. Nú er að langmestu leyti notaður tilhú- inn áburður á nýræktina, og er keypt af honum í fjörðinn fyr- arfjarðarkauptún, en þaðan ganga svo aftur bílar upp á Fljótsdals- hjerað, norður í land og til Reýkja víkur. Frá Hafranesi fór jeg sjóleiðis til Eskifjarðar og kom þangað að kvöldi dags miðvikudaginn 28. jiiní. Eskifjörður. Eskiförður er kunnur fyrir margra hluta sakir. Þar er sýslu- mannssetur Sunnmýlinga og þar er Landsbankaútbú. En frægastur hefir Eskifjörður orðið á síðustu árum fyrir f járhagsöngþveiti sitt og atvinnuástand. Hafa kommún- istar haft þar alla stjórn á hendi og mannaforráð um skeið, og hefir af sumum verið litið á Eskifjörð sem fyrirmynd að því sovjet- lýðveldi, sem er framtíðardranmnr kommúnista hjer til lands. Ilreppsnefnd Eskifjarðar er þannig skipuð nú, að í henni eiga sæti 5 kommúnistar og 2 Fram- sóknarmenn, og er oddvitinn kommúnisti, Arnfinnur Jónsson að nafni. Mun svo hafa verið síðan 1923, að þessir tveir flokkar hafa jafnan verið í meiri hluta, og átt oddvitann til skiftis. Sjálfstæðis- menn neituðu við síðustu kosning- ar að koma nokkuð nærri óstjórn- inni á hreppnnm og buðu því ekki fram lista. Það sem einna mesta athygli vekur í fjármálum Eskifjarðar, ern útsvörin og framfærsluþung- inn. Útsvörin hafa verið um 30" þús. á ári. Er sagt, að hreppsnefnd in hafi ætlað sjer að leggja þetta á samkvæmt útsvarsstiga Reykja- víkur, sem flestum þykir nú sæmi- lega hár, og þá hafi hún fengið út 3 þús. kr. Nú voru góð ráð dýr, og var þá gripið til útsvarsstiga Isafjarðar, en samkvæmt honnm. er útsvar t. d. af ellefta þúsund- inu af nettótekjum 70%, en 90% af því, sem fram yfir er. Yerkar þetta m.a. þannig. að ef það óhapp henti einhleypan mann, að græða 30 þús. kr. á einu ári, t. d. á síld- arútgerð, þá þarf hann á ísafirði að borga í útsvar, tekjuskatt og lífeyrissjóðsgjald rúmlega 30 þús. og 600 kr., eða röskum 600 kr. meira en hann hefir aflað. Þennan dásamlega útsvarsstiga tóku svo Eskfirðingar til fyrir- myndar, þegar Reykjavíkur-stig- inn brást. Ekki dugði þetta ráð þó alveg, og var dálitlu smurt á hinn fræga ísafjarðarstiga, sem. varla mun eiga sinn líka í víðri veröld. T. d. er vitsvar af eignum á Eskifirði 1.5—3%, og útsvar 4 verslanir 1.5—6% af veltu. Framfærsluþunginn er slíkur, aS meira en þriðji hver maður er 4 hreppnum. Af 700 íbúum hrepps- ins eru um 250 á sveitarframfæri, eða nærri 36% af íbúunum. Enda fær hreppurinn stórfje á ári beint xir ríkissjóði, og má því segja, að heldur sjen að rætast draumar kommúnista, að hver manneskja í landinu komist á ríkið. ★ Sýslumannssldfti hafa nú orðið á Eskifirði. Magrxús Gíslason, er verið hefir sýslumaður Suður- Miilasýslu í 18 undanfarin ár, Ijet af embætti 1. júlí. Hefir Magnús sýslumaður verið fyrirmyndar em- bættismaðxu’, og mjög ástsæll með- al sýslubúa. Má nokkuð marka atorku hans og skilsemi, um inn- heimtu ríkistekna af því, að af ea. 6 milj. ríkissjóðstekna, sem til hafa fallið í sýslnnni á þessum 18 árum, var aðeins óinnheimt, er hann ljet af embætti, 10—12 þús- und krónur, og þar af aðeins um helmingur talinn tapaður, eða um eitt pro mille. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.