Morgunblaðið - 20.08.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.1939, Blaðsíða 8
JCaups&afiuc RABARBAR nýupptekinn, 35 aura pr. kg. Valdar íslenskar kartöflur 35 aura pr. kg. — Niðursuðuglös, margar stærðir, Sultuglös Vá og 1 kg. og flest til sultunar í Þor- Steinsbúð, Grundstíg 12, sími 3247. Hringbraut 61, sími 2803. Afmæliskort Bókaverslun Sigurðar Krist jáns sonar, Bankastræti 3. VIL KAUPA RYKSUGU Sími 4109. MATARBÚÐIR * • i OG MATSTOFUR! Harðfiskssalan Ánanaustum hefir til sölu úrvals-saltfisk, vel þurkaðan. Sími 4923. AFSLÁTTARH ESTAR, gamlar kýr og gömul hænsni keypt gegn staðgreiðslu. Stefán Thorarensen, lysali. Laugaveg 16, Reykjavík. KALDHREINSAÐ þorskalýsi gent um allan bæ. — EJðrn Jónsson, Vesturgötu 28. 13íml 8594.. tSLENSK FRlMERKI kaupir hæsta verði Gíali Sig- arbjörnason, Austurstræti 12 H. hæð). Nú er gott að fá PERMANENTKRULLUR hjá hárgreiðslustofu J. A. Hobbs, Aðalstræti 10. Sími 4045 I LAUSRI VIGT: púður, ljóst og dökt 0,35, krem, dag- og nætur, frá kr. 0,50, bað- ■salt 0,50, tannpúlver 0.35 og Brillantine frá 0.50. Hárgreiðslu dtofa J. A. Hobbs, Aðalstræti 10, sími 4045. AUGNABRÚNALITIR ávalt hjá Hárgreiðslustofu J. A. Hobbs, Aðalstræti ^10, sími 4045 ^mnO' TJÖLD, SÚLUR og SÓLSKÝLI. Verbúð 2, sími 1840 og 2731 UNGUR MAÐUR laghentur, óskar eftir atvinnu. Tilboð merkt „Laghentur“, — sendist afgr. Morgunblaðsins. ROTTUM, MÚSUM og alskonar skaðlegum skor- kvikindum útrýmt úr húsum og skipum. — Aðalsteinn Jóhanns- son, meindýraeyðir, sími 5056, Reykjavík. OTTO B. ARNAR, löggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- íng og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. GERI VBE) saumavjelar, skrár og allskoaar heimilisvjelar. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Sími 2635. Sunnudagur 20. ágúsf I9SSt. Rauða akurliljan og rænda brúðurin FRAMflALDSSAGA SOKKAVIÐGERÐIN, Hafnarstræti 19, gerir við kven- sokka. Fljót afgreiðsla. — Sími 2799. Sækjum sendum. frelsið beið hennar fyrir utan. Bft- ir örfáar sekúndur var hún komin burt úr þessu raka og óhreina húsi. Henni fanst sem eiginmaður hennar og hinn leyndardómsfulli vinur hans breiddi þegar faðminn út á móti henni. Og hún ímynd- aði sjer, að hún heyrði þegar kær- leiksrílc orð þeirra. „Við förum Iítinn spöl, ung- / SuJíyntUtujav VENUS SKÓGLJÁI mýkir leðrið og gljáir skón» af- burða vel. VENUS-GÖLFGLJÁI tfburðagóður og fljótvirkur. — ÁTalt í næstu búð. BETANIA Almenn samkoma í kvöld kl. 8*4. Ræðumaður Steinn Sigurðs- son. Allir hjartanlega vel-* komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN Samkomur í dag: kl. 11, 4 og 8!/2> Kapt. Andresen og Sol haug o. fl. Velkomin! FILADELFIA Samkoma kl. 5 í dag. Allir velkomnir. FRIGGBÓNIÐ FlNA, er bæjarins besta bón. MINNINGARSPJÖLD fyrir Minningarsjóð Einars Helgasonar, garðyrkjustjóra fást á eftirtöldum stððum: Gróðrarstöðinni, Búnaðarf jel Islands. Þingholtsstræti 33 Laugaveg 50 A. Túngötu 45, of afgreiðslu Morgunblaðsins. — I Hafnarfirði á Hverfisgötu 38 BESTI FISKSlMINN er 5275. SLYSAVARNAJELAGIÐ, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árs- tillögum o. fl. TVÖ TIL ÞRJÚ HERBERGI. til leigu í Miðbænum. Síntar 2200 og 4511. HERBERGI OG EDLHÚS á góðum stað, vantar strax. Til- boð merkt „Strax“, sendist Morgunblaðinu. STÓRT HERBERGI vantar nú þegar. Nokkur fyrir- fram greiðsla getur komið til greina. Tilboð merkt „Fyrir- fram“ sendist Morgunblaðinu. niimiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiHiiniiiTttftiHiiiiiHiuiiNHHiHm Ólafur Dorgrímsson | lögfræðingnr. Viðtalstími: 10—12 og 3—5. | Austurstræti 14. Simi 5332. | Málflutningur. Fasteignakaup | Verðbrjefakaup. Skipakaup. | Samningagerðir. AUGAÐ hvílist með gleraugnm frá THIELE frú“, hvíslaði fylgdarmaðurinn á ensku. „Er yður kalt?“ „Nei, nei, mjer er ekki kalt“, svaraði Yvonne. „Jeg hefi ekki til- finningu fyrir neinu öðru en því, að jeg er frjáls“. »Og Þjer eruð ekki hræddar?“ „Nei, nei!“, hvíslaði hún áköf. „Guð blessi yður fyrir lijálpina". Aftur var það eitthvað í mál- færi mannsins, sem vakti athygli hennar. Hún kunni að vísu ekki svo vel enska tungu, að hún heyrði hinn sterka erlenda hreim. En henni fanst, sem hefði hún ein- hverntíma heyrt þenna mann tala. Hún hrinti þeirri hugsun þó frá sjer aftur og fylgdi óknnna mann- inum full vonar og eftirvæntingar. VI. KAPÍTULI. „DAUÐA ROTTAN“. . Lp ylgdarmaðurinn gekk íit á götu, og Yvonne rjett á eftir honum. Það var mjög dimt þarna úti, og Carrefour de la Poisson- erie mjög illa upplýst. Einhvers- staðar uppi yfir höfðum þeirra hærðist eitthvað án afláts fyrir vindinum og skamt frá þeim, neð- ar í götunni, hreyfðist lítið Ijós- ker fram og aftur og kastaði daufri birtu á ómalbikaða götuha. Yvonne gat rjett aðeins sjeð mann- inn, er hann gekk út, hljóðlega, en með föstu fótataki. Hann hjelt sjer stöðugt í skugga, og öxl hans straukst við múrvegginn á næsta húsi. Þegar Yvonne sá hið breiða bak hans, flang henni alt í einu sú hugsun í hug, hvort þetta myndi ekki vera Rauða akurliljan — þessj djarfi og göfugi vinur, sem eiginmaður hennar hafði svo oft talað um af hrifiiingu og til- beiðslu. Og Yvonne hugsaði með sjer, að fyrir slíkt æfintýr væri tilvinnandi að hafa liðið eins og hún hafði gert. Yvonne kannaðist vél við sig í Nantes og vissi vel, hvar hún var stödd. Dálitla birtu lagði frá ljós- kerinu í turninum á Le Bouffay, svo að hún sá betur til. Húsið, sem hún ijiafði verið fangi í, var bygt rjett upp við múrvegginn á fang- elsinu. Yvonne sá, að hún var nú á Carrefour de la Poissonnerie. Áður en þau beygðu fyrir horn- ið á hinum háa múrvegg, sneri fylgdarmaðurinn sjer alt í einu að henni og hvíslaði; „Hafið þjer kjark til þess að halda áfram?“ Og Yvonne, sem fann iiú'hvorki til kulda nje þreytu, játti því hiklaust. Litlu síðar nam leiðsögumaður hennar staðar fyrir framan næsta hús við Louise Adet. Það lá lengra úti í götunni og Yvonne skildi nú, að það, sem hafði blaktað í vind- inum var skilti, sem hjekk á fram- hlið þessa húss. Yvonne gat ekki lesið hvað stóð á skiltinu, en hún tók eftir því, að dauft ljós var í glugga rjett fyrir ofan það. Hverskonar hús þetta var, sá hún ekki. Dauðakyrð ríkti 1 kringum það. En þegar hún gætti betur að, sá hún, að hjer og þar sást glitta í skímu gegnum rifur á hurðinni og gegnum gisna gluggahlerana. Og nú, þegar þau höfðu staðnæmst, fanst Yvonne alt í einu sem fult af verum væri alt í kring um hús- ið, skuggar, sem læddust um í myrkrinu. H jer munu vinir yðar hitta »* 3 yður“, sagði fylgdarmað- ur hennar, er þau stóðu fyrír ut- an útidyrahurðina. „Hurðin er ó- læst. Opnið hana og gangið djarf- lega inn. Síðan verðið þjer að taka á þeim kjark sem þjer eigið til, því að inni í húsinu verður fyrir yður fólk, sem hefir öðru- vísi siðu en þjer eigið að venjast. En þó að það sje fátæklegt, mun það ekki verða óvingjarnlegt. Það mun varla taka eftir yður. En jeg bið yður að vera ekki hræddar. Vinir yðar hefðu auðvitað kosið að finna betri stað, en eins og þjer munið komast að raun um, áttum við einskis annars úrkosti“. „Jeg skil það vel“, sagði Yvonne rólega. „Og jeg er ekki hrædd“. „Það er ágætt“, sagði hann. „Gerið þá eins og jeg segi yður, og yður er óhætt að treysta því, að þjer getið beðið örugg þarna inni, uns vinir yðar koma að sækja yður. Það getur verið, að þjer verðið að bíða einn eða tvo klukku tíma, en þjer verðið að vera þol- inmóðar. Finnið yður góðan stað úti í horni og skiftið yður ekkert af því, sem gerist í kring um yður. Vinir yðar koma von bráðar“. „Vinir mínir?“, sagði hún með titrandi röddu. „Eruð þjer ekki sá hesti vinur, sem jeg get nokkurn- tíma eignast? Jeg kann ekki orð til þess að þakka yður ....“ „Þakkið mjer ekki“, tók hann fram í fyrir henni. „Við skulum ekki eyða tímanum að óþörfu. Þjer eruð öruggari inni í húsinu en hjer úti á götu“. Hann var búinn að taka í hurð- arhúninn, er hún stöðvaði hann. „Faðir minn?“, hvíslaði hún í biðjandi róm. „Ætlið þjer iíka að hjálpa honum?“ „Kernogan hertoga er óhíett. Þjer munið brátt hitta hann. Vinir yðar munu hjálpa honum á sama hátt og yður“. „Fæ jeg að sjá hann bráðum?“ „Já, mjög hráðlega. En þangað til bið jeg yður að sitja róleg og bíða átekta, hvað, sem fyrir kann að koma. Alt er undir því komið, að þjer gerið eins og jeg bið am, sjeuð þögul og róleg“. „Jeg skal muua það“, sagði Yvonne stillilega. „Þjer þurfið ekki að hafa áhyggjur mín vegna“, bætti hún við um leið og hann opnaði hurðina. Yvonne hafði verið fastákveðin í því að vera hughraust og gera eins og fyrir hana var lagt. En hún hörfaði þó dauðskelkuð aftur, er henni varð litið inn í krána, þar sem hún átti að bíða stilt og róleg í einn eða lcannske tvo klukkutíma. Salurinn, sem leiðsögumaður hennar vísaði henni inn í var held- ur stór, en þar var lágt til lofts og hálfdimt inni. Saman við olíulyktina frá lamp- anum hlandaðist áfengisdaunn, kolalykt og fitusvæla. Veggirnir höfðu einhverntíma verið hvítkalk- aðir, en nú voru þeir dökkir og fitug fingraför hjer og þar. And- spænis aðaldyrunum voru tvær hurðir og sitt hvorum megin við þær voru litlir gluggar með hier- um fyrir. Yvonne fanst staðurinn óumræðilega sóðalegur og óvist- legur. Og um leið og hún kom inn, heyrði hún blótsyrði, hásan hlátur og barnsgrát. í salnum var um tuttugu manns, og með sumum konunum voru börn. Á miðju gólfi stóðu menn, tötralegir til fara, berfættir í trje- klossum, og voru að tala saman. Þeir litu upp, þegar Yvonne og: fylgdarmaður hennar komu inn, með tortrygnislegu augnaráði, sem- hefði vakið samúð, ef illgirnim hefði ekki speglast í því um leið. Sumir mennirnir spýttu í áttina að hurðinni, þar, sem Yvonne- hafði ósjálfrátt staðnæmst, eins o»' fastnegld við gólfið. Sami tortrygnislegi hörkusvipur— inn var á andliti kvenfólksins og: karlmannanna. Það var ílla tiL fara, með úfið hár og þar sástr ekki bregða fyrir neinum kven- legum yndisþokka. Svipnr þeirra allra bar meira eða minna vott um: spilt líferni. Uti í einu horninus var hátt afgreiðsluborð úr trje. Á því stóðu flöskur og könnnr og- ótal tinkrúsir. En fyrir innan borð- ið stóðu gamall maður og feitlag- inn og grófgerð miðaldra kona og~ heltu ógeðslegum vökva í krús- irnar fyrir gestina. Fyrir ofan höfuð þeirra var skifað með krít: „Frelsi! Jafn- rjetti! Bræðralag !“, og fyrir neð- an níðvísa um drotninguna. Yvonne lokaði ósjálfrátt angun- um við þessa ógeðslegu sjón. Síðan sneri hún sjer að leiðsögu- manninum og horfði bænaraugum. á hann. „Verð jeg að bíða lijer?“ „Já, því miður“, andvarpaðt hann. „Þjer voruð búinn að lof& því að vera hughraust“. Yvonne herti npp hugann. ,,-Jeg skal vera hughraust“, sagði hún. „Það er gott“, svaraði hann. „Jeg lofa yður því, að yður skal vera óhætt hjer, þangað til vinir ’ yðar koma. Jeg bið yður að vera- hraust, og fullvissa yður um, að- þessar vesælu manneskjur eru:. ekki slæmar. Þjáningar, iílcar og þær, sem þjer hafið liðið, hafa^ gert þær svona. Yið hefðnm fnnd- ið annan stað fyrir yður, ef það hefði verið, hægt. En eins og þjer- skiljið, urðum við fyrst og fremsfe að hugsa tim öryggi yðar“. Framh. MÁLÁFLUTNiNGSSKRJFSTOFÁ Pjetur Magnússon. Einar B. Guðmundison. Gnðlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrtfstofutími kl. 10—12 og 1—I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.