Morgunblaðið - 20.08.1939, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. ágúst 1939.
MÖRGUNBLAÐIÐ
11
wm eru horfnar. En konungarn-
ir og önnur allra mestu stór-
menni reyndu að búa svo um,
að grafir þeirra yrði ekki að
engu. Og það hefir þeim tekist
.að nokkru leyti.
Lang stórfenglegasta minnis-
merkið þar er stallapýramídinn
svonefndi. Hann er talinn elsti
pýramídi í Egiptalandi, reistur
ekki löngu eftir 3000 f. Kr., og
er hann þá líklega ein elsta
bygging í veröldinni. Hann er
gerður þannig, að fimm stallar
eru hlaðnir, frá 8,9—11,5 metr-
ar að hæð, og myndast með
þeim hætti sex þrep. Allur pýra-i
mídinn er 59,64, eða um 60
metrar að hæð. Hefir það verið
mikilfengleg sýn, að sjá hann
**ísa þarna einan yfir eyði-
mörkinni og láglendinu. Pýra-
mídinn er minnismerki ýfir
gröf Zosers konungs. Umhverf-
is hann er garður feiknamikill,
og mörg grafamusteri eru þar
yfir meðlimi konungsfjölskyld-
unnar. Sjást þar enn mjög mikil
vegsummerki, gangar, hlið og
súlnaraðir, myndir á veggjum
og hvelfingar. En stórkostlegast
er að sjá sjálft þetta mikla
svæði innan múra, með pýra-
mídann fyrir öðrum enda.
Hjer í nánd hafa verið grafn-
ar upp úr eyðimörkinni margar
konungagrafir, sem eru æfa-
íornar og merkar og hefir eyði-
merkursandurinn geymt hjer
sögu hins forna Egiptalands.
Þessi mörg þúsund ára saga
hefir nú verið skráð jafnóðum
•og minnismerkin finnast ,og oft
hafa vísindamennirnir orðið að
stryka út það, sem áður hafði
verið skrifað og hafa heldur
iþað, sem sannara hefir reynst.
Málaralist á eyimörkinni.
Jeg hef tosað með vjer mál-
aradóti, pappír og vatnslit-
tim, og nú fanst mjer tími kom-
inn til þess að nota dótið. Hjer
'var eyðimörkin og ekkert ann-
að, ljósgulir sandhaugar með
rauðleitum blæ. Það er ömur-
Ieg en mikilfengleg sýn. Yfir
öllu þessu rís stallapýramídinn,
ekki fallegur, en ægilegur í
asinni eyðimerkurtign. Sand-
steinninn er brúnleitur, en stall-
arnir eru fullir af ljósum fok-
jsandinum, eins mikið og þar
iollir. Og yfir þessu hvelfist ský-
laus himininn og þó ekki hreinn
<og tær, heldur einkennilega
rosalegur, enda er talsverður
stormur. Hann kemur eins og
stroka út úr stóru eld$tæði, heit
ur og kæfandi. Við erum hjer
niðri í mikilli dæld og hjer er
óneitanlega vel hlýtt.
Kóngagrafir fornar eru hjer,
og eru þær líkastar á að sjá að
utan eins og stóreflis skilarjett
heima á Islandi .Og nú tek jeg
þá ákvörðun að nota tímann til
þess að ná mynd af þessari eyði-
merkurdæld og stallapýramid-
anum, meðan Ásmundur fer og
skoðar kóngagrafirnar. Jeg læt
bílstjórann færa bílinn á hent-
ugan stað, og tek upp dót mitt.
Jeg sit inni í bílnum til þess að
hafa forsæluna.
Aldrei hefi jeg gert mynd á
jafn einkennilegum stað og við
slík skilyrði. Eyðimörkin alt í
kring, eins og augað eygir. Hit-
inn vellandi alstaðar ,ofan að
og neðan að og frá öllum hlið-
um. Jeg fer að mála.
Alt í einu kemur heljarmik-
ill beljaki á bílgluggann, sem
var opinn. Hann var mjög dökk
ur yfirlitum og í úlfgráum skó-
síðum slopp með hvítan dúk um
höfuðið. Hann var ekki lengi að
stynja upp erindinu. Hann vildi
fylgja mjer og okkur, hjer og
annarstaðar í Gizeh fyrir 50
piastra, alt innifalið, aðgöngu-
rpiðar og baksjish (drykkjupen-
ingar). Aðeins 50 piastrar!
Hann talaði bæði ensku og
þýsku, hvorttveggja jafn vel
eða illa, hvað sem maður vill
kalla það. Jeg bað hann á góðri
íslensku að fara frá glugganum,
og hann skyldi það strax, eða
líklega þó einkum mína heldur
geðvonskulegu filburði, og
flutti sig á annan glugga. Jeg
svaraði engu og sat við minn
keip. Hann smálækkaði tilboðið,
í 45 piastra, 40 piastra, 35
piastra, alt innifalið.
Nú þurfti jeg að láta þorna
hjá mjer, þótt hlýtt væri, og
fór að þinga við hann. Jeþ
sagði honum að við hefðum
fylgdarmann. Hann sagði að
hann væri enginn fylgdarmaður
1 Gizeh. ,,Jeg á þar heima, hann
í Memfis“. Jeg sagði honum að
þetta væri alt of dýrt, jeg vildi
ekki borga nema í hæsta lagi 5
piastra fyrir það. ,,Hvað fær
hinn“, segir hann. Jeg sagði
ekkert við því og hélt nú áfram
að mála. ,,Hann er ræningi",
sagði hann, og lækkaði sig nú
í 30, 25, 20 piastra, eða 15
piastra, en þá er ekki aðgangs-
eyrir með. Og svo verð jeg að
fá baksjish. Svona nuddaði
hann.
Alt í einu slær byl yfir, og
sandurinn fýkur í hring. Það
var ekki nema augnablik, en
einkennilegt var það. Eyði-
mörkin, Arabinn, alt þetta. Og
jeg sit hjer í bíl og er að mála
eins og ekkert væri.
Það dimdi fyrir glugganum,
og heljarmikill úlfaldi skálm-
aði rjett fram með bílnum. Lít-
ill strákur teymdi hann. Hann
stöðvaðist svo sem þrjá faðma
frá, sló í úlfaldann og truttaði
eitthvað. Og úlfaldinn lagðist á
framhnjen, síðan seig hann ein-
hvernveginn niður að aftan, og
loks lagði hann framlappirnar
saman og lá á kviðnum. Stráksi
tók pöka af bakinu á úlfaldan-
um, opnaði hann, fór að mylja
eitthvað milli handanna og gefa
úlfaldanunj að jeta.
Mjer þótti þetta gróflega
merkilegt umhverfi, eyðimörkin,
pýramídinn, Arabinn og strák-
urinn með úlfaldann rjett hjá
mjer. Það eina, sem ekki fell
jnn í umhverfið vorum við, blll-<
inn og jeg. En á þeim bar svo
lítið frá mjer að sjá. Það er
eins og úlfaldar og eyðimerk-
urbúamir, í þessum síðu slopp-
um, sjeu vaxnir upp úr sandin-
um. Enda eru þeir hjer alstað-
ar. Hvar sem við komum voru
hópar af þeim. Hingað og þang-
að út um eyðimörkina brá þeim
fyrir. Hjer eiga þeir heima.
Jeg lauk við myndina og beið.
Ekki kom Ásmundur. Konunga-
grafirnar virðast hafa verið ær-
ið drjúgar. Bílstjórinn kom nú
labbandi einhvers staðar að. Og
nú kom maður ríðandi á úlf-
alda utan úr eyðim,örkinni. Karl
inn minn helt áfram að suða, og
helt fast við 15 piastra. Jeg end-
urtók mína 5. Hann sagðist vera
fátækur, sem hann hefir víst
ekki sagt ósatt, það eru þeir all-
ir. Enga ferðaímenn haft í mán-
uð. Það hafa þeir yfirleitt lítið
um þennan tíma. En hann nudd-
aði og nuddaði. Og beið. Og nú
kom náunginn á úlfaldanum
ríðandi heldur en ekki hátign-
arfullur, sitjandi upp á hátindi
úlfaldans. En hvað var þetta?
Var þetta Arabi eða Egipti?
Nei, það var Ásmundur Guð-
mundsson!
Þarna kom hann þá hróðug-
ur á úlfaldanum beina leið frá
konungagröfunum. En Arabinn
gekk eins og þjónn og teymdi
undir herranum. Jeg þeyttist út
úr bílnum og tók mynd af öllu
saman, með stallapýramídann
að bakgrunni. Svo hneigði úlf-
aldinn sig til jarðar og Ásmund-
ur. stje heilum fæti á eyðimörk-
ina.
Náttúrlega settist jeg á bak í
staðinn og reið sþölkorn og var
Ijósmyndaður með stallapýra-
mídann í bakgrunni, og slapp
líka óskaddaður. En strákurinn
brosti svo að skein í snjóhvíta
tanngarðana.
Þetta er mín listasaga í eyði-
mörkinni.
★
Nú kom gamli karlinn okkar
á vettvang. Hann hafði
ekki verið neitt.sjerlega billeg-
ur í upphafi (og varð það nú
reyndar aldrei) en hafði þó
fært sig úr 50 piöstrum niður í
20 með því að þurfa ekki að
borga aðgangseyri fyrir okkur.
Og ekki hafði verið talað um
annað, en að hann fylgdi okkur
um Memfis og Sakkara. En nú
þóttist hann eiga í okkur hvert
bein, og var ekki sjerlega blíður
á manninn við dolpunginn minn.
Áttu þeir í orðasennu, sem eng-
inn fær lýst nema helst glym-
skratti. Handleggir og hendur,
axlir og höfuð, alt var á fleygi-
ferð, og eftir því voru ósköpin
í málrómnum. Við vorum nú
komnir upp í bílinn og karlinn
okkar með, og sögðum bílstjór-
anum að aka á stað. Hann
kýmdi og setti bílinn á fleygi-
feírð. Dolpungurinn stóð þar
eftir með alla sína stærð og fá-
tækt, en karlinn okkar var hinn
hróðugasti. Sömdum við nú um
35 piastra fyrir allan túrinn og
hann barmaði sjer ósköpin öll.
Var nú ekið út úr eyðimörk-
inni og niður á veginn til Gizeh.
Er þá farið fram hjá pýramíd-
unum við Abusír, því að þeir
þykja ekki jafnmerkilegir. Og
yfirleitt eru pýramídamir miklu
fleiri en jeg nefni. Mið minnir
að þeir sjeu taldir 26 alls í
tþessari eyðimerkurbrún, á h. u
b. 40 kílómetra vegalengd
frá suðri ti.l norðurs. Sumir eru
litið annað en grjóthrúgur, því
að jafnvel pýramídar geta geng-
ið úr sjer á þúsundum ára.
Sumir þeirra hafa líka verið
litlir frá upphafi, og t. d. við
Gizeh eru þrír stórir og níu litl-
ir pýramídar.
Á leiðinni til Gizeh fórum við
' að spjalla við fylgdarmanninn.
Það á maður reyndar aldrei að
J gera, eftir því sem ferðalaga-
fræðingar segja. En við erum nú
ekki svo lærðir ferðamenn, og
það getur verið skemtun í því
líka. Hann sagðist eiga 7 börn,
en var samt nokkur lengi að
hugsa sig um áður en hann
svaraði. Hann var bersýnilega
Skák nr. 73.
Moskva, maí 1939.
Gritnfeldsvörn.
Hvítt: Tolush. Svart: Botvinnik
1. d4, Rf6; 2. C4, g6; 3. Rc3, d5;
4. Bf4, (4. pxp, Rxp; 5. e4, o. s
frv. er líka gott.) 4.....Bg7; 5
e3, 0—0; 6. Hcl, c5 !; 7. dxc, Da5;
8. cxd, Hd8; (Þannig ljeku þeir
Capablanea og Reshevsky á A. V
R. O. skákþinginu síðastliðið haust
Capablanca ljek þessa leiki á tveim
mínútum, en Reshevsky eyddi til
þess 58 mínútum. Það minnir á
Ásmund okkar Ásgeirsson.) 9.
Dd2, (Þótt hvítt eigi tveim peð-
um meira er staðan engan veginn
þægileg. Til mála kom að leika 9.
Bc4 og ef Dxp; þá 10. Ðb3. Hvítt
þarf, ef þess er nokkur kostur að
hróka áður en d-línan opnast.
Capablanca ljek 9. Da4, og skákin
varð jafntefli.) 9......BXP; 10-
Bc7,
10. .... DxB; (Þvingað.) 11. RxR,
IIxR !!; (Svart fórnar skiftamun
og á þó peði minna. Það er þó
augljóst að hvítt "verður að
missa eitthvað af sínu unna liði
við að koma mÖnnunum sínum
í viðunandi stöðu.) 12. DxH,
Be6; 13. Dd2, Rc6; 14. Hdl,
(Betra virðist' Bd3, og ef 14......
IId8. Þá 15. De2, en vörnin er
allavega mjög erfið.) 14...........
Hd8; 15. Dcl, Da5+; 16. Hd2,
Hd5!; 17. Re2, Hxp; 18. Rc3,
mm ■*
mm mmi
. Ær r HHI
■ Wk.*k\
á
mm.
^ lÉÍl^
WM mm má a mi
m mám
mí.
Staðan eftir 10. leik hvíts.
BxR; 19. pxB. Hxp; 20. Db2
Iía3!; (Svart á nú peð upp
skiftamuninn og yfirburða stöðu.)
21. Db5, Dc3; (Svart gefur auð
vitað ekki kost á drotningakaup
um í svona sterkri sóknarstöðu.)
22. Db2, Dc5; 23. Dbl, Bxp; 24
HxB, (í rauninni var ekkert að
gera. Betra virðist þó Dc2.) 24
. ... Da5+; 25. Hd2, Hal; 26
Bd3, (Staðan er nú ljett unnin á
svart.) 26....HxD+; 27. BxH
Re5; 28. Ke2, Db5+; 29. Bd3
RxB; 30. HxR, a5; 31. Hdl. Dc4
32. Kf3, b5; 33. Hd7, b4; 34. Ha7
a4; 35. Hd8+, (Auðvitað ekki
Hxp, vegna Dc6+.) 35.......Kg7
36. Hda8, a3; 37. g3, Db5; Svart
gaf. — Vel tefld skák og mikils
virði frá skákfræðilegu sjónar
miði.
ekki vanur að gefa manntals-
skýrslur. Hve margar konur?
3ina aðeins, sagði hann. Góðir
menn eiga bara eina konu. Hvað
gafst þú fyrir hana? 50 pund,
sagði hann. En hefir þú ekki
selt neinar dætur? Jú, jeg hef
selt eina. Og hvað fekst þú fyr-
ir hana? Jeg fekk 50 pund, og
svo átti kaupandinn að gefa
henni föt og eyrnalokka og
íálsfesti og þessháttar fyrir 20
pund. En jeg þurfti ekki að
öorga það sjálfur fyrir mína
xonu. Svo þú hefir þá selt
dóttur þína fyrir meira en
3Ú keyptir konuna? Já, svar-
aði hann allhróðugur. —•
Bílstjórinn átti 2 konur, sagði
lann. Og svo sagðist hann trúa
á einn guð, Allah. Jeg er góður
maður, sagði hann.
Svo fór hann að sýna okkur
góð ummæli, sem hann hefði
fengið frá ferðamönnum. Sjer-
staklega eitt brjef, mig minnir
frá Ameríkumanni, sem gaf
honum viðurkenningu fyrir það,
að hann hafði fundið gull sígár-
ettuhylki og skilað því. Já, jeg
er góður maður sagði hann. ■—
Við sögðumst skyldum skrifa
eitthvað gott handa honum. Já,
sagði hann, það er gott, en vilj-
ið þið ekki skrifa, að hinn mað-
urinn hafi heimtað að fylgja
ykkur þar sem hann hafði eng-
an rjett til að vera fylgdarmað-
úr? Við kváðum nei við því.
Eða vitna það, að hann hafi
sagst vera fylgdarmaður til
Gizeh. Nei, við þverneituðum
því. Hann væri líka góður mað-
ur. Hann gaf ekkert út á það.
En hann ympraði á þessu hvað
eftir annað, að við vildum
skrifa eitthvað ljótt um dolp-
unginn minn. Það hefir verið
eitthvað vont á milli þeirra.
Og nú var beygt upp á eyði-
merkurbrúnina við Giseh. Þar
er stóreflis gistihús, mjög ná-
lægt pýramídunum, með glæsi-
legum garði, sundhöll og öllu,
sem hægt er að hafa til þess að
reita ferðamenn. Þessir pýra-
mídar eru næst Kairó ,og lang
merkilegastir. Hingað kemur því
hver einasti ferðamaður, sem til
Kairó kempr á annað borð. Ná-
lægt gistihúsinu var stóreflis
rjett með úlföldum og ösnum,
sem ferðamenn fá lánaða til
þess að hafa komið á bak úlf-
alda. En við vildum ekki skifta
við gistihúsið, og úlfaldann
höfðum við prófað í Sakkara.
Við ókum því beina leið upp að
pýramídunum.
— Situr þii með nemendur þína
í fanginu ?
— Já, annar stóllinn • brotnaði.
★
Pjetur, konungur í Júgóslafíu,
hefir nú tekið stúdentspróf og að
því loknu gekk liann í herinn sem
óbreyttur liðsmaður. Eftir tvö ár
tekur liann við konungstign og
verður þá yfirjnaður alls hersins.