Morgunblaðið - 20.08.1939, Blaðsíða 3
fivuimidagur 20. águst 1939.
MORGUN BLAÐIÐ
3
Haförninn
íslenski
Honum fjölgar
á Vestfjörðum
jórir enskir háskólamenn liafa
ferðast urn Vestnrland í
sumar til þess að athuga hvað
mikið mundi vera til af örnum
hjer. á landi, og hvort von er um
að þeim geti fjölgað.
Á ferðalagi sínir sáu þeir 30
fullorðna erni og fundu 9 hreiður,
þar sem 12 ungar hafa komist upp
í sumar. Þeir segja, að örninn
verpi venjulega tveimur egjjjum,
en annað eggið sje miklu síðar orp-
ið en hið fyrra, og klekist því
miklu seinna út. Af þessu leiðir
það, að stóri unginn etur oft alt
frá þeim litla, og ræðst stundum
á hann og drepur hann. Og þegar
þess er svo einnig gætt, að örn-
inn verpir ekki fj-r en hann er 5
ára, þá er skiljanlegt að fjölgun
sj'e tíijög hægfara þótt hann sje
friðaður.
Þeir fjelagar rannsökuðu hvaða
fæði assa her heim í hreiðrið, og
var það mestmegnis hrognkelsi og
lá mikið af þurum hveljum iim-
hverfis hreiðrin. Silungur var þar
einnig og fleiri smáfiskar, lundi,
lómur, toppönd, rjúpa, æðarfugl
og aðrir fuglar. Ekki fundu þeir
leyfar nema af einum lamhskrokk,
og ætla því að það sje orðum
aukið hvað örninn taki mörg lömb
Haförninn var áður um allar
Bi’etlandseyjar, en seinasta fugls-
ins varð vart á Hjaltlandi fyrir
30 árum, svo að hann mun nú al-
dauða þar. Honum hafði og nær
verið' útrýmt í Noregi og á ís-
landi. Þykir þeim fjelögum því
vænt um að fuglinn skuli vera
friðaður hjer og vona að íslend-
ingar sjái sóma sinn í því að láta
hann altaf hafa hjer griðland.
Þingvallaför „Hvatar“
á þriðjuúaginn
Sjálfstœðiskvennaf jel. Hvöt
fer skemtiför til Þingvalla
á þriðjudaginn kemur.
Má búast við skemtilegri og
fjölmennri ferð, ef veður verð-
ur gott, því að margar áhuga-
samar fjelagskonur höfðu þegar
í gær ákveðið að taka þátt í
skemtiferðinni. Gestir mega
vera með, en ætlast er til, að
konur taki með sjer nesti, og
verður það snætt sameiginlega
undir berym hi,mni í Almanna-
gjá við Öxarárfoss. Þá verður
ekið til Bolabáss, og ættu kon-
ur þær, sem ber vilja tína, að
muna að hafa berjaílát með
sjer.
Ferðin verður ódýr. Lagt af
stað frá Steindórsstöð kl. 10
en faramiðar seldir þar á stöð->
inni frá því kl. 9 um morguninn.
Skemtun Sjálfstæðismanna að
Eiði hefst kl. 3 í dag. Þar tala
þeir Benedikt Sveinsson bókavörð
ur og Árni Jónsson frá Múla al-
þingismaður. Bifreiðaferðir frá öll
um hílstöðvum hæjarins.
Síldarsöltunin á öllu
landinu 102.640 tn.
Þurkar
I Amerfku
190.994 tunnur
á sama tíma í fyrra
Heildarsöltunin á öllu landinu var í gær 102.-
640 tunnur, en 190.994 tn. á sama tíma í
fyrra. Er söltunin því nú 88.354 tn. minni
en á sama tíma í fyrra.
Sáralítið liefir hæst við hræðslusíldina síðastliðna viku. Ríkis-
verksmiðjurnar á Siglufirði höfðu í gær alls fengið 242.277 mál, en
í lok fyrri viku höfðu þær um 237.000 mál.
Söltunin nú skiftist þannig:
Siglufjörður
Akureyri, Raufarh.
Dalvík
Hrísey
Ólafsfjörður
Hofsós
Sauðárkrókur
Skagaströnd
Hólmavík
Ingólfsfjörður
Reykjafjörður
Vestfirðir
Húsavík
Suðurland ,
66.859 tn.
1.252 —
1.076 —
2.394 —
7.997 —
366 —
900 —
5.545 —-
5.795 —
7.902 —
6.989 —
16 —
355 —
198 —
Samtals 102,640 tn.
Eru minkarnir
saklausir af
lambadrápinu ?
Á vissum svæðum í Ameríku hafa verið langvarandi þurkar nú í
sumar, en ekki hefir þó heyrst um verulegan uppskerubrest þeirra
vegna. Mynd sú, sem hjer birtist, er tekin af árfarvegi nálægt New
York og sýnir hún, að áin hefir gersamlega þornað upp. Stóð mik-
il rafmagnsStöð við á þessa, enhún stöðvaðist að sjálfsögðu, þeg-
ar áin þornaði.
Land Templara
hjð Elliðavatni
verður vlgt I dag
Á sunnudaginn var átti að
vígja land það, sem Þingstúka
Reykjavíkur hefir fengið fil
umráða fyrir ofan Elliðavatn.
Jafnframt átti þá að gefa þessu
landnámi nafn. En vegna þess
hvað veður var slæmt, rok og
stórrigning, varð að fresta vígsl-
unni þann dag.
Nú á vígsluathöfnin að fara
fram í dag kl. 2. Má búast við
fjölmenni þar, vegna þess að
þetta er nýr skemtistaður, sem
er Reykvíkingum yfirleitt al-
gerlega ókunnur. Þarna er
einkar skemtilegt. Norðan að
staðnum er vatn með grasi grón-
um hólmum, og ganga hraun-
klettar fram að því að sunnan.
Hraunið er með ótal grasi grón-
um bollum og hefir nú verið
plantað þar skógarhríslum, sem
vonandi eiga fyrir sjer að
stækka, og gera þennan stað að
skemtilegasta reitnum í ná-
grenni Reykjavíkur.
Bílferðir verða þarna upp eft-
ir í dag frá flestum bílstöðv-
um, en þó' aðallega frá B. .S. I.
og Þrótti. Hefjast þær kl. 10 að
morgni,, svo að þeir, sem fyrstir
fara, geti skroppið í berjamó
áður en vígslan hefst.
Úrslitakepni
2. fl. í dag
T dag kl. 5 keppa Valur og Vík-
ingur, en Fram og K. R. kl.
6.15.
Er það úrslitaleikur mótsins,
því að þau tvö fjelög hafa mesta
möguleika til að vinna 2. flokks
mótið. K. R.. hefir 4 stig, og Fram
2. En leiknum milli Fram og Vík-
ings var frestað um óákveðinn
tíma.
í Hafnarfirði hefir gerst atburð
-T ur, sem gæti hent til þess að
minkar væri eigi valdir að dauða
þeirra lamba, sem fuiidist liafa
dreþin þar í grend.
í fyrratnorgun um kl. 10 sá
Ingimuridnr í Fágrahvammi (sá
hær er út með firðinum vestan við
kaupstaðinn) að kindahópuf var
þar heim við túnið og stór hópur
hrafna. Ilundur. sem Ingimundur
á, hljóp í kindurnar og eins hund-
Ur áf næsta bæ, og flæmdu þær
burtu. Kom hundurinn í Fagra-
hvammi síðan heim, en þá sá Ingi-
mundur að hrafnarnir hópuðust
aftur á sama stað og áður. Var
honum forvitni á að vita hvaða
erindi krnmmar ætti þarna, og
gekk þangað. Fann hann þá lamb,
sem var komið að dauða. Hafði
það orðið fyrir árás og var hræði-
lega rifið um báða bóga. Lambið
var þegar tekið og skorið.
Menn fullyrða, að áverkar þeir,
sem á lambinu voru, geti ekki ver-
ið eftir mink, eða minka, heldur
muni lambið hafa verið rifið af
hundum. Ekki skeði það þó þarna
um morguninn þegar hundarnir
hlupu í f jeð, heldur hefir það gerst
áður.
Fer nú suma að gruna margt
viðvíkjandi lambadrápinu þar
syðra áður, og ske kunni, að það
hafi ranglega verið kent minkun-
um, heldur sje það alt hundum að
kenna.
Blaðamennirnir
koma til Þing-
valla i dag
Blaðamennirnir koma til Þing-
valla um kl. 2 í dag, en halda
svo síðdegis um Grafning til
Þrastalundar; þar verður gist í
nótt.
Snemma í gærmorgun fóru
hlaðamennirnir frá Siglufirði, sjó
leiðina til Sauðárkróks. Þegar
þangað. kom voru bílarnir þar til
staðar og ekið til Reynistaðar. Þar
var snæddur morgunverður kl.
um 12.
Var svo haldið til Blönduóss og
þar drukkið síðdegiskaffi. Seint
í gærkvöldi var komið til Reyk-
holts í Borgarfirði og gist þar.
Pólsku tollverðirnir
látnir lausir
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
dag heldu þeri- fund með sjer
Burchardt fulltrúi Þjóða-
bandalagsins í Danzig, Greiser for
seti senatsins í Danzig og pólski
fulltrúinn, til þess að ræða um
deilu þá, sem reis út af pólsku
tollvörðunum. Árangur þessa fund
ar varð sá, að pólsku tollverðirnir,
sem handteknir liöfðu. verið, voru
látnir' lausir aftur.
Slldveiðin
glæðist!
Seint í gærkvöldi átti
Morgunblaðið tal við
Djúpuvík og voru þá nokkur
skip nýkomin þangað, með
sæmilega veiði.
Skipin voru: Kári með 100 tn.,
Tryggvi gamli með 5—600, Jón
Ólafsson 400, Rán 150, Baldur-
150 Hafsteinn 100 og Hugarnir
tveir, annar með' ca. 200 ög hinn
300 tn.
Var mikið að gera 1 Djúpuvík
og búist við, að þar yrðu saltað-
ar í nótt um 2000 tn.
Aðrar síldarfrjettir á bls. 6.
Marsvinarekstur
á Reykjafirði
Snemma í gærmorgun urðu
menn varir við marsvína-
torfu á Reykjarfirði og fór fjöldi
báta af stað, til þess að reka hana
inn fjörðinn.
Stóð stríðið allan daginn og
frarn á nótt. Oft tókst að koma
riiarsvínunum alla leið inn í botn,
’en þau sluppu altaf. Komst eitt
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.