Morgunblaðið - 20.08.1939, Blaðsíða 9
gunmidagur 20. ágúst 1930.
9
ögreglan fær árlega
Tapað — fundið“ heitir
einn af smáauglýsinga-
dálkum dagblaðanna. í þessum
dálki auglýsa menn ef þeir
hafa týnt einhverju eða fundið
©g þenna dálk lesa þeir sem
einhverju hafa tapað, eða
íundið hlut, sem þeir vilja
koma til ekila. —
En það eru fleiri en þessir
hlutaðeigendur, sem lesa þenna
dá'lk og þá ber fyrst og fremst
að taka til þann mann, sem
Kandfjallar flesta týnda muni
Mjer í bæ. Þessi maður er
Kristján Jónasson lögregluþjónn,
sem hefir umsjón með öllum
áskilamunum, sem lögreglunni
berast.
Ekki veit jeg hvort Kristján
fcefir nokkurntíma týnt nokkr*
um hlut sjálfur, en auglýsinga-
dálkana með „tapað — fundið“
íes hann daglega með athygli,
því hann hefir mikinn áhuga
fyrir að koma þeim munum, sem
eru í hans vörslum, til rjettra
hlutaðeigenda.
Og það er ekki svo lítið, sem
Kristján hefir að geyma í skáp-
um í kjallara lögreglustöðvar-
innar.
ÓSKILAMUNIR Á
LÖGREGLUSTÖÐIN NI.
nefaleikamaður hefir týnt
öðrum hnefaleikahansk-
anum sínum, fjallgöngumaður
hefir tapað öðrum fjallgöngu-
skónum sínum (járnsleginn er
skórinn og allur hinn sterkasti).
Binhver hefir týnt nokkrum
þvottaefnispökkum, annar
grammófónplötum, sá þriðji
stóreflis vasaljósi, einum inni-
Etnn skápur á Lögreglustöðinni
með óskilamunum.
skó, úri, hljóðdós úr grammó-
fón, frakka, húfu, veski, buddu,
vetlingum, fóðurheldu ljerefti
og svo ótal mörgu fleira, sem
of langt yrði upp að telja, hef-
ir fólk hjer í bæ týnt.
Alt er þetta á lögreglustöð-
inni, geymt undir lás og slá.
Enginn hefir aðgang að því
nema Kristján. við hvern t.in-
asta hlut er fest merkispjald,
sem á er letrað nafn finnanda
og staður, þar sem hluturinn
hefir fundist, dagur og ár. Loks
er yfir muni þessa heil bók, með
fjölda upplýsinga um hlutina.
Þá má ekki gleyma reiðhjól-
unum, þau eru með fæsta móti
nú, en samt skifta þau tugum
og þau hafa einkaherbergi út
af fyrir sig í kjallaranum hjá
honum Kristjáni.
Það lætur að likum, að
Kristján Jónasson, sje manna
fróðastur um hverju við týnum
Reykvíkingar, og er jeg reyndi
á visku hans í þessum efnum á
dögunum varð jeg margs vís-
ari.
1000 ÓSKILAMUNIR.
að eru eitthvað í kringum
21/2 ár síðan farið var
að skipuleggja þessa „tapað —
fundið“ deild hjá lögreglunni.
Þá var farið að halda skrá yfir
óskilamuni, sem lögreglunni bár
ust og einn maður settur til að
hafa eftirlit með þessu, sagði
Kristján.
— Færðu ekki einhver ósköp
handa á milli af óskilamunum
árlega? sagði jeg við Kristján.
— O, jú, blessaður vertu. Og
jeg held að það sje altaf að
aukast. Hlutirnir koma — og
fara ef þeirerueinhversvirði. Jeg
geri líka alt, sem hægt er til að
koma þessu óskiladóti út — það
er að segja til rjettra eigenda.
ef jeg sje auglýsingu, sem get-
ur átt við einhvern hlut, sem
jeg geymi, þá fer jeg oft heim
til viðkomandi. Fyrsta árið skrá-
setti jeg um 400 muni, annað
árið um 600 og nú síðast voru
þeir eitthvað um 1000.
ÓTRÚLEGT HVERJU
FÓLK TÝNIR.
að er svo ótrúlegt hvsrju
fólk getur týnt. Kven-
fólkið, blessað, tapar töskum
sínum, á götum, gleymir þeim
á veitingahúsum eða á dans-
leikum, gullúr tapast, gull-
hringar og aðrir skrautgripir,
tóbaksdósir og sjálfblekungar.
Pinklar, með dóti, sem fólk
hefir verið að kaupa. Flest af
þessu fá eigendumir aftur. Ef
við finnum nöfn eða eitthvað
sem getur bent til hver eigand-
inn mun vera, fær hann tilkynn-
ingu frá okkur. Margir koma
og spyrja eftir því, sem þeir
hafa týnt. Annars sjer maður
af því hve mikið verður eftir af
óskilamunum, sem enginn eig-
andi finst að, að fólk gerir of
lítið að því að koma og spyrja
um óskilamuni
Jeg er altaf við á virkum
dögum kl. 4—5 og stundum
kemur það fyrir að blindös er
hjá mjer.
kilamuni
Eitt er þó, sem heyrir ekki
beint undir mig, en það eru
lyklar. Á lögregluvarðstofunni
eru þeir geymdir og þar geta
menn fengið að sjá þá allan sól-
arhringinn, það er eina undan-
tekningin.
HEIÐARLEGT OG
ÓHEIÐARLEGT FÓLK.
Og er nú almenningur heið-
arlegur að skila því, sem
finst?
— Nú, það er nú svona upp
og ofan eins og gengur. Stund-
um verður maður var við mjög
heiðarlegt fólk og eins eru þess
mörg dæmi, að fólk skili ekki
því, sem það finnur. Mörgum
hættir við að skila ekki óskila-
munum vegna þess að það held-
ur, að þeir renni beint til lög-
reglunnar og að iögregluþjón-
arnir geri sjer mat úr óskila-
munum, en þetta er hinn mesti
misskilningur. Alt er sett und-
ir lás, bæði stórt og smátt. Hitt
efni hafi á að borga, að þá sje
rjett að taka fundarlaun.
— Hefir ‘ fólk ekki fengið
hegningu fyrir að slá eign sinni
á óskilamuni?
— Jú, dæmi eru til þess, eins
og t. d. hjón, sem fundu gull-
úr og seldu það fyrir peninga.
Annars er það með úr, að venju-
lega er hægt að finna eiganda
þeirra. Hafi úrið t. d. verið
keypt hjer á landi eða farið
fram viðgerð á þvi, þá setur úr-
smiðurinn merki sitt í það og
af þessum merkjum má oftast
finna rjettan eiganda.
ÓSKILAHJÓLHESTAR.
Fx að er líkt með hjólhestana.
*• Er ekki svo?
— Jú. Hafi hjólhesturinn ver-
ið keyptur hjer á landi, þá er
jí flestum tilfellum hægt að
finna.eigandann. Hjólhestasalar
hafa númer reiðhjóla, sem þeir
selja og lögreglan hefir sam
Uppboð á óskilamunum í Lögreglustöðvarportinu. Mikill áhugi
er hjá almenningi fyrir þessum uppboðum, sem að jafnaði
eru vel sótt.
er rjett að á hverju vori er
haldið uppboð á óskilamunum,
sem ekki hafa gengið út fyrir-
farandi ár. Það er helst reiðhjól,
sem seld eru og annað smávegis.
Á þessum uppboðum koma
venjulega inn um 1000 krónur,
sem renna í lögreglusjóðinn, en
ekkert er selt fyr en búið er að
ganga úr skugga um að eig-
andinn finnist ekki.
band við þá. Mikill fjöldi óskila
hjólhesta kemur til okkar ár-
lega, en venjulega ganga þeir
út, eins og sjest best á því, að á
uppboðum á vorin fer tala hjól-
hesta aldrei fram úr 30. — En
úr því við tölum um hjólhesta,
segir Kristján, dettur mjer í hug
atvik, sem kom fyrir ekki als
fyrir löngu.
Það var siður hjá mjer, að
setja númer reiðhjólanna á.
merkispjald, sem hjekk við þau.
Númer og aðrar upplýsingar
voru svo færðar inn í bók yfir
óskila hjólhesta. Einu sinni
veitti jeg því eftirtekt, að piltur
einn kom ískyggilega oft til að
skoða hjól. Síðar komst jeg að
því, að hann hafði augastað á
einu hjóli og var hann altaf að
reyna að setja á sig númer þess,.
en gleymdi því þó altaf jafnóð-
um.
Síðan þetta kom fyrir, hefi
jeg þá aðferð að merkja hjólin
með dulmerki, og get jeg síð-
an borið saman við bókina þeg-
ar einhver nefnir númer á sínu
hjóli.
TÝNDI 1400 KRÓNUM
FYRIR JÓLIN.
O kilar fólk oft peningum er
^ finnast á víðavangi?
— O, sei, sei, já. Stærsta
peningaupphæð, sem jeg man
eftir var 1400 krónur, sem einn
efnamaður bæjarins tapaði rjett
íyrir jólin. Bláfátæk kona fann
peningana og kom með þá til
okkar.
Eins og geta má nærri, varð
maðurinn harla feginn að fá
peningana aftur og fátæka kon-
an fekk álitlegan jólaglaðning í
fundarlaun, sem hún gat notið
með góðri samvisku um hátíð-
ina. Annars er algengt að fólk
komi með smáupphæðir, 10—
15 og alt upp í 100 krónur.
STOKKABELTI OG
HORNBAUKUR.
Og verðmætasti hluturinn
sem tapast hefir á göt-
unni og sá ómerkilegasti,?
Kristjá hugsar sig um litla
stund eftir þessa spurningu og
segir svo:
— Jeg held að það sje stokka-
belti, sem var um 300 króna
virði. Aðkomukona í bænum
tapaði því í Austurstræti. — Ó-
merkilegasti hluturinn held jeg
að hafi verið ljelegur hom-
baukur — en eigandinn kom og
sótti hann samt.
Vivax.
FUNDARLAUN.
Hvað er borgað í fundar-
laun?
— Það er mjög misjafnt. Um
fundarlaun eru engin lög til, en
venja er að greiða 1/3 af and-
virði þess, sem finst. Annars er
það samkomulagsatriði. Sumir
vilja ekki fundarlaun og taka
það skýrt fram. Aðrir leggja
aðaláhersluna á, að fá fundar-
laun og loks kemur það fyrir,
ef t. d. um peninga er að ræða,
að finnandinn segir sem svo, að
ef það sje fátæklingur, sem í
hlut eigi, taki hann engin fund-
arlaun, en sje það einhver, sem
óskila reiðhjól hjá lögreglunni.