Morgunblaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 2
2 í'Östudagur 24. des. 1943, MORGUNBLAÐIÐ Jólaminningar úr Reykjavík SÍRA BJARNI JÓNSSON er vafalaust einn þekktasti maður þessa bæjar, sem í sjálfu sjer er ekkert merkilegt. Hann hefir verið prestur við dómkirkjuna í 33 ár og er fæddur hjer í bæ. Síra Bjarni hefir búið hjer í bænum að fám árum undan- teknum, á námsárum sínum í Höfn og árunum 1907—’IO, en þá var hann skólastjóri á Isa- firði. En árið 1910 var síra Bjarni vígður til prests. Tíðindamaður blaðsins hitti síra Bjarna að máli í gær og bað hann að segja sjer endur- minningar frá jólunum í Reykja vík. „Jeg man eftir jólunum hjer í Reykjavík fyrir 55 árum og mjög greinilega fyrir 50 árum ■og þá var íbúatala Reykjavík- ■ur um 4000 og í þá daga var heldur tilbreytingarlítið, en því meiri hátíð var, er jólin voru haldin, tilhlökkunin mikil, þó ekki væru jólagjafirnar jafn dýrar og nú. Man jeg aðfanga- dagskvöld, er jeg var 8 ára gam all og fjekk í jólagjöf Biblíu- sögur og lítinn trjehest, sem kostaði 50 aura. Einnig minnir mig, að nokkrum kertum hafi verið skift á milli okkar syst- kinanna og líklega eitt epli á mann. Tilbreytingin var stórkostleg, þegar hátíðin var að koma. Það var bókstaflega hægt að finna það, að jólin nálguðust. Alt var sópað og prýtt, Ijósadýrðin mik il, og sem þó mundi nú víst vera kallað rökkur, en aldrei mun jeg gleyma jólabirtunni í Mýrarholti, er nýr postulíns- kúpull var settur á lampann; kostaði kúpullinn 5 krónur og þótti í mikið ráðist. Sátum við í hátíðaskapi í bjarmanum frá lampanum. Þá lagði ilminn af súkkulaðinu og jólakakan var borin á borðið, en slíkt skeði •ekki oft á ári. Ljós var látið loga alla nóttina og er óhætt að segja að þá ríkti heilög kyrrð. í hvert sinn, sem jóla- sálmurinn er sunginn eða þessi orð hans „Á himni næturljósin ljóma svo ljúft og stillt og rótt, -og unaðsraddir engla hljóma, þar uppi um helga nótt,“ sje jeg fyrir mjer jólin á bernskudög- um mínum hjer í bæ. Minnistæðastir eru mjer dag- arnir fyrir jólin. Jeg sje fyrir mjer gömlu mennina úr Vest- urbænum, er þeir korríu neðan úr bænum og eitthvað óvenju- legt hlaut að hafa komið fyrir, þvi þeir voru með vindil í munn vikinu, vax»það „Jólavindillinn“ gjöf frá kaupmanninum og auk þess höfðu þeir þrjá til fjóra vindla meðferðis og voru þeir geymdir yfir hátíðina, á klukku hyllunni við þilið, var einn vindill reyktur á jóladagskvöld, annar á gamlárskvöld og þriðji á þrettándanum og lagði þá ilm inn um herbergin. Þá voru engar bifreiðir, engir sendisveinar, svo að börnin voru í sífeldum sendiferðum og þætti það ekki heilsusamlegt nú að vera í íslenskum sauðskinns skóm og þeim bættum. Þetta oiga þeir erfitt með að skilja, sem nú eru á stígvjelum og skó hlííum. Þá voru þeir meira að segja öfundsverðir, sem áttu klossa. Hvernig ætti jeg að Samtal við síra Bjarna Jónsson Sjera Bjarni Jónsson gleyma því, þegar jeg um fimm leytið var sendur niður í bæinn í fimmta eða sjötta sinn, með 25 aura, til þess að kaupa eitt pund af „Kúrenum“. Fór jeg búð úr búð og bað allstaðar um eitt pund af „Kardimommum“. Búðarmennirnir hlógu að mjer og sögðu að pundið af „Kardi- mommum“, kostaði 6 krónur. Fór jeg heim dapur í bragði. Var mjer þá sagt að jeg hefði átt að kaupa „Kúrenur” og yrði jeg því að fara af stað og ná niður í búð áður en lokað yrði. Hljóp jeg nú alt hvað af tók, skeytti því engu þó að jeg misti skóbótina, en með „Kúren- urnar“ komst jeg heim, um leið og byrjað var að hringja jóla- klukkunum. —• Hafði jeg fataskifti í snatri, fór í kirkju, sem var troðfull af fólki, og aðra eins ljósadýrð hafði jeg aldrei sjeð, og birtuna sem þá lagði af kertaljósunum. Það voru engin rafmagnsljós í Rvík og enginn kvartaði yfir því, að Ijósin væru dauf, en dáðust að kertaljósunum og horfðu hug- fangnir á götuljóskerin stein- olíulampana). Hátíðin fyllti kirkjuhúsið og ávalt er mjer íminnier sungin voru þessi orð: „Hvert fátækt hreysi höll nú er, því Guð er sjálfur gestur hjer”. Þá fanst mjer jeg vera ríkur og indælt hlyti að vera að koma heim og njóta jóla- gleðinnar í höllinni og heppin vorum við foreldrar og börn í mörgum býlum hjer í bænum, ef ekki var rigning um jólin, því þá þurfti lekinn ekki að eyðileggja hátíðablæinn. — Á stöku stöðum voru jólatrje, trje spítur vafðar mislitum gljá- pappír og á spýturnar fest fáein kerti. Mikil var dýrðin. Man jeg það að snemma var vaknað á jóladagsmorgun, líklega um kl. 6 f. h. Var þá lesinn hús- lestur, en afsakanlegt þó að hugsað væri um leið til jólakök unar, sem átti að vera með kaff inu er lestrinum væri lokið. — Mjer fanst allir dagarnir fram að þrettánda var óslitin hátíð. Engar framfarlr geta dregið fyrir birtu þeirra minninga. Minnistæð eru mjer aldamót in, gamlársdagur árið 1900.Var þá rosaveður og óhátíðlegt um að lítast í torfbæjunum, en um kvöldið varð kyrrt veður, stjörnubjart. Ógleymanleg var hátíðarstundin er mannfjöldinn nam staðar við Austurvöll. Klukkan sló 12 á miðnætti, nýa öldin var komin, kirkjuklukk- unum hringt í næturkyrðinni. Þórhallur Bjarnarson helt ræðu á svölum Alþingishússins. Þetta var heilög stund í sögu Reykja víkur. Nú hefi jeg verið prestur Dómkirkjunnar í 33 og hálft ár og undrast þær breytingar, sem orðið hafa á liðnum árum, en altaf er þráður milli bernskuminninganna og jóla- starfsins nú. Nú þjóta bifreið- arnar um götuna, hitaveitan er komin, síminn þagnar aldrei, flestir eiga skóhlífar og jólagjafirnar orðnar dýrari. — En hin eina heilbrigða gleði á heima á sama staðnum, og enn gleðjast börn í birtunni, og við finnum til með þeim, sem sitja í skugganum og eiga í barátt- unni, og því er á jólum sagt, einnig í dag: „Gleðjist. En um leið hvíslað að mönn- unum: „Gleðjið“. Ennþá eru sungnir sömu sálmarnir, gömlu sálmarnir, sem altaf eru nýir og ennþá er hlustað eftir gamla jólaguðspjallinu, sem alt af er nýtt. Þegar jeg var drengur, var það mjer mikil hátíð að koma í kirkju á jólunum og hlusta á prestinn prjedika, en nú hefi jeg prjedikað í mörg ár. Jeg er vottur að því, að á hverjum jólum, að tár glitra í augum og eru í fylgd með borsinu, bæði í kirkju og á mörgum heimilum. Á uppvaxtarárum mínum fór jeg í kirkju og þaðan heim. Nú fer jeg í kirkju og er sjaldan heima hjá mjer. I stað þess er jeg gestur hjá fjölda mörgum, er jeg fer hús úr húsi og skíri börn. Jeg held hátíð með mörg um, er sálmarnir hljóma og kveikt er á jólatrjánum. Á jeg, er jeg lít yfir hin mörgu ár, dýran fjársjóð hinna helgustu minninga og eru þær tengdar við ógleymanlegar stundir. Jeg man eftir mörgum börn- um, sem jeg hefi skírt, og eru þau nú komin yfir þrítugt. Jeg skírði þá og þær á jólunum. Nú á jeg að skíra börn þeirra á jólunum. Minningarnar eru, eftir margra ára starf, tengdar við bros barnanna, gleði foreldr- anna. En margar minningar geymast hjá mjer um skamm- degisbaráttu sorgbitinna vina. En aldrei skal það gleymast, að jólaljósin eru logandi í skammdeginu og ávalt fær presturinn tækifæri til þess, bæði á hátiðum og virkum dög- um, að fagna með fagnendum og gráta með grátendum. Aldrei skal ávarpið fyrnast: Gleðileg jól! S. Churchill líður nú vcl. LONDON í gærkveldi: — Tilkynnt var frá bústað Chur- chills í dag, að honum líði vel, og hjeldi batinn áfram. Ekki er hann kominn heim enn. Reuter. Þingsályktun um jarðræktarmál Miðar að bættum ræktunarháttum SAMÞYKT var í efri deild þingsályktun um jarðræktarmál frá meiri ~h!uta landbúnaðar- nefndar, þeim Eiríki Einars- syni, Haraldi Guðmundssyni og Kristni Andrjessyni. Ályktunin er svohljóðandi: „Efri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina, að hún feli Búnaðarfjelagi íslands framkvæmd rannsókna, leið- beiningastörf, nauðsynlega skipulagningu og undirbúning lagasetningar, er lýtur að þeim málefnum landbúnaðarins, sem hjer verða talin: 1. Víðtækum jarðvegsrann- sóknum í helstu jarðræktar- hjeruðum landsins, og skal jafnframt aflað yfirlits um stærri og smærri mýrlendi, er vel þykja henta til fram- ræslu, með tilliti til aðstöðu til verksins sjálfs, til lands- gæðanna og annars, er máli skiftir. Skulu rannsóknir þessar jöfnum höndum gerð ar á þeim stöðum, er Bún- aðarfjelag íslands velur til athugunar, og þar, sem hreppabúnaðarfjelög og aðr ir hlutaðeigendur æskja rannsóknanna. 2. Athugunum og leiðbeining- um fyrir einstaka bændur, búnaðarfjelög og fjelags- ræktunarstjórnir um það, hve stórvirkar skurðgröfur og önnur vinslutæki henti best á hverjum stað til að- gerða samkv. 1. lið og skal jafnframt íeitað álits hlut- aðeigenda um, hver aðferð þeim þyki hagkvæmust, er kemur til öflunar og um- ráða tækjanna, t. d. eignar- umráð samkv. IV. kafla jarð ræktarlaganna eða leigunot samkv. V. kafla sömu laga. 3. Búnaðarfjelag íslands skal leita álits búnaðgrsam- banda, hreppsbúnaðarfje- laga og annara, er hlut eiga að máli eftir tillögum þess- um, um skoðanir þeirra á nauðsynlegum breytingum jarðræktarlaganna vegna þeirra aðgerða, er tillagan fjallar um, svo sem aukn- ingu styrks til vjelakaupa við framræslu eða breyttum hlutföllum á styrk til hinna ýmsu jarðabóta. 4. Niðurstöður framanskráðra rannsókna leggi ríkisstjórn- in síðan fyrir Alþingi. Öllum þeim aðgerðum, sem getið er í 1.—4. lið tillögunnar, skal flýtt svo sem föng eru á, jafnframt þeim rannsóknarverk efnum, sem Búnaðarfjelagi ís- lands eru falin með þingsálykt- un um ráðstafanir til eflingar íslenskum landbúnaði, sam- þyktri á Alþingi 9. febrúar ’43, og með ályktun búnaðarþings 1943 um framleiðslumál land- búnaðarins. Útvegun á stór- virkum skurðgröfum sje og hraðað, eftir því sem rannsókn- ir gefa tilefni til”, Þingsályktunartillögunni fylgdi svohljóðandi greinar- gerð: „Á fyrri hluta þessa árs, var tillaga samþykt á Alþingi, og önnur á búnaðarþingi, er báð- ar lúta að bættu skipulagi og öðrum umbótum á sviði jarð- ræktar og landbúnaðar. Sýna tillögur þessar ásamt frumvörp um þeim, er nú hafa verið lögð fyrir Alþingi um breyting á jarðræktarlögunum, að eigi þyk ir kyrstaðan henta, ef sveita- búskapurinn á ekki að dragast aftur úr í hinni bróðurlegu sam kepni við sjávarútveginn. Án þess að leggja nokkurn dóm á rjettmæti þessara nýmæla hvérs um sig eða það, hve lík- leg þau eru til úrbóta í land- búnaðarmálum, þykir rjett að bera hjer fram tillögu til við- bótar, er lýtur að athugun og rannsóknum jarðræktarmála, sem að mestu er gengið á snið við í fyrnefndum tillögum, en teljast verða mikilsverð undir- stöðuatriði framtíðarstarfsins, en það er mýraframræslan og tæki, er henni henta. i Má ekki seinna vera, að tek- ið sje föstum tökum á fram- ræslumálunum, bæði af því, hve miklu þau skifta í sjálfu sjer og einnig.af því, að í þeim efnum er viðhorfið enn sem komið er annað og skemra á leið komið en ætti að vera. Er því farið fram á það í tillögu þessari, að Búnaðarfjelag ís- lands og bændur sjálfir leiti samstarfa um undirbúning framræslunnar, rannsóknir gerðar um hentustu framræslu svæðin, skurðgröfur og önnur nauðsynleg tæki ákveðin og út- veguð og svo jafnframt leitað hentugustu aðferða um rekstur og umráð vjelanna. Að öðru leyti teljum vjer ó- þarft að gera frekar grein fyr- ir tillögunni". Bridgekepnin FIMTA umferð í 1. flokkí pridgefjelagsins var spiluð í fyrrakvöld. Fóru leikar sem hjer segir. 3veit Sveins Gunngeirssonft vann sveit Guðm. Ó. Guð- jnundssonar, sveit Eggerta Gilfers vann sveit Jóns Guðnaj sonar og sveit Gunnars Möll- ers vann sveit Guðmundan Sigurðssonar. Sveit Brand^ jBrynjólfssonar sat hjá. Leikar standa því þannig, að sveitir Gunngeirs Pjeturs- sonar og Eggerts Gilfers erit hæstar með 8 stig hvor. 6. umferð verður spiluðj þriðjudagskvöldið 4. jan. n. k* Tvö herskip löskuð. LONDON í gærkveldi: •—- Þýska frjettastofan segir frá því í dag, að þýskar steypiflug- vjelar hafi ráðist á tvö nerskip bandamanna á Adriahafi og komið sprengjum á þau bæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.