Morgunblaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 21
I'östudagur 24. des. 1943. MORGUNBLAÐIÐ 21 Jól um síðustu aldamót EftirSigríði Björnsdóttur OKKUR TALDIST svo til, systkinunum, að jólaundirbún- ingurinn væri hafinn með jóla- föstu. Þá byrjuðu jólasveina skriftirnar, það er að segja, þá var byrjað að skrifa alla gesti sem komu, bæði karla og konur, og nefndum við það jólameyjar, konurnar, og jóla- sveina, karlmennina. Enginn mátti gleymast. Á aðfangadags- kvöldið voru öll nöfnin skriíuð á smá miða, sem lagðir voru í röð í bók, og endinn látinn standa út úr, dró svo heimafólk miðana, stúlkurnar piltana og piltarnir stúlkurnar. Var oft mikið kapp við þetta, því ekki þótti einu gilda, hver dreginn var, af skiljanlegum ástæðum. Annar undirbúningur hófst og með jólaföstu, þá byrjaði móðir mín að steypa jólakertin. í hug um okkar barnanna fanst okk- ur þetta mjög þýðingarmikill undirbúningur. Kertin voru steypt þannig: Mót, sem voru éins og kerti í lögun, voru þrædd með ,,ljósagarni“ á þann hátt, að nagli var settur á efri endann (þann endan, sem nið- ur snýr á kertinu), ljósagarnið brugðið þar yfir, þrætt 1 gegn- um mótin, eins stíft og hægt var, því næst þrætt í gegnum mótið að neðanverðu og hnýtt vel að. Því næst var góðri, bráð inni tólg helt í. Mótin voru svo hengd upp á vegg og látið storkna í þeim, en gæta varð þess að bæta í, svo að ekki yrði laut í endann á kertinu. Móðir mín steypti oft mikið fyrir jólin, því áður en sterin- kertin fóru að flytjast, voru tólgarkerti notuð bæði í heima- húsum og kirkjum. Þess vegna var „ljósatollur“ goldinn til kirkna. Það var tólg, sem not- uð var til kertagerðar í kirkj- um landsins. Langt mun nú vera síðan sá tollur var afnum- inn. Þessi kertagerð var veigamik inn þáttur í jólaundirbúningn- um, svo fanst að minsta kosti okkur börnunum. Eftir því sem kertahlaðinn hækkaði í búrkist unni hennar mömmu, eftir því jókst eftirvæntingin og tilhlökk unin. Á jólaföstunni var mikið starfað. Spunnið, prjónað og saumað. Enginn mátti fara í jólaköttinn, alveg eins og enn í dag. Þess vegna varð að sjá öllum fyrir nýrri flík. Jeg tala nú ekki um „jólaskóna". Jeg held endilega að þeir hafi verið hreinasta listaverk. Skinnið lit- að svart, og mjallahvítar elti- skinns bryddingar og rósalepp- ar. Það var ekki kastað til þeirra höndunum. Allir fengu tvenna skó, og var það hreint ekki svo lítið verk, þar sem margt fólk var í heimili. Oftast kom það niður á húsmóðurinni og velvirkustu vinnukonunni. |>egar leið að jólum, byrjaði jólabaksturinn. Það annaðist móðir mín að mestu eða öllu leyti. Var bakað mikið, allar mögulegar kökutegundir, en svo var síðast en ekki síst laufabrauðið. Við tilbúning á því fengum við börnin oft að hjálpa til við að skera það út. Fengum að minsta kosti að setja fangamarkið okkar á sína kök- una hvert, handa hverju okk- ar. Ekki má jeg gleyma jólahrein gerningunum. Alt var þvegið og hvítskúrað, hver sperra og súð í baðstofunni. í því sam- bandi minnist jeg lítils atviks. Stúlkurnar voru að gera hreint „Suðurhúsið“, svefnhús for- eldra minna og eiginlega það allra helgasta í baðstofunni. Vitum við þá ekki fyr en að við heyrum ógurlegan hvell •— brothljóð smýgur um allan bæ- inn. Hengilampinn hafði fallið í gólfið og brotnað í spón. Við horfðum með mikilli sorg á við urstygð eyðileggingarinnar. Það var ekki sorg yfir neinum skaða, nei, það var: að stærsta og fallegasta jólaljósið varð ekki kveikt á næstu jólum. í kaupstað varð ekki hlaupið, til að fá nýjan lampa. Einhvern veginn hefir nú samt verið komist fram úr þessu, með borðlömpum, kertum og minni lömpum. Á Þorláksdag var æfinlega soðið jólakjötið: hangikjöt, salt kjöt, rúllupylsur og sperðlar. Svo rann upp aðfangadagur jóla. Við mændum eftir jólun- um, þau voru svo nálæg, ef til vill á leiðinni niður fjallshlíð- ina. Og nú verðum við að hafa veðrið stilt og milt, með ofur- litlum snjó, heiðan himin •— því að í kvöld verður stjarnan að blika. Allir þvo sjer og fara í ný föt. Það er reynt að hafa ekki skarkala og hávaða. Hátíð — kyrlát, friðsöm, með heilagri ró, er hleypt inn í bæinn. — Klukkan sex hefst hátíðin. Við bíðum full eftirvæntingar. Pabbi og mamma koma með jólin í faðmi sjer. Allir fá tvö hvít kerti, falleg og hrufulaus, og við börnin nokkur smákerti allavega lit, rauð, græn, blá — snúin, og svo fín, að við þor- um varla að kveikja á þeim, og svo fáum við öll spil. Svo hrein og hál, að þeim yngstu liggur við að missa þau út úr höndunum á sjer. Allsstaðar er kveikt, hvergi má vera skuggi. Jólin eru hátíð Ijóss og friðar og hreinleika. Að lítilli stundu liðinni er jólamaturinn borinn inn. Þykk ur rúsínugrautur með rjóma út á og síðan kúfaðir diskar af hangikjöti, magálum, og allra handa góðæti, sem jeg nenni ekki upp að telja. Síðar um kvöldið er drukkið súkkulaði og kaffi með kökum. Kvöldið líður með heilögum friði. Há- tíðin hefir læst sig inn í með- vitund allra, seitlað inn í hverja æð og taug. Augun verða hrein og skær er þau horfa í jóla- ljósin. Jólalesturinn er lesinn og jólasálmarnir sungnir. Engir leikir — engin ærsl. Svo er hátt að niður í tárhrein rúm, og sofnað í jóla ljósi. Jólaúagurinn rennur upp. Hreint, norðlenskt veðurlag, fjöllin snævi þakin, jörðin al- hvít af hreinum jólasnjó, him- ininn allstirndur, eins og blátt hvolfþak yfir. . „Góðan daginn og gleðileg jól.“ Svefnþung augu vakna á augabragði. Enda kemur sigl- ing að hverju rúmi, kúfaður brauðdiskur og rjúkandi kaffi. Við teljum kökurnar á diskun- um til að sjá hvort allir hafi fengið jafnt. Jú, alt er hníf- jafnt, jafn margar kökur, tertu- sneiðar, jólaköku sneiðar og kleinur hjá öllum. En nú dugar ekki að liggja lengi í rúmunum, það á að messa og margskonar undir- búning þarf áður en messan hesft. Allir klæðast sínum bestu fötum. Svo er farið að koma Ijósunum fyrir í kirkjunni. Flestir lampar, sem til eru á heimilinu, eru bornir út, kerti sett alstaðar sem hægt er að koma þeim fyrir. Kirkjufólkið streymir að og kirkjuklukkurn ar hringja, — jólaklukkurnar. Gleðileg jól! — Gleðileg jól! kveður við alstaðar. Frá litla kirkjuorgelinu hljóm ar nú hátíðlega „heims um ból”. Söfnuðurinn berst á tónöld- unum inn í sameiginlega há- tíðahrifning. Sálir allra hafa sameinast hátíðinni. Eftir messu koma allir inn áð drekka kaffi með kökum. Sumt unga fólkið af næstu bæjum verður eftir til að skemta sjer eitthvað um kvöldið, spila, fara í jólaleiki, pantleiki o. s. frv. Þannig líða jólin, samfeld gleði og hrifning, stundum boð á milli bæja. Ef til vill 1—2 sveitaskemtanir. Gamlárskvöldið er líkt að- fangadagskvöldinu — með mat og drykk — en þá má spila ©g leika sjer, eftir því sem hver vill. „Púkk” var æfinlega spil- að á gamlárskvöld og spilað upp á glerbrot eða kaffibaunir. Ungir sem gamlir tóku þátt í því. Á nýársdagsmorgun var okk- ur æfinlega fært kaffið í rúm- ið. Hver fjekk með fullan disk af kökum, sem hver reyndi að geyma svo lengi sem hann gat. Annars finst mjer einn ný- ársdagsmorgun verða mjer lang minnisstæðastur. Jeg hefi verið mjög ung þá. Jeg svaf í rúmi í „Suðurhúsinu“, við endan á mömmu rúmi. Líklega hef jeg vakað fram eftir við spil eða leiki, að minsta kosti hafði jeg vaknað seint. •— Mig dreymir jólin; jeg er í þeim, en alt í einu er eins og sólin skíni í gegnum mig — og jeg vakna. Pabbi er að ganga um gólf, ferðbúinn til kirkjunnar að messa, hann raular þýtt lagið: „Hvað boðar nýárs blessuð sól”. í því að jeg opna augun, heyri jeg sönginn og sje nýárssólina skína á þilið framundan mjer. Mjer fanst alt herbergið verða að einu sólarhafi. Þessi minn- ing er mjer svo hugstæð, að hún getur aldrei gleymst. Og lagið og sálmurinn hefir æ síð- an alveg sjerstakt gildi fyrir mig. Hver dagur og hver stund æfinnar kemur altaf með eitt- hvað nýtt, sem oft gleymist fljótt, en einstaka stund eða augnablik færa manni þó það, sem aldrei getur gleymst. Gleðileg jól! Sigríður Björnsilóttir. Cjíekiecf jói! liÁulol *> <$*$x$x$>^x$><$*$x$x$><$*$x$><$x§><$m$x§x$><§x$x§><$x$k$x$><$><$x$x$><$><$x$><$x$x$><$><$x$x$x$><$x$><$><$x$> ^ QHekieq jól! tUUzVuUL CjleÍllecj jót! leouecj foi JEtvirFp' beL^ *9 1° (! Verslunin EgiII Jacobsen. -I! leouea foi Gott og farsælt nýtt ár! Silkibúðin. •><$<£<$><$h$x$x$x$><$>^<$x$x^<§><$x$*§x$<$k^x§x$x§><§><£<§><$x§><§><$>3*$><§X$*$><$x$h§><$*$m$x$x§><$x§><«; e<£ fO J! Ofnasmiðjan. jól! Sœnsk-íslenska verslunarfjelagið h.f. %íi(ej jól! Bifreiðastöð íslantls. F -3h$x$>^x§x$><$x$*$><$x$><§><$> Cjleciilecf jót! >> Versl. B. H. Bjarnason. % 4> i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.